Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 20.09.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyrl, 20. september 1940 38. tölubl. Dýrtíðin vex. Húsnæð- NÝJA BIÓI Dýrtfðin heldur áfram að vaxa. Að vísu finnast þess dæmi, að vissar vörutegundir, sem fluttar eru inn í landið, hafi lækkað í verði, svo sem kol, olía- og sumar teg- undir kornvara. En allar þær vör- ur, sem framleiddar eru f landinu (að undanteknu síldarmjöli) halda áfram að hækka í veiði Brauðin, mjólkin, eggin, kjötið, slátriö, kart- öflurnar o. s. frv. Nýlega kváðu eggin hafa kostað 5,80 krónur hvert kíló í Reykjavík og lambs- siátrið 5,50 krónur. Og eigi alls fyrir löngu tilkynnti Orænmetis- verzlun líkisins í útvarpi og blöð- um, að heildsöluverð á kartöflum skuli vera 34 krónur tunnan frá 15. þ. m. til 31. október, og eru framleiðendur hvattir til að selja ekki undir þessu verði. í smásölu má svo smyrja allt að 35^ á þetta verð. ' í fyira var heildsöluverðið á þessari vöru 21 króna tunnan, svo að það er hvoki meira né minna en yfir 60%" hækkun á kartöflunum. Pá hefir heyrst, að kjötið muni yerða um þriðjungi dýrara í haust en það var á s. 1. hausli. Hin gífqrlega hækkun á inn- lendri framleiðslu hlýtur að hafa það í för með sér, að fólk kaupir minna af henni en áður, — minna kjöt, minna slátur, minni karföílur. Framleiðslunni gerir þetta e. t. v. ekkert til, því Breíar munu kaupa nokkuð af þessum vörum. Hin mikla verðhækkun afurðanna er oftast réttlætt með þvf, að fram- leiðendurnir þurfi að fá hærri vinnulaun vegna verðhnekkunar á öllu, sem þeir þuifa að kaupa. Vissulega er sú skoðun tétt. En hitt er fullkomið fhugunaiefni, hve sú veröhækkun, er framleiðandinn fær í sinn hlut, er lítill hluti af þeirri hækkun, er neytandinn verð- ur að taka á sig. Meginhluti veið- hækkunarinnar fer í aukinn dreif- ingdrkostnað. Oott dæmi um þetta er mjólkur- verðið. Bændur hér í grenndinni munu hafa fengið 2—3 aura hækk- un á hvern mjóikurlftra, síðan út- söluverð mjólkur var hækkað hér f bænum. En til þess að þeir geti fengið þessa hækkun, verða neyt- endutnir að greiða 8 aurum meira en áður fyrir hvern lítra af neyzlu- mjólk. Pessi munur er lítt skiljanlegur nú, þegar vitanlegt er, að brezka setuliðið kaupir allmikið af mjólk, sem hlýtur að géra það að verk- um, að miklu meiri hluti mjólkur- innar en áður selzl sem neyzlu- mjólk, og að því skapi minna fer til osta- og skyrgerðar. Neytendurnir í bæjunum, sem verða hvað eftir annað að taka á sig nýjar og nýjar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum vegna aukins framleiðslukostnaðar, vilja gjarna sjá þess einhvern vott, að bróður- partur hins hækkaða verðs fari raunverulega til framleiðslunnar, en hverfi ekki að langmestu leyti f aukinn milliliðakostnað. Það er hið marglofaöa skipulag, sem drýgst- an þáttinn á í hinni gífurlegu verð- hækkun þeirra innlendu framleiðslu- vara, sem neytendur bæjanna verða að kaupa. Og svo dýrt getur þetta blessað skipulag orðið, að hvo.ki framleiðendur ré neytendur fái undir risið. Frá sjóöþurrð^ armálinu í Dagsfarún. Rannsókn í sjóðþurrðarmáli verka- mannafélagsins Djgsbtún f Reykja- vík, er lokið fyrir nokkru og hefir áður verið skýrt frá því hér í blað- inu, að bæði formaður og ráðs- maður félagsins reyndust hafa dregið sér lé úr sjóði félagsins. Notuðu þeir féð að miklu leyti til greiðslu persónulegra skulda. Sfjórn Dagsbrúnar hefir síðan vetið enduiskipuð, eftir að sam- þykkt hafði verið með atkvæðum Sjálfsíæðismanna í stjórninni álykt- un þess' efnis, að formaður hafi »fyrirgert formennsku sinnic og ráðsmaður brugðist svo í starfi sfnu, að stjórnin telji hann »sjálf- farinn úr því*. Alþýðuflokksfulltrú- arnir í stjórninni greiddu ekki at- kvæði. Pær breytingar urðu á stjórn fé- lagsins, að Sigurður Halldórsson varaformaður þess tók við for- mannsstörfum, en fyrsti varamaður í stjórn tók sæti í henni. í stað Marteins