Íslendingur


Íslendingur - 17.11.1944, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.11.1944, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGUR Utgcfandi: Blaðaútgáfufélag Akureyrar Ritstjóri og afgroiðslum.: Jakob Ó. Pétursson Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. VerS árg. 12 kr. í lausasölu 35 au. eint. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Hörmuleá tíðindi. Þýzkur kafbátur skýtur tundurskeyti í e.s. Goðafoss. Skip- ið sekkur á 4 mínútum og 24 menn farast. Sú harmafregn barst um landið sl. laugardagsmorgun, að þýzkur kafbát- ur hefði sökkt e.s. Goðafossi og fjöldi manna farizt, bæði af skipshöfn og far- þegum. Þessi hryllilegi atburður gerðist fyr- ir lrádegi á föstudag, 10. nóvember. - Goðafoss var þá staddur í Faxaflóa, innan landhelgi, og átti eftir tveggja Þeir sem fórust voru: 1. Farþegar: Friðgeir Ólasou, lækuir, Reylcjavík, Sigrún Briem, læknir, kona hans, þrjii börn þeirra, Óli 7 ára, Sverrir 4 ára og 5 mán. dóttir, óskírð, frú Ellen Wagle Downey, William sonur hennar 3 ára, Steinþór Loftsson, Akureyri. Halldór Sigurðsson, Reykjavík, Sigríður Þormar, Reykjavík, 2. Skipverjar: Þórir Ólafsson, 3. stýrim. Reykjavík, Hafliði Jónsson, 1. vélstj. Reykjavík, Sigurður Haraldsson, 3. vélstj. Rvík, Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstj. Kjós Sigurður Ingimundarson, háseti Rvík, Sigurður Sveinsson, háseti Reykjavík Ragnar Kærnested, háseti Reykjávík, Randver Hallsson, 1. kyndari Reykjavík, Jón Kristjónsson, kyndari Revkjavík, Pétur Hafliðason, kyndari Reykjavík, Sigurður Oddsson, matsveinn Reykjavík, Jakob Einarsson, þjónn Reykjavík, stunda siglingu til Rvíkur. Þýzklir kaf- bátur skaut þá í hann tundurskeyti, og sökk Goðafoss eftir 4 mínútur. Björg- unarskip kom brátt á vettvang og gat \ bjargað 20 manns, en einn þeirra lézt á leiðinni til Reykjavíkur. 24 manns fórust, þar af 4 börn og 3 konur. Fara hér á eftir nöfn þeirra, er létuzt, og síð- an þeirra, er björguðust: Lára Ingjaldsdóttir, þerna Reykjavík. I Eyjólfur Edvaldsson, 1. loftskeytam. Rvík (bjargaðist en lézt á leið í land). Nöfn þeirra, er bjargað var: 1. Farþegar: Áslaug Sigurðardóttir, Reykjavík, Agnar Kristjánsson, Reykjavík. 2. Skipverjar: Sigurður Gíslason, skipstjóri ReykjavíkÁ Eymundur Magnússon, 1. stýrim. RvíkJ Stefán Dagfinnsson, 2. stýrim. Reykjavík,! Hermann Bæringsson, 2. vélstj. Rvík, Aðalsteinn Gyðnason, 2. loftskm. Dagv.e.v Sigurður Guðmundsson, háseti, R.vík Gunnar Jóhannsson, háseti R.vík, Baldur Jónsson, háseti. R.vík, Ingólfur Ingvarsson, háseti R.vík, Stefán Ölsen, kyndari Reykjavík, Árni Jóhannsson, kyndari R.vík, Guðmundur Finnbogason, matsv. R.vík, Arnar Jónsson, búrmaður Rvík, Frímann Guðjónsson, bryti R.vík Guðmundur Árnason, þjónn Reykjavík, jh Stefán Skúlason, þjónn R.vík, Jóhann Guðbjörnsson, háseti R.vík. Um þenna glæpaverknað og þá villi- mennsku, er að haki honum liggur, verða öll orð fátældeg. Skipið, sem tortímt er á þenna níðingslega hátt, er eign hlutlausrar þjóðar og kontið inn í landhelgi, þegar glæpurinn er framinn. Það er að flytja heim yfir liafið menn og konur, er dvalið hafa um skeið erlendis við nám eða störf, og mathjörg í bú hinnar friðsömu þjóð- ar. í farþegahópnum eru hjón með 3 ung börn , sín °g kona með tveggja ára son sinn'. Áhöfnin öll og farþegarnir eru þégnar þessarar Iilut- lausu þjóðar, sem aldrei hefir farið með'ófriði að neinum. Glæpurinn hefir því enga „hernað- arlega þýðingu,“ sem kallað er. Ilann er að- eins vottur torskilins brjálæðis, sem vart á sér fordæmi í mannkynssögunni. Á laugardaginn blöktu fánar