Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 72

Fréttablaðið - 09.07.2011, Page 72
9. júlí 2011 LAUGARDAGUR48 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA verður áberandi um helgina en þá fara fram þrír leikir. Breiðablik tekur á móti Þór í dag og hefst leikurinn klukkan 16. Á morgun taka Eyjamenn á móti FH og hefst sá leikur líka klukkan 16. Klukkan 20 fer síðan fram leikur Fylkis og KR. Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklings- íþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árang- ur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nudd- ari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktar aðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfinga- félagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmti- legra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímu- félaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virki- lega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera! Ómetanlegur stuðningur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir. FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. „Félagið er búið að vera í baráttu um sæti í efstu deild síðustu tvö ár og varið miklum fjármunum í liðið. Völlurinn er góður og æfingaað- staðan mjög flott. Maður finnur fyrir því að þetta er stærra batterí en hjá Coventry,“ segir Aron Einar hæstánægður með nýja samning- inn sem hann segir mun betri en hjá Coventry. Aron spilaði upp yngri flokka með Þór á Akureyri áður en hann gekk til liðs við AZ Alkmaar í Hol- landi árið 2006, sautján ára gam- all. Tveimur árum síðar gekk Aron til liðs við Coventry þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tíma- bil. Aron segir enska boltann henta honum vel en lið í Hollandi og Þýskalandi sýndu honum einnig áhuga. Hann segir miklu máli hafi skipt hversu mikinn áhuga Malky Mackay, þjálfari Cardiff, sýndi honum. „Þjálfarinn hringdi fjórum sinn- um í mig í fríinu. Hann er búinn að tala mikið við Heiðar Helguson en þeir voru saman hjá Watford. Hann sér mig sem varnarsinnaðan miðju- mann fyrir framan vörnina. Ég spilaði þar mitt fyrsta tímabil með Coventry sem var mitt besta hjá félaginu. Mér líst vel á þetta og vona að ég geti verið hluti af liði sem fer upp í úrvalsdeildina,“ segir Aron. „Það var alltaf leiðinlegt að spila við Cardiff og núna er maður orð- inn hluti af þessu liði,“ segir Aron og hlær. Cardiff hefur verið grátlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina undanfarin ár. Á síðasta tímabili komst liðið í umspil um sæti en datt út í undan úrslitum. Árið áður komst Cardiff alla leið í úrslitaleikinn en beið lægri hlut. Liðið hefur misst sterka leikmenn úr hópnum frá því á síðasta tímabili. „Jú, við misstum nokkra en það er líka búið að semja við sex leik- menn á síðustu vikum. Þjálfarinn er líka nýr og mér líst vel á hann. Í gær fengum við Robbie Earn shaw frá Nottingham Forest sem hefur skor- að grimmt fyrir það lið og velska landsliðið.“ Aron Einar, sem er 22 ára gamall, segir líf atvinnumannsins erfitt að því leyti að menn geti verið á stöð- ugum flutningi. „Ég var búinn að koma mér vel fyrir í Coventry og átti góða félaga í liðinu sem ég á eftir að sakna. En svona er fótboltinn. Ég skipti líka úr AZ Alkmaar á sínum tíma þar sem ég átti marga vini. Í fótboltanum þarf maður að breyta til og fórna ýmsu. En ég lít á þetta sem jákvæð- an hlut og reyni að koma mér inn í þetta fljótt,“ segir Aron fullur til- hlökkunar. Spurður hvort það sé einhver veitingastaður eða ísbúð á horninu í Coventry sem hann kveðji með söknuði hlær Aron Einar. „Nei, það er enginn Brynjuís þarna í Coventry.