Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 25.10.1940, Side 1

Íslendingur - 25.10.1940, Side 1
XXVI. árgangur.l Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 25. október 1940 44, tölubl. í Kristiansand 9. apríl 1940. Frásögn sjónarvotts Guðjóns Guðbjðrnssonar, stýrimanns. Meðal íslendinga þeirra, er komu heim frá Norðurlöndum með Esju á dögunum, var skipshöfnin 4 e- s. Snæfell, flutningaskipi útgerðarfé- lags KEA, að undanteknum skip- stjóranum Gísla Eyland, sem eftir Guðjón Guðbförnsson varð í Svíþjóð til að sjá um skip- ið. Á laugardagsmorgun komu skipverjar í bifreið að sunnan. Hefir blaðið náð tali af 1. stýri- manni, Guðjóni Guðbjörnssyni, og spurt hann frétta af dvölinni á Norðurlöndum. Fer frásögn hans hér á eftir: Pegar Pjóðverjar gerðu innrásina í Noreg, lágum við í Kristianssand, sem er syðsti bærinn í Noregi og vorum að lesta þar tunnustaf. Lá Snæfellið við bryggju. Um klukk- an fjögur á þriðjudagsmorgun 9. aprfl vöknuðum við við skotdynki utan frá sjónum. Heyrðum við að skothríðinni var svarað fráOddyrö vígi, sem er þar rétt utan við hafnarmynnið. Við snöruðum okk- ur á fætur og biðum átekta. Viss- um við þegar, að hér var um her- skipaárás að ræða. Skothríðin fór nú vaxandi og færðist nær. Flug- vélar flugu innyfir og vörpuðu sprengjum yfir vígið og höfnina, svo allt lék á reiðiskjálfi. Klukkan sjö varð sprenging f skotfæra- geymslu Oddyrövígisins og eld- blossana og reykhafið bar við himin. Um sama leyti taka fall- byssukúlur að springa allt í kring- um »Snæfell«, og fer þá skipshöfn- in að hafa sig í land. Héldu flestir hópinn og komust á óhultan stað vestan við bæinn. F.n ég og 3 aðrir skipverjar urðum nokkru seinna fyrir, og er við vorum að stfga upp á bryggjuna. lenti kúla í skipinu. Hristist það og skalf og var líkast eins og verið væri að brjóta það í spón. Við hlupum upp í bæinn og gengum þar eftir sundi milli tveggja gdmalla húsa. Lendir þá sprengja í öðru húsinu, og rigndi þakflísum og sprengju- brotum í kringum okkur. Ein sprengjuflís kom í öxl Axels Björnssonar kyndara, reif frakka hans og jakka, en særði hann ekki. Við komumst nú inn í kjallara á 5 hæða vörugeymsluhúsi úr stein- steypu. Voru nokkrir Norðmenn þar fyrir. Þarna höfðumst við við til kl. 8, en þá féll skothríðin skyndilega niður. Áræddum við þá að fara út. En þar var allt á tjá og tundri. Öll flutninga- og farartæki voru yfirfull af flóttafólki, sem leitaði burtu úr bænum, eitt- hvað út í óvissuna. íbúar bæjar- ins voru um 23 þúsund, en álitið var að 17 þúsund hefðu flúið bæ- inn þenna dag. Á götunum varð ekki þverfótað fyrir glerbrotum, þakflísum, spýtnabraki og kúlna- brotum. Það var ömurlegt yfir að líta. Víða kom upp eldur, og var slökkviliðið á þönum allt til kvölds. Margt bæjatbúa hafði látið lífið og fjöldi særst, Annars var tala þeirra aldrei gefin upp. Við fórum nú aftur um borð í skipið. Var þar ófagurt um að litast. Fallbyssukúla hafði 'hitt skipið aftarlega bakborðsmegin og rifið 4 plötur úr afturþilfarinu, öldu- stokkinn og öldustokksplötuna, og lá partur úr henni uppi á bryggj- unni. Göt voru á tveimur bátun- um og stjórnklefanum og »kapp- inn« yfir afturgeymslunni allur beyglaður. Töldum við milli 30 og 40 göt gegnum skipshliðina stjórnborðsmegin eftir kúlnaflísar, og víða var skipið dalað og rifið eftir þær. Við athuguðum, hvort leki hefði komist að skipinu, en svo var ekki. Á ellefta tímanum um morgun- inn komu mörg þýzk hetskip og herflutningaskip inn á höfnina og lögðust að bryggju. Var Iið þeg- ar sett á land, er dreifði sér f smá- hópum um bæinn, og gekk land setningin undra fljótt. Hervörður var settur við allar opinberar bygg- ingar í bænum samtímis og þýzki stríðsfáninn dreginn að hún á Oddyrövíginu, (sem gefist hafði