Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 30

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 30
2 matur Hollt Hvunndags/til hátíðabrigðaFiskur A Aðal- réttur Græn- meti KRAUM SKINKURÚLLUR OG FAT AF HVÍTKÁLI Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar: SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gísli Egill Hrafnsson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Níels Gíslason, Ragnheiður Tryggvadóttir og Vera Einarsdóttir. Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is og Ívar Örn Hansen ivarorn@frettabladid.is Það þykir orðið nokkuð sjálfsagt að matseðill heimilisins breytist milli árstíða og skulu léttari réttir þá vera í brennidepli um þess-ar mundir; salöt, sjávarréttir, kjúklingaspjót og bökur. Ég fór að hugsa hvort og þá hvernig sumarmatseðill hafi verið á mínu heimili fyrir 20-30 árum og man ekki eftir sérstökum árstíðaskiptum í matseðl- inum. Nágrannarnir grilluðu pylsur á góðviðrisdögum. Þá var kannski keypt vatnsmelóna ef hún var til í Nóatúni. Krakkaskarinn át frost- pinna. Vinnufélagi minn sem á foreldra sem dvöldu mikið í Frakklandi sagði mér að á sumrin hefðu þau snætt salöt með eggjum og beikoni sem aðalrétt úti á svölum. Einhver framúrstefnuleg heimili hafa kannski útbúið „agúrkutunnur“ – gúrkur fylltar með sýrðum rjóma og rækjum. Heimilistíminn gaf þá uppskrift í einu tölublaði í kringum árið 1980 og sagði réttinn vera mjög svo hress- andi sumarmat. Ég æstist öll upp eftir að hafa rekist á agúrkutunnurnar og hélt áfram að glugga í gömul dagblöð í leit að sumaruppskriftum fyrri tíma. Ég var spennt að sjá hvort ég fyndi eitthvað jafn kostulegt og agúrkutunn- urnar (lystileg útkoma þar sem sýrður rjómi lekur eins og hraunkvika úr um það bil 20 senti- metra háum gúrkustönglum) eða annan gleymd- an og girnilegan rétt úr fortíðinni. Margt af því sem ég rakst á kannaðist ég við. Þannig voru ófáar gratínuppskriftir gefnar á þessum árum sem sagðar voru henta sumarkvöldverði, fiskigratín, blómkálsgratín og kartöflugratín. Sumarsalöt úr káli, tómötum og gúrkum fann ég – enda úrvalið af grænmeti ekki svo mikið meira í verslunum í þá daga. Annað hafði ég ekki prófað, svo sem heitan hvítkáls- og ostarétt, gúrkusúpu og makkarónurétti með eggjum og bræddu smjöri. Ein uppskriftin sem ég rakst á er sumarréttur ársins 1986 að sögn Dagblaðsins Vísis. Flórentínskar skinkurúllur eru þar sagðar vera léttur ítalskur sumarréttur og er meðal annars búinn til úr smjördeigi, spínati, skinku, eggjum, sýrðum rjóma og kryddaður með múskati, salti og pipar. Ég er að spá í að bera fram flórentínskan sumarrétt einhvern tímann í vikunni og sjá hvort hann sé nokkuð verri en geitaostssalatið sem ég matreiddi fyrir nokkru úr fimmtán grænmetistegundum. Og hver veit nema maður hendi hvítkáls- og ostarétti í fat eitthvert kvöldið. Yfir hundrað ára gamall peningakassi blasir við þeim sem leggja leið sína í verslunina Kraum í Aðalstræti 10 þessa dagana. Á hann að vekja minningar um krambúðarstemningu fyrri tíma enda var um langt árabil rekin verslun í þessu sögufræga húsi. Nýlega var einnig farið að selja ýmiss konar íslenska mat- vöru í Kraumi. „Okkur langaði til að vekja athygli á því hvernig bændur og aðrir íslenskir aðilar vinna með íslenska náttúru í matvöru. Við vildum þannig færa íslenska matarhönnun nær ferðamanninum,“ segir Halla Bogadóttir framkvæmdastjóri Kraums. Í versluninni fást til dæmis hin frægu súkkulaðieldfjöll og skyrkonfekt. Þá eru þar til sölu allar vörur frá Urta Islandica þar sem lögð er mikil áhersla á te, íslenskt síróp og marmelaði. „Þá vinna þær mikið með salt og pipar sem þær blanda annars vegar með þara og hins vegar bláberjum,“ upplýsir Halla. Hún nefnir einnig til sögunnar kaffi sem malað er í gamalli og voldugri kaffikvörn. „Þá tókum við einnig inn nýja tegund af sápum frá Sápusmiðjunni. Til dæmis vinsæla skrúbb- sápu með ösku úr Eyjafjallajökli,“ segir Halla og minnist einnig á íslenskar snyrtivörur á borð við dropana frá Sif cosmetics. Í tengslum við íslenska matvöru hefur Kraum einnig tekið inn matartengda hönnun á borð við teglös frá Gleri í Bergvík, kartöflubretti eftir íslenskan arkitekt, glasabakka frá Samverki á Hellu og tekrúsir sem búnar eru til úr íslenskum leir frá Stykkishólmi. Íslensk matarhönnun FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Í Cafe Flóru í Grasa-garðinum í Laugar-dal er eingöngu notað grænmeti sem eigand- inn Marentza Poulsen ræktar sjálf. Hún hefur rekið kaffihúsið í fjór- tán ár og reynir alltaf að spegla umhverfið í mat- argerðinni. „Allt sem við bjóðum upp á er lífrænt,“ segir Marentza, „og eng- inn áburður notaður við ræktunina. Það er ótrú- lega auðvelt að rækta salat á Íslandi.“ Þegar Marentza eldar mat fyrir aðra stefnir hún alltaf að því að gera máltíðina að upplifun. „Ég legg mikla áherslu á að maturinn gleðji þig. Þú átt að upp- lifa fegurð og ástríðu,“ segir hún. - ng SALAT 3 ferskar perur 4 ferskar gráfíkjur 1 gráðostur má vera hvaða ostur sem er. 1 ¼ bolli hvítvínsedik 4 ¼ bolli þurrt hvítvín 200 g sykur 4 kanilstangir Korn úr 1 vanillustöng. Setjið hvítvínsedik, hvítvín, sykur, kanilstangir og vanillu í pott og látið suðuna koma vel upp. Þvoið perurnar og hreinsið þær og skerið þær í þunnar sneiðar langs- um. Leggið perusneiðarnar í heitan löginn og látið liggja í 5-10 mínút- ur. Takið perurnar upp úr og kælið. DRESSING 6 msk. hvítvínslögur 2 msk. góð ólífuolía Smá salt Takið ferska salatið, skolið vel og þerrið, veltið því upp úr dressing- unni. Setjið í fallega skál eða á disk. Perusneiðunum er raðað á salatið. Gráfíkjurnar eru skornar í fernt og settar á salatið ásamt gráðostinum. Gaman er að nota æt blóm eins og skjaldfléttu og morgunfrú svo eitt- hvað sé nefnt. HIMNESKT SALAT ÚR GARÐINUM Góðgæti úr GARÐINUM Að eiga jurtagarð eru forréttindi sem allir ættu að fá að njóta. Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú gefur lesendum uppskrift að salati úr sínum garði. „Það er auðvelt að rækta salat á Íslandi,” segir Marentza Poulsen, hér með ferskt og girnilegt salat. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.