Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1946, Blaðsíða 8

Íslendingur - 04.10.1946, Blaðsíða 8
8 Færeyingar segja skilið við Dani. Atkvæðagreiðsla hefir undan- farið farið fram í Færeyjum um það hvort eyjarnar skuli áfram vera í tengslum við Danmörku samkvæmt uppkasti að nýjum sambandslögum eða segja skuli upp sambandinu við Dani. At- kvæði hafa nú verið talin og féllu þau þánnig, að röskur helmingur krafðist skilnaðar. Kosningaþátttakan var lítil — 63%. 1 áframhaldi af þessu hefir forseti Lögþings Færeyinga lýst yfir, að Færeyjar séu skildar frá Danmörku. Þessu hafa allir stjórnmála- flokkar í Danmörku mótmælt og telja að skilnaður geti ekki farið fram nema með samningi milli landanna. 1 öðru lagi telja Danir að meiri hluti sá, sem fékkst fyrir skilnaðinum, sé svo lítill að ekki komi til mála að leggja hann til grundvallar fyrir sambandsslitum. Heima fyrir deila Færeyingar hart um þessi mál. Hvassatel/ Framhald af 1. síðu. ari skipakosti. Vilhjálmur Þór skýrði frá því, að þetta glæsi- lega flutningaskip yrði gert út frá Akureyri. Hefði stjórninni fundist það vel viðeigandi, því að hér Norðanlands hefði sam- vinnan jafnan verið sterkust. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, færði stjórn Sam bandsins þakkir bæjarins fyrir að hafa ákveðið skipinu heimili hér. Benti hann á, hversu mik- ið hagsmunamál þetta væri fyr- ir bæjarfélagið og kvað sér vera sérstaka ánægju að bjóða þenna „nýja borgara" hjartanlega vel- kominn. Aðrir ræðumenn voru Sigurð- ur Jónsson á Arnarvatni, Pálmi Loftsson, forstjóri, Ólafur Sveinsson, skipaskoðunarstjóri, og Svavar Guðmundsson, banka stjóri. Mikið hagsmunamál fyrir Norðurland. Undanfarið hefir meginhluti allra flutninga til landsins geng- ið gegnum Reykjavík, og hefir það fyrirkomulag verið óviðun- andi. Þess er að vænta, að nú geti orðið nokkur breyting á þessu og hið nýja skip verði fyrst og fremst látið annast flutninga beina leið hingað til Akureyrar og annarra Norður- landshafna. Ræstinprkonnr vantar í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. — Hátt kaup. Upplýsingar hjá ÁSKELI JÓNSSYNI, Gagnfræðaskólanum. Föstudaginn 4. október 1946 Ankin starfsemi barna- yerndarnetndar. fíörn innan 16 ára fá skírteini. Eiríkur Sigurðsson, kennari, formaður barnaverndarnefndar Akureyrar, boðaði fyrir nokkru fréttamenn blaðanna, ásamt full trúum kvikmyndahúsa og Veit- ingastaða, til fundar við barna- verndarnefnd. Formaður skýrði með nokkr- um orðum frá starfsemi og verk sviði nefndarinnar. Einkum minntist hann á þá örðugleika, sem við væri að etja í að fá hlýtt hinum ýmsu ákvæðum reglu- gerðarinnar um barnavernd. 1 3. gr. reglug. eru t. d. á- kvæði, sem banna börnum inn- an 16 ára aldurs að sækja kvik- myndir, nema barnaverndar- nefnd hafi áður verið gefinn kostur á að kynnast efni þeirra og ákveða að börnum innan þess aldurs skyldi leyfður að- gangur. Sama ákvæði nær til leiksýninga og allra annarra opinberra skemmtana, sem ætl- ast er til að börn sæki. Einnig er í 2. gr. reglugerðarinnar bann við því að selja börnum innan 16 ára aldurs tóbak. Skyldan til þess að sjá um, að á- kvæðum þessum sé hlýtt, hvílir raun- verulega á þeim aðiljum, sem börnin eiga skipti við hverju sinni, dyra- vörðum skemmtistaða og sölufólki í verzlunum. Eftirlit þetta hefir reynzt mjög erfitt, þar sem oft er ekki við annað að styðjast en sögusögn barn- anna sjálfra um aldur sinn, þar sem persónuleg þekking dyravarðanna hleypur ekki undir bagga. Sama máli er að gegna með lögregluna, sem á að hafa eftirlit með útivist barna á kvöldin. Ríkisstjórn Bretlands hefir sent ríkisstjórn íslands eftirfarandi til- kynningu: „Ef íslenzka stjórnin og Alþingi samþykkja ekki það samningstilboð við Bandaríkin, sem nú liggur fyrir, og þannig að ástæðulausu hindra nauðsynlegt samband við selulið Bandaríkjanna í Þýzkalandi, mun það mælast illa fyrir í Bretlandi.