Íslendingur


Íslendingur - 17.11.1944, Qupperneq 2

Íslendingur - 17.11.1944, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudaginn 17. nóvember 1944 barna auðið, og eru þau öll upp- kom'in: Björg, gift Agnari Kofoed-Hansen, lögreglustjóra í Reykjavík, Sólveig, unnusta Gísla Konráðssonar skrifstofu- manns, og Páll, sem nú dvelst við skólanám í Englandi. Bróður- dóttir frú Hólmfríðar, María Pétursdóttir, er fósturdóttir þeirra hjóna og hefir notið af þeirra hendi þess atlætis, er góð- ir foreldrar einir geta í té látið. I byrjun þessa árs fór frú Hólmfríður að kenna sjúkleika þess, er dró hana til dauða. Þá raun bar hún með einstakri still- ingu og lét sér hvergi bregða, þegar útséð var um, að upp- skurður eða aðrar aðgerðir gætu bjargað lífi hennar. Hún beið ró- leg lausnarstundar sinnar, og allt fram á síðasta dag dvaldist hug- urinn við hag barnanna og heim- ilisins og hjá fjarstöddum vanda- mönnum og vinum. Jarðarförin var óvenjulega fjölmenn og sýndi bezt, hve sárt hennar var saknað og hve mikla hluttekningu menn báru í brjósti til vandamanna hennar fjær og nær, og einkum þó til fjar- staddra, aldurhniginna foreldra hennar, sem jafnan hafa notið einstaks ástríkis af hennar hendi og eiga því um sárast að binda. Ef við eigum nokkur orð í kveðjuskyni til hinnar látnu merkiskonu, þá eru það hin lát- lausu orð sálmsins, sem sunginn var, þegar kista hennar var bor- in úr lieimahúsum: — hajðu þökk jyrir allt og allt. J. R. VINARORÐ Líf er vaka, gimsteinn gæða, Guði vígt, en ekki mold.“ Frú Hólmfríður Jónsdóttir, ekkja Axels Kristjánssonar kaup- manns, andaðist að heimili sínu hér í bæ, 22. okt. sl., eftir þunga sjúkdómslegu. Það er sjónarsviptir að þeim, sem falla frá í blóma lífsins. Þótt frú Hólmfríður ætti æsku- árin að baki, stóð hún enn í full- um blóma, þegar ólæknandi sjúk- dómur herjaði líkama hennar. En er ekki gott að fara áður en afturförin kemur og ellin leggur á mann sinn þunga hramm. „Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst.“ ' Öll framkoma frú Hólmfríðar var „prýði glæst“ svo af har. Hún var fríð sýnum og að öllu hin glæsilegasta kona. Og allt umhverfis hana var glæsilegt: Maðurinn, börnin, heimilið. Gæfan brosti við björt og mjúk- lient. Margir eru þeir, sem of- metnast á dögum auðæfa og mik- ils gengis. Þeir þykjast meiri menn en nágranninn, sem minna getur veitt sér af gæðum þessa heims. Þau Hólmfríður og Axel mikluðust e’kki af velgengni sinni. Þau voru öllum ljúf og góð, og fátækir og umkomulitlir Roosevelt kjörinn for- seti Bandaríkjanna í 4. sinn Nýlega eru afstaðnar forseta- kosningar í Bandaríkjunum. Bar Franklin D. Roosevelt sigur af hólmi í 4. sinn í röð. Það hefir verið hefðbundin venja í Bandaríkjunum, að sarni maður gegni ekki forsetaeanbætti nema 2 kjörtímabil í röð. Við tvær síðustu kosningar hefir því venjunni ekki verið fylgt. áttu þau að vinum. Þau hjón voru samhent um að gera garð sinn frægan. Sambúð þeirra var fyrirmynd. Á heimili þeirra leið öllum vel, skyldum og vanda- lausum. Gestir, háir og lágir, fengu alúðarviðtökur. Og glæsi- legur myndarbragur heim- ilisins bar vitni um hæfni húsmóðurinnar. — En skyndi- lega syrti að, þegar frú Hólmfríður missti hinn ástríka eiginmann á svo sviplegan hátt og óvæntan. Það heljaráfall bar hún með ytri ró og ræddi fátt um þótt djúp und blæddi. En söm varð hún aldrei eftir það. Sömu rósemi sýndi hún í þungri