Íslendingur


Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.01.1946, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 23. janúar 1946 Ræða Svafars Guðmundssonar. Framhald af 1. síðu. sé, að bæjarbúar eigi jafnan kost á nægum fiski með hóflegu verði. Tel ég þetta framkvæmanlegt kostnað- arlítið í samvinnu við sjómenn og fisksala bæjarins. Barnaskóli Akureyrar er orðinn of lítill og knýj- andi þörf, að úr verði bætt sem fyrst. Eg vil beita mér fyrir því, að hafinn verði þegar í stað undirbúningur að byggingu nýs barnaskóla á Oddeyrinni. Sjúkrahús bæjarins er ófullnægjandi, svo að til vandræða horfir. Ég vil beita mér fyrir því, að úr þessu verði bætt nú þegar á þann hátt, að allir megi við una. Þar sem hér er um kostnaðarsamt fyrirtæki að ræða, tel ég velvild og stuðning kvenfólksins ó- metanlegan og geta flýtt framkvæmdum til muna. Fæstar húsmæður eiga kost á verulegri aðstoð við beimilisstörfin. Því tel ég rétt, að bærinn leitist við að létta hinum erfiðari störfum af húsmóðurinni. Því er ég því hlynntur, að bærinn lcomi upp nýtízku-þvotta- húsi, sem annist þvotta fyrir þá, sem þess óska, með kostnaðarverði. Ég vil stuðla að því, að barnaleikvöllum verði fjölgað og þeir búnir betri tækum en nú er. Tel ég að athuga beri, hvort ekki sé tiltækilegt að hafa leik- skóla og dagheimili í sambandi við barnaleikveHina. Ég mun vinna að þ'ví, að sorphreinsunin í bænum komist í viðunandi lag. * Við heimilisfeðurna skal þetfa sagt: Góð húsakynni bæta heimilislífið 'og eru þýðingar- mikil fyrir heilsu bamanna. Byggingar eru hins vegar oýrar, svo að bærinn getur ekki af eigin ramleik á skömmum tíma bætt úr þörfum allra, sem búa við óviðunandi húsakost. Ég mun því leitast við að greiða götu þeirra, sem vilja byggja, með því, að bærinn láti þeim í té lóðir rneð góðum kjörum, ennfremur teikningar og leið- beiningar, ef óskað er. Ennfremur tel ég, að bærinn eigi að selja sand og möl með kostnaðarverði. Verði hins vegar samþykkt lög þau, sem nú liggja fyrir Alþingi, um aðstoð ríkisins við húsabyggingar í bæjum og kauptúnum, mun ég beita mér fyrir því af alefli, að bærinn notfæri sér þá aðstoð, sem þar er boðin, til hins ýtrasta. Ég er því fylgjandi, að hafist verði þegar handa um byggingu sambýlishúsa með 2ja og 3ja herbergja íbúðum, eins og Reykjavíkurbær hefir látið byggja, og íbúðirnar síðan seldar bæjarbúum með kostnaðar- T-erði. Eigi bærinn nokkra framtíð fyrir höndum, er áríð- andi, að hann hafi ráð á nægu landrými. Ég tel því rétt, að stefnt sé að því að kaupa upp allar jarðeignir í Kræklingahlíðinni og spilduna allt til sjávar við Dagverðareyri, þegar jarðir þessar verða fáanlegar með hóflegu verði. Með því væri þeim bæjarbúum, sem jörðina vilja yrkja, tryggt nóg af góðu ræktar- iandi og bænum mikilir möguleikar fyrir komandi kvnslóðir. * Við sjómennina segi ég: Hin ágæta sjálfgerða höfn bæjarins er í vanhirðu. Hana þarf að laga og byggja fleiri skipalagi. Til þessa þarf mikið fé, en tekjur hafnarinnar eru nú rýrar, og sá litli sjóður, sem höfnin átti, er uppétinn • til framkvæmda þeirra, sem byrjað hefir verið á við Glerárósa. Ég vil vinna að því, að hafnargjöldin verði hækkuð, svo að höfnin hafi fé til viðhalds og nýsköp- unar, án þess að hún þurfi að vera bæjarsjóði fjárhags- leg byrði. Ég tel, að fylla eigi upp sunnan Strandgötunnar, þannig að strandlengjan myndi bogadregna línu frá Olíugeymunum, en forarpyttur sá, sem nú er kallaður smábátahöfn, liverfi að mestu í uppfyllinguna. Þar sem nú er flóðgátt smábátahafnarinnar, gætu komið 2 til 3 skipalægi, eða ef hentara þætti, kví fyrir smá- skip og báta, en skipalægin austur við Strandgötuna. Þá tel ég sjálfsagt, að hafnarsjóður byggi myndar- legar vöruskemmur á hentugum stað við höfnina og hagi rekstri þeirra svipað og gert er í Reykjavík. Nýsköpun útvegsins er knýjandi