Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1946, Blaðsíða 8

Íslendingur - 14.06.1946, Blaðsíða 8
Allir lýðræðissinnaðir Akur- 0 t f* Listi Sjálfstæðisflokksins í eyringar fylkja sér um Sigurð E. Hlíðar. b tvímenningskjördæmunum er D-listinn Föstudaginn 14. júní 1946 Siprður E. Hlíðar hefir verið örugpr málsvari kjördæmis síns á Alþingi Hann hefir stuðlað að margvíslegum aðgerð- um, sem Akureyri eru til mikilla hagsbóta. ÞAÐ, sem hefir áunnist á undan- förnum árum fyrir Akureyrarkaup- stað og sein þingmaður bæjarins, Sigurður E. Hlíðar, hefir sérstaklega beitt sér fyrir að fá framgengt á Alþingi, er fullkomlega sambærilegt við það, sem aðrir kaupstaðir liafa hreppt á sama tíma, að Siglufirði undanskildum, en hann hefir haft sérstöðu vegna legu sinnar við síld- armiðin og hinnar stórfelldu verk- smiðjustarfsemi ríkisins í sambandi rið það. Hins vegar hafa ýmsir full- trúar sveitakjördæmanna þótt frekir til fjárins úr rikissjóði til síns kjör- dærnis, en þá er á það að líta, að fénu hefir oftast að miklu leyti verið varið til framkvæpida, ekki aðeins í þágu kjördæmisins sjálfs, heldur hafa önnur byggðarlög einnig notið góðs af þeim. Svo er um hafnargerð ir, brúa- og vegagerðir víðsvegar um landið. BÆTTAR SAMGÖNGUR Akureyri liggur í lengstu og fjöl- förnustu þjóðbraut landsins, þess- vegna er það hennar hagur ekki síð- ur en héraðanna, sem að þessari þjóðbraut liggja, að fá sem fyrst vegakerfið bætt og fullkomnað. — Þingmaður bæjarins hefir því fylgt fast fram og rekið á eftir ríflegum fjárframlögum úr ríkissjóði til vega- og brúargerðar í Öxnadal og á Öxna- dalsheiði þar sem þörfin kallaði mest að. Er nú orðin sýnilegur árangur af þessum aðgerðum. Akureyrarhöfn er þannig af nátt- úrunnar hendi, að' auðvelt var og tiltölulega ódýrt að koma þar upp sæmilegum hafskipabryggjum, enda var þetta gert um og eftir aldamót- in síðustu og án styrks úr ríkissjóði. í gömlu hafnarlögunum fyrir Akur- eyrarkaupstað frá 3. nóv. 1915, og sem voru í gildi til 1945, voru engin ákvæði um framlag úr ríkissjóði til hafnarmannvirkja. í hafnarlögum allra annarra kaupstaða á landinu voru þó ákvæði um fjárframlag 1/3 úr ríkissjóði til slíkra mannvirkja. Slíkt ákvæði fékk þingm. sett inn í hafnarlög Akureyrar á næst síðasta Alþingi, með því að þá var vakin hreyfing hér í bæ fyrir nýrri og stór- felldri hafnargerð. Nú á síðasta þingi voru lög sett um hafnargerðir og lendingarbætur og er Akureyri þar í A-flokki með 2/5 framlags úr ríkissjóði. RAFORKUFRAMKVÆMDIR 1938 fékk þingm, samþykkta rík- issjóðsábyrgðarheimild fyrir 2 milj. króna rafveituláni fyrir Akureyri, er tekið var erlendis, og nú á síðasta þingi ríkissjóðsábyrgðarheimild fyr- ir 2,2 milj. króna láni innanlands lil þess að greiða hið