Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 05.07.1940, Side 1

Íslendingur - 05.07.1940, Side 1
XXVI. árgangur.l LENDINGUR Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 5. júlí 1940 28. tölubl. Eru höftin len ur nauðsynle Tímamenn hafa oft fundið Sjálf- stæðismönnum það til foráttu, að þeir væru á móti innflutningshöft- unum. Barátta þeirra fyrir frjálsri verzlun væri hagsmunabarátta fá- mennrar klíku innan flokksins, — svonefndrar »heildsalaklíku«, sem vildi fylla landið af allskonar glingri og óþarfavarningi, meðan þjóðin hefði ekki gjaldeyri til brýnustu nauðsynja. En Framsóknarmenn væru höftunum fylgjandi, af því að þau sköpuðu þessari vandiæðastétt hæfilegt aðhald. Pað er ekki ósennilegt, að marg- ar endurtekningar þessa efnis hafi komið sumum kjósendum »hinria dreifðu byggða* til að leggja á þæi nokkurn trúnað. En vanda- laust er að finna dæmi þess, að minna greinir á í þessu efni milli flokkanna, en Tímamenn hafa hald- ið fram. Sjálfstæðismenn, sern telja frjálsa verzlun skilyrði fyrir hóílegu vöru verði og fullkomnu réttlæti í öllum viðskiptamálum, hafa oft og mörg- um sinnum lýst því yfir, að það ástand hafi verið ifkjandi hér í landi um skeið, er fyllilega réttlætti innflutningshöft. í »Stefnumálum< flokksins, er út voru gefin fyrir 3 árum segir svo: »Sjálfstæðisílokkurinn lítur á inn- flutningshöftin og gjaldeyrisskömmt- unina sem illa nauðsyn, sem sjálf- sagt sé að létta af svo fljótt, sem auðið ei«. Og r.ú, þremur árum síðar, er svohljóðandi samþykkt gerð á að alfundi Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, þar sem meiri hluti fulltrúanna var úr hópi Tíma manna : ».......lýsir fundurinn yfir þvf, að hann telur innflutningshöftin hafa hir.drað eðlilegan vöxt kaup- félaganna, og þó að hann telji að þau hafi verið og séu, eins og enn er ástatt, óhjákvæmileg þjóðarnauð syn, er hann því eindiegið fylgj- andi, að þe'm verði aflétt jafnskjótt og viðskipta- og fjárhagsástæður landsins leyfa*. Pað sýnist ekki b.-ra mikið á milti um álit Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmanna á höftunum. Það virðist eimóma skoðun allra, er við verz'un fást, jafnt samvinnu- manna og kaupmanna, að höft n séu ill nauð'jyn, er bæri að aflétta, óðar og fært þykir. En hver nauðsyn er nú til þess, að höftunum sé haldið? Pað er á allra vitoið', að hið háa verð á öllum aðfluttum vö-um gerir það að verkum, að engir kaupa annað en það er þeir þarfnast. Enginn innflytjandi teldi sér hag í að kaupa inn glingur og glysvarning til að liggja með óselt Öll við- skipti eru nú staðgreiðsluviðskipti og því ekki unnt að flylja inn vör- ur nema greiða þær jafnharðan og loks getum við ekki, vegna styrj aldarástandsins, verzlað nema við örfá lönd. Rökin fyrir innflufningshöftunum eru nú fallin í grunn, og þar sem allir þeir, er við verzlun fást og nokkra verzlunarþekkingu hafa, viðurkenna, að höftin séu >i)l nauðsyn*, ætti að geta fengist samkomulag um afnám þeirra- Hví skyldum við halda áfram að ala þýðingarlausa nefnd á almannafé og kosta dýrum dómum alóþarft skipulag á verzlunarmálunum, — skipulag, sem stendur eins og múrveggur í vegi góðrar samvinnu hinna ábyrgu stjórnmálaflokka í landinu á þessum alvarlegu tímum? Er nokkuð til, sem getur réttlætt það? halldór ber höfð- inu við sfeininn. Gambrið um ísafjörð. NÝJA BIÓI Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Spámað- urinn Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Ameríski skopleikarinn foe E. Brown, Mari&n Marsk og Tred Keatlng. Sptenghlægileg og spennandi amerísk gamanmynd. AUKAMYNDIR: Paradís selanna o» GamaneráHawali Sunnudaginn kl. 3 I Höfuðskelin á Halldóii okkar Fiið- jónssyni er eflaust orðin þykk og seig af áralöngu stangi gegn öllum staðreyndum, En vara má hann sig á því að dauðrotast ekki, ef hann heldur áfram að