Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 25.10.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.10.1940, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Verkamaðurinn dreg- ur dár að Rússum. 777 prentmeistara <f) d d o oB j, ö ■z- w o | o 'H a 't-, Akureyri. Aldni vinur, unga sál! eina bjarta heillaskál! sumargleði sumarbarni, sál þó mæti ís og hjarni. Vorsins rnögur, veili þér vorið allt, sem fegurst er. Lifðu heill við Ijós og hljóma ljóssins barna heigidóma. HULDA. Bo*o®o*oeoeceoKíflcfloec«ca(8 »M<=«»<=s®csŒc>(E<=5œ<=>ac=o<=œ<=>sc>Bc=Bc>aa Fj7rir hálfu öðru ári siðan var samþjrkkt á fundi i Sósialistafélagi Akureyrar átyktun, þar sem skorað var á ríkísstjórnina að »gera þegar tilraun til að fá einhver hinna lýð- ræöissinnuðu stórvelda til að tryggja sjálfstæði íslands gegn erlendum yfirgangi*. 5*6351 ályklun er frá þeim tíma, er kommúnistar vissu ekki betur en Stalin húsbóndi þeirra væri höfuð- óvinur nazismans og einn hinna fáu, er Hitler heföi nokkurn beyg af. Þeir töldu þá nokkra hættu á, að fjóðverjar hefðu augastað á íslandi, og af því er þessi ályktun sprottin. Svo langt gekk ótti þeirra, aö þeir vildu láta gera ráðstafanir til að fá hingað herskip frá Bretlandi eða Bandaríkjunum, til verndar landinu, er þýzkt herskip kom hingað í heimsókn! En tímarnir breyttust. Stalin gerði kommunum þann grikk að gera samning við höfuðóvininn og koma með því af stað hinni ægi- legu styrjöid, sem nú er í fullum gangi. Og eitt hinna »lýðræðis- sinnuðu stórvelda*, sem kommúnist- ar vildu íá til að vernda sjálfstæði íslands sendir hingað setulið óbeðið, til að koma í veg fyrir, að ]?jóð- verjar yrðu fyrri til, eins og her- stjórn þess hefir tilkynnt þjóðinni. En kommúnistum var þá öllum lok- ið. Þeir vildu nú ekkert með þessa »vernd* hafa, er þeir skömmu áður höfðu beðið um. Og ástæðan er engin önnur en sú, að það var allt annað stórveldi, sem þeir vildu fá hingað, eius og greinilegast kemur í ljós í síðasta blaði Verka- mannsins. Þar segir svo: »Hún (þ. e. ríkisstjórnin) gerir engar ráðstafanir til að hindra, að ísland verði vlgvöllur styrjaldar- aðilanna. Hún veit, að með venju- legu stjórnmála- og viðskiptasam- bandi við Sovétríkin væri bægt að koma í veg fyrir þetta. Það er hægt með slíku sambandi, vegna þess aö báðir styrjaldaraðilar vilja forðast, í bili að minnsta kosti, átök við Sovétly;ðveldin«(!) Þannig er þá komið. Síðan Stal- in gerði samninga sína við Hitler hefir skipt um tón í blöðum komm- únista hér, Áróðri sínum gegn Hitlerismanum hættu þau snögglega, en tóku í þess stað upp áróður gegn Bretum. Og ríkisstjórnina skamma þau daglega fyrir að hún skuli ekki reka brezka herinn af höndum sér! Ríkisstjórnin á að gera samninga við Stalin. Það á að vera nóg til þess, að Bretar mundu haía sig heim héðan, Banda- ríkin ekki þora «ð róta sér og f’jóðverjar »halda sig á mottunni*. Og þetta stafar allt af hræðslu stríðsaðilanna við Rússa, — her- veldið, sem var 372 mánuð að ná sér í litla sneið af Finnlandi, þótt það hefði 50 manns á móti 1 Finna, — herveldiö, sem reyndi að fá Eistlendinga til að hjálpa sér í þeirri viðureign, — herveldið, sem stakk rýtingnum í bakiö á Pólverj- um meðan þeir hörfuðu undan ofur- efli hins þýzka hers og lagðist síð- an á hverja smáþjóðina eftir aðra í skjóli styrjaldarinnar, -- herveldið, sem braut griðasáttmálann við nauð- stadda nágrannaþjóö, þegar það taldi sér beztan leik á borði og hefir síðan lifað fj'rir það eitt aö græða sem mest á styrjöldinni í Vestur Evrópu. Það er löngu ljóst orðið öllum sjáandi mönnum, að kommúnista dreymir stóra drauma um innlimun íslands í Sovét-lýöveldi Austur- Evrópu. Ilvað um ísland hefir ver- ið bollalagt í samningagerö einvald- anna í Moskva og Berh'n er ekki vitað, en afstaða kommúnista til Breta í seinni tíð vekur grun um, að aðgerðir Breta hér í Norður- höfum komi í bága við fyrirætlanir Rússa, En hvað sem um það e.r, þá er hitt víst, að ekkert blað hér á landi hefir