Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 12.01.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.01.1940, Blaðsíða 1
NDINGUR XXVI. árgangur I Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 12. janúar 1940 2. tölubl. tí &• Hitaveitumál Akureurar Þótt land vort beri kuldalegt nafn og veki hroll hjá mörgum útlendingi, sem ekki þekkir landið að öðru en nafninu, þá komast flestir að raun um það við nánari kynni, að það gæti með jafnmikl- um rétti heitið Eldland. Öld fram af öld hafa jarðeldamir verið að sprengja klakaskelina hér og hvar og glóandi, eimyrjan runnið niður jökulbungur og fjallahlíðar, og sjóðandi vatn seitlað fram undan rótum snækrýndra fjallanna. ísland hefir þannig verið Iand hinna miklu andstæðna, og það eru fyrst og fremst þessar miklu andstæður þess, annarsvegar ísinn og jöklarn- ir en hinsvegar eldfjöliin og hver- irnir — Hekla og Qeysir, — sem vakið hafa frægð þess á alþjóða- vettvangi. Það er fyrst hina síðustu ára- tugi, að þjóðin hefir farið að skilja, hversu ómælanleg verðmæti eru fólgin í heitu uppsprettunum víðs- vegar um land. Hversu mikill hitagjafi þær eru fyrir híbýlin og hve geisilega mikið við getum sparað erlent eldsneyti, ef við tök- um þær í okkar þjónustu. Hin síðari ár hafa suðræn aldin verið ræktuö hér á landi við hinar heitu uppsprettur, og æska lands- ins hefir numið sundíþróttina í glóðvolgu hveravatni, sem jafnframt er notað til upphitunar á búnings- klefum, og skólar og íbúðarhús hafa verið hituð á sama hátt, svo að þar festir aldrei frostrós á glugga í hörðustu miðsvetrarveðr- áttu. — En það sem bezt sýnir, hvern auð við eigum í heita vatninu, er nýjasta æfintýrið: Hitaveita Reykja- víkur. þ. e. upphitun heils bæjar, þar sem nálega þriðjungur þjóðar- innar er samankominn. Þeíta æf- intýri er nú í þann veginn að verða að veruleika og vekur undr- un og öfund erlendis, þar sem slík æfintýri geta ekki gerzt, þótt ö!l auðæfi heimsins væru í boði. Um hitaveitu Reykjavíkur hefir mikið verið rætt og ritað. Það hefir verið bent á hinn mikla gjaldeyris- sparnað, þegar Reykjavík þyrfti ekki lengur að kaupa kol, og í því sambandi bent á hið gffurlega verð, sem þau hafa farið í á ófrið- artímum. Pað hefir verið bent á hina auknu hollustu í andrúms- loftinu, þegar bærinn losnaði við sótmekki þúsund reykháfa, Pað hefir verið bent á þægindin, hrein- lætið og vinnusparnaðinn, þegar ekki þarf lengur að handleika kol eða ösku o. s. frv, ' Qegn þessum rökum hefir eng- irm getað mælt, en þrátt fyrir það hafa oft orðið Ijón á veginum fyrir hitaveitumáli Reykvfkinga, og mun það hafa tafið svo fyrir málinu, að Reykvíkingar lenda nú í hinni miklu verðhœkkun kolanna, áJur en hitaveitunni er lokið. Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft alla forystu í hitaveitumáli Reykja^ víkur og, — þótt furðulegt megi teljast, átt fullri andúð að mæta í málinu frá hálfu annara stjórnmála- flokka, einkum þó Framsóknar- flokksins, sem virðist með þeim ósköpum fæddur, að geta ekki veití góðum málum fulla liðveizlu, séu þau borin fram af andstöðu- flokki. En hitaveitumálið var mál allra Reykvíkinga fyrst og fremst, en auk þess allra þeirra íslendinga, er sáu í því auk þægindanna fyrir höfuðstaðinn hinn mikla gjaldeyris- sparnað í allri framtíð, — og málið komst fram hjá öllum Ijónum, er sett voru í veg þess. í byrjun Evrópustríðsins nýja er hafist handa um framkvæmd þessa mikla æfintýr- is'i — mesta æfintýrisins, sem gerzt hefir á landi hér frá öndverðu. Þetta reykvíska æfintýri og eins vissan um það, að hér ( nánd við Akureyri eru víða heitar uppsprett- ur, hefir vakið áhuga margra Akur- eyringa fyrir hitaveitu fyrir Akureyri. Og einmitt á slíkum tímum sem nú ganga yfir, þegar verð á kolum getur tvöfaldast á fám mánuðum, er eðlilegt að menn brjóti heilann um þann möguleika. Hitaveitumál Akureyrar er ekki komið langt á veg ennþá Hið fyrsta sem í því gerist er það, að nokkur undanfarin ár hefir dr. Trausti Einarsson fyrir tilmæli bæj- arstjórans gert nokkrar rannsóknir á jarðhitasvæðum í grennd við Akureyri með tilliti til möguiegrar hitaveitu. Að loknum þeim rann- sóknum ritaði dr. Trausti bæj3r- stjóranum bréf um niðurstöðurnar. Taldi