Oíslasonar, sem verið hafði ráðsmaður félagsins, var ráð- inn Alfreð Ouðmundsson, sjálf- stæðismaður, sem verið hafði ann- ar starfsmaður félagsins áður, í sambandi við skrif blaðanna iim sjóðþurrðarmálið, hafa koinið fram þtjár málshöfðanir. Hefir Hússtjórn Good-Templarareglunnar í Reykjavík stefnt Alþýðublaðinu út af dylgjum í sambindi við sjóð- þurrðina í Dagsbtún. Pá hefir stjórn Alþóðuflokksins og Alþýðu- sambandsins stefnt Héðni Valdi- marssyni fyrir aðdióttanir í »Nýiu- landi' og blaðinu »Vestutland« á ísafirði fyrir ummæli í sambandi við frásögn af sjóðþurrðarmálinu. isekla. Óvenju mikill skortur mun vera á fjölskylduíbúðum hér í bænum nú f haust. Eru orsakir til þess einkum tvær: að engin hús eru byggð vegna dýrtíðarinnar og að Bretum hafa verið leigðar allmarg- ar íbúðir. Pað er ef til vili eðli- legt, að húseigendur vilji gjarna leigja brezka hemum, því hvort- tveggia er, að hann mun greiða hærri leigu en venja er til og auk þess mun greiðslan vera talin ör- uggari hjá honum en tekjutýru al- múgafólki hér í bænum. Ekki er þó kunnugt um, að húseigendur hafi sagt leigjendum upp húsnæði í því skyni| að leigja Bretum það fyrir hærra verð, enda er það ský- laust brot á húsaleigulögunum ftá síðasta Alþingi, og geta því leigj- endur kætt yfir, ef slíkt kemur fyrir, Samkvæmt húsaleigulögunum er ó heimilt að hækka húsaleigu, nema í henni hafi verjð innifalinn hiti, sem hækkað kolavetð téttlælir hækkun á, eða endurbætur hafi vetið gérðar á ibúðinni og loks í þriðja iagi, ef fasteignamatsnefnd viðuikennir, að leigan hafi áður verið of lág, miðað við leigu ann- ara íluíða á sama stað. Þá er og óheimilt samkvæmt sömu lögum að segja leigjendum upp húsnæði, nema húseigandi þutfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða sitl vandafólk, eða ef leigutaki stendur ekki f skilum með greiðslu eða týfur á annan hátt samninga. Hvott þeim mörgu fjölskyldum, sem nú eru í óvissu um að fá húsnæði, tekst það, leiðir tíminn í Ijós, en það er fullkomið alvötu- mál, sem þarf opinberrar íhlutunar, ef dvöl brezka setuliðsins hér í bænum leiðir það af scr, að fleiri eða færri fjölskyldur bæjarins verða staddar 4 götum úti og eiga hvergi þak yfir höfuðið, er veturinn geng- ur í garð. Brezk flugvél iiauð- lendir í ófayggðum. S. I. föstudag lögðu tveir Bfetar af stað í ílugvél frá Kaldaðarnesi áleiðis til Akureyrar. Ætluðu þeir að fljúga beina leið yfir öræfin, en lentu í dunmviðti og snéru því við aftur, er þeir komu notður á há- lendið. En skammt sunnan við Hofsjökul lentu þeir í loftþunnu rúmi, svo flugvélin féll, en við það stöðvaðist hreyfillinn. Urðu þeir því að nauðlenda skammt suður af Amarfelli. Oekk lendingin svo Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Ramona |Tal- og söngvamynd í 10 þátt- um, öll tekin í eölilegum Htum. Aöalhlutverkin leika: Loretta Young, Don Ameché, Kent Taylor og Pauline Frederich. Fögur og tilkomumikil kvik- mynd tekin í eölilegum litum í undursaralegri náttúrufegurö víðsvegar í Californín, full af rómantík og fögrum sönglögum og heillandi músik. — Ramona var sýnd hér sem þögul mynd fyrir rúmlega 10 árum og hfaut þá ieikna vinsældir. Nú fer Kamona sigurför um öll lönd í nýrri útgáfu og vekur sízt minni hrifningu en sú eldri. Laugardagskvöld kl. 9: Övinur jijóð- félagsins The Last Gangster Tal- og hljómmynd í 10 þátt um. Aðalhlutverkiö leikur hinn frægi »karakter< leikari Edward O. Robinson, /ames Stewart og Rose Stander. Ákaflega spenrandi ameri.sk sakamálamynd, framúrskarandi 'vel leikin, Börn fá ekki aðgang. — Sunnudaginn kl. O l Tarzan j Litskreytt teiknimynd. O. O. F. = 1229207 = XX O. O. F. = 1229218 == XX. vel, að báðir sluppu ómeiddir. Héldu þeir síðan sleiðis til byggða í Þjórsárdal. Á sunnudag mættu þeir mönnurr, sem gerðir höfðu vetið út til að leita þeirra, og varð þeim eigi meint af ferðinn .

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.