Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 26.01.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.01.1940, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR a Móðir okkar, Ölöf Arnadóttir, andaðist að heimili sínu, Ytri-Skjaldarvík, 17. janúar síðastl. Jarðarförin fer fram að Glæsibæ, þriðjudaginn 30. jan. og hefst með húskveðju að Ytri-Skjaldarvík kl. 11 árdegis. Kransa er eigi óskað. Kristin M. Stefánsdóttir. Stefdn Jóh. Stefánsson. ÍITFÖR Einars Benediktssonar skálds í'er fram í dag. Hefir skáld- inu verið valinn legstaður að IJingvöIlum, og fer útför- in fram á kostnað íslenzka ríkisins, Ollum stofnunum ríkisins er lokað, meðan á útförinni stendur. Minning- arathöfn í dóinkirkjunni kl. 2 er útvarpað á kostnað Ríkisútvarpsins. Kosninprnar í Dagsbrún. Eins og áður heíir verið getið hér í blaðinu náðist samkomulag milli Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks- manna í verkamannafélaginu Dags- brún í Reykjavík um sameiginlegan lista til stjórnarkjöis og trúnaðar- mannaráðs. Var stjórnarlistinn skipað- ur þannig, að Sjálfstæðismenn voru í sæti varaformanns, ritara og fjár- málaritara en Alþýðuflokksmenn í formanns- og gjaldkerasæti. í for- mannssæti var Einar Björnsson (A), varaformanns Sigurður Halldórsson (S), ritara Gísli Guðnason (S), gjald- kera Torfi Þorbjarnarson (A), og fjármálaritara Sveinn Jónsson (S). Kommúnistar í Dagsbrún stilltu upp Héðni Valdimarssyni í fnrmanns- sæti ennþá, og virðist ríkja þar full- komin eining, þrátt fyrir afstöðu Héðins í vetur,- Var kosningin "all- vel sótt og fór þannig, að Sjálfstæð- is- og Alþýöuílokksmenn gengu með fullan sigur af hólmi, Hlaut listi þeirra við stjórnarkjör 729 atk, en trúnaðarmannaráð 717. Listi komm- únista fékk 636 atkv. og 622, Hafa samtök Alþíl, og Sjálfst.manna þann- ig þurrkað öll áhrif kommúnista út 1 stærstaverkamannafélagi landsins, og má það vera öðrum slíkum félög- um til eftiibreytni. tíðar á öllum sviðum er hækkun útsvaranna mjög lítil. Nemur hún tæplega 6%". En um fjárhagsáætl- anir einstakra bæjarfélaga á slíkum tímum sem þessum, gildir hið sama og um fjárhagsáætlun ríkisins, aö þar er allt í óvissu og engin von til þess að búið sé svo um hnúta, að einstakar tölur færist þar ekki úr lagi, Skákþing Norð- iendinga stendur yfir á Siglufirði þessa daga. Taka þátt í því 14 keppendur frá Akureyri, Siglufirði og Húsavík. Frá Akureyri keppa í 1. flokki;- Hallgr. Benediktsson, Jóhann Snorra son og ]úlíus Bogason, og 2. fiokki Guðm. Jónsson og Hörður Guð- brandsson, Keppni 1, flokks er nú lokið og urðu úrslit þau, að Þráinn Sigurðsson Sigluf, og ]óhann Snorra- son eru jafnir með 4 vinninga hvor Júlíus Bogason og Sig. Lárusson (Sigluf.) jafnir ineð 2l/2 vinning hvor og Hallgr. Benediktsson og Hjálmar 'lheodórsson (Húsavlk) með 1 vinn- ing hvor. fetta er í fyrsta skipti, sem þing- ið er háð á Siglufirði og einnig í fyrsta skipti, að Þráinn Sigurðsson keppir á Skákþingi Norðlendinga, en hann er áður kunnur skákmaður, Aftur á móti gat Guðbjartur Vigfús- son ekki tekið þátt i þinginu nú, vegna sjúkdómslegu á heilsuhæli. Keppni í öðrum flokki var ekki lok- ið, er blaðið hafði síðast fregnir af þinginu. Skemmtikvöld Varðar »Vörður* félag ungra Sjálfstæöis- manna gengst fyrir skemmtikvöldi annað kvöld að Hótel Gullfoss (í nýja salnum). Verða fyrst ÍJuttar nokkrar stuttar ræöur. . Ræðumenn verða flestir eða allir úr hópi þeirra ungu manna, er sækja yfirstandandi stjórnmálanámskeið félagsins. Að því loknu verður dans stiginn fram eftir nóttu. Öllum Sjálfstæðis- mönnum og konum er þátttaka heim- il, meðan húsrúm levfir, en þar sem það er takmarkað, ættu þeir sem tryggja vilja sér aðgang að athuga það sem fyrst. (Sjá augl. í blaðinu) Leibrétting. í auglýsingu frá Heimilisiðnaðarfél. Norðurlands í síðasta blaði hafði misprentast 5 febr. í stað 1. febr. Aðáldansleikur íþróttafélagsins Þór verður næstk. laugardag (27. jan.) í Skjaldborg. — Áskriftar- listi liggur frammi í Kjötbúð K. E. A. til föstudagskvölds. íbúð óskast. Mann í fastri stöðu vantar 2 —3ja herbergja íbúð (með eldhúsi) frá 14. maí n. k., helzt í norðurhlúta bæjarins R.v.á, á Mireyri halda opinberan fund n.k. þriðjudag 30. janúar í Samkomuhúsi bæjarins kl. 8,30 síðdegis. Ræðumenn: Sig. Ein. Hliðar alþingism.: Verzlunarmál. Sig. Eggerz bæjarfógeti: Sjálfstæðismálið. Arnfinna Björnsdóttir: Konan og stjórnmálin. Jónheiður Eggerz: Um stéttaríg, Jón Solnes: Fjármálin. Jakob O. Pétursson : Kommúnisminn. Jóhann Hafstein: Stefna Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðislélag Akureyrar. Sjálfstæðisfélaij krenna Vörn. Vöríur F. U. S. Félag ungra Sjálfsfæð" ismanna ,,V0RÐUR“: Skemmtikvöld að Hótel Gul/foss annað kvöld kl. 8,30. Til skemmlunar: Ræðuhöld, söngur, dans. — Aðgöngumiðar fást í Verzl. Esju og Skóverzl. M. H. Lyngdal & Co og kosta kr. 1,50. Vitjisí fyrir kl. 2 á morgun. Allir Sjálfstæð- ismenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN, FUNDUR verður haldinn í Sjáifstæðistél. Akureyrar sunnudaginn 28. þ. m. að Hótel Gullfoss ki. 4 síðdegis. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálf- stæðisflokksins. 2. Jóh. Hafstein cand. jur. flytur erindi. 3. Onnur mál. Félagar annarra Sjálfstæðisfélag-a í bæn- um velkomnir meðan húsrúm leyfir. — S T J Ó R N I N. HÚS mitt nr. 4 við Hrafnagilsstræti, er til sölu og laust til íbúðar næsta vor, ef góður kaupandi býðst. Húsið er 8 íbúðarherbergi 2 eldhús, baðherbergi og góð geymsla. Greiðsluskilmálar að- gengilegir. Til mála gæti komið skipti á því og minna húsi. Rá býst eg við að hafa eitthvað laustaf íbúðarherbergjum fyrir gott, einhleypt fólk. Akureyri 25. janúar 1940. Jón Guðlaugsson. Qdýr Cbemelet-tyliiíreið Auslýsið ■'lsl til sölu. R. V. ú. Prentemiðja Björaa Jónsðtnuur,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.