Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 20.09.1940, Side 2

Íslendingur - 20.09.1940, Side 2
ISLENDINGUR 'i Viðts) við hershfifð' ingja Norðmanna. Eftir United C o r r e s p o n d e n t s. — Auglýsing. — í hinum mikl» leiðangri Ferðafélags Akureyrar, dag- ana 3.—7. Agúst-mánaðar síðastl., til Herðubreiðar, Öskju og Dyngju fjalla, varð Oddur Björnsson afleiðis og einu sfns liðs fullan sólaihring fararinnar. Varð hann þá fyrir því óhappi, að glata silfur-reknum og gulli sleignum göngustaf, með stálteini hið innra, en að mestu úr hvalskíði hið ytra. Nafn' eigandans er grafið á gullplötu, ofantil á stafnum. — Góð skilalaun lofast finnanda, hvort sem fyrr eða síðar finnast kynni, til daemis af fjárleitarmönn- um í haust. — Stafurinn getur hafa orðið eftir f einhverri klettaklauf. Brezku hernaðaryflrvöidiu setja stranpr umf erðareglur á tiltekn- um svæðum meðan skuggsýnt er Yfirstjórn norska hersins er nú í höndum manns þess er Fleischer heitir. Að hann hefir orðið kunn- ur sem hershöfðingi, á hann að þakka þeirri hreysti og þrautseigju, er hann sýndi við Narvík. Fleischer hefir aðal aðsetur sitt á Englandi, og þar hefir verið safn- að saman þeim hluta hins norska hers, sem ótrauður vill berjast fyr- ir ftelsi Noregs. Pegar þú kemur inn í skrifstofu Fleischers hers- höfðingja, verður þér strax litið á stórt spjald, sem hangir á veggn- um andspænis dyrunum; á það eru letruð þessi hvatningarorð: >Eins lengi og við eigum í stríði, verður hver Norðmaður sem er fullra átján ára, að láta innrita sig til þjónustu*. Petta er rödd Nor- egs, sem minnir Norðmenn á þá skyldu, er þeim ber að inna af höndum fyrir land sitt og þjóð, og þessi rödd hljómar hvar sem Norðmenn eru samankomnir, og hafa fullt fielsi til að láta skoðanir sínar birtast í orðum og pjötð- um. Fleischer hershö ðingi er vel vaxmn maður, og á það sameiginlegt með fjölda annarra í sinni stéit, að vera hvorttveggja i senn: mikill herforingi og viðmótsþýður og menntaður maður. Eftir að norski herinn hörfaði frá Narvík, tók hann sér ásamt kon- ungi og stjórn Noregs, aðsetur á Englandi, .og þar eru Norðmenn þeir, sem koma víðsvegar að, inn- ritaðir til herþjónustu og æfðir. Fleischer dregur enga dul á hver sé tilgangur hinnar norsku stjórnar, sem nú dvelur í Englandi og hann sé, að landher, flugher og floti séu rtiðubúnir að taka upp virkan þátt í hernaðaraðgerðum gegn Pjóðverj- um hvenær sem færi gefst. Norskir hermenn ganga nú í brezkum einkennisbúningum og er það gert til að fyrirbyggja mistök, er annars kynnu að verða, ef til innrásar kemur í England, en á öxlinni bera þeir band, sem á er letrað NORGE og einnig lítinn, norskan fána. Fleischer telur, að á hverri viku komi Norðmenn hvaðanæfa, — en þó einkum frá Ameríku — til að láta skrásetja sig í norska herinn. Samtímis hafi norskir flugmenn verið send-r til Canada og þaðan s’ýra þeir aflur flugvélum yfir haf- ið til Englands, sem keyplar eru með það fyrir augum, að nota þær í baráttunni um Noreg. Ég sputði Fíeischer, hver hefðu o ð ð örlög merkra norskia staða og bygginga. Hann svaraði því, að enn væri dómkirkjan í Þ.ánd heimi ó=kemmd, en þó hefðu margir frægir sögustaðir orði^ fyr- ir stórtjór.i, einn þeiira væii. Kiist- ianssund, bær án nokkurrar hern- aðailegrar þýðingar, og hann hefði veóð lagður í rústir með sprengiá- rásum, og svo hefðu leifarnar ver- ið brenndar til grunna, til skelfing- ar og hryggðar hinum óviðbúnu íbúum. Narvík sagði herforinginn að hefði ekki sætt jafn hörðum kostum, en þó væru hafnarvirki og og járnbrautir í rústum og upp úr höfninni stæðu siglur fimmtíu skipa. Hershöfðinginn fór að lokum nokkrum orðum um innrásina í Noreg og hvernig varnir hefðu þar farið í handaskolum vegna hinnar skyndilegu árásar. Gat hann þess einnig, að í Bretlandi væri r,ú ver- ið að skipuleggja herinn og búa hann undir lokasókn og sigur. Umferðarslys. Pað slys vildi til uir nónbil s. I. föstudag, að unglingspiltur, Sig- urður Sigursteinsson Norðurgötu 6 B, varð fyrir brezkri bifreið á mótum Strandgötu og Glerárgötu. S'gurður, sem var sendisveinn í Vöruhúsi Akureyrar. kom á send- ilshjóli norðan Glerárgötu, en brezka bifreiðin ofan Strandgötu, er á eksturinn varð. Féll Sigurður á göluna og dróst ásamt hjólinu lítinn spöl með bifreiðinni, unz hún stöðvaðist. Var hjólið mjög bramlað, en drengurinn meðvitund- arlaus af höfuðhögg', er hann mun