“ Síðasta tímabil hjá Aroni Einari var óvenju langt. Að loknu tíma- bilinu í Englandi tóku við lands- liðsverkefni sem lauk með Evrópu- mótinu í Danmörku. Hann segist hafa slakað vel á í Dubai undan- farnar tvær vikur þar sem hann lá á sundlaugarbakkanum og hreyfði sig lítið sem ekkert. Aron Einar hélt í morgun í æfingaferð til Spánar með nýju liðs- félögum sínum. „Það er vakning klukkan fjögur (í morgun) þannig að ég kíki rétt heim til Coventry og næ í hreinar nærbuxur. Svo bruna ég aftur til Cardiff, upp á hótel og síðan beint upp í vél,“ sagði Aron í léttum dúr. Hann var nýkominn úr læknis- skoðun klukkan fimm að staðar tíma en skoðunin tók tæpar átta klukku- stundir. Bíltúrinn til Coventry og til baka til Cardiff tekur um fimm tíma og því er líklegt að Aron hafi lítið sofið í nótt. Aron Einar sem hefur spilað 22 landsleiki fyrir Íslands hönd er ekki kominn með treyjunúmer hjá nýja félaginu. Hann veit þó hvað hann vill. „Það er ekki búið að úthluta núm- erum. En það er enginn númer sautján sem var hjá liðinu í fyrra þannig að ég ætla að reyna að fá hana,“ segir Aron. kolbeinntd@365.is Enginn Brynjuís í Coventry Aron Einar Gunnarsson skrifaði undir þriggja ára samning við Cardiff City í gær. Aron hélt í morgun í æfingaferð til Spánar með nýjum liðsfélögum. VINSÆLL Í COVENTRY Aron Einar var valinn besti leikmaður Coventry af stuðnings- mönnum félagsins á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Eiði Smára Guðjohnsen stendur til boða tveggja ára samningur við nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi. Samkvæmt heimildum stöðvar- innar er tilboð Swansea mjög gott en staðsetning félagsins í Wales stendur í Eiði Smára. Ferðalagið frá London til Cardiff tekur tvær og hálfa klukkustund með lest. Auk Swansea standa Eiði til boða samningar við bandarísku atvinnumannaliðin New York Red Bulls og New England Revolution. - hm, ktd Swansea vill Eið Smára: Gott tilboð á borðinu LIGGUR UNDIR FELDI Eiður er með nokkur járn í eldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. deild karla KA - ÍA 1-4 0-1 Guðjón Heiðar Sveinsson, 0-2 Ólafur Valur Valdimarsson, 0-3 Hjörtur Hjartarson, 1-3 sjálfsmark, 1-4 Hjörtur Hjartarson Víkingur Ólafsvík - BÍ/Bolungarvík 4-1 0-1 Nicholas Deverdics, 1-1 Artjoms Goncars, víti, 2-1 Artjoms Convars, víti, 3-1 Guð- mundur Steinn Hafsteinsson, 4-1 Eldar Masic Upplýsingar frá fótbolti.net. ÚRSLIT GOLF Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórs- dóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi. Karlaliðið sem keppir í Portú- gal beið einnig lægri hlut gegn Ítalíu, 1:4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann sinn leik en aðrir leikir töpuðust. Tapið þýðir að karlaliðið þarf að fara í for- keppni fyrir EM að ári. Bæði landsliðin leika um 15. sætið í dag. Karlarnir mæta Eng- lendingum en konurnar Tékkum. - ktd Spila um 15. sæti á morgun: Bæði lið töp- uðu gegn Ítalíu STAÐAN ÍA 10 9 1 0 29-4 28 Selfoss 10 7 1 2 23-10 22 Þróttur R. 10 5 2 3 13-12 17 Víkingur Ó. 10 4 3 3 14-12 15 Fjölnir 10 4 3 3 17-19 15 Haukar 10 4 2 4 14-12 14 Grótta 10 3 4 3 8-11 13 BÍ/Bolungarv. 10 4 1 5 12-19 13 ÍR 10 3 2 5 12-18 11 KA 10 3 1 6 11-19 10 Leiknir R. 10 0 4 6 10-17 4 HK 10 0 4 6 11-21 4 FÓTBOLTI Skagamenn sóttu þrjú stig norður yfir heiðar á Akur- eyri í gærkvöldi þegar liðið lagði KA með fjórum mörkum gegn einu. Liðið er enn ósigrað í deild- inni að loknum tíu leikjum, hefur skorað flest mörk og fengið á sig fæst. Miðað við spilamennsku liðsins í sumar er fátt sem getur komið í veg fyrir að félagið kom- ist upp í efstu deild á nýjan leik. Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði tvö marka Skagamanna í gærkvöld. Hjörtur hefur skorað tíu mörk í deildinni, eða mark að meðaltali í leik og er marka- hæstur. Í hinum leik gærkvöldsins unnu Víkingar í Ólafsvík stór- sigur á BÍ/Bolungarvík 4-1. -ktd Skagamenn skora mörkin: Ósigraðir og í frábærri stöðu SJÓÐANDI HEITUR Það er ekki að sjá að Hjörtur sé á 37. aldursári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.