Íslendingur

Árgangur

Íslendingur - 17.11.1944, Blaðsíða 4

Íslendingur - 17.11.1944, Blaðsíða 4
AKUREYRI 1872 PÆTTIR tJR ENDURMINNINGUM LÁRUSAR THORARENSEN. Niðurlag. FÉLAGSLÍF OG MÁLFUNDA- FÉLÖG. Það var lítið um það á þeim fyrstu árum, sem ég var í þess- um bæ, en smám saman fór að myndast félagsskapur, sem gengur út á ýmislegt, til dæmis var hér stofnað félag af konum, sem nefndist „Sjöstjarnan“. I því voru 7 konur. Þetta félag hafði líknarstarf með höndum, hjúkraði og fæddi fátækar sængurkonur, á meðan þær lágu á sæng. Þetta félag er nú fyrir löngu úr sögunni, og margskon- ar félög, sem ganga í líknarátt- ina reist á rústum þess. Þá var söngfélagið „Gígja“ stofnað af Magnúsi Einarssyni, sem fyrstur manna hóf hér söngkennslu. Síð- ar breyttist nafnið í „Gevsir“, sem alHr þekkja nú um land allt, og sem fær einróma lof. Þá var félag stofnað hér, sem hét „Gaman og alvara“. Þetta var málfundafélag. Tilgangur- inn var sá að fá unga menn til að tala, — til að æfa sig í að hugsa og tala rökrétt. Á hverjum fundi var kjörin 3 manna nefnd til þess að ákveða málefni til næsta fundar. Þessi nefnd skipti svo ræðumönnunum í tvo jafna parta um hvert mál, annar part- urinn átti að tala með málinu, hinn á móti, og þar til kjörin nefnd á svo á næsta fundi á eftir að gefa einkunnir þeim, sem töluðu. Síðar var hér stofnað annað félag, sem hét „Undir- aldan“. Nafnið á félaginu gerði dálítið uppþot í bænum. Bæjar- fógetinn, Klemenz Jónsson, sendi því lögregluþjón sinn Kristján Nikulásson á einn fundinn til að grennslast eftir, hvers konar fé- lag þetta væri. Afleiðingin af því varð sú, að hann gerðist meðlim- ur félagsins. Því að tilgangur félagsins var sá einn að æfa sig í að tala. Því miður eru slík fé- lög ekki til í bænum nú, sem hafa þetta að markmiði. Þess skal getið í sambandi við málfundi ungra manna, að Páll Árdal skáld og leikritahöf- undur lét sér mjög annt um mál- fundina, var lífið og sálin í þeim. Hann vissi, hvers virði þeir voru, hann vissi hve mikil- vægt atriði það er í lífi hvers manns, að fá hann til að hugsa. Er nú ekki ástæða til þess fyr- ir unga menn og konur í hinu nýja lýðveldi að stofna til svona félagsskapar? Eg svara spurning- unni hiklaust játandi. Það færi þá að skilja, að dansgólfín á hverju kvöldi eru ekki til þess að lyfta hugsun vorri að alþjóð- arh«ill, heldur hið gagnstæða. TILKYNNING Ég undirritaður hefi opnað lækningastofu Ráð- hústorgi 1 Akureyri. Viðtalstínii virka daga kl. 12.30—2 og 5—6,| nema laugardaga aðeins 12.30—2. Virðingarfyllst STEFÁN GUÐNASON læknir. BÚNINGAR. Á mörgu hafa orðið margar og miklar breytingar hér í bæ s. ]. 72 ár, en í engu meiri en bún- ingum fólksins, sérstaklega kvenna. 1 gamla daga get ég ekki sagt að skrautbúin kona sæist nema við hátíðleg tækifæri, svo sem við altarisgöngu eða lijóna- vígslur, sem þá fóru ætíð fram í kirkjunni. Þá voru heldri konur með skautbúning. Annars bjugg- ust menn aðallega fötum úr ís- lenzkum vefnaði; konur báru dúksvuntur og ullarþríhyrnur á herðum, voru í svörtum vað- málspilsum, heimaunnum ullar- sokkum og skóm úr íslenzku skinni. Einstöku heldri konur og karlar gengu þó á dönskum skóm. Vinnukonur og verkakonur gengu um götur bæjarins með skýluklúta um höfuð, og virðist sá siður vera að koma í tízku aftur, en nú eru klútarnir betur hnýttir og fegurri. Búningur karla var einnig allur úr íslenzku efni. Þó var búningur verkamanna á sumrum hin svokallaða „Bússurúna“ úr bláu, grófgerðu sterku taui, og var henjú steypt yfir höfuðið líkt og skinnstakk. Allir verkamenn gengu á íslenzkum leðurskóm. Gúmmístígvél voru þá ekki til hér. Sunnudagaföt þeirra voru úr svörtu vaðmáli, blásteinslit- aðir ullarsokkar og bryddir sauðskinnsskór. Þjóðbúningur kvenna, —- jíeysufölin, voru langt fram yfir aldamót á hátindi frægðar sinn- ar, enda líka fagur og tilkomu- mikill búningur, en nú er hin út- lenda tízka að steypa honum af stóli, að minnsta kosti í bæjun- um, og er slíkt illa farið. Margt veldur þessari breytingu, en fyrst og Tremst það, að þjcðern- iskennd kvenna er