hafa hlotið. Fór bifreiðin þegar með hann upp í sjúkrahús. Kom hann fljó.tt til meðvitunar, er þang- að kom. Reyndist hann eigi brot- inn, en mjög marinn, og leið hon- um lengi vel svo illa, að lítið mátti hreyfa hann. En í gær var hann nokkuð tek- inn að hressast, Niðúrskurður á garnaveiku fé. Mæðiveikinefnd hefir nýlega kom- ið saman á fund í Reykjavík til þess að ráða ráöum sínum um, hvernig hefta megi ú'breiðslu hinn- ar illkynjuðu garnaveiki í sauðfé í Skagafirði. Kom veiki þessi fyrst upp að Hólum í Hjaltadal, og er taliö að hún hafi borist þangað með karakúlhrút, en síðan hefir hún borist til fleiri bæja í Hjaltadal og víðar um Skagafjörð. Nefndin samþykkti að reyna út. rýmingu veikinr.ar með niðurskurði alls fjár á þeim bæjum, þar sem veikinnar hefir vart oiðið, en bai- irnir munu vera 14 talsins og gizk- að á, að iéð sé kringum 2000 aö tölu. V'eiða fjárhúsin á bæjum þessum sótthreinsuð vandlega eftir niðurskurð fjársins, en sfðan fá eig- endur þess nýjan, heilbrigöan stofn líflamba, sem komið hefir ti) tals að kaupa við Eyjafjörð, í Öngulsstaða- og Svalbarðsstrandarhreppi. Fyrir tveim dögum gengu í gildi strangar reglur um umferð á sjó og landi á 4 svæðum hérlendis. Rað eru brezku hernaðaryfirvöldin, sem sett hafa reglurnar og ná þær til allra svæða, þar sem hervörður er hafður. En svæði þessi eru: a) Strandlengjan frá Borgarfirði til Hafnarfjarðar, aö þeim fjöröum meðtöldum, b) Strandlengjan frá Skagafirði til Skjálfanda, að þeim fjörðum meðtöldum. c) Strandlengjan frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar, aö þeim fjörðum meðtöldum, og d) Strandlengjan báöa megin Hrútafjaröar fyrir sunnan Hrútey. Reglna þessara skal gætt á hverj- um stað á tímabilinu frá einni stundu eftir sólsetur til einnar stund- ar fyrir sólarupprás, og þeir sem vanrækja að fara eftir þeim, geta átt á hættu aö verða fyrir líftjóni- Myrkurtíminn fyrir hvern mánuð verður auglýstur hinn 1. þess mán- aðar fyrir hvert svæði. Reglurnar eru sem hér segir: I. Á landi: Eftir að skuggsýnt er orðiö, má engin umferö eiga sér stað nærri flæðarmáli á ofan- greindum svæðum nema um greini- lega vegi eða gangstíga, Fólk, sem býr á svæðunum og sem þarf að fara nauðsynlegra er- inda á þessum tlma, utan greini- legra vega eða gangstíga, getur reynt að fá til þess sérstakt leyfi hervarðanna. En mjög áríðandi er, að sérhver, sem nálgast hefir strörd- ina utan þessara vega eða stíga, hafi það hugfast, aö fái hann kall eða bendingu um að stanza, veröur hann að gera þaö tafarlaust. Ella á hann á hættu að verða skotinn í misgripum fyrir óvin Breta. II. Á sjó: Á svæðinu frá Skaga- fitði að Skjálfanda gilda eftirfarandi reglur: 1. Ekkerc skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra, að undanskildu því, að umferð á sjó er heimil til og frá Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafs firði, Dalvík, Hrísey, Flatey óg Húsavfk, og ennfremur til og frá Hjalteyri meðan verksmiðjan þar starfar að móttöku og vinnslu sfldar, 2 Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili fara suður fyrir iínu, sem dregin er í rétt austur frá Hjalteyrarvita. Skip, sem eru kom- in suður fyrir þessa línu, þegar skuggsýnt er orðiö verða að fara beina leið til Akureyrar eða Hjalt- eyrar, Skip mega fara út Eyjafjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi e>i 200 metra, Sú undanþága er gerö frá þess- um reglum, áð alls staðar á svæð- unum b og c, þ. e. Akureyrar og Seyðisfjarðarumdæmi, mega trillu- bátar og aðrar smáfleytur koma að og frá landi þó skuggsýnt sé orðið, nema fyrir innan lfnur þær er um getur í reglunum. Lagt er ríkt á við öll skip og báta að haf* uppi lögboðin siglinjga- ljós, er dimma tekur, Myrkurtíminn fyrir september er í Akureyrarum- dæmi (frá Skagafirði að Skjálfanda) frá kl, 20,30 til 5,40. Heimkoma íslendinga frá Norðurlöndum. Samþykki beggja ófriðaraðila hef- ir nú fengist fyrir heimflutningi 220 íslendinga á Norðurlöndum, Var ákveðið að Esja færi til Petsamo á Finnlandi nú í vikunni til að sækja þá, En á heimleiðinni verð- ur hún að koma við í brezkri eftir- litshöfn. Búizt er m. a. við heim- komu skipshafna, er teppst hafa á Norðurlöndum. Kantötukór Akureyrar. Söngæf- ing í Skjaldborg föstudagskvöld kl. 9 e. h. Bassinn óskast mættur kl. 8.30. ALLIR L;0 FA O. J. & K.-KAFPI. Fæst í næstu búð.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.