Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 37

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 37
LAUGARDAGUR 9. júlí 2011 3 Ráðgjafi í innflutningsdeild Eimskip leitar að ráðgjafa í sölu og þjónustu flugflutninga sem er hluti af þjónustu innflutningsdeildar Eimskips. Ráðgjafi ber ábyrgð á faglegri ráðgjöf, sölu, tengslum við viðskiptavini og heildarþjónustu vegna flugþjónustu Eimskips. Um er að ræða krefjandi starf með fjölbreyttum tækifærum fyrir kraftmikinn einstakling sem er tilbúinn að takast á við ný verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: og færni í mannlegum samskiptum Fulltrúi í viðskiptaþjónustu Eimskip leitar að fulltrúa í viðskiptaþjónustu Eimskips. Í starfinu felst meðal annars bókanir og stýring á akstri innflutningsvöru auk almennrar þjónustu við viðskiptavini Eimskips. Um er að ræða fjölbreytt starf í öflugum hópi starfsmanna viðskiptaþjónustu. Menntunar- og hæfniskröfur: og færni í mannlegum samskiptum Vöruhúsaþjónusta í Dreifingarmiðstöð Eimskip vill ráða starfsmann í vöruhúsaþjónustu í ræða starf við vörumóttöku og vöruafgreiðslu á kælivörum sem og almennum sendingum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Menntunar- og hæfniskröfur: Nánari upplýsingar um störfin veitir: Umsóknarfrestur fyrir störfin er til hjá Eimskip. Umsóknir óskast fylltar út á www.eimskip.is Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. til að slást í þann hóp og takast á við spennandi framtíðarstörf. FRAMTÍÐARSTÖRF HJÁ EIMSKIP Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is SLÖKKVILIÐSSTJÓRI DALVÍKURBYGGÐ Capacent Ráðningar Starfssvið: • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins • Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða • Stefnumótun og áætlanagerð • Ábyrgð á þjónustusamningum • Samskipti við hagsmunaaðila • Bakvaktir yfirstjórnar Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum eða hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs • Leiðtogahæfni • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Góð almenn tungumála- og tölvukunnátta • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum Umsjón með starfinu hafa Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir slökkviliðsstjóra. Starfshlutfall slökkviliðsstjóra er 70%, en mögulega er hægt að auka starfshlutfall í 100% með öðrum verkefnum. Æskilegt er að nýr slökkviliðsstjóri taki til starfa í september nk. Dalvíkurbyggð er 2000 manna sveitarfélag í Eyjafirði. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar eru með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur. Capacent Ráðningar Glerárgötu 36 Sími 540 1000 Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar. Í samræmi við mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.