lemja höfðinu í þann harða stein, áð ísafjörður sé betri og meiri framtaksbær en Akureyri. Það þýðir ekki, þegar sósíalistar eiga í hlut, að ætla að sannfæra þá með rökum eða sannleika. Þeirra þátttaka í opinbcum málum er ekki gerð til þess að láta sannfær- ast heldur til að mynda sem mest- an hávaða og endurtaka fjarstæð- urnar svo oft, að einhvetjir fáist til þess að irúa þeim. Til þess nú að prófa það, hvoit Halldór tiúir sjálfur lofi sínu um paradísar-sælu rijá sósíalistunum á ísafirði, á móts við ástandið á Ak- ureyri, geri ég það að úrslita- og sáttatillögu í deilu þessaii, að Hall- dór flytjist vestur í þetta sæluríki bolsevismans og dvelji þc.r, — við skulum segja svo sem tveggja ára tíma. Vitanlega er það sjálfsagf, að hann flytji ekki þangað sem jötu- gemlingur eða pelabarn A'þýðu- flokk.sins, heldur sem réttur og sléttur verkamaður eða sjómaður og fái á þann hátt að ptófa hvernig verkafólki og sjómönnum líðut undir handarjaðii hinnar sósfalistisku for- sjónar á ísafirði. Mín spá er sú, að Halldór komist aldrei út árið í nýju vistinni og myndi fljótlega koma heim til Akmeyrar aftur, sji- andi þá fánýti og blekkingar þessa gamburyrða moldviðris um hafiörð. Vitanlega hefir einhver vesalingur leltt Halldór út á þann hála ís, að bera ísafjörð saman við Akurtyri. Hirði ég ekki að grenslast nánar eftir því, hver hann er, En líkast er því, sem það hafi verið flott-. ræfill, sem ómögulega geti sagt satt. Grunar margan, að heimildarmaður Halldórs sé Hannibal nokkur Valdt- marsson núverandi skólastjóii sósí- alista á ísafirði. Hér í blaðinu hefir áður verið bent á stærstu blekkingarnar og ó- sannind:n í gamburyrðum Alþýðu- mannsins um ísafjörð, og þessu aðeins bætt við nú, sem Halldór gelur svo leikið sér við að leggja út af eða hugleiða með sjálfum sér. 1. Samkvæmt útsvarsstiganunr á ísafirði greiðast 90% f aukaútsvar, eft'r að komið er yfir 12 þúsund k'ónur útsvarsskyldar tekjur. 2. Á ísafiiði slarfar ekkert eld:- viðai vinnslu'élag. Pau tvö félög sem staifa, eiga bæði heima í Eyrar- hrepp'; þakkað sé foisji sósíalista- broddanna, og atvinnan við þessa mótöku er svo til eingöngu í höndum Eyrhreppínga. 3. Á síðustu árum hafa verið smfðaðir níu vélbátar á ísafirð'. 12-18 smal. að stæið, (en ekki 18 eins og Alþýðumaðurinn segi ). 4. Vmna við saltfisksvetkun á ísafiiði veiður ekki teljmdi á yfir- standandi sumri. Veldur þar hvort- tveggja um, að þar eins og annar- staðar í vetur og vor hefir aflinn verið seldur til útflulnings jafnóðum að mestu, og svo hitf, að sá hluti afla báta Samvinnufélags ísfirðinga, sem verkaður var í sah, var seldur svo til allur út úr bænum, vestur á Þingeyri og út í Hnffsda'. Hvað ætli Halldór segði um slíka ráðs- Á leið til hanv ingju. Niðursett verð! Síðasta sinn ! mennsku af hendi »íhaldsins« hér á Akureyri. Við þetfa má svo bæta þvf. að allmargir trillubátanna á ísafirði, liafa nú í vor selt afla sinn út í Arnardal. Petta eru svona einstakar leiftur- myndir um sannleikann í gambri Alþ.m. um sósíalistana áísafirðiog forsjá þeiria, Halldór sæll Af nógu sliku er að taka, og mikið meira en ísl. heíir rúm fyrir, ef hreyfa ætti alvarlega við óhappa- og óskapnað- arferli sósíalistanna á Isafirði, sem virðast hugsa um það eitt að út- vega broddunum hæg og feit em- hætti. Z (Grein þessi hefir beðið vegna þrengsla). Ferðafélcig Akureyrar fer skemmtiferð til Austurlands 13. þ. m. Helztu viðkomustaðir verða: Ásbyrgi, Dettifoss og Eiðaskóli. Þaðan farið upp um Fljótsdals- hérað beggja megin Lagarfljóts — að Hallormsstað og Valþjófsstað — og svo til Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. — Þátttakendur verða að gefa sig fram við form. ferðanefndar (Þ. Þorsteinsson) fyrir 10. þ. m. og gefur hann nán- ari upplýsingar um ferðina.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.