í hálfa stöng, og allar samkomur féllu niður um kvöldið. Þjóðin var lostin þungum harmi. En þunghær- astur er sá harmur þeim, er misstu nákomna ætlingja og vini við þetta hermdarverk. Frú Hdlmfríðnr Jönsdðttir M inningarorð. Sunnudaginn 22. okt. síðastl. dó á Akureyri frú Hólmfríður Jónsdóttir, ekkja Axels heitins Kristjánssonar kaupmanns. Frú Hólmfríður var fædd í Valadal í Skagafirði 12. apríl 1896. Foreldrar hennar voru Solveig EggertMóttir og Jón Pétursson, sem fyrst bjuggu í Valadal, en síðar lengi á Nauta- búi og síðast í Eyhildarholti í Skagafirði. Þau hjón eru af merkum skagfirzkum ættum komin, og heimili þeirra alþekkt að prýði og myndarskap. Þau eignuðust 13 börn, og náðu 12 þeirra fullorðinsaldri. — Frú Hólmfríður ólst því upp á mann- mörgu myndarheimili og í mikl- um og fríðum systkinahóp, vand- ist öllum sveitastörfum og gekk að hvaða störfum sem var, enda fór þar jafnt saman fjör og táp. — Árið 1917 giftist hún Axel Kristjánssyni Gíslasonar, kaup- manns á Sauðárkróki, og árið 1920 fluttu þau hjón til Akur-' eyrar, þar sem Axel gerðist starfsmaður Axels heitins Pét- urssonar útgerðarmanns. Svo sem kunnugt er, var Axel heitinn hinn mesti dugnaðar- og atorku- maður, og að fám árum liðnum stofnaði hann sjálfur kola- og y.b. Sæmm sekkurút af Haganesvík si. mánudag sökk v.b. Sæunn úti fyrir Haganesvík. Var skip- ið að koma frá Akureyri með kolcffarm á leið til Hofsóss. Er það var statt úti fyrir Haganes- vík, kom leki að því, sem skips- mönnum tókst ekki að halda í skefjum. Björguðu þeir sér í báta, en litlu síðar sökk Sæunn. I nánd við Sæunni var statt skip frá Siglufirði, er tók slcip- brotsmennina og flutti til Siglu- fjarðar. Sæunn var eign Jóhanns Ás- mundssonar Litla-Árskógssandi. Hún var 29 smál. að stærð. olíu-verzlun þá, sem enn er rekin undir nafni hans. Fyrstu dvalarár sín á Akur- eyri höfðu ungu hjónin lítið um sig, enda byrjuðu þau búskapinn með litlu og voru fáum kunnug, en ekki leið á löngu, að þau vektu athygli á sér fyrir glæsi- menusku og aðlaðandi viðmót, svo að þau innan stundar nutu virðingar og vinsælda af öllum, sem kynntust þeim. Verzlun Axels blómgaðist ár frá ári og efnahagurinn um leið, svo að innan fárra ára stóð hann á traustum grundvelli. Þau eign- uðust prýðilegt heimili, og í Brekkugötu 8 varð æ gestkvæm- ara; rjsnan þar var með afbrigð- um góð, og húsbændurnir róm- aðir fyrir gestrisni, hjálpsemi og alúðlegt viðmót. Átti hús- freyjan eigi síður en maður hennar sinn þáttt í þeim al- mannarómi, því að það var eins og henni léti allt jafn vel, hlut- verk eiginkonunnar, móðurinnar og húsfreyjunnar. Hún var ó- venjulega glæsileg kona og fríð sýnum, svo að af bar, en viðmót- ið svo glaðlegt, aðlaðandi og blátt áfram, að hún varð hvers manns hugljúfi. Henni var það yndi að vera veitandi og gleðj- andi, og það var enginn mismun- ur á því ger, hver í hlut átti. Ár frá ári virtist flest leika í lyndi, og fátt var það, sem á skyggði, en þá syrti snögglega að, og það svo átakanlega, sem orðið gat. Margir muna enn þann dag fyrír hálfu þriðja ári, þegar sú óvænta sorgarfregn barst til Akureyrar, að Axel Kristjánsson hefði slasazt svo við flugslys í Reykjavík, að honum væri ekki hugað líf. Hann dó 16. apríl 1942, og frú Hólmfríði auðn- aðist ekki að sjá hann lífs aftur. Hún har þetta hræðilega áfall með stillingu og gerði hvorki að æðrast né kvarta. Söm var alúðin og greiðasemin, sem áður hafði verið, en það vissu kunnugir, að gleði sína tók hún aldrei aftur eftir þá raunadaga. Þeirn hjónum varð þriggja

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.