hann aðeins þrjú hitasvæði koma ti! greina: Glerárgil, Lauga- land á Þelamörk og Reykhús í Eyjafirði. Hið síðasttalda leizt honum bezt á, m. a, var hitastig hæst þar, og því álitlegast að bora þar eftir heitu vatni. Pá fól bæjarstjóri verkfræðingum frá firmanu Höjgaard og Schultz, er nú starfa að hitaveitu Reykja- víkur, að gera í vetur áætlun um kostnað við að hita Akureyrarbæ upp með 70° og 90° heitu vatni, miðað við að það sé fáanlegt við Reykhús. Jafnframt gerir Rafmagns- eftiilit ríkisins til samanburðar á- ætlun um. upphitun bæjarins með rafmagni. Ö£ nú fyrir skömmu hefir bæjarstjórn kosið nefnd til að anna$t athuganir og undirbúning hitaveitumálsins. Leiði rannsóknir í þessum hitunarmálum það í Ijós, að hitaveita verði bænum hagkvæm- ari en önnur upphitun (t. d. raf- magn), er áríðandi, að pólitískur flokkadráttur verði ekki til að tefja það eins og í Reykjavík. Og ekki virðist að svo komnu ástæða til að kvíða því. Auk þess sem Sjálf- stæðisfélag Akureyrar hefir rætt málið á fundi, þar sem það átti ó- skipt fylgi, hefir Framsóknarfélag Akureyrar haft það til umræðu á félagsfundi, og má af undirtektum þar ráða, að eigi þurfi að óttast andróður Framsóknarmanna hér í bæ, þótt flokksbræður þeirra í Reykjavík ynnu 'hitaveitumáli Reyk- víkinga lítið gagn. Verður ekki annað séð, en að málið eigi öruggt fylgi meðal tveggja stærstu lýðræð- isflokkanna hér í bænum. Ennþá er Hitaveita Akureyrar ekki annað en stór draumur. E. t. v. er það undir einingu bæjarbúa komið, meira en nokkru öðru, hvort sá draumur rætist í náinni framtíð. Frá Leikfél. Akureyrar. Hér í bænum er það jafnan talið til góðra tíöinda, er von er á leik- sýningu frá hendi Leikfélags Akur- eyrar, því syningar þess bera mjtíg af ílestu því, sem hér er venjulega haft á boðstólum til skemmtunar. Einn af stjórnendum Leikfélagsins, Hallgr. Valdimarsson, kom nú í vikunni inn á skrifstofu blaðsins, Notaöi blaðið það tækifæri til að spyrja hann um leikstarfsemi félags- ins í vetur, og fer trásögn hans hér á eftir: Eftir að Leikfél. hafði lokið sýn- ingum á Þorláki þreytta með Har. Á. Sigurðssyni sem gesti í aðal- hlutverkinu undir leikstjórn Ágústar Kvaran og sem bar þann árangur, að engin leiksýning hér á Akureyri hefir verið nándar nærri svo vel s(3tt um mjög langt skeið sem Þor- lakur þreytti, og sem má að lang- mestu leyti þakka hinum skemmti- leg* og irábæra leik Har. Á. Sig- urðssonar, kom stjórn fél, sér saman um, að heppilegast væri að geta næst boðið bæjarbúum íslenzkan leik. Fór því stjórnin að svipast tim eftir þannig hentugu verkefni fyrir félagið, en þó að nokkrir rir- höíundar haíi a slðari árum fengist við að semja leikrit, þa er eftirtekj- an minni en búast mætti við, Mörg þessara leikrita eru lítt leiksviðshæf, nyja-bio Föstudags- Iaugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Oiympíuleik' arnir 1936 Síðari hlutinn: Hátíð fegurðarinnar l?ar er sýnt meðal annars: Borg íþróttarnanna, Tugþraut, Pololeikur, Hnefaleikar. Fimmtarþraut Skilmtngar, Knattspyrna, Hockey, Kappsigling, Sund, Dj^íiingar Leni Riefenstahl voru veitt verðlaun fyrir myndina írá Þ]óð- verjum, aem bezta mynd árs- ins 1938. Sunnudaginn kl. 5: Fyrri hlutinn: Hátið líióðatma. I.O.O.F. = 1211129 = J Run 59401177 — Frl . Atkv jafnvel þótt þau ekki skorti listræn- an búning. Að vísu barst stjórninni í héndur leikrit eftir mann hér í bænum, sem virðist mjög vel til sýningar fallið, en af sérstökum á- stæðum sá hún sér ekki fært að taka það til sýningar nú, En hún hafði komist að því, að Árni Tónsson stúdent og bæjar- stjóraskrifari hefði eitthvað af þessu tagi í fórum sínum og átti því tal við hann uia þau efni. • Samdist svo um, að félagið tæki til sýningar leikrit, er hann heíir samið. Heitir það Hin hvíta skelfing. Er það í raun, og veru í einum þætti, en þó er því skipt í fimm atriði, með mjög hröðum leiksviðsbieytingum í hvert sinn og »brúað< með músik milli atriðanna. • Verður ekki nánar skyrt frá efni þess hér, en stjórn félags- ins leizt óðar mjög vel á leik- ritiö, Pv( miður sá okkar ágæti . aðal- leikstjóri, Ágúst Kvaran, sér ekki fært að taka að sér leiksyningu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.