Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.01.1946, Blaðsíða 4
4 ISLENDINGUR Laugardaginn 5. janúar 1946 'Áheit ú Strandarkirkju frá ónefnd- um kr. 60.00 afhent blaðinu. Félagið Berklavörn heldur fund í Verzlunarmannahúsinu þriðjudag- inn nséstkomandi kl. 8.30 síðdegis. íþróttafélagið Þór hefir álfadans og brennu úti á velli sínum — ef veð ur leyfir — síðasta dag jóla —r- þrett- ánda — og hefst kl. 8.30 að kvöldi. Þátttakendur verða margir og bún- ingar sérkennilegir og dansarnir fjölbreyttir. Aðgangseyrir er aðeins kr. 3,00 fyrir fullorðna og 1 króna fyrir börn innan fermingar. En þess er óskað og vænzt, að fólk greiði handhægum peningum, svo að tafir verði sem minnstar við hliðið. — Fjölrhennið að álfadansinum á þrett ánda. J ólatrésskemmtun heldur Knatt- spyrnufélag Akureyrar fyrir yngri félaga sunnud. 6. þ. m. kl. 4 e. h. að Hótel KEA. — Til skemmtunar: Kvikmynd, ?, Dans. Félögum vel- komið að koma með börn sín. Að- gangur ókeypis fyrir börnin. Að göngumiðar verða afhentir í and- dyri Hótel KEA kl. 11—12 f. h. sama dag. — Almennur dansleikur verð ur haldinn á sama stað um kvöldið ÍSLENDINGUR DÆMDUR í KAUPMANNAHÖFN. Fékk 12 ára fangelsi fyri samvinnu við Þjóðverja. Ungur íslendingur, Gunnar Guð mundsson að nafni, hefir fengið 12 ára dóm í Kaupmannahöfn fyrir samvinnu við Þjóðverja á hernáms árunum. Gunnar fór til Kaupmanna hafnar nokkru áður en styrjöldin hófst og dvaldi ýmist þar eða ann ars staðar á meginlandinu. Árið 1940 kom hann til Reykjavíkur með Petsamoferð Esju, hafði skamma viðdvöl hér á landi en hélt til Ame ríku. Þaðan komst hann til Japan og uppvíst er, að þar var hann á veg um Þjóðverja. Frá Japan konist hann svo til Þýzkalands aftur um Síberíu og Rússland. Er' þar var komið, gekk hann í S.S.-liðið þýzka í júlí 1944 og starfaði með því í Kaupmannahöfn. Síðustu mánuði styrjaldarinnar var Gunnar þulur við- útvarp til íslands. Tónlisfarskólinn ó Akureyri tekur til starfa. Tónlistarskólinn hér á Akureyri er nú í þann veginn að hefja starf sitt. Mun kennsla hefjast næst komandi mánudag, og eru nemendur ,eins margir og frekast var unnt að taka að sinni. Eins og kunnugt er, hefir ungfrú Margrét Eiríksdóttir, píanó- snillingur tekið að sér stjórn og kennslu við skólann. Formleg setning skólans getur af ýmsum ástæðum ekki farið fram fyrr en seinna. Byggingarefni Nýkomið timbur, flestar tegundir, unnið og óunnið. Masonite, olíusoðið, 8 og 9 feta Asbestplötur, innanhúss Rúðugler. Væntanlegt á næstunni: Krossviður — Þilplötur — Linoleuni Saumur — Veggfóður o. m. fl. pr. pr. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. HELGI PÁLSSON. | 1 I 8. i I i 8 I 1 1 | I //,A\ l | I 6 er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað á skrif- M 8 stofu bæjarstjóra fyrir 1. febr. n. k. ” l’Bœjarstjðrastaðan a Akureyri Player Píanó notað, en vandað, ásamt sæti, til sölu. Upplýsingar gefur Arthur Gook. 8 p N á I y I i Fréttatilkynning fró utan- ríkismólaróðuneytinu Sendiráði íslands í London hefir verið tilkynnt, að frainvegis verði sjómönnum, er til Bretlands sigla, alls eigi úthlutað sköinmtunarmið- um