nauðsyn. Keypiur hefir verið einn togari og einn eða "veir vélbátar. Aðstaða bæjarins til síldveiða er góð, g atviunugrein þessi á tvímælalaust mikla framtíð fyrir höndum. Það getur því ekki talizt viðunandi, að minna en 20 stór síldveiðiskip bætist við flota þann, sem fyrir er, á næstu árum. Reykjavíkurbær hefir fest kaup á 20 nýtízku-togurum og mun halda þeim út, fáist einstakl- ingarnir ekki til að taka að sér þann rekstur. Ég tel, að við eigum að fara að dæmi Reykvíkinga og setja markið ekki lægra en það, að 20 stór síldveiðiskip bætist vð þá útgerð, sem fyrir er, á næstu árum. Mín persónulega skoðun er sú, að síldveiðar séu okkur Norðlendingum jafn-eðlilegur atvinnurekstur og tog- araveiðar Sunnlendingum, en um það má hafa góðra manna ráð og láta reynsluna skera úr. Ég vil beita mér fyrir því, að aðstaða smáútvegsins verði bætt með byggingu verbúða á hentugum stað við höfnina, á svipaðan hátt og gert hefir verið í Reykja- vík, og þær leigðar útvegsmönnum fyrir sanngjarnt verð. * ViS iðnaðarmennina segi ég: . j Allur iðnaður byggist að verulegu leyti á greiðum aðgangi að auðugum orkulindum. Rafmagnið er okk- ar orkugjafi. Því mun ég styðja að því, að þegar í stað sé hafin undirbúningur að stórfelldri aukningu I axárvirkjunarinnar. Eg mun beita mér fyrir því, að tekin verði upp þegar í btað sem nánust samvinna við Nýsköpunarráð og rík- i.stjórn í því augnamiði, að draga hingað til bæjarins sem mest af þeirri iðnaðarnýsköpun, sem fyrirhuguð er á vegum ríkisins. Vegna járniðnaðarins í bænum óg síldveiðiflotans er óhjákvæmilegt, að byggðar verði hér öflugar drátt- ^rbrautir og það sem fyrst. Ég mun styðja að því, að bærinn skapi aðstöðu til, að þetta geti orðið, en bygg- ing dráttarbrautaanna og rekstur fyrirtækisins tel ég Letur kominn í höndum sjálfra iðnfyrirtækjanna en í höndum bæjarins. Ég vil því stuðla að því, að þessir aðiljar bindist samtökum um framkvæmdir í þessum efnum, ef þörf gerist með aðstoð eða þátttöku bæjar- in^, enda hafi þá öll iðnfyrirtæki bæjarins jafnan rétt til afnota af mannvirkjunum. * Við verkafólk baejarfélagsins segi ég þetta: Ég vii vinna að því, að þið fáið í hendur nýtízku- vinnuvélar, svo ao afköst ykkar við nýsköpun bæjarins geti orðið ykkur til sóma óg bænum Lil gagns og i1 unar. Eg vil beita mér fyrir því, að bæfinn ráði í þjónustu sína hæíaii vcrkfræðinp. "Íl að undirlma þau verk, sem vinna skal, og annast iramkvæmd þeirra. * Við alla bæjarmenn segi ég: Það þarf að opna gluggana á salarkynnum bæjar- ins. svo að andrúmsloft kaupfélagsklíkunnar rjúki út. í því augnamiði legg ég til, að komið verði á bæjar- ráði til tryggingar athafnasömu starfi við nýsköpun bæjarins. Ég skora því á athafnasamt fólk í bænum, að veita okkur öflugan og einhuga stuðning með fylgi sínu á kjördegi, til þess að koma fyrirætlunum okkar í framkvæmd. ( Kjósið D-listann! ý ____________ . ’•. - . ■ n Vinsælustu drykkirnir eru: KOLASODA Morgan: creamsoda CLUBSODA GINGER ALE og hinn vel þekkti ávaxtadrykkur: VALASH. Heildverzl. Yalg. Stefánssonar Kjósið D'listann! KOSNINGASKRIFSTOFA / SJÁLFSTÆÐISMAN'NA er í HAFNARSTRÆTI 101, II. hæð (innst á ganginum). Opin 10—12, 13—19 og 20—22. Sjálfstœðismenn! Komið á skrifstofuna til viðtals, og takið þátt í undirbúningi bœjarstjórnarkosninganna. Sími skrifstofunnar er nr. 354. Fulltrúaráðið. Tilsölu er G. M. C. vörubifreið (Truck) með tækifærisverði, * ef samið er strax. Bifreiðin er með nýjum mótor og á öllum dekkum nýjum. Uppfýsingíir á Nýju Bílastöðinni. í jfsfæðískjóseiiÉr sem fara burtu úr bæn- um fyrir kjördag og bú- ast við að verða fjarver- andi þá, eru áminntir um að kjósa, áður en þeir fara. Allar upplýsingar á skrifstofunni í Hafnar- stræti 101, sími 354. Danska smjörið er komið. já x Stofnauki nr. 1 gildir fyrir 1 kg.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.