Íslendingur


Íslendingur - 14.02.1941, Blaðsíða 3

Íslendingur - 14.02.1941, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR Hvorí heldur er um- ræðoefnið lögreglu- ínálin eða Brynleifur Tobíasson? í*að hendir oft blaöaritara, þegar þeir eru komnir í klípu í ritdeilu, að þeir hverfa frá málefninu, sem um er rætt, og snúa sér aö and- stæðingi sínum með persónulegri áreitni. Petta hefir nú hent hr. Sigurö Eggerz f »Aftur á bak«-grein hans 1 ísl. 7. þ. m. Ég hélt, að hann væri meiri og drengilegri kappi en liann heíir synt sig á hólminum. Hann verður aö minn- ast þess, að »noblesse oolige*, mað- ur sem er stórkrossriddari, hcíir þrisvaK verið ráðherra o. s. frv. — Aðalatriðin í grein hans eru þau, að ég »taki sjálfan mig of hátíö- lega,« að ég sé broslegur, >skrýtið pólitlskt pródúkt* og »inutile pondus tertae* í sjálfstæðismálinu o. s, frv. Hann huggar sig viö þessar fullyrð- ingar í raunum sfnum. Ef hann heldur, aö aðrir taki hann hátíðleg- ar, er hann hefir gefiö mér þennan vitnisburð, heldur en nú, þá er hann einfaldari en ég hélt hann vera. Álftur hann, að menn taki hann alvarlegar en nú, ef hann segir að ég sé broslegur? O sancta sim- plicitas! Hyggur hann pólitfskan veg sinn vaxa við það, aö segja náunganum það álit sitt, að ég sé »skr>Hiö pólitískt prodúkt? Skrýtinn hugarburður! — Telur hann líklegt, að hann verði síður léttvægur fund- inn sem þjóömálamaður, ef hann kemur með þá fullyrðingu, að ég sé »inutile pondus terrae* á þeim vettvangi? Háltnstrá eitt að halda í! Paö er von að ég spyrji: Hvort heldur er umræðuefni hr. Sigurðar Eggerz lögreglumálin á Akureyri eða Brynleifur Tobíasson? En — eins og þú ávarpar aðra, ávarpa aðrir þig, Hvernig stenduc á því, að hr. S. E. fór ekki rétt með heim- rldir, sem hann þykist kunna þegar fyrir nokkru, f fyrri grein sinni? Er það samboðið dómara ? Hvers vegna vill hann ekki svara síðustu fyrir- spurninni i grein minni í »Degi« 6, þ. m. ?, Kveinkar hann sér við því? — Lýðræðiskappinn hr. Sig- urður Eggerz bað ritstjórn »íslend- ings* að synja grein minni rúms í »Islendingi«. Hann tvildi varna mér máls. Þaö var nú allur lýð- rœðisbragurinn! Og svona eru þeir sumir þessir herrar, sem hæst gala um íyðræði þessi missirin á landi voru. Undir íyðræöisgrímunni er fólginn sá einræöissinni, sem muldr- ar og þylur: Ég tyrst, aðrir síðar! Ef aðrir fara ekki að dæmi þeirra og eru þeim ekki sammála, er stjak- að við þeim, þeim ytt úr götu og reynt að taka fyrir munninn á þeim, ef bolmagniö er fyrir hendi. — Ég gef ekki mikiö fyrir slíka lýðræðis- postula. Hr. Sigurður Eggerz segir, að ég hafi óhiyðnast lögunum með hegðun minni í lögreglumálunum (hans er orðalagið), Pessi »hegðun«, sem hann talar um, nær v/st til allra þeirra bæjarfulltrúa, sem samþykktu rök- studdu dagskrána frá mer um dag- inn, en þeir voru átta alls. Hvers vegna þolit vörður réltvísinnar þessa óhiyðni? Um þessa óhiyðni fer hann svofelldum orðum: »Annað mál er þaö, að ég tek ekki svona hluti hátíölega*. Meö öðrum oröum: Vörður réttvísinnar ber á mig og aðra, að við óhlýðnumst lögum, en segist ekki taka þá hluti hátíðlega*. — Er ekki Sig. Eggerz sem vörður réttvfsinnar með þessum ummælum kominn inn á dálítið varasama braut? Eða vill hann, að hann sé ekki tek- inn alvarlega? Sumir kunna að hlæja, en þó að allir aðrir geri það, þá hlæ ég ekki. Mér otbýður! Ég held, að hr. Sig. Eggerz hafi með öllum sínum skrifum um lög- reglumálin og einstaka menn í sam- bandi við þau stigið langt skref aftnr á bak, en ekki áfraru, og að þess vegna hafi hann — líklega þó óafvitandi — valið lokagrein sinni um þessi' efni alveg rétt nafn, en það er: Aftur á bak. Brynleifur Tobiasson. AÐALFUNDUR verður haldinn í Verzlunarmannafélaginu á Akureyri í húsi félagsins miðvikudaginn 19. þ. m. kl. 8,30 síðdegis. Erindi: dr. Sv. Þórðarson Aðalfundarstörf (kosin stjórn og nefndir) Félagar, fjölmennið. Stjórnin. Frá og með mánudeginum 16. þ. m. höfum við opna sölubúð frá kl. 9 f. h. til kl. 4 e. h. fyrir allskonar fiskvörur, svo sem: Flakaðan og bein- lausan fisk, hraðfrystan fisk, steiktan fisk, heitan og kaldan og fleira. Inflúenza. Matarkjallarinn Iníiúenza hefir komiö upp í Reykjavík fyrir nokkru og breiðist þaðan út um land. Er hún talin hafa komiö frá Bretlandi. í Reykja- vík er öllum skólum lokaö og mann- fundir bannaðir, en ýms héruð hafa lýst yfir einangrun sinni og ákveðiö að verjast veikinni. Er veikin mjög næm og leggjast oft allir heimilis- menn samtímis, en enn sem komið er mun hún tiltölulega væg. Blaðið náði í gærkvöldi tali af Jóhanni Þorkelssyni héraðslækni og spurði hann, hvort inflúenzan væri komin hingsð. Kvað hann lækna hafa orðið vara við nokkur tilfelli, en um enga utbreiðslu væri enn að ræða. Bjóst hann við, að veikin mundi hafa borist hingað með Ésju eða flugvélinni. Kvaðst hann hafa átt tal við Reykjavik og ísafjörð í gær, og fengiö vitneskju um, að ó- veniulega lítið bæri á fylgikviDum (lungnabólgu o. þ. h.) með inflúenz- unni og mundi hún því vera með vægasta móti. Menn fengju að vísu all-háan hita í 1—3 daga, og svo ör væri útbreiöslan, aö á ísafiröi t. d. hefðu 600 sykingar komið fram, það sem af er þessari viku. Pa gat héraðslæknirinn þess, að ef út- breiðsla veikinnar yröi ör hér í bæn- um, mundi verða leitaö til skátanna um aðstoð á heimilum, og mundu menn þá geta snúið sér til sín eða bæjarfógetaskrifstofunnar með hjálp- arbeiðnir. Pá gat hann þess, að orðugra væri að átta sig á veik- inni vegna þess að slæmur kvef- faraldur hefði verið fyrir í bænum, er hún barzt hingað. ————^—»—~—«». »™^«_™_«„_ Þýzk flugvél sást & sveimi yfir þorpinu að Sel- fossi við ölfursárbrú s.l sunnudags- morgun. Brezkir setuliðsmenn skutu á hana af vélbyssum, en flugvélin svaraði með vélbyssuskothríð og sserðust nokkrir hermenn. Flaug hún sfðan í áttina til Reykjavikur og voru þá gefin hættumerki. En ekki kom þar til neinnar viðureign- ar. Hvarf flugvélin á brott fyrir hádegið og er álitið að hun hafi komið frá NorðurNoregi og horfið þan.í'.aö aftur Hafoacstrœti 105. Spilaklúhljur Akureyrar Hörmuiegt siys. augiysir á öðrum stað hér í blaðinu Bridge-keppni, sem fram á aö fara innan skamms, og þar sem miirgum Bridge iðkanda œun forvitni á til- högun keppninnar, hefir blaðið aflað sér eftirfarandi upplýsinga; Keppnin verður fjórmenningskeppni og keppir sveit við sveit. Fær sú sveit, er vinnur, t vinning, hvort sem vinningurinn er stór eða lítill. Eftir að hver sveit heíir keppt tvisvar við allar hinar, keppa þær tvær, sem flesta vinninga hafa, um úrslitin. Sama spil verður spilað á öllum borðum og undir sömu kringumstæð- um, því hvert spil út af fyrir sig er sérstök heild, og kemur því áfram- haldandi reikningur ekki til-greina. Með þessu móti verður bezt séð, hvernig hver sveit út af fyrir sig fer með sín spil, því allar sveilirnar hafa nákvæmlega sömu skilyrði i byrjun' hvers spils. Undanfarin ár hefir klúbburinn ekki séð sér fært að leyfa áhorf- endum að koma og horfa á keppnina, en það mun verða leyft núna, og er hér því gott tækifæri fyrir Bridge-iðkendur (Kontrakt-Bridge) að sjá, hvernig hinar ymsu sveitir fara með sín spi). Má að sjálfsögðu margt af því læra. Sparis/óöur Akureyrar Blaðið birtir í dag reikning Spari- sjóðs Akureyrar 1940. Hefir sjóð- urinn bætt hag sinn á árinu og umsetning hans orðið meiri en nokkru sinni áður. Innstæður manna hafa aukist yfir 100 þús krónur á árinu og er varasjóður nú orðinn 45 þús krónur. Aðalfundur Spari- sjóðsins var haldinn 6. þ m., og var stj^rn hans og varastjórn endur- kosin. KarlmannanærfDt þykk og þunn nýkomin. VöruMs Akureyrar. S. 1. sunnudag vildi það hörmu- lega slys til að vörubifreið, sem var á leið frá Sandskeiði til Reykjavík- ur, ók út af veginum, og 4 menn sem stóðu uppi á pallinum köstuöust af og komu niður í grjóturð. Meiddust þeir meira og minna, en einn svo, að hann lézt að kvöldi sama dags. Hét hann Guðmundur Eiríksson. Vegna inllúenzu verður árshátíð Bílstjórafélags Akureyrar frestað um óákveðinn tíma. 1.-2. herbergja íbúð óskast til leigu 14. mai n. k. R. v. á. 7 manna ftilksbifreið í góðu standi til sölu, Frekari upplýsingar gefur Tryggvi fónsson (Simi 353) KAUPUM DAGLEGA meðalaglös hálfflöskur, pelaflöikur, smyrslaglös, tablettuglös pilluglös og liökunardropaglös. — ikureyrar Apótek, Sími 32. Herbergi með Ijósi og hita til leigu nú þegar. JÓN HALLUR. Stúkurnar Brynja og Bernskan halda hlutaveltu í Skjaldborg sunnud. 15. febr. Sjá götuauglýs- ingar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.