Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 3
l?östudagmn 18. janúar 1946 íSLENDINGUR - ÍSLENDINGUR Ábyrgðarmaður: KARL JÓNASSON Sími 24. Útgefandi: BlaSaútgáfufél. Akureyrar. \ Skrifstofa Hafnarstr. 101. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson, Lœkjargötu. 3 Pósthólf 118. PrentsmitSja Björns Jónssonar h.f. D-listinn i Bæjarstjómarkosningarnar á sunnudaginn kemur eru á allra vörum. Þar sem þrír menn koma saman, fleiri eða færri, leiða þeir talið að.listunum, sem eru í boði við kosningarnar. Þetta er eðlilegt, því að framtíð bæjarfé- lags vors veltur á því, að val full trúanna megi vel takast. — Ak- ureyringar hafa átt í mikilli bar- áttu við sérhagsmunaflokk KEA og við rússnesku stefnuna, sem risið hefir hærra hér í bæ en víð- ast hvar annarsstaðar í landinu. Það hefir beinlínis verið unnið að því að fá fólk til að trúa á KEA-valdið og hinsvegar að Uúa c Stahn. bu.dd ir heyrast um það, að með erfið- ara móti gangi nú um þessar kosníngar ao reUa trúboðið, þetta tvöfalda trúboð. Embættismanna flokkur j í, er ao A-listanum stendur, beldur, að hann muni græða á þeim dauftrúuðu, sem nú eru að skilja við garðana í Gröf, en Akureyringar eru ákaf- lega tregir til að bíta á öngul Þess Alþýðuflokks, sem á svo sar-fáliðaða alþýðu innan sinna Vebanda. Þeir eru orðnir því svo vanir að sneiða fyrir ofan garð hjá því fámenna höfðingjasetri. Þar hefir lítil gestanauð verið ianga-lengi! D-listinn við kosningarnar á sunnudaginn á eitthvað gott í fórum sínum, sem aðrir listar bér hafa ekki upp á að bjóða. ^eir, sem að D-listanum standa, ei-u vanir því, að fleiri fylgi þeirra stefnu en öðrum, sem hér í bæ hafa látið á sér bæra. Svo hefir það verið- undanfarið, bæði við Alþingis- og bæjarstjórn arkosningar, og á sunnudaginn kemur munu miklu fleiri krota X framan við D-ið en hina bók- stafina, en það þurfa að verða svo margir, að bænum verði stjórnað næstu fjögur árin af náð og dug, með hagsmuni allra bæjarbúa fyrir augum, en ekki einnar stéttar eða einnar h; ^unaklíku eða spekúlanta, ( kjósa á víxl til hægri og vin ] hæjarstjórn eftir þröngum -lagsmunum sínum. Efsti maður inn á D-listanum er Indriði Helgason, rafvirkja- meistari, er lengst allra íslend- inga hér á landi mun hafa lagt stund á rafmagnsiðnað og einna fyrstur þeirra lært rafvirkjun. Hann hefir setið á öllum iðn- þingum hér á landi. Hefir hann staðið framarla í flokki þeirra manna, er hrundu af stað og komu í framkvæmd hinni ágætu Laxárvirkjun fyrir Akureyrar- bæ. Glöggur er Indriði á fjár- mál, og eins og hann má teljast meðal brautryðjenda á sviði ís- ósérhlífnastur og ódeigur til or- ustu, sem viðskipti hans í vetur við KEA-valdið bera ótvírætt vott um og vakið hafa óskipta athygli bæjarbúa. Þriðji maðurinn á D-listanum er Jón G. Soln$s, bankafulltrúi, ungur áhugamaður og einkar dugandi í verkahring sínum. Hann er maður vel gefinn, sem fyrrnefndir dáðadrengir, og mun skipa sess sinn í bæjarstjórn með prýði. Hann mun vaxa með verk- efnunum, sem honum eru fengin. lenzks iðnaðar, er hann líklegur til að veita fylgi öllum nytsemd- ar- fyrirtækjum fyrir bæjarfélag- ið. Annar maður á D-listanum er Svavar Guðmundsson* * banka- stjóri. Hann er maður dugandi, að hverju sem hann gengur, en forsjá fylgir þó kappi hans, sem hann á ætt til. Faðir hans var á sinní tíð einn af rnestu framfara- og nytsemdarmönnum hér í bæ. Áhugi Svavars, víðtæk þekking á fjármálum og öruggt fylgi hans við framfaramál bæjarmanna í heild sinni er trygging fyrir því, að hann verði ágætur bæjarfull- trúi. Honum var trúað fyrir því á ungum aldri að vera formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands h. f., og öll störf sín hefir hann jafnan leyst af hendi með fá- dæma dugnaði, árvekni og sarii- vizkusemi og þeim hyggindum, sem í hag koma. Hann er nanna Fjórði maðurinn á listanum er Helgi Pálsson, framkv.