Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 14.06.1946, Blaðsíða 5
Föstudaginn 14. júní 1946 ÍSLENDINGUR 5 £ Blekkingar Framsóknarmanna um áburðar- verkstniðjumálið gott dæini um ábyrgðarleysi þeirra. Skýrsla Björns Jóhannessonar, verkfræðingb sýnir með óyggjandi rökurn, hvílíkt glapræði hefði verið að íylgja hvatvíslegnm tillögmn Framsóknarmanna í þessu máli FRAMSÓKNARMENN hafa löng- um gengið út frá [jví, að almenning- ur í þessu landi Iicfði lilla dóm- greind, en sjaldan hafa þeir þó geng-' ið lengra í hæpnum málflutningi en 1 áburðarverksiniðj umálinu. 1 Vilhjáhnur Þór fékk á sínum tíma T uinerískan verkfræðing til þess að gera áætlun um kostnað við að reisa áburðarverksmiðju hér á landi.Verk íræðingur þessi samdi allmikla grein argerð um málið. Fróðum mönnum var þegar Ijóst, að margvíslegir gall- ar voru á áætlun verkfræðingsins, cn Vilhjáhnur Þór, sem þá var að biðla lil Akureyringa um kjörfylgi, taldi enga þörf á nánari athugun og vildi þegar reisa verksmiðjuna hér á Ak- ureyri. Eflir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, lagði hún fyrir Nýbygg- ingarráð að endurskoða áætlanir ameríska verkfræðingsins og láta rannsaka ítarlega, hvort hagkvæmt myndi vera að koma upp fullkom- mni áburðarverksmiðju, er fullnægt gæti áburðarþörf bænda. Steingrím Steinþórsson, búnaðarmálastjóra, sem átti sæti í Nýbyggingarráði, sem fulltrúi Framsóknarmanna, greindi aldrei á við aðra fulltrúa í ráðinu | um nauðsyn rækilegri rannsóknar í málinu. Starfshættir Framsóknar FRAMSÓKNARMENN höfðu auð vitað sörnu starfshætti í þessu máli sem öðrum. Hér þótti þeim bera vel í veiði að rægja ríkisstjórnina við hændur landsins. Þeim lókst að smala saman fylgismönnum sínum í ýmsum héruðum landsins og fá þá til þess að víta ríkisstjórnina fyrir a<f tefja framkvæmdir á þessu hags- Uiunamáli bænda. Ríkisstjórnin og Nýbyggingarráð létu áróður Fram- Sóknar ekki á sig fá, því að þessum uóilum vár ljóst, að hér var um of Uiikið stórmál að ræða til þess að t 4* _ 1 j *rt væri að flana að neinu, enda 'S ®ýuilegt, að áburðarverksmiðjan Uiyndi því aðeins verða íslenzkum ^udum til hagsbóta, ef áburðurinn Uöi að minnsta kosti ekki dýrari en Sa«iskonar erlendur áburður. Þetta e 11 áróðursmenn Framsóknar sig Uunna varða, og er það enn eitt a'lui um bændavináttu þeirra. liju skeið varð hljótt pm þelta í blöðum Framsóknar, en nú Uð'1 ^0sn'n8alnur hefir Dagur og [ ,‘u Fíminn verið svo óheppnir að a u>na ^ flail Framsóknarmanna í mah tessu. Skýrsla Björns Jóhannessonar SKÖMMU eftir að Nýbyggingar- ráð tók lil starfa fól það Birni Jó- hannessyni, sem er sérfræðingur j þessunr málum, að gera fullkomna á- ætlun urn byggingu og rekstur á- burðarvcrksmiðju. Kynnti Björn sér rekstur erlendra verksmiðja og átti ítarlegar viðræður við erlenda kunn- áttumenn. Liggur nú fyrir skýrsla þans. Sannar liún glögglega, hversu feikna tjóni það hcfði valdið ríkinu og um leið íslenzkum bændum, ef ríkisstjórnin liefði ekki liaft vit fyrir Framsókn og liaft að