Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.03.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.03.1940, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR i | Oddur SigurOsson Á heitdag Eyfirðinga hinn forna var til moldar borinn Oddur Sig- urðsson, fyrrv. skipstjóri og út- vegsbóndi, í Hafnarvík í Hrísey. Með honum er til grafar genginn einn af mestu dugnaðar- og for- ystumönnum við Eyjafjörð síðasta mannsaldurinn, þeirra er fengust við skipstjórn og sjávarútveg. Oddur var fæddur á Steindyrum á Látraströnd 15. nóv. 1874. Voru foreldrar hans Sigurður Stefánsson, sjálfseignarbóndi þar, og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir, giít 8, okt. 1861. Var Oddur yngstur systkina sinna, en þau voru fimm, þrír bræöur. og eru þeir nú allir látnir, og tvær systur, báðar enn á lífi, Guðrún, ekkja Hallgríms Sigurðs- sonar, stýrimanns á Akureyri, bú- sett þar, og Sigurlaug, ekkja Gunnars Helgasonar, skipstjóra í Hrísey. Sigurður á Steindyrum var at- oikumaður mikill, bæði til lands og sjávar, en einkum var honum sýnt um sjósóknina, skipstjóri heppinn og aflasæil, hákarlaformað- ur langa hríð. Guðlaugu konu hans lét bústjórnin hið bezta. Var hún tápkona tnikíl, skapfcst og stjórnsöm. Voru samfarir þeirra hjóna hinar beztu og varð skammt þeirra á milli. Hafði Oddur hið mesta ástuki af móður sinni. — í æsku naut hann kennslu hjá Guðmundi Hjaltasyni, hinum kunna alþýðu-fræðara, í skóla þeim, er 2. Guðm. Guðmundss. S.S. 431,9 stig. 3. Ásgr. Stefánsson S. S. 396,2 stig. Jón Þorsteinsson kepptt aðeins í stökki og Magnús JKristjánsson að- eins í göngu, og komu þeir því eigi til greina viö þann útreikning. Heldur Jónas Ásgeirsson nafnbótinni Skíðakappi íslands að þessu sinni, en þá nafnbót vann hann einnig í fyrra. Fjórir verðlaunagripir vOru gefn- ir á mótinu, þar af 3 bikarar, allir gefnir af KEA. Einn var eignabik- ar fyrir bezta afrek í svigi kvenna en hinir tveir farandbikarar til fé- lagakeppni í svigi karla A- og B- flokki. Fjóröi gripurinn var fána- stöng úr silfri með áfestum, fslenzk- um fána. Stendur stöngin á silfur- plötu, en á plötuna er greyptur uppdráttur af íslandi, Gefandi var Aðalbjörn Pétursson gullsmiður á Siglufirði. Gripur þessi er farand- gripur, veittur fyrir beztu afrek í flokki drengja (yngri en 10 ára). Á páskadagskvöld var kaffisam- drykkja í Samkomuhúsinu fyrir sktðamenn og stjórnendur mótsins. Voru þar fluttar margar ræður og afhent verðlaun í þeim kappraunum, er þá var lokið. Síðan var dansað fram eftir nóttu. Fóru flestir Reyk- vfkingarnir og allir Vestfirðingarnir með Esju þá um nóttina og nokkrir Siglfirðingar, en hinir fóru með flóabátnum á þriðjudaginn. hann hélt um skeið f Hléskógum í Höfðahverfi, og þótti Oddur hinn bezti námsmaður, var sízt eftirbát- ur skólabræðranna, þó að hann væri þá aðeins tólf vetra gamall. Auk þess lærði Oddur sjómanna- fræði, svo að nægði til skipstjórn- ar á fiskiskipum þá hér við land, Snemma vandist hann sjónum. Gerðist hann þegar innan við tví- tugt skipstjóri á ýmsum fiskiskip- um fyrir Norðurlandi. Um þær hinar sömu mundir, sem Oddur ólst upp með foreldr- um sínum á