fyrir fatnaði, nema fyrir liggi gögn um að umræddur sjómaður hafi orðið fyrir skaða á fatnaði i siglingu. Gélur hann þá fengið úl- hlutaða skömmtunarmiða, sem svara til þess fatnaðar, er eyðilagzl hefir eða skenunst svo, að eigi verði úr bætt, enda fylgi vottorð fulltrúa landsins í Bretlandi (sendiherra eða ræðismanns). Reykjavík, 24. desember'1945. Bretar hætta að kaupa ísfisk. * Sú tilkynning hefir borizt íslenzku ríkisstjórninni, að árið 1946 kaupi Bretar engan hraðfrystan fisk af ís- lendingum. Utgerðarmönnum og sjómönnum, sem byggja afkornu sína á fiskveið- um, þykir kvíðvænlega horfa við þessi tíðindi, ef helzta tekjulind þeirra stöðvast þannig nærri fyrir- varalaust. Fréttatilkynning fró utan- ríkismólaróðuneytinu Sendiráð íslands í Kaupmanna- höfn hefir bent á það, að samkvæmt núgildandi ákvæðum sé ekki hægt, vegna gjaldeyrisskorts, að kaupa farmiða frá Danmörku til Svíþjóð- ar, nema leyfi danska þjóðbankans komi til og alveg sérstaklega standi á. Þó eru seldir farmiðar frá Kaup- mannahöfn til Málmeyjar og Hels- ingborgar. Reykjavík, 24. desember 1945. Dánardœgur. Um jólin lézt í Rvík Knútur Arngrímsson skólastjóri, 42 ára að aldri. Bæjarstjóri. i 8 § Austjirðingamót. Eins og mörgum mun kunnugt verður Austfirðingamót haldið að Hótel Norðurland laugardaginn 12. þ. m. Hefst það með borðhaldi, og jafnframt verður þar ýmislegt til skemmtunar, ræður, söngur og ef til vill fleira áður en dansinn hefst, en hann mun vara lengi nætur. Þetta er tilvalin kynningarsamkoma fyrir Austfirðinga og má búast við fjöl- menni. Þáttlökulisti liggur frammi hjá Pálma H. Jónssyni forleggjara og ættu menn ekki að fresta að skrá- setja sig, þar eð húsrými er tak- markað. útborganir fyrir vinnu og annað vegna Bygg- ingarvöruverzl. Akureyrar h.f. fara fram á skrifstofu minni Spitalaveg 8 alla virka daga kl. 5—7 e. h. Helgi Pólsson. Herbergjastúlku vantar á Ilótel Akureyri Ármbanðsflr (karlmanns) tapaðist á þorláks- dag. Vinsamlegast skilist í Norð urgötu 33 gegn góðum fundar- launum. TILSÖLU ein ný rafmagnstúba, ame- rísk (Westinghouse), 5 kilovötl. » f Valmundur Guömundsson. Góð málalok Gamli presturinn á Bjargi sat í hægindastólnum sínum og hvíldi sig við að lesa hlaðið yfir rjúkandi kaffibolla. Þetta var á Mikaelsmessu, og þessvegna hafði heitbundna fólkið gengið í hjónaband þenna dag. Mikaelsmessa þótti sem sagt mesti heilla- dagur þar í sókninni. Hafði presturinn vígt ellefu menn og meyj- ar í heilagt hjónaband um daginn og því unnið rækilega til góðrar hvíldar. En það áttí ekki fyrir honum að liggja að njóta hvíldarinnar. Nii heyrðust létt högg barin á hurðina, og er prestur svaraði, komu tvenn nývígð hjón inn í herbergið. Þau skipuðu sér í röð frammi við hurðina, sumpart af óframfærni en einnig af ótta við að óhreinka hvítþvegið gólfið. Þegar presturinn spurði í vingjarnlegum tón um erindi þeirra, gekk Hans malarasveinn fram úr röðinni. Hann hefði nú helzt kosið, að Kristján vinur hans færi með þetta ldutverk, en hópur- inn hafði ko- 'ð hann sjálfan fyrir frummælanda. Það var fljótt hægt að sjá, að hann var malari, því að