Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR I ð Borgarafundur stjórnmálaflokkanna á mánudagskvöldið var fjölmennasti fundur, sem haldinn hefir verið í hænum. Eftir undirfektum fundarmanna, er fylgishrun Framsóknarflokksins meira en nokkurn hefir grunað. Miðvikudaginn 23. janúar 1946 Eiginmaður minn og faðir minn, Guðbjörn Björnsson, andaðist 18. f). m. Hann verður til rnoldar borinn föstudaginn 25. janúar, og hefst útförin með kveðjuathöfn í Skjaldborg kl. 1 e. h. Ólína Óladóttir. Ida Guðbjörnsdóltir. Borgarafundurinn hófst á til- settum tíma. Var þá slík þröng í húsinu og troðningur, að naum- ast sást í auðan blett á gólfinu. Höfðu Kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn smalað klappliði sínu á fundinn, og fyllti það fremstu bekki hússins. Fundarstj. var Sveinn Bjarna- son, framfærslufulltrúi. Stýrði hann fundinum með frábærri röggsemi. Lét fundarstjóri setja hátalara fyrir utan húsið, svo að hundruð manna, sem ekki kom- ust inn, gætu heyrt, hvað fram fór. Fyrstur tók til máls Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti. — Var ræða hans að heita mátti einn óslitinn lofsöngur um Hafn- arfjörð og afrek Kratanna þar. Taldi hann togaraútgerð líkleg- asta bjargráðaveg Akureyrar- búa, á henni gætum við grætt eins og Hafnarfjörður, komið á margvíslegum umbótum í bæn- um og lækkað útsvörin. Ekki gat bæjarfógetinn þess, að fyrir stríðið hafi Hafnarfjörð ur verið verst stæða bæjarfélag- ið á landinu, með atvinnuleysi og sveitarþyngsli, sem tóku út yfir allan þjófabálk. Ekki var þess heldur getið, er forráða- menn Hafnarfjarðar gripu /til þess óyndisúrræðis, að gefa út sína eigin peningaseðla, „gulu seðlana“ illræmdu, sem síðan gengu manna á milli með afföll- um. Ekki var á það minnzt, að Bæjarútgerðin hafi verið svo ( langt leidd, að sjómenn hafi orð- ' ið að bíða svo mánuðum skipti eftir greiðslu á kaupi sínu (lifr- arhlutnum). Satt er, að stríðið færði Hafnfirðingum auð og alls nægtir, en geti bæjarfélögin að- eins rekið togaraútgerð á ófrið- artímum, er það lítið tryggari atvinnuvegur en t. d. að spila í happdrætti, í þeirri von, að hljóta stóra vinninginn. Þá kom röðin að Jakob Frí- mannssyni. Hann sá bót allra meina í því, að koma á beinum siglingum við útlönd. Aleit hann Eimskipafélag íslands og Reyk- víkii^a rót alls ills og væri eng- um nema samvinnumönnum treystandi til að taka upp bar- áttuna gegn þessum illvirkjum. Lofaði hann bæjarbúum að koma á beinu sambandi við út- lönd með leiguskipum, ef þeir kysu sig í bæjarstjórn. Talið er, að Eimskip hafi tap- að á siglingum „Fossanna“, en grsitt tugi milljóna á leiguskip- um. Hvers vegna hirðir ekki Jab- ob hlut samvinnumanna af þess- um gróða, þarf að kaupa hann til þess? SÍS og KEA hafa nóga pen inga til að taka skip á leigu, nóg- ar vörur að flytja, hvað er að vanbúnaði? Þessi kosninga- ræða vakti því litla hrifningu fundarmanna. Þorsteinn M. Jónsson talaði fyrir Framsóknarflokkinn í 20 mínútur og tók allan ræðutíma Guðmundar Guðlaugssonar, sem gat því ekki látið til sín heyra. Vonandi birtist ræða Guðmund- ar í næsta Degi, svo að bæjarbú- ar missi ekki af neinu góðgæti. Þá kom röðin að Kommúnist- um. Hafði Steingrímur Aðal- steinsson forustuna í málaflutn- ingi þeirra. Ræður Kommúnist- anna þarf ekki að rekja, bæjar- mönnum eru þær kunnar, að efni til hafa þær verið óbreyttar síð- astliðin 10 árin. Ekki gat Steingrímur þess, hvort það er til stuðnings ný- sköpun þeirri, sem nú er hafin, að Kommúnistar segja nú upp hverjum launasamningunum af öðrum og undirbúa allsherjar- stöðvun á framleiðslu lands- manna. Alþýðufólk, sem ekki vill sundrung og ófrið, verður að gefa ráðamönnum Kommúnista eftirminnilega ráðningu við þess ar kosningar.'Til nýsköpunar at- vinnuveganna þarf vinnufrið, en ekki vinnudeilur. Ræður fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins verða ekki raktar hér, enda er ræða Svafars Guðmunds sonar birt á öðrum stað í blað- inu. Ungu fólki á fundinum þótti sýnilega mikið koma til hinnar skörulegu málfærslu Jóns Sól- nes, sem um langt skeið var for- ustumaður í félagsskap ungra Sjálfstæðismanna í bænum. Hann mun því eiga öruggan stuðning unga fólksins í þessum kosning- um. Helgi Pálsson talaði af venjulegum skörungsskap, og var ræðu hans tnjög vel tekið. z. Skaftpottar 3 stærðir af skaftpottum (Kasseroller) með loki, á rafmagnselda- vélar, nýkomnir. Lágt verð. Verzlun LONDON Grjót og gróður Akureyri hefir löngum þótt fallegur bær, og er það fyrst og fremst vegna hins mikla trjágróð urs, sem hér er. Mest mun þó bera á trjágróðr- inum inni í Fjörunni, því að svo má heita, að þar hafi trjám ver- ið plantað við hvert einasta hús. Á sumrin, þegar trén eru laufg- uð, mynda þau sums staðar nær óslitna röð með fram götunni. A bak við húsin koma iðgrænir kartöflugarðar, svo að næstum má segja, að Fjaran sé samfelld- ur gróðurreitur. Samt er eitt enn, sem eftir er að græða upp. Það eru melarnir, sem gnæfa gráir og grettir yfir allt þetta gróðurhaf. Það var almennt álit manna, að tilgangslaust væri að reyna að græða melana upp, þeir væru og yrðu aldrei annað en melar, gráir af grjóti. Mig.langaði samt að gera ofurlitla tilraun á mel- unum, og sumarið 1943 fékk ég leyfi bæjarstjórnar til að girða nokkurn hluta þeirra í þeim til- gangi að sjá, hvaða áhrif friðun hefði á þennan blett. Strax á næsta ári, fór að aukast gróður í melunum, vegna þess að fræ af þeim grösum, sem þar hafa bar- ,izt fyrir tilveru sinni, fékk að falla, en varð ekki, eins og áður, kindum að bráð. Þá sáði ég venjulegu grasfræi í helming af einum melhryggnum. Kom það vel upp, en er mjög þroskalítið vegna þess, að áburð vantar. Síðastliðið sumar sáði ég nokkru af melgrasfræi, og býst ég við, að það sé heppilegasta grastegundin. Þetta kom upp nokkuð gisið, en ég hefi samt von um, að það muni gefa sæmi- legan árangur á næstu árum. Þess má líka geta, að annað gfas á þessu afgirta svæði hefir auk- izt að miklum mun. Vegna þess, að sæmilegur árangur náðist af þessari tilraun, hefir bærinn nú látið girða alla melana neðan við Kirkjugarðinn og einnig mel ana sunnan við Skammagilið. Hefir bæjarstjórn falið mér að hafa umsjón með girðingunni neðan Kirkjugarðsins en Ágústi Ásgrímssyni með girðingunni sunnan Skammagils. Bærinn hef ir lofað að greiða fræ og plönt- ur, sem sáð verður í þessa bletti. Nú vil ég biðja þá, sem í Fjörr unni búa, að taka höndum sam- an og reyna að breyta gróður- lausum melunum í grænar brekkur. Það er vel framkvæm- anlegt, þó að það taki, ef til vill, nokkurn tíma. Fyrst og fremst þarf að hjálpast að við að sá og hrífa niður fræið og setja niður plÖrrtur. En svo er annað mikils- vert atriði, sem allir þurfa að vera samtaka um, og það er að verja girðinguna fyrir öllum á- gangi, jafnt manna sem dýra. Því sé troðið um melana fram og aftur, rennur laus sandurinn til og eyðileggur allar plöntur um leið. GUÐBJÖRN BJÖRNSSON fyrv. kaupmaður andaðist hér'í Sjúkrahúsinu síð- degis föstudaginn þann 18. þ. m. eftir þunga legu í krabbameini. — Guðbjörn var merkur og mæt- ur borgari þessa bæjar og hafði átt hér heima síðan um