engu samþykkt ir hennar. Skýrsla þessi er opinbert plagg, en þar sem Framsóknarblöðin hafa ekki virzt liafa sérstakan áliuga á að kynna lesendum sínum efni hennar, þykir íslendingi rétt að birta nokk- ur atriði úr henni. Um verð á köfnunarefni segir í skýrslunni á bls. 9: „Sem dæmi um verðlag má nefna að sl. ár var verð á norskum köfnun- arefnisáburði í Damnörku kr. 1.25 danskar á kgr. af köfnunarefni og er búist við álíka verði í ár. Vcrð í Eng landi í vor var 1.40—1.90 ísl. kr. eft- ir áburðartegundum. Verð á ammo- níumnítrat áburði frá Canada var hér í vor kr. 2.40 á kg. köfnunar- efnis. Innkaupsverð í Canada var kr. 1.37 á hvert kgr. köfnunarefnis.“ „Kielland tekniskur forstjóri í Norsk Hydro gerði ráð fyrir að verð á kgr. köfnunarefnis myndi lækka niður í 70—80 norska aura á næstu árum.“ „Hans Rydin forsljóri fyrir stærsta framleiðslufélagi köfnunarefnis x Svíþjóð „ábyrgist“ að verðið muni lækka niður í 60—70 sænska aura.“ „í áætlunum sínum gera amerísk- ir ræktunarfræðingar ráð fyrir að verð á köfnunarefni muni verða um 5 cent á pund köfnunar»fnis eða urn 70 ísl. aurar kgr.“ Á bls. 10 vitnar Björn í áætlun Rosenblooms verkfræðings um ísl. verksmiðju: „Samkvæmt þessu kost ar rafmagnið eitt saman 74 aura á hvert kgr. köfnunarefnis“ segir þar. Á bls. 14 og 15 segir.v „Amerískir og evrópiskir sérfræðingar virðast annars samdóma um það að hver verksmiðju eining verði að fram- leiða 50—60 þúsund toíin af köfnun- arefni á ári svo að þær geli stærðar- innar vegna orðið samkepjmisfær- ar.“ „Kielland forstjóri Norsk Hydro, sagði þó að framleiðslukostnaður á hvei'ja einingu köfnunarefnis héldi áfram að lækka unz verksmiðju- stærðin nálgaðist 200 þús. tonn á ári, en lækkunin hröðust ef um litl- ar verksmiðjur er að ræða.“ Hér átli að reisa 1100 tonna verk- smiðju sem gildir 3150 tonn af á- burði. Á bls. 15 segir Björn: „í þessu sambandi skal þess getið að fyrir tveim síðustu þingum Svía hefir leg- ið frumvarp um byggingu áburðar- verksmiðju sem noti rafmagn sem orku. Því hefir verið vísað frá ineð þeim meginröksemdum, að á þessum tímum sé ekki hægt að fá áreiðan- legar kostnaðar- og rekstursáætlan- ir sem og að óvíst sé um verðlag á þessari vöru á heimsmarkaðinum í framtíðhini.“ Á bls. 18 og 19 segir: „Þess má og geta hér að Danir liugðu á bygg- ingu áburðarverksmiðju 1942. Var ætlunin að sameina verksmiðju og gasstöð fyrir Kaupmannahöfn þann- ig að verksmiðjan fengi vatnsefnið úr gasinu en afganginum yrði brennt af Kaupmannahafnarbúum. Átli verksmiðjan að framleiða rúm 16 þús. tonn af köfnunarefni á ári scm kalsíumnítrat (Noregssaltpétur). Með verðlagi á áburði, koksi, gasi og vinnu eins og það var 1942, þá reiknaðist svo til að 7,8% af stofnfé yrði aflögu til afborgana, fyrninga og gróða (sem var þannig minna en ekki neitt).