Fréttablaðið - 09.07.2011, Síða 40
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR6
www.kopavogur.is
Smárahvammur/Kjarr - Sameining
Leikskólinn Smárahvammur/Kjarr óskar eftir deildarstjóra og leikskólakennurum
Þann 1. ágúst n.k. sameinast leikskólinn Kjarrið leikskólanum Smárahvammi. Sameinaður leikskóli verður sex
deilda og framundan er skemmtilegt tímabil þar sem unnið verður við sameininguna, að byggja nýjan leikskóla
á grunni tveggja eldri. Þetta er langtíma verkefni þar sem lögð verður áhersla á að sameina það besta sem báðir
skólarnir búa yfir í góðri samvinnu kennara og foreldra. Leikskólarnir eru í Kópavogsdal, þar sem stutt er í mjög
góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.
Smárahvammur starfar í anda Hugsmíðahyggju og er að hefja þróunarstarf þar sem unnið verður með
námumhverfi skólans. Aðferðir starfendarannsókna verða notaðar við þróunarstarfið.
Einkunnarorð Smárahvamms eru sjálfræði, hlýja og virðing
Ráðningartími og starfshlutafall
Við þurfum að bæta við leikskólakennurum og deildarstjóra í okkar frábæra og samheldna hóp starfsmanna.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með
mannleg samskipti. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Unnið er samkvæmt
starfslýsingum Félags leikskólakennara, sjá http://fl.ki.is/
Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2011.
Upplýsingar gefa leikskólastjóri, Maríanna G. Einarsdóttir í síma 840 2685. Einnig má senda fyrirspurnir á
smarahvammur@kopavogur.is
Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is
KÓPAVOGSBÆR
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á
Ellingsen leitar að áhugasömu og duglegu sölufólki
af báðum kynjum í útivistardeild verslunarinnar að
Fiskislóð 1. Ellingsen selur útivistarfatnað frá Columbia,
Devold og Didriksons. Umsækjendur þurfa að hafa
áhuga og þekkingu á útivistarbúnaði auk þess að hafa
áhuga á og stunda útivist. Um framtíðarstarf er að
ræða. Vinnutíminn er 9–18 virka daga og annan
hvern laugardag.
HELSTU VERKEFNI
• Sala á útivistarfatnaði, skóm
og öðrum útivistarvörum
• Ráðgjöf til viðskiptavina
um útivist og búnað
• Umhirða sölusvæðis
HÆFNISKRÖFUR
• Áhugi á útivist og heilsu
• Áhugi á sölumennsku
• Rík þjónustulund
ellingsen.is
Hjá Ellingsen er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og
heilsueflingar, áreiðanleika, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Umsækjendur þurfa
að búa yfir ríkri þjónustulund, vera stundvísir, reglusamir og heiðarlegir í samskiptum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Guðjónsson,
bjarnig@ellingsen.is. Umsóknir þurfa að berast í
tölvupósti á diddi@ellingsen.is fyrir 17. júlí.
ÚTIVIST OG
HEILSU?
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
Löggiltur endurskoðandi - samstarf
Viðskiptafræðingar með rekstur á sviði reiknings-
halds og skattskila óska eftir samstarfi við löggiltan
endurskoðanda.
Áhugasamir sendið upplýsingar á
reikningsskil@gmail.com.
Fullum trúnaði heitið.
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
SKJÓL
Hjúkrunarheimili
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG SJÚKRALIÐAR
LAUS STÖRF
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliðaliða til starfa.
Starfshlutfall samkomulag.
Upplýsingar veitir:
Guðný H. Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri
hjúkrunar í síma 522 5600, virka daga milli 8-16.
Umsóknir er einnig hægt að senda á
gudny@skjol.is
Skjól hjúkrunarheimili
Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík
Sími 522 5600