aldamót. Ilann var trésmiður að iðn og vann að og stóð fyrir byggingu margra húsa hér, þar á meðal var hann annar byggingameist- ari Samkomuhússins. Síðan rak hann hér verzlun í allmörg ár, en síðustu árin hafði hann ráðs- mennsku Samkomuhússins með liÖndum. Guðbjörn var ákveðinn og einlægur bindindismaður og einn af beztu starfskröftum stúkn anna hér. Hann var heiðursfé- lagi Stórstúkufnnar. Hann átti einnig sæti í mörg ár í stjórn Iðn aðarmannafélags Akureyrar og var einn af ötulustu meðlimum þess um langt skeið. Hann til- heyrði einnig Oddfellowregl- unni í mörg ár. Kvæntur var Guðbjörn Ólínu Óladóttur, Guð- mundssonar, smiðs, héðan úr bænum, og lifir hún mann sinn ásamt dóttur uppkominni. Guðbjörn Björnsson var mað- ur vinsæll og hið mesta prúð- menni í allri framgöngu. Hann varð sextíu og sjö ára gamall. Vöröur Félag ungra Sjálfstæðis- manna heldur fund í Verzl- unarmannahúsinu miSviku- daginn 23. þ. m. kl. 8,30 Tilhögun: 1. Inntaka njrra félaga 2. Bœjarstjórnarkosningarnar 3. Önnur mál. Félagar! Fjölmennið og takið nýja meðlimi með á fundinn* Stjórnin. Reynslan hefir sýnt, að innbæ- ingar geta fegrað kringum hús sín með trjám og öðrum gróðri. Við getum líka grætt upp mel- ana. Það er hægt, ef góður vilji er með í verki. Nú skulum við því öll taka höndum saman og láta það vera okkar metnaðar- mál, að eftir nokkur ár verði kominn gróður, þar sem áður var aðeins grjót. Kristján Geirmundsson. Prófkosningin lögð.til grundvallar lista Sjálf- stæðismanna. Dagur 18. þ. m. er með nöld- ur yfir því að hafa ekki fengið að vita um úrslit' prófkosning- ; anna bjá Sjálfstæðisfélögunum á Akureyri. Gefur hann í skyn í greininni, að úrslitum hafi aldr ei verið lýst, og stofnað hafi ver- ; ið lil kosninganna vegna sundr- ungar og reipdráttar innan flokksins. Hvórttveggja eru rakaláus ó- sannindi. Til prófkosningarinn- ar var stofnað af þeirri ástæðu einni, að fulltrúaráðið vildi, að vilji Sjálfstæðismanna um upp- stillingu listans kæmi sem gleggst í ljós, áður én ákvörðun væri tekin um listann, en hann væri ekki ákveðinn að geðþótta nokkurra manna, eins og tíðk- ast hjá hinum flokkunum, sein þó flagga með lýðræðisást sinni i tíma og ótíma. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- : anna lýsti úrslitum prófkosning- anna á sameiginlegum fundi Sjálfstæðisfélaganna 30. des. sl., um leið og það gerði tillögur sín ar um listann. Var listinn sam- þykktur af fundinum óbreyttur að mestu leyti, — aðeins fært til í þýðingarlausum sælum. Af 4 atkvæðahæstu mönnun- um voru 3 settir efstir á listann, þ. e. í örugg sæti, en hinn fjórði óskaði eftir að vera hvorki í að- alsæti né varasæti. Atkvæðahæsti maðurinn vildi alls ekki taka I efsta sæti né heldur hið þriðja. Maður, sem átti samkv. atkvæða tölu að skipa varasæti, neitaði því eindregið, enda hafði hann rétt til neitunar vegna aldurs. Varasætin skipa menn, sém allir fengu allháa atkvæðatölu, og var prófkosningin því lögð til grund vallar við skipun manna í aðal- sæti og varasæti, eftir því sem unnt var. Um „skrautkerið“ í sýningar- glugganum er ekki ástæða til að fjölyrða, enda óheppiléga valin fyrirsögn í málgagni KEA. Það hafa komið fyrir fallegar sunnu- dagsútstillingar í glervörudeild félagsins, — skrautker og skraut vasar, sem yoru „lofaðir“ eða „fráteknir“, þegar komið var inn í búðina að morgni mánu- dags. En hitt er vafasamt, þótt KEA stillti út „skrau'tkerum“ sínum á B-listanum n. k. sunnu- dag, að kjósendur hirtu nokkuð um að spyrja eftir þeim. /. ó. P.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.