“ Það var að sjálfsögðu vitanlegt, hvernig Bretar myndu líta á óskir Bandaríkjanna um að fá að hafa af- not af Reykjanesflugvellínum, en það fer ekki hjá því, að íslendingum þyki kenna nokkurrar hótunar í þessari orðsendingu brezku stjórnarinnar. íslendingar eru staðráðnir í að leysa þetta mál á þann hátt, sem þeir gcla verið fullsæmdir af sem fullvalda þjóð og með sanngjarnri hliðsjón af þeim skuldbindingum, sem hvíla á Bandaríkjamönnum í þágu hinna sameinuðu þjóða, en þeir kunna illa hótunum, hvaðan sem þær koma. „Þjóðviljinn“ hefir sakað innlenda „landráðamenn“ fyrir að hafa beð- TILLÖGUR BARNAVERNDAR- NEFNDAR. Eiríkur Sigurðsson skýrði frá því, að nefndin hefði komið sér saman um það, í samráði við lögreglustj óra og forstöðumenn skemmtistaðanna, að afhenda öllum börnum innan 16 ára aldurs skírteini, „passa“, sem þau væru skylduð lil þess að bera, er þau væru úti á almannafæri. Á skírteininu væri greint fullt nafn barnsins, fæðingardagur og ár, ásamt mynd og eiginhandar undir- skrift. Afhending skírteinanna mun fara fram í skólanum og á stöðurn, sem síðar verða nánar auglýslir. Það er enginn vafi, að þessi ný- breytni mun verða lil hagræðis og öryggis, ef allir aðilar fylgja settum reglum. Dyraverðir verða að ganga ríkt eftir, að öll börn sýni „pass- ann“, er á þarf að halda. Engar und- anþágur má veita og fyrirslátt, að barnið hafi gleymt skírteininu heima, má ekki taka til greina. Starf barnaverndarnefndar er mjög þýðingarmikið, og miklu skiplir fyrir einstaklinga og þjóðfé- lagið í heild, að það beri sem bezt- an árangur. Allir góðir borgarar eiga því að veita nefndinni fulla að- stoð — og þá einkum forcldrarnir. Það eru foreldrarnir, sem umgang- ast börnin mest og hægast eiga með að hafa áhrif á þau, til góðs og ills. Foreldrar, sem vilja börnum sínum vel, eiga því að taka höndum sam- an við þann aðilja, er mest vinnur að málefnum barna þeirra — barna- verndarnefnd. ið um þessa orðsendingu. Var ekki annars að vænta úr því heygarðs- horni. Hvernig sem vér annars kunnum þessari orðsendingu, getum vér ekki fram hjá þeirri staðreynd gengið, að tvö stórvelda þeirra, sem vér eigum mest til að sækja og hafa verið oss vinveittust, munu líta á það sem mestu stirfni af oss að veita Banda- ríkjunum ekki umbeðin bráðabirgða- afnot af Keflavíkurflugvellinum, svo að þau geti sinnt skyldustörfum sín- um í Evrópu. Stórfelld fjárskipti. 1 haust hefir verið skorið nið- ur fé á stóru svæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu Verða höfð alger fjárskipti á þessu svæði og hafa undanfarið staðið yfir miklir fjárflutningar til Eyja- fjarðar frá ósýktum héröðum. Hefir t. d. verið flutt um 8000 fjár frá Vestfjörðum. Síðar mun nánar verða skýrt frá f járskiptunum hér í blaðinu. Barnaskólinn settur. Barnaskóli Akureyrar var sett- ur kl. 1 þann 1. okt. og var margt manna viðstatt setning- arathöfnina. Skólastjóri Snorri Sigfússon skýrði frá tilhögun kennslunnar í vetur og flutti ávarpsorð til barnanna. Skóla- nefndin óskaði í haust eftir því, að skólinn gengi þegar í haust undir hið nýja fræðsluskipulag og hefir það nú verið samþykkt af fræðslumálastjórn inni. Nokkur hluti nemenda 7. bekkj- ar flytzt því yfir í unglingadeild gagn fræðaskólans og nám yngstu barn- anna verður lengt. Skólinn er nú orðinn alltof lítill, og verður ekki hægt til hlýtar að framkvæma hin nýju fræðslulög fyrr en húsakostur skólans verður aukinn. í vetur starfar skólinn í 24 deild- um, og munu um 650 börn stunda nám í skólanum. Fastakennarar við skólann verða 18 og 2 aukakennar- ar. — TÓNLISTARSKÓLINN HÓF STARFSEMI SÍNA 1. OKT. Tónlistarskóli Akureyrar hóf starfsemi sína s. I. þriðjudag. Skólastjóri, frú Margrét Eiríksdóttir, setti skólann og skýrði frá því, hvernig kennslu yrði háttað í vetur. Námsgrein- ar verða píanóleikur,fiðluleikur, tónfræði og tónlistarsaga. Hafa 34 nemendur skráð sig í píanó- leik. Auk skólastjórans kenna við skólann í vetur: Áskell Jónsson, söngstjórí og ungfrú Þórgunnur Ingimundardóttir. Skólinn verð- ur í vetur í Geysishúsinu. Skagfielð hlýtur góða dóma. Syngur í Þýzkalandi undir nafninu John Sigurd. Borizt hafa hingað til lands ummæli þýzkra blaða um hljóm leika, er Sigurður Skagfield og kona hans, Inge Hagen, hafa haldið í Þýzkalandi í sumar og fyrrahaust. Þess má geta að Sigurður Skagfield gengur undir nafninu John Sigurd. 1 fyrra söng hann margsinnis á hernámssvæði Breta, aðallega í Hamborg og söng þá bæði fyrir brezka her- menn og fyrir Þjóðverja. Þann 24. júlí s. 1. efndu þau hjónin til söngskemmtunar í Regensburg og fer blaðið „Mittelbayrisch Zeitung" mjög lofsamlegúm orðum um söng þeirra. Um söng frúarinnar seg- ir blaðið m. a., að hún hafi túlk- að lögin sem hún söng með músikölskum frískleika og djúp um og næmum skilningi á verk- unum. Rödd hennar sé hljóm- fagur sópran og að frúin nái í söng sínum þýðleik og tilfinninga mýkt eins og bezt verði á kosið. I. 0. 0. F. — 1281048% — Atkv. — , r . Hjálprœðisherinn. Sunnudag kl. 11 helg- unarsamkoma. Kl. 8.30 hjálpræðissam- koma. Kl. 2 sunnudagaskóli. Sunnudagaskólinn á Sjónarhæð byrjar n. k. sunnudag kl. 1. Öll börn og ungling- ar velkomin. Kantötukór Akureyrar heldur aðalfund sinn í kirkj ukapellunni í kvöld (fÖBtud. 4. okt.) kl. 8.30 s. d. Vetrarstarfið rætt og á- ríðandi mál á dagskrá. Gjajir til Elliheimilisins í Skjaldarvík: Áheit frá G. S. H. kr. 50.00. Peningar frá S. J. kr. 100.00. Áheit frá N. N. kr. 50.00. Hjartans þakkir. — Stefán Jónsson. Heimili og skóli, 4. hefti, er nýkomið út. Eiríkur Sigurðsson ritar grein um börnin og kvikmyndirnar. Hannes J. Magnússon ritar unt samvinnu heimila og skóla og aðra grein, er hann nefnir „Nám lieimtar næði“. Snorri Sigfússon ritar um nýmæli í löggjöf um barnafræðslu. Einnig eru í blaðinu ræður eftir séra Halldór Kolbeins og Sigrúnu P. Blöndal og ýmislegt fleira. Slátrað hefir verið yfir 20 þús. fjár á Akureyri. Slátrun verður lokið 9. okt. Frá Goljklúbb Akureyrar. „Bændaglíma“ verður háð á golfvellinum n. k. sunnudag kl. 1 e. h. ' „Dagur“ mun hafa gert Jónasi Þór lít- inn greiða með því að birta myndina af eplatrénu hans, því að einhverjum epla- vin mun liafa litizt svo vel á eplin, að itann tók sér það bessaleyfi að sækja þau heim til eigandans. Kennsla hefst í M. A. á morgun, en skól- inn hfcfir enn ekki verið settur formlega vegna fjarveru skólameistara. Iðnskólinn verður settur 15. okt. Steingrímiir Matthíasson, læknir, er væntanlegur hingað til bæjarins loftleiðis í dag eða næstu daga. Mun hann dvelja hér nokkra daga. Guímnndar flamtsson látinn. Guðmundur Hannesson, pró- fessor, andaðist aðfaranótt s. 1. þriðjudag að heimili sonar síns, Hannesar Guðmundssonar lækn is í Reykjavík. Mun banamein hans hafa verið hjartabilun. Guðmundur Hannesson var einn af merkustu mönnum í íslenzkri læknastétt og hafði einnig á löngum og merkum æviferli afskipti af mörgum öðrum málum. Hann var héraðs læknir í Eyjafirði árin 1896-— 1907. Prófessor við Háskólann varð hann 1911, er skólinn var stofnaður, og tvívegis rektor skólans. Eitt ár var hann settur landlæknir og alþingismaður Húnvetninga 1914—1916. Hann gegndi ótal öðrum trúnaðar- störfum, sem of langt væri að telja upp. Þjóðin á hér á bak að sjá mætum syni. Úviðteldin orðsending.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.