Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 01.11.1940, Side 1

Íslendingur - 01.11.1940, Side 1
ÍSLENDINGUR Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI^árgan^^ Akureyri, 1. nóvember 1940 Annað líf í þessu lffi. + Faðir okkar og tengdafaðir Guð/ón Helgason, fiskimatsmaður, andaðist að heimili sínu Bæjarstræti 1 laugardaginn 26. f. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Aðstandendur. Jarðarför fóhanns Pórðarsonar, sem andaðist 28. okt. s. 1. fer fram frá heimih hins látna, Eiðsvallagötu 1 Akureyri mánudaginn 4. nóvember og hefst kl. 1 e. h. með húskveðju. Akurevri, 1. nóv. 1940. Anna Þorsteinsdóttir og börn. Ettir Steingrím Nexö, 28. marz 1940, I. Þa6 heíir veriö óhræsiskuldi, síö- an um jól, um alla Danmörku, með- an funheitt var á íslandi. Sumir Danir voru farnir aö óttast að heimskautið lieföi færst til, Danmörk komin norður til Elivoga en ísland og Grænland til Vfnlands hins góða. Nú loks er farið aö þiðna, ísa aö leysa og allir að verða bjartsýnir »með vor í hug og vor í sál og vor í anda ríkumc (eins og stóð í eftirmælurn). í þrjá mánuði má segja að hér hafi verið hvítivttur og fuglabani (það frusu stokkendur og hávellur suður meö sjó). Hlákan er nú, sem betur fer, komin, en fer hægt. Eig- inlega bara hlákubróöir. I görðun- um gægjast fram þrjú fyrstu vor- blómin, vetrarblóm (gelanthus), vor- blóm (eranthis) og safranlilja (crocus). Þetta er mánuði seinna en ætti aö vera. Venjulega fer að vora í febrúarlok. í*á heyrist til lævirkj- ans yfir ökrunum, starrar og smá- íuglar kvaka og vepjan fer aö veina (leiðinlegt að segja það, en hún kann ekki annað og er þó hálfsystir lóunnar og laglegur fugl). Ég man ekki hryssingslegri vetr- arpart heima á Fróni en þennan hér, milli jóla og páska. Einlægar hríöar, með stuttu upprofi, og nærri daglega frost, venjulega þó ekki nema kringum -5- 6 - 8° C, en í mesta lagi -s- 15° C hér. Sumstaö- ar miklu meira. Um tíma hefði sjálfsagt verið manngengt til Sví- þjóðar og í’ýzkalands, Þó aðeins nokkra daga. Venjulega hafa skipa- feröir tekist héöan til Svíþjóðar, en stundum hafa þær þó tepst í viku- tíma vegna ísreka. Og norður Eyrarsund til Hafnar hefir engin skipaferð tekist í IV2 mánuð. Pví ekki fljúga ? Ég segi líka það. Um þaö meira seinna. Verstir voru næðingarnir frá austri, með rakakulda. eins og beint frá Rússum. Feir segja hér, »det er vandkoldtc og það er keyp- rétt, Vera kann að við eigum eins gott orð í voru máli, því »fslenzkan er orða högust móðir« sagði Hjálm- ar, (reyndar veit ég Dani segja sama um sitt mál, og * hver veit nema Færeyingar kunni að stæra sig eins af sínu). Matthiasson. II. Mér var aldrei teljandi kalt. Ég gat lagt í ofninn og kunni að búa mig. En ég sá mörgum verða kalt og fá frostbólgu í fingur og tær. Fegar hríðin var dimmust, hugsaði ég með föður mínum: »Aldrei er svo svart — — að ekki geti birt fyrir eillfri trú<, þ. e. trú á skáld- guðinn (Braga eða Apollo), sem hefir miölaö öllum skáldum af sín- um heilaga anda. Gott þykir mér í tómstundum að grípa tii minna uppáhaldsskálda og oft les ég hátt með sjálfum mér úr Eddu eða Hetmskringlu eða þýðingar Svein- bjarnar Egilssonar á Ilionskviöu (ég held ég vildi sízt missa hana af öllum mínum bókum), Útlendan bókakost hef ég nógan. Ef ekki fæst bók í saíninu hér, fæ ég hana frá Hruna (Rönne), eða Höfn eða Árósum eða Stokkhólmi, og kostar ekkert. Fetta þykir mér gaman. Það er áreiðanlega »ylur í, ómi sumra braga« (eins og E*. Erlingss. sagði), en