Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 3
ISLENDÍNGUR 5 Beztu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með skeytum og heimsókn- um d fimmtugsafmœlinu. Sigurður Flöventsson Félagar í Fálkaklúbbnum sæki skírteini sín í Samkomuhúsið í kvöld. Við innganginn verða þau alls ekki seld. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands, Akureyri, heldur fund í Zion kl. 4, sunnudaginn 10. nóv. Áríðandi að konur mæti. Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund næstk. sunnud. kl. 1.30 e. h. í Skjaldborg. Innsetning embættis- manna. A-flokkur skemmtir. Bokaverzlun P.Thorlacius Akureyri. Fyrir skrifstofur og verzlanir: Höfuðbœkur, margar tegundir. Dagbœkur (Journai) ýmsar stærðir. Kvaríbækur og oktavbœkur inn- bundnar og í kápu. Höfuðbókapappír, ýmsar stærðir. Skrifpapplr og skjalapappír, margar stærðir og tegundir. Fjölrltunarpappir. Reiknivélapapptr 6 cm. Skrifpappirsblokkir og rissblokkir fjölmargar tegundir og litir. Perripappir, „undirteggs“-pappir. Umslög, stór og smá. Ritvélabönd, 13 og 16. m.m. og margt fleira. Fyrir skóla: Stílabœkur. Glósubœkur, kvart- og oktavbroti fjölmargar teg. Teiknivörur: Teiknipappir, ýmsar stærðir, Teikniblokkir, margar teg., Svartkrít, Stubbar, Fixativ, Tush (teikniblek) Kola i- noor blýantar, allar herslur, Vatnslitir í kössum og lausir. Grdðubogar. (Teikni- litir, margskonar, Höfuðlini- alar, Reglustikur, Töflukrít, hvít og mislit, o.fl. kemur eftir nokkra daga), Blýantar, (Faber) margar tegundir, Sirokleður, Blýdntsskerar, sœáir mikið úrval. Fjölbreyttast úrval og hag- kvæmust kaup verða alltaf í sérverzlun. Annað Ufi þessu llfi. Eftir Steingr. Matthiasson Framh, IV. Það var marga daga í febrúar, sem ófært var bílum viða út um sveitir. Þá var ekið á sleðum, með tveim völdum hestum fyrir. Kg sá að hestarnir glöddust í hvert skipti sem þeim var spennt fyrir, líkt og góðir reiðhestar, þegar farið er á bak, eða eins og stríðshestarnir, þegar þeir heyra lúörablásturinn og vita að lagt skal til orustu (því er hvergi betur lýst en í Jobsbók). í eitt skipti strönduðum við í skafli úti í skógi. Bifreiðin sat föst f tvo tíma »kýld fast méð kraftinn sanna«, Bflstjórinn fór á næsta bæ og kom með bóndann með scr til baka. Þeir mokuöu lengi og svitn- uðu. Bfllinn sat fastur sem jarð- gróið bjarg og bifaðist hvergi af sextán hesta vélablaki og vélakrafti. Bóndi fór heim og sótti tvo eflda hesta sfna og beitti þeim fyrir bíl- inn. Peir tóku þétt á, svo brast í reipunum. í einu vetfangi rann bíllinn úr stað tfrjáls eins og folald- ið Páls* og gat bjargað sér sjálfur úr því. f*að var lfkt og þegar Hyrrokkin ytti fram Hringþorni; og við blessuöum hestanna þrek- virki. Farna gátu þeir tveir afrek- að meira en sextán hestafla vélin frá Ford. Svo mörg eru þessi orð og þetta er sannleikur. En ekki vil ég gleyma að geta þess, að þessi tveggja tíma stanz varð mér ekki til ama og ekki til ónytis. Meðan menn og hestar bjástruðu, sat ég rólegur í hituöum bílnum og las góöa skorpu í Postulanna gjörn- ingum í mínu Testamenti. Ef til vill hefir það innblásið hrossunum gjörningskraft, í nyju þyðingunni hefir þessi biblíukafli verið um- skírður og kallaður