sjúk- dómslegu. Brosandi tók hun á móti þeim, sem heimsóttu hana á banabeði. Aldreí heyrðist æðruorð. En þau orð lét hún oft falla, að hún væri Guði þakklát, að þjáningar hennar væru ekki enn þyngri. Frú Hólmfríður var hógvær í gleði og sorg. Hughrein var hún og hispurslaus. í návist hennar var gott að vera. Stór er hópurinn, sem ástvini á að bak að sjá við fráfall þessarar góðu konu. Allt frá aldurhnignum for- eldrum og tengdaföður til lítilla dótturbarna. og þungur er harm- ur kveðinn að systkinum og fóst- urdóttur, sem misst hafa foreldra sína með svo skömmu millibili. Dæturnar eru góðum mönnum gefnar. En einkasonurinn, yngst- ur systkinanna, dvelur einn síns liðs í fjarlægu landi. Hjá honum mun hugur Hólmfríðar hafa dvalið seint og snemma. Og bréf- in hans, mörg og ástúðleg, voru henni hugfró og gleði á bana- sænginni. Enginn veit, hvað í einrúmi gerist. Hver þekkir hljóðar bæn- ir móðurinnar fyrir barni sínu? Og ekki mun umhyggju hennar og kærleika lokið, þótt líkami hennar verði kaldur nár. Blessuð Hólmfríður. Autt er sæti þitt í hópi okkar vina þinna. Bjart er um minningu þína í hugum okkar allra. Og nú eigum við einum vini fleira inni í lönd- um eilífðarinnar. Guðrún Jóliannsdóttir. frá Ásláksstöðum. ZION. Næstkomandi sunnudag kl. 10% liarnasamkoma. KI. 8% almenn samkoma. — Allir velkomnir. Yfirklór Bernharðs. Bernharð Stefánsson ritar giæin í blaðið „Dag“ 9. nóv., þar sem hann reynir að afsaka áhlaup Framsóknarmanna á ó- fædda ríkisstjórn í s. 1. mánuði. Telur hann fundahöld þing- manna Framsóknarflokksins á þingtíma alls enga nýjung, því að Gunnar Thoroddsen hafi fy haldið fundi á Snæfellsnesi,| þegar þing stóð yfir, og Garðar Þorsteinsson hafi jafnvel farið norður í land meðan á þingi stóð 1942. Þessi samanburður er hald- lítil afsökun fyrir Framsókn. Það er allt annað, þótt einn þing- maður bregði sér lieim í kjör- dæmi sitt meðan á þingi stendur til þess að hnekkja rógi og árás- um, sem hann kann að hafa orð- ið fyrir í opinberum blöðum, heldur en það, er stjórnmála- flokkur boðar til funda samtím- is í mörgum sýslum á þingtíma og sendir þingmenn sína á fund- ina, eins og Framsóknarflokkur- inn gerði um sl. veturnætur. vísu nauðsynleg til að afstýra stöðvun atvinnuveganna við sjáv- arsíðuna, en hún hefir ekki stöðvað dýrtíðina. Ef þessum niðurgreiðslum væri hætt, mundi B. St. vissulega komast að raun um hina auknu dýrtíð. Þeirri firru, að Framsóknar- Íflokknum hafi ekki verið „boð- in nein þátttaka“ í að mynda stjórn, eftir að forseti fól Olafi Thors að reyna stjórnarmyndun, gerist ekki þörf að svara. Þjóð- in hefir þegar fengið nægilega glöggar upplýsingar um það atriði. Hér og þar. hálfs mánaðar tíma vegna ann- ríkis hennar við ýms störf. Er þetta hlé nú liðið fyrir nokkru og þingfundir hafnir á ný. Þau verkefni, er ríkisstjórnin mun hafa orðið að snúa sér að, er endurskoðun fjárlagafrum- varpsins og undirbúningur nýrr- ar skattalöggjafar, sem boðuð hafði verið í málefnasamningi stjórnarflokkanna. HEILLAÓSKIR Ríkisstjórninni hafa borizt margar heillaóskir félagssam- banda og stéttarsamtaka bæði úr hópi verkalýðsins, opinberra starfsmanna og atvinnurekenda. Mun þetta í fyrsta sinn, er ís- lenzk ríkisstjórn fær slíkar árn- aðaróskir, og gefur það all- greinilega til kynna, hve þjóðinni þykir mikils um vert, að tekizt hefir myndun þingræðisstjórnar. Þessir fundir voru boðaðir áður en vitað