upp eftir fyrirmælum frá Osló að sagt var) á ráðhúsinu og víðar. Við skipstjóri fórum nú upp í bæ- inn til að hitta skipamiðlarann, en hann fannst ekki. Hafði flúið úr bænum eins og fleiri. Þá fórum við heim ^Jil ræðismannsins en fengum ekki að hitta hann. Var hervörður við hús hans, og sagði hann okkur að koma kl. 4 sama dag. Það gjörðum við- Erindi okkar var að fá leyfi til að senda skeyli heim til útgerðarféiagsins og flylja skipið út úr höfninni, en Þjóðvetjar synjuðu um hvorttveggja að svo stöddu. Tvívegis um kvöldið var gefið merki um loftárásarhættu, en eng- um sprengjum var varpað á bæinn. Hafði sézt til nokkurra enskra flugvéla, og var skotið á þær. 12. apríl gerðu tólf enskar flugvélar sprengjuárás á höfnina og bæinn. Lentu flestar sprengjurnar í höfn- inni og gerðu ekki mikið tjón. Þann dag tókst okkur loks að fá leyfi til að senda skeytið heim og litlu síðar leyfi til að iáta gera við skipið. Var farið með það í þurr- kví skammt frá bænum og gert við skemmdirnar. Þegar viðgerð- inni var lokið, fengum við leyfi til að halda áfram að lesta skipið og voru horfur á að við mundum innan skamms komast heim með farminn. 10. maí erum við búnir að fylla lestarnar. En þá er okkur sagt, að eigi þýði neitt að halda áfram. B etar hafi hertekið ísland og fararleyfi munum við því ekki fá fyrir skipið. Vilhjálmur Finsen var okkar önn- ur hönd við að útvega heimfarai- leyfi, en þegar það fékkst ekki lengur, þá reyndum við að fá leyfi til að fara til Svíþjóðar. Það leyfi fengum við loks 24. júní- Sigldum við þá til Lysekil í Svíþjóð, en það er smábær skammt frá Götaborg. Komum við þangað 25. júní og vorum þar til 1. október, en þá fórum við til Stokkhólms og slóg- umst í för með öðrum löndum vorum, er fengið höíðu heimfarar- leyti frá Norðutlöndum. — Fenguð þið nokkrar fregnir að beiman? spyrjum vér að lok- um. — Ekki geíur það talist. Við heyrðum í danska útvarpinu um ályktanir Alþingis frá 10. apríl, og mánuði síðar skýrði útvarpið í Osló frá hernámi Breta á íslandi og mótmælum tíkisstjórnarinnar gegn því. Annað heyrðum við aldrei varðandi ísland. Til Reykja- víkurútvarpsins gátum við • aldrei heyrt, enda mikið um truflanir. Oort lávarður sem var yfirhershöfðingi Breta í Frakklandi s. 1. vor, er kominn hing- að til lands. Tfl Akureyrar kom hann á mínudaginn var, og hafði brezka setuliðið ýmsan viðbiínaö til að gera móttökur hans sem virðu- Iegastar, Lávarðurinn hefir nú yfir- umsjón meö breska hernum og nýt- ur mjög mikils álits og virðingar. NÝJA BTÓ Föstudags- og kvöld kl. 9: Farið tornu dyggðir Frönsk söng- og gamanmynd eftir hið fræga leikritaskáld LOUIS VERNEUIL. Aðalhlutverkið leikur og syng- ur hinn heimsfrægi gamanvísna- söngvarí og kvennagull Maurice Chevalíer. Skemmtileg, fjörug og fyndin gamanmynd. Laugardagskvöld kl. 9: Tal- og hljómmynd í 10 þátt um. — Aðalhlutverkin leika: fohn Howard og /. Carrol Naish. Afar spennandi og viðburðarík »Sapper«-leynilögreglumy.nd, Aukamyndir: Fréttakvikmyndir og Skipper Skrcek teiknimynd. Börn fá ekki aðgang. Sunnudaginn kl. 5 I Lifsgleði Séra Magnús Helgason fyrrv, skólastj. Kennaraskólans lézt í Reykjavík 21. þ. m. Verður þessa mæta manns nánar minnst síðar. Dánariregn, Hinn 15. þ m. andaðist f Reykjavík Helgi Laxdal lögfræðingur (fi á Tungu á Svalbarðs- strönd) tæpl. þrítugur að aldri. KIRKJAN: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Vetrarkoma. MessaS í Glœsibœ sunnud, 27. okt. og á Möðruvöllum í Hörgár- dal sunnud. 3. nóv., á báðum stöð- um KL. 12 Á HÁDEGI. Guösþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Hólum, sunnudaginn 27. okt., kl. 12 á hádegi. — Saur- bæ, sama dag, kl. 2 e. h. — Grund sunnudaginn 3. nóv., kl. 12 á hád.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.