áður tekna erlenda rafveiluláni. STYRKUR TIL TUNNUVERK- SMIÐJU. Meðan tunnuverksmiðja var rekin af bænum fékk þingm. ár eftir ár samþykkta lieimild fyrir 200 þús. kr. ríkissjóðsábyrgð handa bænum til tunnusmíði.' SJÚKRAIIÚS OG ÍÞRÓTTAHÚS. Þegar skurð- og ljóslækningastofa sjúkrahússins var byggð, knúði þing- maðurinn fram 50 þús. kr. framlag úr ríkissjóði, sem var greitt á þrem árum. Síðar beitti hann sér fyrir því, að fá sjúkrahús Akureyrar lög- styrkt með helmingsframlagi úr ríkissjóði í stað 1/3 af byggingar- kostnaði áður. Nú er framlagið á- kveðið að 3/5 kostnaðarverðs. 100 þús. kr. styrkur til íþróttahúss byggingar á Akureyri fékkst bein- línis eftir tillögu þingm. og fyrir at- beina hans í fjárveitinganefnd þings- ins, en þar átti hann sæli í 4 ár. Þótti þessi fjárveiting þá af mörg- um þingmanni keyra úr hófi fram, enda sú lang hæzta í þessu skyni, sem þekkst hafði. SKÓLAR OG KIRKJA. Þá átti þingm. sinn drjúga þátt í því að hraða og knýja fram fjár- framlög úr ríkissjóði til bygginga Samskólans — Gagnfræða- og Iðn- skólans — og Húsmæðraskólans. Þegar hin gamla lénskirkja var af- hent Akureyrarsöfnuði gekk þáver- andi ríkisstjórn inn á að greiða úr ríkissjóði 30 þús. kr. í eitt skipti fyrir jarðagóz kirkjunnar, er runnið hafði til ríkisins, og fékkst fjárveit- ing fyrir þeirri upphæð. Sóknar- nefndin hafði hins vegar krafist 50 þús. kr. endurgreiðslu til kirkjunn- ar, en þm. heíir aðeins tekizt að fá 10 þús. greiðslu af þeim 20 þús., sem eftir slóðu. Dálítinn styrk lil sundlaugar bæj- arins, umfram það, sem fyrrv. þm. bæjarins, Guðbr. Isberg, hafði áður fengið til sundlaugarinnar, tókst þm. að fá. Voru það 4000 kr. Auk þessa eru margar styrkveit- ingar til einstakra manna og félaga- starfsemi hér í bæ til orðnar fyrir al- beina þingm., en óþarfi hér upp að telja. Tóhann Þ. Tósefsson alþm. og formaður Nýbyggingarráðs verður sextugur 17. þ. m. FARIÐ EKKIUR BÆNUM ÁN ÞESS AÐ KJÓSA Jón Guðlaugsson sextugur 16. þ. m. JÓN GUÐLAUGSSON verður sex- lugur 16. þ. m. Hann er Eyfirðingur að ætt og uppruna, fæddur í Ilvammi í Hrafnagilshreppi, sonur merkis- hjónanna Guðlaugs Jónssonar, er lengi bjó í Hvammi, og Kristbjargar Halldórsdóttur. Jón Jónsson, faðir Guðlaugs, bjó á Gilsbakka í Eyja- íirði, og Halldór Jóhannesson, faðir Kristbjargar, bjó á Björk á Staðar- byggð, Litla-Hamri og víðar. Jón Guðlaugsson lauk búfræði- námi á Hólum fyrir 40 árum. Vann síðan á búi föður síns og þar á eflir bóndi í Hvammi 1909—1921. Bæj- argjaldkeri á Akureyri 1922—1930 og jafnframt um skeið skrifstofu- stjóri bæjarstjóra og iðulega settur bæjarstjóri. Skrifstofustjóri verzlun- ar Ragnars Ölafssonar 1930 og sið- an, og jafnframl forsljóri Sparisjóðs Akureyrar 1936 og síðan. Bæjarfull- trúi var hann 1930—1938. Samvizkusemi Jóns, árvekni og hollustu er við brugðið. Hann er trölltryggur, þar sem hann tekur því, prúður maður í framgöngu, vill öll- um vel og er allra manna þægileg- astur í umgengni, smágletlinn og skennntilegur, þegar hann vill það við hafa. — Hann er kvæntur góðri og gáfaðri konu, Maríu Árnadótlur. „íslendingur" árnar Jóni allrar blessunar á þessum tímamótum i ævi hans og langra lífdaga. Enn eitt hálmstráið slitnar Hinn svokallaði framsóknarflokkur á ekkrt skylt við hina frjáls- lyndu umbótaflokka í Evrópu. ,',FRAMSÓKNAR“-FLOKKURINN okkar hérna á íslandi á í sárum raun um nú um þessar mundir. Sá dagur nálgast óðum, er þjóðin mun kveða upp yfir honum dóminn fyrir að hafa skotizt undan merkjum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn leitaðist við að sameina alla krafta til sameiginlegra átaka við að byggja upp nýtt þjóð- félag, þar sem öllum Islendingum væru tryggð lífvænleg kjör. Fram- sóknarmenn vita, að dómurinn verð- ur þungur, og í angist sinni grípa þeir til hinna furðuleguslu röksemda til þess að reyna að sannfæra þjóð- ina um það, að Framsókn sé sá sanni umbótaflokkur, sem íslenzkri alþýðu beri að fylgja. Almenningur hefir brosað góðlát- lega að vandræðafálmi Framsóknar- blaðanna við að þvo afturhaldsstimp ilinn af Framsókn gömlu, en kátbros legastar hafa þó verið hinar gleiðu fyrirsagnir um sig'ur „framsóknar“- flokkanna í Evrópu. Þarna gátu menn séð það svart á hvítu, að Framsókn var rétli flokkurinn. Auð- vitað hlutu smábændurnir í Ung- verjalandi að vera framsóknarmenn og einnig þjóðflokkurinn austurríski, úr því að hann sigraði. Þá voru ka- þólskir í Belgíu ekki langt frá Fram- sóknarflokknum, og loks tók sigur kaþólska flokksins í Frakklandi af allan efa um það, að Framsóknar- stefnan var á sigurför úm heiminn. Þella hlaut að vera næg sönnun þess, að íslenzku þjóðinni bæri að styðja Hermann og Eystein á ný til æðstu valda. Framsóknarforingjarnir eru án efa hreyknir af þessari snjöllu röksemda færslu sinni, en íslenzkir kjósend- ur eru ekki eins hrifnir af henni. Framsókn hefir sjálf kveðið upp yfir sér dauðadóminn með hinni þröng- sýnu andstöðu sinni gegn stórhuga fyrirætlunum núverandi ríkisstjórn- ar um alhliða eflingu íslenzks at- vinnulífs. Milliflokksheitið gagnar ekki lengur, því að Framsóknarflokk- urinn röltir nú langt á eftir öðrum flokkum í sókninni fram á við. Hin- ir borgaralegu lýðræðisflokkar, sem stöðugt efla nú áhrif sín víðsvegar á meginlandi Evrópu vilja vinna að víðtækum framförum hjá þjóðum sínum á grundvelli einstaklingsfrels- is og lýðræðis. Þessir flokkar trúa ekki á einræðisskipulag kommúnista, en það er barnalegt að reyna að telja nokkrum heilvita manni trú um það, að þessir frjálslyndu lýðræðis- flokkar eigi nokkra samleið með framsóknarfloknuin íslenzka. Ilann mun verða dæmdur eftir verkum sín- um hér heima; en elcki eftir kosning- um í fjarlægum löndum. M. A. útskrifar 86 gagnfræðinga 66 náðu framhaldseink- unn, sem er 5.67. NÝLOKIÐ er gagnfræðaprófi við Menntaskólann á Akureyri. Fleiri gengu undir próf en nokkru sinni áður, eða samtals 91, og 86 luku prófi. Fara hér á eftir nöfn og eink- unnir þeirra gagnfræðinga, er náðu framhaldseinkunn: Árni Andrésson, Hún. 1. 6.04 Árni Sigurðsson, Sk. II. 5.94 Árnína Guðlaugsdóttir, Ak. I. 6.11 Ásdís Steingrímsdóttir, Ak. II. 5.70 Ásta Karlsdóttir, Ak. I. 6.22 Baldur Ingimarsson, Ak. I. 7.22 Baldur Jónsson, Ak. I. 6.90 Birgir Jóhannsson, Olf. 1. 6.05 Birgir Snæbjörnsson, Ak. I. 6.21 Björg Hansen, Sk. I. 6.45 Björg Ólafsdóttir, Ak. I. 6.52 Björn Hermannsson, Sk. I. 6.19 Björn Jónsson, Sk. I. 6.48 Bragi Erlendsson, Siglf. I. 6.95 Brynhildur Jónsdóttir, Ak. II. 5.93 Böðvar Jónsson, S-Þing. I. 6.28 Dagbjört Gunnlaugsd., Ef. I. 6.37 Eyþór Einarsson, Norðf. I. 6.99 Friðrik Sveinsson, Siglf. I. 6.31 Geir Jónsson, Ak. II. 5.81 Gísli Hjartarson, Vestm. 1. 6.16 Gísli Tómasson, Sk. II. 5.79 Guðmundur Jónss., S.Þing. II. 5.84 Guðm. Sv. Jónsson, S.-Þing. I. 6.70 Guðrún Stefánsdóttir, Ak. I. 6.99 Gunnlaugur Finnsson, V.-ísf. I. 6.21 Halldóra Gunnlaugsd., Ef. II. 5.97 Haukur Ragnarsson, Árn. I. 6,38 Hálfdán Guðinundsson, Hún. I.. 6.26 Hervör Ásgrímsdóttir, Ak. I. 6.11 Hjördís Elinórsdóttir, Ak. 1. 6.22 Hólmfríður Gestsd., Seyðf. I. 6.27 Hólmfríður Pétursd., S.-Þing. I. 6.05 Ingimar Ingiinarss., N-Þing. II. 5.81 Jón Héðinsson, S-Þirig. 1. 6.21 Jón H. Kristinsson, Ef. II. 5.94 Jón Þorláksson, Ak. II. 5.81 Magnús Björnsson, Rvík I. 6.01 María Pálsdótlir, Ak. II. 5.71 Oddur C. Thorarensen, Ak. II. 5.75 Ólafur Þorláksson, Ak. II. 5.83 Páll Þór Kristinss., S.-Þing. II. 5.91 Pétur Björnsson, Rvík 1. 6.18 Rannveig Bjarnad., S.-Þing. I. 6.30 Ríkharður Steinbergsson, Ak. I. 6.83 Sigrún Guðjónsdóttir, Barð. I. 6.48 Sigurbj. Fr-iðgeirsson, Ak. I. 6.44 Stefán Bogason, N.-Þing. I. 6.50 Steingrímur Arason, S.-Þing. I. 7.29 Svandís Ólafsdóttir, Ak. I. 6.49 Sverrir Svavarsson, Ak. I. 6.53 Þorgeir Þorsteinss., S.-Múl. II. 5.84 Þorvaldur Ari Arason, Sk. I. 6.92 U tanskóla: Arngrímur Jónsson, V.-ís. I. 6.47 Bragi Friðriksson, Sigluf. II. 5.70 Isleifur Jónsson, Hafn. I. 6.52 Karl Hilmar Pálsson, Árn. II. 5.96 Ólafur II. Árnason, Sigluf. I. 6.12 Ólafur Sveinsson, ísf. I. 6.63 Rögnvaldur Þorleifsson, Ef. 1. 6.32 Sigríður Árnad., Akranesi II. 5.88 Sig. Frið])jófss., S.-Þing. II. 5.79 Valgarður Baldvinsson, Ef. II. 5.97 Vilhjálmur Skúlason, Hafnf. L 6.12 Þorgerður Árnadóttir, Ak. H. 5.67 Þórhallur Þ. Jónsson, Hafnf. I. 6.61

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.