var, hvaða mönn- um hin nýja stjórn yrði skipuð, — áður en nokkuð var uppvíst um verkaskiptingu hennar og áður en stefnuskrá hennar var kunngerð. Hvei; var þá tilgangur fund- anna? Var hann sá, að afsaka tregðu Framsóknarflokksins við hluttöku í myndun þingræðis- stjórnar, — afsaka það, að sá flokkur varð fyrstur til að slíta viðræðum um myndun 4 flokka stjórnar, — eða var hann aðeins sá, að reyna að vekja andúð og mótspyrnu gegn væntanlegri stjórn, eftir allt skrafið um nauðsyn samstarfs og þjóðarein- ingar? B. St. telur, að vegna prent- araverkfallsins hafi verið þörf á að halda þessa fundi. Honum er þó Ijóst, að vegna þessa sama verkfalls gátu þau blöð, er studdu ríkisstjórnina, ekki kom- ið út fremur en Framsóknarblöð- in, og að Framsókn gæti því með þessum fundahöldum verið ein um að ræða það viðhorf, sem myndast hafði í stjórnmálum landsins. Hefði því verið ólíkt drengilegra af flokknum að krefjast útvarpsumræðna um málið, þar sem flokkarnir stæðu jafnt að vígi um málflutning. EINN Á MÓTI STJÓRNINNI Fáum dögum eftir að nýja stjórnin tók við völdum, lagði Jónas Jónsson frá Hriflu fram á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um vantraust á stjórnina. Við atkvæðagreiðslu um tillöguna greid.di hann einn þingmanna at- lcvæ'ji með henni. Framsóknar- me'in og 5 Sjá'lfstæðismenn sátu hjá, og gaf Eysteinn Jónsson þá skýringu á hjásetu Framsóknar, að stjórnin hefði lýst því yfir, er hún tók við völdum, að hún hefði stuðning 32 þingmanna, og þar sem stjórnin væri nýtekin við völdum, væri engin ástæða til að ætla, að stuðningsmönnum henn- ar hefði fækkað. Auk þess væri vantrauststillagan flutt án sam- ráðs við Framsóknarflokkinn. 12 DAGA ÞINGHLÉ Nokkru eftir að nýja stjórnin settist í valdastólana fór hún fram á, að þingi væri frestað um NYICOMIÐ: Brjóstsykur í 16 teg. Karamellur Konfekt í kössum og pokum Rúsínudrage Fíkjudrage Hnetustengur Brenni. ASBYRGl Skipagötu 2. Tilboð óskast í húseignina Krabbastíg 1 b, Akureyri. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Semja ber við undirritaða eigend- ur hússins. Kristján og Bernharð Helgasyn- ir, Akureyri. FYRIRMYND (model) óskast nú þegar. Ungl. stúlka eða telpa. Frekari upplýsing- ar í Hafnarstr. 66, suðurdyr. Innilegar þakkir færum við hjónin öUum þeim mörgu vin- um og vandamönnum og Búnaðarjélagi Svarjdœla, sem glöddu okkur og heiðruðu á 75 ára afmœli okkar, svo sem með ritgerðum, heillaskeytum, samsæti og ríkmannlegum gjöjum. — Guð blessi ykkur öll. 12. nóvember 1944. Ingibjörg og Gísli Hoji, Svarjaðardal. Innilegt þalcklæti viljum við færa öllum þeim góðu sam- borgurum, er jærðu okkur að gjöf húseignina Lœkjargötu 6 Akureyri. — Biðjum við guð að launa þeim og árnum þe’im allrar blessunar. Þá vill B. St. taka undir þau orð Hermanns Jónassonar, að dýrtíðin hafi ekki vaxið í tíð fráfarandi stjórnar. IJann um það. En allur almenningur veit samt sem áður, að verðuppbætur þær, sem ríkið greiðir á inn- lenda framleiðslu, eru til komn- ar til að leyna aukningu dýrtíð- arinnar, þ. e. halda vísitölunni í skefjum. Þessi ráðstöfun er að ELÍN EINARSDOTTIR. TRYGGVI JÓNASSON. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Yztuvík a,ndaðist á Kópavogshæli 12. þ. m. — Lík hennar vprður flutt að Lauíási og jarðsett þar. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Synir hinnar látnu.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.