ekki nægilegá sterk til að standa á móti áhrif- um útlendrar tízku. Frá þessum' áhrifum stafar einnig hárleysi kvenna nú á tímum, stuttir kjól- ar og gegnsæir sokkar. En nú sýnist þó vera að rofa til aftur í þessu efni. Stúlkurnar eru aftur farnar að safna hári, og geta því kannske eftir fá ár sýnt sig hinu unga lýðveldi okk- ar í hinum þjóðlega og fagra búningi, peysufötunum með skotthúfuna og hólkinn, og þá geta ungu karlmennirnir sagt eins og í vísunni stendur: Laufaprjóna ber hún þrjá, fögur er hún, o. s. frv. EFTIRMÁLI. Ég hef nú lokið þessum minn- ingum mínum um Akureyri frá 1872, og reynt til að skýra frá því helzta, sem ég hefi sjálfur séð og heyrt, svo scní leiðandi mönnum í bæjarfélaginu á þessu tímabili, húsum, vinnuháttum, félagslífi, skemmtunum, jarð- rækt, sjávarútvegi, verzlun o. fl. Ég veit það vel, að þessum minn- ingum mínum er í mörgu áfátt og ekki eins vel úr garði gjörðar og vera ætti, en til þess liggja þær ástæður, að ég þefi aldrei átt þess kost að menntast, alltaf þurft að berjast við að sjá fyrir mér og mínum langt fram á æfi mína. Allt það sem ég veit og skil hef ég aflað mér sjálfur og reynt að hugsa og taka eftir því, sem ég hef lesið, séð og heyrt. Aðal tilgangur minn með þessum minningum ’ mínum er sá, að varðveita frá gleymsku það, sem í þeim er ritað og sýna þar með Akureyri, bæ mínum, örlítinn vott þess, að mig langi til að einhverju leyti að greiða henni fósturlaunin. ÍSTÚLKUR I óslcast til fiskflökunar eft S ir áramótin. # HÁTT KAUP. FRÍTT HÚS-i ^ NÆÐL I ^ Hraðfrystistöð Vestm.eyjaX $ Sími 3. ................I.f... Stálvír fæst í Yöruhúsinu h.f. BARNASAGAN 5 MELÓNAN Framh. „Jú, ungfrú litla, þangað til skiptir um sjávarföll og flesta daga.“ „Okkur þykir - eh - það voða, voða s-slæmt,“ stam- aði hún út úr sér, ,,en við h-höfum ekki efni á að - eh - g-gefa þér nokkuð núna strax. Við komum bráðum aftur og þá ætlum víð að biðja þig að k-kaupa eitthvað fyrir - (það sló út í fyrir henni) - 1-leikfang fyrir barna- barn þitt - ef þú átt þá nokkurt.“ Stórfenglegt glott breiddist yfir andlit gamla mannsins. ,,Ég hef nú enga konu eignast um dagana og því síður barnabörn, en þið eruð nú víst börn af heldra taginu, og mér þykir ósköp góð agnarlítil tóbaksarða.“ ,,Það skaltu fá, þegar við komum til baka,“ sagði Margrét. „Þakka þér kærlega,“ sagði lrann og lyfti sjóhattin- um, ,,þið eruð öruggust uppi á sándöldunum, það er svo mikið flóð hérna.“ Þau hlupu yfir lausa, þunga sandinn og klifu upp á sandöldurnar. Þið vitið líklega, hvernig er að ganga yfir þessar sandöldur, sem vaxnar eru blágrænu, snörpu og þyrnóttu grasi, sem særir fæturna. Götu- slóðinn, ef hann er þá nokkur, er oftast varla sjáanleg- ur og liggur upp og niður, niður og upp. Það var svo erfitt að ganga þarna, að Dalrós sagðist verða að setj- ast stundarkorn. ,,Þú liefðir vel getað spurt gamla karlinn, hve langt væri til Cradstock, og þessi bryggja sýnist ekkert nálg- ast. Hvað er annars klukkan?“ ,,Við náum í melónuna, sem við áttum að fara með heim, éggæti vel þegið bita af henni strax,“ sagði Jón. „O, þið hryllilegu, aumingja bjálfar!“ kallaði Mar- grét upp yfir sig og leit á klukkuna. „Hún er ennþá hálf-tólf.“ „Drógst hana víst aldrei upp í gærkveldi, gæti ég trú- að,“ sagði Jón illgirnislega. „Ætlarðu að reyna að halda þér saman!“ sagði Mar- grét hvasst. „Það hlýtur að vera komið yfir hádegi. Lít- ið bara á sólina. Ég lielcl, að hún sé farin að hallast í vestur.“ Og þannig var það líka. Af háa sandhólnum, sem þau stóðu á, sáu jaau, að upplanclið og fögru, grænu sveitirnar, með friðsælu bændabýluirnm , sem smá hurfu í fjarlægð vestursins, var baðað í glóð síðdegis- sólarinnar. Framh. ! ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI: Efnagerðarvörur frá Efnagerð Akureyrar li. f. Ileildverzl. Valg. Stefánssjonar Sími 332 Akureyri l

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað: 44. tölublað (17.11.1944)
https://timarit.is/issue/328999

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

44. tölublað (17.11.1944)

Aðgerðir: