Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.09.1946, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR 5 Föstudagur 13. seplember 1946 Otto JuL Nielsen, ytirlæknir: pQrfnm vér a5 gæta bettiræ&kulýðsins? ÍSLENDIN GUR Ritsijýri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. i lacfa.uii: LUaúaútgáíufél. Akureyrer. Skrifstofa Hafuurstr. 101. Sími 364. Aiiglýsingar og afgrriðila: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. „Verkamaðurinn“ veðar reyk Forsíðugreinin í síðasta blaði „lslendings“ um nauðsyn þess, að allir lýðræðissinnaðir verka- menn tækju höndum saman i því skyni að steypa kommúnist- um af valdastóli í Alþýðusam- bandinu, hefir farið illilega í fínu taugarnar á „Verkamann- inum“. Verður naumast sagt, að þeir „Verkamanns“ menn séu líklegir til stórræða í hern- aði, svo gersamlega hafa þeir tapað stiliingunni við þessa grein — og þó lýsa þeir því yfir, að þetta hafi aðeins verið „reyk bomba“ hjá ,,íslendingi“. Hvað skyldi verða úr þeim blessuðum, ef þeir fengju á sig atóm- sprengju? En hvað sem um allt sprengju kast má segja, þá er það rétt, að þessi grein í „lslendingi“ virðist hafa verkað sem nokk- úrskonar reykbomba á „Verka- manninn“, því hann veður svo rækilega í reyk í allri mála- færslu, að það bregður naumast nokkurs staðar fyrir óbrjálaðri dómgreind í allri svargrein „Verkamannsins“, heldur er þar samandregið meginið af þéim þokkalegu fúkyrðum, sem birzt hafa á síðum kommúnista- blaðanna, síðan þeir hófu undir- róðursstarfsemi sína hér á landi. „Veckamaðurinn“ kallar Sjálf stæðismenn böðla verkalýðsins, ög auðvitað eru kommúnistar einu vinirnir. Það er ósköp auð- velt að slá fram svona fullyrð- ingu og fyrirgefanlegt, þegar menn eru blindaðir af reyk. En ljós staðreyndanna sýnir allt annað. Hverjir eru það, sem hafa byggt upp atvinnulíf þessa lands? Hverjir eru það, sem sí- fellt hafa reynt að þræða nýjar brautir á sviði atvinnumálanna í því skyni að skapa hér blóm- legt þjóðfélag? Það eru ekki vinir verkamannanna, kommún istarnir, heldur fyrst og fremst >eir menn, sem „Verkamaður- inn‘‘ kallar böðla verkalýðsins. Kommúnistar hafa aldrei veitt neinúm manni atvinnu, og. hvar Vetna, þar sem þeir hafa náð fyrirtækjum í sínar hendur, hefur allt lent í öngþveiti. Kommúnistar hafa ætíð reynt að níða nigur ana athafnamenn i þjóðfélaginu og kallað þá blóð- sugur og arðræningja. Þeir hafa setíð lagt allt kapp á að ala á sundrung og fjandskap milli verkamanna og atvinnurekenda í stað þess að stuðla að vinsam- legri samvinnu þessara aðila. Kommúnistar hafa lofað verka- mönnum gulli og grænum skóg- um, en jafnframt reyná þeir að grafa undan atvinnufyrirtækj- unum, en velgengni þeirra er frumskilyrði þess, að verka- menn geti búið við góð kjör. Þessi tvöfeldni kommúnista sýn ir ljóslega, að það eru ekki fyrst og fremst hagsmunir verkalýðsins, sem þeir bera fyr-~ ir brjósti, heldur er það ætlun þeirra að nota verklýðshreyfing una sem verkfæri til þess að koma á sínu kommúnistiska þjóðfélagi, og því reka þeir upp heiftaróp í hvert sinn, er verka- menn eða aðrir tala um að taka þetta vopn úr höndum þeirra. Kommúnistar eru í