-stj. Hann er innfæddur Akureyring- ur, manna vinsælastur, og efa ég, að nokkur þeirra manna, sem boðinn er Akureyringum í bæjar stjórn nú, eigi jafn óskiptum vin- sældum að fagna sem hann. Og hvað veldur? Fremst er að telja dugnað hans og drengskap, ein- staka prúðmennsku og lipurð í umgengni, greiðasemi og ósér- hlífni í félagsstörfum og í öllum greinum. Jafnframt þessu er Helgi hinn mesti athafnamaður. Áhugi hans á sjávarútvegsmál- um er alkunnur héf í bæ, og setið hefir hann á Fiskimála- þingi íslands sem annar aþal- íulltrúi Norðlendingafjórðungs og síðustu árin sem annar aðal- fulltrúi Akureyrar þar og getið sér þar góðan orðstír Jafnframt er hann erindrefi Fiskifélags íslands hér norðanlands, formað ur Sjálfstæðisfélags Akureyrar og framkvæmdastjóri við verzl- unarfyrirtæki. Rekið hefir hann og búskap og er þaulreyndur verzlunarmaður. Hefir hann víð- tæka þekkingu á atvinnumálum kqupstaðarins, ríkan ’framfara- hug og góðgirni í öllum viðskipt- um og liþurð, en er þó stefnu- fastur og trúr þeim málum, sem hann ljær fylgi sitt. Fimmti maðurinn á listaHum er Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri. Hann er ágætur sjó- maður og vel kunnandi í sinni grein. Hefir hann notið mikils trausts meðal sjómanna og út- vegsmanna hér, sem kunnugt er, og á síðasta Fiskimálaþingi ís- lands sat hann sem annar aðal- fulltrúi Akureyrar. Guðmundur er stórhuga framfaramaður, og enginn skal draga í efa, að hann skorti einurð né stefnufestu, því að maðurinn er tápmikill og gædduf sannkallaðri karlmanns- lund. Hann myndi skipa sæti sitt í bæjarstjórn með myndar- skap, og ef hann mætti ráða, myndi enginn þurfa að kvíða atvinnuleysi á Akureyri næstu fjögur árin. Ef allir þeir kraftar, sem í bæn um eru og hafa ekki verið lagðir í læðing sérhagsmuna og átrún- aðar á austræna fyrirbrigðið, sameinast við þessar kosningar, er þeim í lófa lagið að koma fimm mönnum í bæjarstjórn að Dagsbrúnar- kosningarnar Úrslit Dagsbrúnarkosninganna voru kunngerð á fundi félagsins á mánudagskvöld. Hlaut listi Kommúnista 1307 atkvæði, en listi Alþýðuflokksins og Frarn- sóknar 364. Ekki benda þessi kosninga- úrslit til neinnar nýsköpunar í Alþýð uf lokknum. Kvöldskemmtun S j álf stæðisf éla ganna að Hótel Norðurland sl. sunnu dagskvöld var mjög fjölsótt. Var húsið eins fullskiþað og frekast var hægt. Skemmtinefnd félaganna hafði boðað til skemmtunarinnar, og stjórnaði henni Þorvaldur Stef- ánsson, stöðvarstjóri. Til skemmtunar var kvikmynd Edvards Sigurgeirssonar: For- setakoman. Ræður fluttu 4 efstu menn D- listans. Dansað var af miklu fjöri lengi nætur. Þótti skemmtun þessi takast með ágætum. þessu sinni. Sýnið nú einu sinni, Akureyringar, að þið kunnið að vera samtaka! D, það er dáð og dugur! * Sýnishorn af kjörseðli til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri, sem fram eiga að fara 27. þ. m. A-listi B-listi C-listi D-listi Friðjón Skarphéðinsson Steindór Steindórsson o. s. frv. Jakob Frímannsson Þorsteinn M. Jónsson o. s. frv. Steingrímur Aðalsteinsson Tryggvi Helgasón o. s. frv. Indriði Helgason Svavar Guðmundsson Jón G. Sólnes Helgi Pálsson Guðrn. Guðmundsson Sverrir Ragnars o. s. frv. Kjósandinn setur blýantskross fyrir framan bókstaf þess list a, er hann vill kjósa Þegar kjósandinn kýs D-listann, setur hann krossinn FRAMAN við D. Lítur þá kjörseðillinn þann ig út (á hverjum lista eru 22 nöfn, en aðeins efstu nöfnin eru tilfærð hér, til þess að spara rúm). A-listi B-listi / C-listi x D-listi Friðjón Skarphéðinsson o. s. frv. Jakob Frímannsson o. s. frv. Steingrímur Aðalsteinsson o. s. frv. Indriði Helgason o. s. frv. Vandinn er enginn annar en sá að setja blýantskross framan við D, eins og sýnt er hér að ofan en EKKI framan við mannanöfnin á listanum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.