Steindyrum, bjó Jör- undur Jónsson og Margrét Guð- mundsdóttir að Syðstabæ í Hrís- ey miklu rausnaibúi. Jörundur var ættaður úr Ólafsfirði, fædd- ur á Gunnólfsá 25. des. 1826. Flutti hann síðan inn í Höfðahverfi og gekk þar að eiga fyrri konu sína, Svanhildi Jónasdóttur bónda á Gili í Fjörðum norður Pórðar- sonar. Úr Höfðahverfi flutfu þau hjón til Hiíseyjar, og gerðist Jör- undur þar svo mikill forsjár- og atorkumaður, að annálað er. Stóð fjárafli hans á mörgum fótum, rak mikinn útveg og landbúskap, róm- aður hákarlaformaður, og gerði hann brátt garð sinn frægan þar á eynni. Konu sína missti Jörundur þar á Syðstabæ, en síðar kvæntist hann ööru sinni 8. nóvember 1876 Margréti Guðmundsdóttur bónda á Moldhaugum Arnfinnssonar, Var hún þá 27 vetra, er hún giftist Jörundi, en hann tæpra fimm tugi vetra. Átta þau margt barna, og voru öll gervileg, sem verið höfðu fyrri konu börn Jörundan Meðal barna þeirra Jörundar og Margréíar var Sigrún, fædd 11. sept. 1878. Gekk Oddur að eiga hana 4. okt. 1898, þá tvítuga að aldri. Fluttist hann árið eftir til Hiíseyjar, reisti þar hús, er hann nefndi Hafriarvík, og átti þar heima alla sína stund síðan. — Brátt gerð- ist hann atkvæðamikill um sjósókn óg útgerð. Skipstjóri varð hann á fyrsta gufubáf, til póst- og far- þegaflutninga, fyrir Norðurlandi, og mágur hans, Hallgrímur, stýrimað- ur. Var samvinna þeirra hin bezta og stjórn þeirra öll og viðskipti við Norðlinga vinsæl og happa- drjúg. Báturinn var kallaður »Jör- undur*. Átti Oddur hlut í þessu fyrirtæki. Meðan Oddur var fjar- verandi þessi árin, stjórnaði Sigrún kona hans flest árin úfgerð þeirra frá Hafnarvík og annaðist heimilið með frábærri forsjá og dugnaði. — Einnig keypti hann fyrsta vélbátinn, sem fenginn var til Eyjafjarðar, 1904, f félagi við mág sinn Guðmund í Hrísey, og varð þann veg braut- ryðjandi á sviði vélbátaútvegsins við Eyjrfjörð, ásamt þeim Birni mági sínum á Selaklöpp og Páli Bergssyni, en þeir fengu vélbáta tii þorskveiða 1905. Sumarlangt var hann leiðsögumaður danska varðskipsins »Beskytteren«. Flest árin var hann formaður fiskideild- arinnar »Hií$ey« og *Beitufélags Hríseyjar*. Þá rak hann sjálfur út- gerð um 30 ár. Hann var f fyrstu stjórn Vélbátatryggingar Eyjafjarðar. Síldarmatsmaður var hann um eift skeið. — Fyrir nokkru hætti hann útgerð og skipstjórn, og var frá 1930 póst- og símstöðvarstjóri i Hrísey. Gegndi hann því starfi með hinni mestu árvekni og sam- vizkusemi, eins og öllum þeim störfum, sem hann fékkst við. — Mörg trúnaðarstörf hlóðust á hann í sveitarfélaginu. Hann var í hrepps- nefnd fjölda ára, í skattanefnd um tíma og stefnuvottur. Formaður sóknarnefndar var hann, þegar kirkja var að nýju reist f Hrísey. Lestrarfélag stofnaði hann í Hrísey og var formaður þess í mörg ár. Einn var hann stoínenda Spari- sjóðs Árskógshrepps og gjaldkeri hans til dauðadags. Oddur sál. var heilsuhraustur alla æfi, iðjutnaður mikill og fjör- maður, og var jafnan hressandi að hitta hann. Hann var fremur lítill vexti, kvikur í hreyfingum, knáleg- ur á velli, ör í skapi, en sáttfús, lét þó ekki ganga á hlut sinn, eig- inmaður hinn bezti og heimilisfaðir, gestrisinn og glaður í lund. Síðasfa daginn, sem hann lifði, gekk hann að starfi sínu, en kvart- aði um lasleika undir hádegi. Gekk hann þá heim og hallaði sér út af, en innan lítils tíma var hann ör- endur. Pað var 15. þ. m., og varð hann því 651/* árs að aldri. Hjarta- slag varð honum að bana. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, og lifa 5 þeirra. Misstu þau stúlku á ungum aldri, efnisbarn mesta, Jörgínu að nafni. Enn misstu þau tvo uppkomna sonu, hina mestu efnismenn, Theódór, útgerðamann í Hiísey, er telja máfíi hinn mesta mannkostamann og fyrirhyggjusam- an atorkumann, eftir langa og stranga sjúkdómslegu, og Ragnar, er and- aðist í 5. bekk Memtaskólans f Reykjavík, eitt hið mesta lærdóms- Ijós skólans og hinn bezta dreng, Má nærri geta, hve sár harmur hefir verið að þeim hjónum kveðinn við fráfall svo efnilegra og ástríkra barna. Sonur þeirra, Haukur, cand. phil., í Kaupm. höfn, hefir árum saman þjáðst af hinum þyngsta sjúkdómi, en það vill sá, er þessar línur ritar, fullyrða af nokkrum kunnugleika, að dæmafá ef ekki dæmalaus sé sú umhyggja, sem Oddur sál. og systkin hins unga manns hafa borið fyrir honum í fjarlægðinni öll þessi erfiðu ár. Þrátt fyrir aliar þessar sorgarskúrir, er yfir Odd sál. dundu, varðveitti hann sína glöðu lund, og hetjuhugurinn brast hvergi né bognaði. F.n þá reynit fyrst á kappann, er á hólminn kemur. Það próf stóðst hinn látni með sæmd og sigri. Börn þeirra hjóna, sem eftir lifa, auk Hauks, er nú var nefndur, eru þessi: Júlíus, kaupmaður og hreppstjóri í Hrísey, kvæntur frænku sinni, Sigríði Jör- undsdóttuv útvegsmanns í Hrísey Jörundssonar. 2. Sigurlaug, verzlun- armær í K- E. A. á Akureyri. 3. Þóroddur, stud. polyt., nú kennari við Menntaskólann í Reykjavík, og 4 Jörundur stúdenf, við námíVið- skiptaháskólanum í Rvík. Öllum Elsku litla dóttir okkar Auður Lilly andaðist 27. þ. m. Jarð- arförin ákveðin fimmtudaginn 4. apríl n. k. og hefst með bæti frá heimili okkar Hafnarstræti 86 A. kl. 1 e. h. Unnur Guðmundsdóttir, Kristinn Arnason. börnum sínurn, sem upp komust, kom Oddur sál. til mennta, og er það fágætt þrekvirki að koma jafnstórum hóp b3rna til mikils þroska. Æfistarfið er rnikið og fagurt, en sízt mundi Oddur sál. vilja láta þess ógetið, að hann átti ástríkan og dugandi lífsförunaut, þar sem kona hans er. Voru sam- farir þeirra Sigtúnar og Odd; svo góðar, að orð er á gert. Nú þeg- ar hann er svo skyndilega kvaddur burt, er bótin sú, að ástrík og dugandi börn eru reiðubúín að létta henni gönguna. Drottins almættishönd gefur og tekur. Þeim einum farnast vel, sém una hans vísdómsráði, og ég veit, að hin sorgmædda ekkja unir því einnig, við Ijós kristir.nar trúar. »Skörungsskapur, skarpleiki, fjör, rausn, röskleikur, ráðdeild, einurð«, allt prýddi það Odd Sigurðsson. B T. ALLIR þurfa að kaupa og lesa »/ÖRЫ. Til sölu peysuföt með öllu tilheyrandi og einnig kven-pokaföí. R.v á. Skíðin renna vel, ef þér notið S. G. SKÍÐAÁBURÐ Heildsölubirgðir: Tómas Steíngrfmsson Umboðs & heildverzlun, Ak. Sparið kafftð! Nottð Ludvig^David Kaffibæti. \

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.