rauninni ekkert hrifnir af því, að verka- menn búi við góð kjör og hafi örugga atvinnu, því að þeir vita, að þá muni verkamenn ekki lengur vilja hlusta á byltingar- hjal þeirra. Það hefir alltaf verið yfirlýst stefna Sjálfstæðismanna að stuðla að því, að allir íslending- ar gætu verið efnalega sjálfstæð ir. Kommúnistar hafa nú sjálfir gengið til stjórnarsamstarfs undir FORUSTIJ „böðla verka- lýðsins“ um að skapa hér svo blómlegt atvinnulíf, að allir geti haft atvinnu við arðberandi atvinnurekstur. Þetta er það sem Sjálfstæðismenn hafa ætíð stefnt að. Þeir telja æskilegt, að verkamenn hafi samtök með sér, en þeir telja um leið nauð- synlegt, að skapa gagnkvæma samvinnu á jafnréttisgrundvelli milli verkamanna og atvinnu- rekenda. Sjálfstæðismenn vilja frið og athafnir, koinmúnistar vilja ófrið og upplausn. ,,íslendingur“ mun halda á- fram að ræða verklýðsmál og benda verkamönnum á hið sanná eðli kommúnista, hversu mikið, sem ,,Verkamaðurinn“ óskapast. Það gerir ekkert til, þótt „Verkamaðurinn" vaði á- fram reyk síns ofstækis, því að þeim verkamönnum fækkar nú óðum, sem vaða þann reyk með honum. Og lýðræðissinnaðir verkamenn munu sameinast um það að blása hinum kommún- istisku reykstrókum burtu úr valdastólunum í Alþýðusam- bandinu. gjalddagi blaðsins var 15. júní s. 1. Þeir áskrifend- ur úti um land, seni ekki liafa gert skil, eru vinsamlega beðnir að gera það sem fyrst. Skrif- stofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 í Hafnarstræti 101 II. hæð. — Áskriftagjaldið er kr. 12,00. — Sparið afgreiðsl- unni ómak með því að bregðast vel við. Auglýsið í Islendingi Nú á tímum, þegar lífinu er lifað í spenningi, þreytandi æfhi týraleit og skemmtanagræðgi meir en nokkru sinni fyrr, og æskulýðurinn verður fyrir afar miklum freistingum og steypir sér út í óhamingju, er það ekki óeðlilegt að þetta mál sé tekið til meðferðar. Þetta þyrfti ekki að koma eins oft fyrir, ef áhrif heimil- anna í siðferðilegu tilliti, væru meiri og betri. Vitanlega er það ómögulegt að ræða þetta til hlýtar í stuttu máli. En það er mjög þýðingar- mikið fyrir þjóðfélagið, hvernig æskulýðnum farnast. Og ef heimilið uppfyllir ekki skyldur sínar á þessu sviði, er allt undir hælinn lagt með framtíð ungl- inganna. Eldra fólkinu virðist unglingarnir eyða of miklu af Kommúnistar og hlutfalls- kosningarnar „ÞJÓÐVILJINN" er nú allt í einu bú- inn að gera þá merkilegu uppgötvun, að hlutíallskosningar séu alls ekki lýSræð'is- legar, því að' ef svo vseri, ælti líka að kjósa ríkisstjórnina. UingaS til hefir „Þjóðviljinn" ekki taliS eftir sér að berj- asl fyrir hlutfallskosningum, en nú eru þær óhæfar, af því aS á að fara aS inn- leiSa þær í AlþýðusambandiS, þar sem þær geta orðið kommúnistum til tjóns. Úr því aS blaðið hefir nú komizt að þess- ari niðurstöðu, má væntanlega búast við því, að kommúnistar fari að beita sér fyr- ir því að afnema t. d. lilutfallskosnintöar í Reykjavík, því aS naumast er hætta á, aS þeir verði ekki sjálfum sér samkvæmir, blessaðir. Samlíkingin með ríkisstjórnina er ekki sem heppilegust. Samkvæmt íslenzku stjórn arskránni er ríkisstjórnin nefnilega alls ekki kosin, heldur