flutt naprara háð um Sovétlj'ðveldin en Verkamaðurinn gerir í áminnstri klausu á laugar- daginn. Sjálfsagt gerir hann það óviljandi. Sunnudagaskólinn Sjónarhæð byrjar á sunnudaginn kl. 1. Islendingar ennsendir til Englands. Sjö af íslendingunum, sem komu með Esju frá Petsamo, var haldið eftir í skipinu á Reykjavíkurhöfn eftir að hinir höfðu fengiö landgöngu- leyfi, Voru þeir síðar fluttir um borð í Ægi, en Esju leyft að leggj- ast að bryggju. Fjórir af þessum sjö hafa nú verið látnir lausir: Jón Matthíasson loftskeytamaður á Gull- fossi, sem kvað hafa veriö haldið eftir í misgripum fyrir annan mann, frú Þóra Árnadóttir, kona Bjarna Jónssonar læknis, er varö eftir meö manni sínum, aö eigin ósk og Fritz Kjartansson og H. J, Hólmjárn for- stjóri, er báðir voru látnir lausir gegn 200 þúsund króna ábyrgð, er ríkisstjórnin og einstakir menn létu í té. En þrír af þessum sjö íslend- ingum veröa fluttir til Englands til framhaldsrannsóknar. Eru það Bjarni Jónsson læknir og tveir sjómenn, er komu um borð f Esju 1 Þrándheimi. Hefir brezka herstjórnin ekkert gefið upp um ástæður fyrir þessum flutn- ingi, en tilkynnt, að ef ekkert finnist athugavert viö menn þessa, yrðu þeir sendir heim aftur. Lessi ákvörðun Breta varpar dimrnum skugga á gleöi íslendinga yfir að heimta landa sína heim frá Norðurlöndum, og kemur flestum furðulega fyrir sjónir. Munu íslend- ingar yfirleitt eiga örðugt með að skilja, að ekki skyldi unnt að rann- saka mál þessara manna hér heima Viötal við Sig. Eggerz bæjarfógeta. Reglur þær, sem brezka setuliös- stjórnin setti um umferð báta á sjó hér við Eyjafjörð um myrkurtímann lögðu mjög mikla tálmun á vetrar- vinnu sjómanna og smáútvegsmanna hér í bæ. En eins og sjá má af tilkynningu hér í blaðinu í dag, hefir brezka setuliðsstjórnin breytt regl- unum til bóta fyrir þá er fiskveiðar stunda á innanverðum firöinum Átti íslendingur tal við Sig. Eggerz bæjarfógeta f gær um þau mál, er tilkynningin fjallar um og fórust honum orö á þessa leið. Ég hreyfði þessu máli við setu- liðið brezka um 20. september 23. september fékk ég aö vita, að breyt- ing gæti ekki oröið á þessu strax, en hinsvegar varð ég þess var, að góöur vilji var til þess að luga það. 25. september fékk ég enn bréf frá setuliðinu, og kom þá fram eindreg- inn vilji til aö taka óskir sjómanna til greina. .13. október var svo haldinn fund- ur hjá foringja setuliðsins Hafði hann óskað eftir að ég og fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna sætu fundinn. Mættu þar af há'íu sjó- manna Tryggvi Helgason og Sveinn Sveinbjörnsson og af hálfu útgerðar- manna Gunnar Larsen. Fundirm sátu einnig 3 enskir liðsforingjar. Á þessum fundi varð sú niður- staða, sem hér er birt í blaðinu. — En hvað um siglingar flutninga- báta um myrkvunartímann? spyr blaðiö. — Enn er ekki fengin lausn á því máli, svarar bæjarfógeti, en ég vonast eftir, að hún fáist mjög bráðlega. Dvöl 3. hefti, 8. árg. hefir blaöinu verið send. Er hefti þetta myndarlega úr garði gert og fjölbreytt aö efni. Af innlendu efni má nefna tvær smásögur, aðra eftir Kolbein frá Strönd, hina eftir Grímni. Kvæði eru þar eftir Tóm- as Guðmundsson, Heiðrek Guðmunds- son og Jón frá Ljárskógum’ grein- ar eítir f’óri Baldvinsson og Stef- án Jónsson skólastjóra. Loks eru margar þýðingar, og má þar fyrst nefna höfundana: Galsworthy, Sien- kiewich og J. B. S. Haldane. Auk þessa eru umsagnir um bækur, kímnisögur og margt smávegis. Ritstjóri Dvalar er Þórir Baldvins- son. Auglýsið í Isi. Sendið börnin ykkar. Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að eiginkona mín, móðir okkar og amma, * ' Guðrún Arnadóttir, andaðist 18. þ. m. Jarðarförin er ákveðin fimmtudoginn 31. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar kl. 12 á hád. Steinkoti 20. október 1940. Eiginmaður, börn og barnabörn. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, Onnu Magnúsdótður, Pverá. Börn hinnar látnu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.