Postulasagan, svo gjörningarnar eru úr sögunni, (Paö er eflaust réttara, en bragðið eins og daufara). V, í fimbulkuldanum kveið margur fyrir að hátta ofan í kalt rúm. Ég sá við þessu og fékk mér góöa lðgsu. Ég háttaði hana á undan mér og breiddi rekkjóðirnar yfir hana vandlega, upp fyrir háls, með- an hún hitaði rúmið. Petta var gúmmíflaska með snarpheitu vatni; mesta þing. »Hún var mér nota- leg«, get ég sagt eins og maður sagði um bústyru sína. Éað má af þessu marka að ég vil aldrei syngja •Aldrei vil ég eiga flösku, og aldrei neinni sofa hjá«. En eitt gjörði ég mér til vansæmdar (og kenndi ég þó aldrinum), Ég vandist á að þiggja morgunkaffi á sængina (og þótii reyndar gott). En nú, síðan fór að hlána og hiyna, geng ég út mér til hita eða hjóla mér lífsyl í blóðið á undan kaffinu. Framh. Góð stofa leigu nú sem geymd eru á frystihúsi voru á Oddeyrartanga, fer aðeins fram á þriðjudögum og föstudögum, frá kl. 10 f.h. til 12 á hádegi, og milli kl. 1 og 4 e.h., 'og á laugardögum frá kl. 10 f. h. til kl. 12 á hádegi. r A öðrum tíma verða þau alls ekki afhent, Kaupfél. Gyfirðinga AÐV0RUN til sjófarenda og fiskimanna við Eyjafjðrð. Á svæðí takmörkuðu að norðan af línu frá yzta odda á Arnarnessnöfum í Laufásskirkju en að sunnan frá Hjalteyrarvita í bryggjuna á Nolli er bannað: 1. að varpa akkerum eða halda kyrru fyrir á annan hátt. 2. að reka fiskiveiðar með dragnót eða öðrum veið- arfærum. Pað er lífshætta að bregða út af þessum reglum. Lögreglustjórinn í Eyjafjarðarsyslu og Akureyri 6. nóvember 1940. Sig. Eggerz. )ess. þegar R. v. á. í fyrra gekk í gildi hér á Akur- eyri reglugerð um bamavernd. í henni eru ýms ákvæði, sem miða að því að verja börnin fyrir skað- legum áhrifum og óhollum venjum. Er þar t. d, bannað að selja eða afhenda börnum innan 16 ára aldurs, tóbaksvörur. Allir munu sammála um það, að tóbaksnotkun, í hvaða mynd sem er, sé bömum og unglingum óholl, Pað ætti því að vera auðvelt að fá þetta reglugerðarákvæði haldið, bæði af afgreiðslufólki verzlana og aðstandendum barnanna, þannig, að þeir sendi ekki börnin eftir tóbaksvörum. — En aldrei er góð vísa of oft kveðin, því góðu vís- urnar vilja gleymast. Pannig gleym- ast einnig reglugerðarákvæði, þótt góð sétt og vinsæl, og þarf á þau að minna. Ég vildi því með þessum fáu orðum minna alla, sem hlut eiga að máli, á þetta, að á Akureyri má ekki selja eða afhenda böinum tóbaksvörur, og þetta gildir til 16 ára aldurs. Pað má öllum Ijóst vera, að hin almenna tóbaksnautn fullorðins fólks og hálfvaxinnar æsku í heim- ilunum og annarsstaðar, er börn- unum áhrifaríkur skóli. Opinber ákvæði, sem miða að því að vernda ungmennin fyrir tóbakinu, geta þó tæpast náð inn í heimilin, en verða að beinast að þeirri hlið, sem snýr út á við. Sú verndarráðstöfun, er felst f fyrrnefndu reglugerðarákvæði, nær skammt, en sýnir þó skilning og viðleitni þess opinbera, Slíka við- leitni ber að virða. Matinó Stefánsson. Fornsalati Z notuð húsgögn, hreinan fatnað, bækur. Ennfremur flöskur og glös Stór sólrfk stofa til leigu fyrir einhHypa. R.v.á. Gluggatjaldaefni ódýr. Verzl. Baldurshagi. Bollapör Verzl. Liverpool R. Söebech,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.