“ „Stefeníus Níelssen, yfirverkfræð- ingur, sem hafði forgöngu í þessu máli, sagði mér að rökin fyrir því að fýsilegt þótti að ráðast í slíkt fyr- irtæki liefðu verið þau, að Danir mundu undir engum kringumsíæð- um fá greiddar inneignir sínar hjá Þjóðverjum og væri því engu tajxað þó að afskrifa yrði verksmiðjuna strax eða starfrækja liana ekki, en Þjóðverjar ætluðu að reisa hana. Vilanlega var farið hljótt með þessa röksemdafærslu. Þjóðverjar gengu þó frá samningum á síðustu stundu.“ ' Björn Jóhannesson fer varlega í áællunum sínum. llann telur ekki koma til mála að reisa hér rninni verksmiðju en 2500 tonna sem or nokkru meira en tvöföld stærð á hinni fyrirhuguðu verksmiðju í fyrra. Hann telur hugsanlegt að gera hana samkepjxnishæfa ef allur stofn- kostnaður er gefinn strax. En þó engan veginn viss um það. Þar með þyrfti að fylgja samkvæmt áætlun Rosenblooms 6500 kílówatta aflstöð. Ilvað þetta mundi kosta er óvíst. Segjum að það væri ekki nema 15 milljónir króna sem er lágt áætlað. Björn áætlkr vélar 8 milljónir, hús, lóð og mannvirki 5 milljónir. Er þá eftir rafstöðin. Hvar er fjármálagætni Framsóknar? FRAMSÓKNARMENN hafa und- anfarið deilt harkalega á ríkisstjórn- ina fyrir ógætilega fjármálastjórn. Imikauj) véla, skipa og annarra at- vinnutækja hefir að þeirra dómi verið hið mesta glapræði, af því að allt væri nú svo dýrt, og framkvæmd ir ríkisstj órnarinnar illa undirbún- ar. Hvernig á nú að samræma þess- ar jxi'édikanir Framsóknarmanna við afstöðu hennar í áburðarverksmiðju rnálinu. Hcfði ráðum þeirra verið fylgt, hefði milljónum króna verið varpað á glæ og bændur neyðst lil að kaupa áburð, sem hlyti að hafa orðið mun dýrari en útlendur áburð- ur. Þannig ætla Framsóknarmcnn að framkvæma sína nýsköpun. Framsóknarmenn þurfa ekki að láta sig dreyma um það, að nokkur Akureyringur veiti þeim kjörfylgi silt af því, að þeir hafi ætlað sér að reisa þessa fyrirmyndarverksmiðj u sína hér. Akureyringar munu skilja það til hlýtar, að fyrirtæki, sem eru fjái'hagslegur baggi á því opinbera og mínus fyrir þjóðarbúskapinn, eiga ekki rélt á sér, hvort sem þau eru reist hér eða annars staðar. Það er sjálfsagt áð reisa áburðarverk- smiðju, ef sýnt er, að hún geti fært þjóðarbúinu hagnað, og að því verð ur unnið eftir megni. Þá verksmiðju vei'ður að reisa, þar sem hún er þjóðhagslega bezt sett. Sé ekki hægt að færa rök að því, að annar staður sé heppilegur fyrir hana en Akur- eyri, mun ekki standa á þingmanni kjördæmisins og öðrúm Sjálfstæðis- mönnum að stuðla að því, að lienni verði komið uj>p hér. Fjölsóttur fundnr hjá Sjálfstæðiskonum SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ „Vörn“ hélt fund að Hótel Norður- land í fyrrakvöld. Á fundinurn mættu þær Guðrún Pétursdóttir og Guðrún Jónasson úr Sj álfstæðiskvennafélaginu „Hyöt“ í Reykjavík. Fluttu þær báðar ræðu á fundinum og færðu félaginu árnað aróskir frá Sjálfstæðiskonum í Reykjavík. Auk þeirra tóku til máls á fundinum þær Jónheiður Eggerz, Ingibjörg jónsdóttir, Helga Jónsdótt ir, Ingibjörg Halldórsdóttir og Helga Marteinsdóttir. Tíu konur gengu í félagið á fund- inum og var mikill áhugi ríkjandi um að vinna kappsamlega að sigri Sjálfstæðisflokksins við