engu síður í mörgu ó- bundnu skáldamáli. Mikla ánæg.ju hef ég af öllu sem ég kann utan- bókar. Éó það sé ekki gullvægt nema sumt, þá er ætíð gagn af að rifja upp allt, sem maður kann. Ég hef heyrt suma amast viö að láta unglinga læra hitt og þetta utanbókar. Ég óska þess oft, að eg hefði verið látinn læra langt um, langtum meira spjaldanna milli, eins vel og kverið, Það sem ég enn kann úr þvf er mér ánægja af að jórtra í huganum við og við, ýmist til að samsinna eða mótmæla, og mikill fengur er mér það, ef einhver skrifar mér, eða lætur mig heyra, smellna vísu. Eins og t d. þá, sem dr. Skúli Guðjónsson var svo vænn að rifja upp fyrir mér í kuldanum um daginn, og átti vel viö. Hún var eftir elskulegan frænda minn og segir til upphafs síns. Hún er svona : »Hörkuírost um borg og bý bagar manna kyni, frýs nú allt nema orö guðs í Sinari Jochumssynic. III. Ég tel það happ, að ég hef ekki eignast bfl eins og flestir danskir læknar. Ég mundi aldrei mhð sanni vilja syngja: »Áldrei skal ég eiga flösku', heldur: »Aldrei skal ég eiga bíl«. Með því að leigja bil hjá góðum bílstjóra og láta hann stjórna bílnum losna ég við ^hvggjur af benzíni, bremsum, bíl- slysum, og baksi við að lenda í ó- færð og stranda En mestur akkur er mér í því, að geta í rólegheitum lesið í bók. Éannig er ég langt kominn með Nýja-testamentiö á frönsku og hefir mér verið tvö- föld ánægja, að hinu fagra máli og guÖsorðinu sem ætfð er gott að rifja upp. Ég erfði þessa bók eftir föð- ur minn. Ég man þegar ég í bernsku heyrði hann vera að lesa þetta einkennilega mál upphátt með sér, til að æfa framburðinn, hvað mig langaöi til að geta einhvern- tíma lesið það og skilið eins vel og hann. Ég heft reynt að láta þessa ósk rætast og samfara því fengiö mestu mætur á frakknesku. Mikið vantar þó á, að ég geti enn talað málið rétt og vel. En ég æfi mig oft og vonast til seinna að hitta hinumegin vini mína Kousseau, Chateaubriand og fleiri ágæta rit- höfunda franska, sem hafa skemmt mér svo margoft. Framh. Dánariregn. Nýlátinn er aö heimili sínu Bæjarstræti 1 hér í bæ Guðjón Helgason fiskimatsmaður, faðir Ingvars útgerðarmanns og þeirra systkina, Einr.ig er nýlátinn Jóhann Pórðar- son Eiðsvallagötu 1 hér í bæ. 50 ára hjúskaparafmæli áttu hjónin Steinunn Jónatansdóttir og Stefán B. Grímsson Árgerði Glerár- þorpi 27 f m, íslenzkur togari ferst við England 10 skipverjar drukkna. í gær barst sú fregn hingað til lands, að togarinn Bragi, eign Geirs Thorsteinssonar útgm. í Reykjavík heíði orðið fyrir ásiglingu í nánd við Englandsstrendur og farist. Af 13 skipverjum komust aðeins 3 lífs af en 10 drukknuðu.' Éað var brezka skipið »Duke of York« (3743 smál) er sigldi á togarann. Flestir þeir, er fórust, voru kvæntir og áttu börn í ómegð. Voru þeir búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði. ítalir ráðast á Grikki. Mánudagsmorguninn 28. október brauzt út styrjöld milU ítala og Grikkja: Höfðu ítalir sent grísku stjórninni úrslitakosti kl. 2 um nótt- ina, þar sem farið var fram á, aö Grikkir afhentu ítölum j^msa þýð- ingarmikla hernaðarstaði í Grikklandi og var veittur 3 stunda frestur til svars, Metaxas forsætisráðherra Grikkja hafnaði úrslitakostunum og óö þá (talski herinn inn yfir landa- mæri Grikklands meðfram allri Albaníu. Veita Grikkir harðvítuga mótspyrnu, en Bretar hafa lofað þeim öllum stuðingi, er þeir geta í té látið, Auglýsið í Isl. Þvottaduftið FLIK-FLAK þvær bezt

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.