Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 22.11.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.11.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur. Ritstjóri bg afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 22. nóvember 1Q40 I 49. tölubl. Kirkjuvígslan Nýja kirkjan vist 1400 til S. 1. sunnudag fór vígsla nýju kirkjunnar fram. Hófst athöfnin kl 1 síðdegis. Hálfri stundu áður var kirkjan opnuð, og hafði þá safnast svo mikill mannfjöldi að, að kirkjan troðfylltist á nokkrum míndtum. Peir sem komu 10 mín- útum síðar urðu frá að hverfa. Telja kunnugir, aö 1400-1500 manns muni hafa verið í kirkju, en varla minna en 600—700 hafi orðið að hverfa heim, án þess að sjá* eðalheyra nokkuð af því, sem fram fór. Biskupinn yfir íslandi, sr. Sigur- geir Sigurðsson framkvæmdi vígsl- una ásamt vígslubiskupi, sr. Friðrik J. Rafnar og 10 klerkum úr nær- liggjandi prestaköllum. Flutti bisk- upinn vígsluræðuna en vígslubiskup predikun. Kirkjukórinn og Kantötu- kór Akureyrar önnuðust sönginn. Töldu viðstaddir, að athöfnin hefði verið mjög áhrifamikil og hátíð- leg. — Að lokinni vígslu flutti húsa- meistari ríkisins, Ouðjón Samúels- son prófessor, ræðu frá kórdyrum. Hafði hún meðal annars inni að halda lýsingu á kirkjunni, en hana hefir húsameistari teiknað og haft eftirlit með byggingu hennar. Á sunnudagskvöldið hélt sóknar- nefndin veizlu að Hótel Oullfoss fyrir ýmsa gesti, svo sem: Her- mann Jónasson kirkjumálaráðherra, Vilhjálm Þór bankastjóra og frú, Quðjón Samúelsson húsameistara, stjórn Kvenfélags Akureyrarkirkju og fleiri, Voru margar ræður fluttar f samsæti þessu og eim- fremur lesið bréf frá hjónunum Rannveigu og Vilhjálmi Pór. þar sem þau tilkynna, að þau gefi Ak- ureyrarkirkju nýtt orgel (Hamm- onds rafmagnsorgel) í minningu um foreldra sína, og komi það væntanlega í næsta mánuði. Mörg heillaóskaskeyti bárust sóknarnefnd og sóknarpresti þenna dag í tilefni af vfgslunni. Hin nýja Akureyrarkirkja er mjög vegleg bygging og tignarleg, enda mun hún dýr orðin, en margar rausnarlegar gjafir einstakra manna hafa lélt átakið við að koma henni upp. Pað eru nú liðin lúm tvö ár, sfðan byrjað var að grafa fyrir grunni kirkjunnar, en margir hafa lagt hönd að byggingu hennar þessi ár. Ouðmundur Ólafsson vígð í viður- 1500 manna. byggingameistari sá um undirstöð- ur og kjallara, en Porsteinn frá Lóni, Ásgeir Austfjörð og Bjarni Rósantsson byggingameistarar hafa séð um byggingu þess, sem eftir var og húðuh. Indriði Helgason rafvirkjameistari sá um raflagnir, Raftækjaverksmiðja Hafnarfjarðar um hitunartæki, Osvald Knudsen málarameistari um málningu, Krist- ján Aðalsteinsson húsgagnasmíða- meistari. um bekki, og Ólafur Ágústsson húsgagnasmiðameistari um altari og annan útbúnað í kómum. Pá gerði Ásmundur Sveins- son myndhöggvari nokkrar lág- myndir á frarngafl söngloftsins. Kirkjan tekur á sjötta hundrað manna í sæti, en undir kórnum, í kjallara kirkjunnar, er kapella. sem taka mun um 80 manns í sæti. Er í ráði að nota hana við hinar fámennari jarðarfarir, spurn- ingar fermingarbarna og fleira, en enn er ekki lokið frágangi hennar að fullu. í sumar hefir verið unnið að því að steypa tröppur upp að kirkjunni neðan frá Kaupvangs- torgi, og er því verki vel á veg komið. Sambandslimö ungra nýjabió Sjálfstæðismanna var haldiö í Reykjavík dagana 9. og 10. þ. m. Sóttu þingið rútnlega 70 fulltrúar úr flestum bæjum og sýslum landsins. Margar ályktanir voru samþykktar á þinginu, m. a. í verklýðsmátum sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum, skattamálum og sjálfstæðismálinu. Forseti samband- sins var kjörinn Gunnar Thoroddsen lögfræðingur, en með honum í stjórn: Tóhann Hafstein erindreki, Sig, Bjarna- son frá Vigur, Leifur Auðunsson Dalsseli Rang. og Magnús Tónsson Mel í Skagafirði. Framkvæmd umferða- laganna frestað Ríkisstjórnin hefir gefið út bráða- birgðalög. þar sem ákveðið er aö fresta framkvæmd umferöalaganna og bifreiðalaganna um óákveðinn*' tíma. Á síðasta þingi var samþykkt ný löggjöf um þessi efni, og átti samkv. þeim að taka upp »hægri handar* umferð um n. k. áramót. En vegna hinnar mjóg auknu umferðar í landinu um þessar mundir, hefir rfkisstjóinin talið óráðlegt, að láta breytinguna koma til frarakvæmda. Munu allir vera á einu máli um það. Dánariiiiniiiiifj. Þann 25, sept. síðastl. andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar Kristinn Gunn- laugsson Hjalla á Upsaströnd, tæp- lega 54 ára að aldri, Kristinn heitinn var prýðilega vel gefinn maður þ-5 sjálfmenntaður væri, enda pókamaður mikill og fróðleiks- gjarn; var hann því skemmtinn heim aö sækja og kunni vel að haga orðum sinum, að til gleði og ánægju væri. Vakti hann þvl ætíð velvild og hlýju þeirra, sem samleið áttu með honum. Hann var prúður í framgöngu og stilltur vel og lét Ktt á sjá þó raunir steðjuðu að, var »traustur á velli og traustur í lund«. l?að má þvi hiklaust telja, að þarna sé góður drengur til moldar hniginn og að þvf er okkur finnst, sem á eftir horfum, fyrir aldur fram. En mæt minning um horfinn, góöan dreng, yekur ætíð hreinan hugblæ með þakklæti fyrir liðnar stundir, Blessuð veri minning hans. NágrannL Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: KIRKJAN: Messaíi verður í Ak- ureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 5 e. h. Leiöréttíng. í grein St. Steinsen bæjarstjóra um Rafveitumálin í siðasta blaði, er villa í 3. dálki 3. línu að neðan. Stendur þar 140 þOsund krónur, en á að vera 340 þúsund krðnur- Ipröttafélagið „Þör" minntist 25 ára starfsafmælis síns s.l. laugardagskvöld með fjölmennum mannfagnaði í Samkomuhúsinu, Hófst hann með kaffidrykkju, en á meðan fóru fram yms skemmtiat- riði og um 20 manns tóku til máls, Á eftir var dansað. Félaginu bárust heillaskeyti og ymsar gi»fir, þar á meðal tréknöttnr á l'æti, farandgripur til að keppa um í knattspyrnu. Höfðu gamlir í'órs- félagar gefið knöttinn, en Geir formar skorið hann út. Afmælis- fagnaðurinn var hinn myndarlegasti og för pryðilega fram. )) Faldi fjár^ sjóðurinn" (Keep your Seats Please) Ensk skopmynd eftir gaman- sögu JEF PETROFFS. — Sönglögin eftir: HARRY PARR DARIES og GIFFORD og CLIFF. Aðalhlutverkin leika: Qeorge Formby og F/orence Desmond Faldi fjársjóðurinn er í einum af sjö stólum, sem seldir eru á uppboði og lenda sinn hjá hverjum eiganda. Segir mynd- in frá mörgum skiítnum og hlægilegum atburðum, sem koma fyrir við leitina að stól- unum. Laugardagskvöld kl. 9: Itiiiifaleikawtailno » u i Amerísk stórmynd frá Warner Bros. — Aðalhlutvetkin leika: Bette Davis, Edvard G. Robinson og [ane Bryan. Mikilfengleg og spennandi kvikmynd úr sögu hnefaleik- anna. Börn fá ekki aðgang. — Sunnudaginn kl. 5: Andy Hardy í sumarleyfi. I.O.O.F. = 12211229 = 1 Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 20.00 frá ónefndri. Þakkir. Á. R. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 24. þ. m. kl. 8V2 e. h. B-flokkur fræðir og skemmtir. „Brynju"-fundur næstk. mið- vikud. kl. 8% e. h.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.