Alþingis- kosningarnar. Hafa samtök Sjálf- stæðiskvenna unnið flokknum ómet- anlegt gagn. Davíð Stefánsson skáld kom heirn nú í vikunni, en hann hef- ir sem kunnugt er dvalið langvistum erleridis undanfarið. Býður „Islend- ingur“ skáldið velkomið lieim aftur og samfagnar lionum með þann sig- ur, sem liann hefir unnið erlendis með ritverkum sínum. Pjölbreytt liátíðahöld 17. júní Nefnd sú, sem bæjarstjórn kaus til þess að sjá um hátíðáhöldin 17. júní hefir ákveðið að þau verði með þess- hætti: Kl. 1.15 e. h. — Lúðrasveit Akur- eyrar leikur á Ráðhústorgi. Kl. 1.30 e. h. — Skrúðganga frá Ráðhústorgi að hátíðásvæðinu eða lil kirkju, verði óhagstætt veður. Kl. 2 e. h. — Hátíðahöld á túnun- um sunnan sundlaugarinnar. a) Hátíðin sett: Ármann Dal- mannsson. — Karlakór Akureyrar syngur: „Eg vil elska rnitt land“. b) Fánahylling. c) Guðsþjónusla: Séra Friðrik J. Rafnar prédikar. d) Lýðveldisræða: Sigurður Guð mundsson, skólameistari.' •— Kantötu kór Akureyrár syngur : „Syng frjálsa þjóð“ og „Land míns föður“. e) Minni Jóns Sigurðssonar: Ól- afur Halldórsson, stúdent. — Karla- kór Akureyrar syngur: „ísland ögr- um skorið“. f) Kantötukór Akureyrar: „Ó, guð vors lands“. Kl. 4 c. h. — íþróttasýningar. Sundurliðuð tilhögun á íþróttasýn ingunum mun verða birt síðar og enn fremur kvölddagskráin. Gert er ráð fyrir dansi á palli á hátíðasvæðinu og á Hótel Norður- land eftir kl. 9 um kvöldið. Aðgangur að hálíðahöldunum er ókeypis. Nokkur breyting kann að verða á þessari dagskrá, ef veður verður ó- hagstætt. Aðalhátíðahöldiri fara fram á tún- inu austan Þórunnarstrætis. Þess er að vænta, að Akureyring- ar verði samtaka um að gera þenna dag að sönnum þjóðhátíðardegi. UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN EINHUGA GEGN ERLENDUM HERSTÖÐVUM Á ÍSLANDI. Á aðalfundi „Heimdallar“, félags ungra Sjálfstæðismanna í Rvík var á aðalfundi félagsins einróma samþykkt eftirfarandi tillaga frá Björgvin Sigurðssyni og Magnúsi Jónssyni: Aðalfundur Heimdallar haldinn 4. júní 1946 lýsir ánægju sinni yfir þvþað ríkisstjórn og Alþingi skyldi svara afdráttarlaust neitandi tnálaleitun Bandaríkjanna um herstöðvar á íslandi. Fundurinn telur að forráðamönnum þjóðarinnar beri að vísa laf- arlaust á bug hvers konar ásælni erlendra ríkja, hvaðan sem hún kemur og í hvaða mynd, sem hún birtist. Ef íslenzka ríkið gerist aðili í Bandalagi sameinuðu þjóðanna, telja Heimdellingar að leggja verði ríka áherslu á það, að þjóðinni sé það lífsnauðsyn vegna þjóðernis og menningar sinnar, að landið verði ckki gert að neinskonar hernaðarbækistöð í þágu hinna sameinuðu þjóða, þótt Islendingar séu að öðru leyti reiðubúnir til þess að leggja fram sinn skerf til eflingar friði og samvinnu þjóðanna. Fulltruaraðsfundur Sambands ungra Sj álfstæðismanna hafði nokkru áður samþykkt tillögu sama efnis. Uttgir sjáljstœd'ismcnn vilja hvorki veita einstöku erlendu slór- vcldi cða Bandalagi sameinuðu þjóðanna herstöðvar hér á landi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.