um leið og hann opnaði munninn, tók hann að snúa húfunni milli handa sér eins og mylluhjóli. — Herra prestur, byrjaði hann, við vildum aðeins segja yður frá því, að — að þér — hafið gefið okkur vitlaust saman. Gamli maðurinn leit hvasst á ræðumann gegnum gleraugun Hann vissi, að í 35 ár hafði hann aldrei lesið vígslutextann rangt né hlaupið yiir kafla úr honum. — Hvers konar meinloka er komin í höfuðið á ykkur, vinir mínir, svaraði hann móðgaður. — Þið eruð jafn-réttgift og allir aðrir. ! — Sjáið þér nú til, byrjaði Hans, og mylluhjólið snerist með ofsahraða.-------Presturinn hefir gefið okkur Rikku saman og Kristján og Katrínu, en það var ég, sem átti að eiga Katrínu en Kristján Rikku. Presturinn hefir því, eins og ég sagði, gefið okkur vitlaust samari. Gamli maðurinn sökk niður í liægindastólinn af öllum sínum þun^a. Myllnlijólið snerist nokkru hægar, og svo byrjaði þá Katrín að gráta, ef það kynni að geta flýtt fyrir lausn málsins. Oðar og Rikka varð þess vör, fór hún einnig að væla. Skyndilega stökk presturinn upp úr stólnum og spurði: — Hvers vegna sögðuð ];>ið ekki strax frá þessu? | Já, hvers vegna ekki? Hans hafði verið svo mjög á valdi hinnar [heilögu athafnar, — ef til vill líka vegna-þess, sem liann drakk með morgunverðinum, að hann hafði ekki tekið eftir, liverri hann var gif ur. Kristján hafði þó séð, að það var Katrín, sem stóð við hlið hans og hafði í örvinglan sinni kippt nokkrum sinn um í kjólfald Rikku til að reynaað bjarga málinu við, en er sú tilraun bar ekki árangur, hafði hann sætt sig við orðinn hlut til þess að trufla ekki helgi, athafnarinnar. Rikka sagðist hafamrðið alveg utan við sig, er hún sá brúðguma sinn giftan Katrínu og kom fyrst til sjálfrar sín, þegar vígslan var á enda, en eftir það þýddi lítið að gera uppsteit. Katrín svaraði spurningunni aðeins með táraflóði. og var ekki unnt að hafa nokkurt orð út úr henni. Hinn góði og gamli klerkur gekk um gólf í herberginu og reif annaðslagið í þessi fáu hár, sem tíminn hafði skilið honum eftir á höfðinu. ! — Þetta er hræðileg saga, hrópaði hann. Hvað getum við gert?; Allir þögðu. — Hvað getum við gert? hrópaði hann enn á ný. Ég get ekki skilið ykkur og gift ykkur aftur. Getur þetta ekki verið svona, eins og komið er? ; — Nei, herra prestur. Það getur ekki gengið, svaraði Hans tneð meiri myndugleik í röddinni en áður hafði heyrzt. ! '— Hvers vegna ekki? spurði presturinn. Getur yður ekki iþótt vænt um Rikku? ; — Jú, mér getur vel þótt vænt um hana, svaraði Hans í lægri [tón. ! — Því geturðu þá ekki haldið áfram að vera eiginmaður hennar, fyrst þú ert nú orðinn það á annað borð? Ríður þér það á mjög miklu að fá Katrínu? — Já, mjög miklu, herra prestur. — Og hvers vegna? Er Rikka ekki líka góð og álitleg stúlka? — Það er hún vissulega, svaraði Hans og leit út undan sér á Rikku. — En Katrín leggur betur í búið. Presturinn fékk allt í einu ágæta hugmynd. — Hve mikið á hún? spurði hann. — Eitt svín, prestur minn. Nú var gamli presturinn auðsjáanlega að verða vonbetri um lausn málsins. Framhald.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.