felur forseti ákveðnum þingmanni — venjulega formanni sterk- asta þingflokksins -— að reyna að mynda stjórn, og hann velur síðan samráðherra sína. Er það nokkuð annað að kjósa þing- menn hlutfallskosningum eða ráðherra í ríkisstjórn. Þingmenn eru allir jafnt sett- ir, en ráðherrarnir fara liver um sig með sín sérstöku rnál og þau koma yfirleitt ekki til atkvæða í ríkisstjórninni. ÞaS er ekki að furða, þótt „Þjóðviljinn" eigi erfitt með að skilja þetta vestræna lýðræði. Hann er vanari að túlka einfald- ari aðferðir hjá félögunum í austuryegi. ,,Hundalogikk“ Verkamannsins LlTLl bróðir, „VerkamaSurinn“ tek- iir í reykbombugrein sinni undir hinar gáfulegu röksemdir „ÞjóSviljans“, að hlutfallskosningar séu óæskilegar í verk- lýðsfélögunum. Segir blaðið, að „fslend- ingur“ haldi því fram, að kommúnistar þori ekki að taka upp hlutfallskosningar „vegna þess, að því er helzt verSur skil- ið, að það myiidi þýða tap fyrir þá.“ Og svo -selur félagi Rósherg föðurlega ofan í \ið „íslending“ með eftirfarandi klausu: tíma sínum og kröftum á kaffi- húsum, götum og strætum, og kynnast allt of oft ókunnu fólki, t. d. hermönnum, sem betur hefði verið ógert. Og sem læknir get ég ekki lokað augunum fyr- ir þeirri sorglegu staðreynd, að fjöldi manna og kvenna er fær kynsjúkdóma, eykst daglega. Eg finn til djúprar samúðar, er ég á læknastofu minni sé þá ör- væntingu, sem sumir sjúklingar eru fallnir í. Eg álít að töluvert af siðspill- ingu æskulýðsins eigi rót sína að rekja til lélegra bóka og vondra kvikmynda. Klámbækur eitra hugi allra þeirra, sem ekki standa því fastari fótum í sið- gæðislegu tilliti. Stundum grun- ar rithöfundana ekki hve mikilli spillingu þeir valda meðal barna og unglinga. Það lítur út fyrir „Þetta er nú vægast sagt „hundalogikk" hjá „Islendingi". Ef sósíalistar hafa meiri hhita með sér í verklýSsfélögunum, hljóta þeir alllaf að vera í meiri hluta á Alþýðu- sambandsþingi, engu síður, þótt fulltrúar væru kosnií' hhitfallskosningu. Þetta hljóta allir að skilja, sem skilja nokkuð. Meiri hlutinn lilýtur alltaf að koma íneS fleiri fulltrúa til þings.“ Það er ekki að furða, þólt „VerkamaSur- inn“ hneykslist yfir þessari dæmalausu fá- fræði hjá „Islendingi". Gallinn er bara sá. að hér er öllu snúið viS, og er þetta eitt difemið af mörgum í reykbomhugrein „\'erkamánnsins“ um þaS, hversu gersam- lega höfundurinn hefir látiS dómgreindina lúta í lægra haldi fyrir ofsanum. Því hefir aldrei verið haldið fram í „ís- lendingi", að kommúnistar myndu tapa Alþýðusambandinu. ef hlutfallskosningar yi'Su teknar upp. Um það verður ekkert fullyrt. Hitt er auðvitaS víst, aS þótt. gert væri ráð fyrir, að kommúnistár héldu á- fram meiri lilula í verklýðsfélögunum og Alþýðusambandinu, þá eru hlutfallskosn- ingar tap fyrir þá, því að þeir yrðu þá að sætta sig við þaS að missa nokkra full- trúa yfir til minni hlutans. Hlutfallskosn- ingar breyta í rauninni engu um það, hver hefir meiri hluta, heldur eru þær sjálfsögð lýðræðis- og réttlætiskrafa til handa 'miniii hlutanum og tryggir það, að ef lil vill lítill meiri hluti geti ekki alveg hundsað minni hlutann. Það þarf ekki speki „Verkatnannsins“ til þess að skilja það, að meiri hlutinn fái fleiri fulltrúa en minni hlutinn við hlutfallskosningar. Hitt hefði verið lærdómsríkara, ef reykbombu- greinarhöfundur hefði frætt lesendur sína á því, hvers vegna kommúnistar voru ótrauðir málsvarar hlutfallskosninga, með- an þeir voru í minni liluta í Alþýðusam- bandinu, en eru nú jafn ákveðið á móti þeim, síðan þeir náðu þar völdum. Tap eða gróði einhvers aðila er ekkert aðalatriði í þessu máli, heldur hitt, hvað sé rétt og lýðræðislegt. Þetta sjónarmið virðist „Verkamaðurinn“ ekki geta skilið. Iljá honum er það eitt réttlæti, sem getur orðiS kommúnistum til hagsbóta, en allt annað ranglæti. Það er hinn austræni hugs unarháttur. að þeir geri sér ekki grein fyrir því að aðrir en fullorðið fólk lesi bækur þeirra. Fullorðna fólkið er reyndara, og siðspill- andi bækur hafa hverfandi lítil áhrif á það móts við unglinga. Eg hefi oft hugsað um það hve ólíkt bók verkar á 16 ára ungling og 50 ára mann. Ef menn á unga aldri fengju meiri siðferðisþroska myndu miklu færri vikublöð og tímarit selj- ast af þeim, sem nú eitra hugi æskulýðsins. Mörg þessara rita kitla kynferðiskenndina, og sum þeirra eru beinlínis svívirðileg. Eg álít einnig útilíf og útilegur unglinga vera tvíeggjað sverð. Það verkar oft í gagnstæða átt við það sem til er ætlast. Það getur ábyggilega ekki talizt heppilegt að börn, allt frá 6—8 ára aldri séu falin einhverjum óviðkomandi foringjum á sunnu dögum. En þetta er nú mjög al- gengt. Sunnudagurinn er eini dagurinn sem fjöldi feðra hefir tíma til að gefa sig að börnum sínum, og treysta sambandið við þau. En börnin fara í ferða- lag síðari hluta laugardags og koma svo á sunnudagskvöld, út- tauguð af ferðalaginu. Hvenær á þá faðirinn að ná sambandi við börnin, og hjálpa þeim til að eignast réttan skilning á lífinu og viðhorfum þess. Kenna þeim að taka á réttan hátt við því sem að höndum ber. Það er einnig reynsla mín, að fræðslan um kynferðiíeg mál farist oft óhönduglega. Vitan- lega þurfa börn og unglingar nokkra fræðslu í þessu efni svo þeir standi ekki berskjaldaðir fyrir ástamálasviðinu. En það er heimska að ætla að fylla hugi ungra barna með kynferð- isfræðum. Foreldrar eiga aftur á móti að eiga trúnað barna sinna, svo að þau komi til þeirra með spurningar gagnvart þessu máli. Það er betra en að börnin læri um kynferðismál af félög- um sínum, sem nú er algengt. Allt of mörg börn og unglingar eru látnir vera eftirlitslitlir eða eftirlitslausir. Og það er vegna þess, að margir foreldrar upp- fylla ekki skyldur sínar við börnin. Þau treysta of mikið á ýmiskonar félagsskap, útilegur, sport o. s. frv. Reynslan er sú, að f jöldi ung- linga álítur, að það sé sjálfsagt að reyna „allt“ þegar um 17 ára aldur, þar sem margir félagar þeirra hafi gert þetta. Vitanlega er ,,sport“ ágætt. En það má ekki eyða allt of miklum tíma frá unglingunum. Þeir verða að hafa tíma til þess að geta verið heima. Farfuglahreyfingin er á- byggilega bezt fyrir fullorðna eða þá sem hafa þann þroska, er nauðsynlegur er, til þess að Framhald á 6. síðu. S^anSaSrot

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.