Íslendingur


Íslendingur - 13.11.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 13.11.1946, Blaðsíða 4
4 Miövikudaginn 13. nóvember 1946 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgð'armaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Utgáfufélag íslendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýaingar og afgreiSíla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Tveggja flokka keríi Enn er ríkjandi alger óvissa um myndun nýrrar ríkisstjórnar, og flest ir leiðandi menn í stjórnmálaflokk- unum munu vantrúaðir á, að sú fæð- ing verði auðveld, Þrír flokkar bíða flokksþinga í því skyni að heyra tóninn í flokksmönnunum. Á með- an er rætt fram og aftur um málið, en engin niðurstaða fæst. Þelta er svo sem engin ný bóla í íslenzku stjórnmálalffi og rauliar hvarvetna þar sem svo er ástatt, að enginn einn flokkur hefir hreinan þingmeirihluta. íslenzka þjóðin hlýt- ur nú að fara að skilja, hversu óvið- unandi slíkt ástand er. Mánuðum saraan eru flokkarnir að reyna að bræða sig saman á ýmsa vegu og á meðan er látið reka á reiðanum um stjórn landsins. Þegar svo einhverjir flokkar eftir margvísleg hrossakaup koma sér saman um stjórnarmynd- un er oftast ekki fylgt neinni heil- steyplri stefnu, heldur er verzlað þannig, að þetta málið er leyst í samræmi við stefnu þessa flokks, en hitt málið eftir vilja annars. Þjóðin verður að gera sér lj óst, að hún ein getur lagfært það ófremd arástand. Einungis með því að skapa einhvðrjum flokki hreinan meiri hluta getur skapazt sú festa í stjórn landsins, sem kemur í veg fyrir það, að sífellt þurfi að óttast að landið verði stjórnlaust, af því að einhver stjórnárflokkurinn telur sér flokks- lega hagkvæmt að hlaupast undan merkjum. Ef einn flokkur fengi hreinan meiri hluta við kosningar, mundi það tvímælalaust stuðla að myndun tveggja flokka kerfis, og sú skipan málanna er langæskilegust. Tveggja flokka kerfi myndi auka festuna í stjórn landsins og stöðva hrossa- kaupin á Alþingi. í tveimur voldug- ustu lýðræðisríkj um heimsins, Bret- landi og Bandaríkjunum, eru aðeins tveir aðalflokkar, og hefir sú flokka- skipting komið í veg fyrir stjórn- málaöngþveiti í þessum löndum. Ýmislegt hefir verið rætt og ritað um tveggja flokka kerfi hér á landi, bæði með og móti. Það má án efa eitthvað að því finna eins og öllum hlutum, en engum getur blandazt hugur um það, að styrkleikahlutföll- in milli íslenzku stj órnmálaflokkanna nú eru ekki líkleg til þess að tryggja örugga og markvissa stjórn þjóð- málanna. Það virðist því vera óhjá- kvæmilegt fyrir þjóðina að velja á milli þess að hafa stjórnarkreppu sí- iÞandaSrot Það er í rauninni dálítið kátbroslegt, þegar „Verkamaðuririn“ talar af mikilli Frá liðnum dögum /. Fangelsin og John Howard. Broslcat. óðadot o o DAGUR gerir „íslendingi" þann sóma aS helga rilstjórnargrein sína frásögn um stækkun blaðsins. Segir blaðiS aS vísu, að stækkun „Islendings" liafi ekki lcitt af sér neinn „héraðsbrest". Raunalegt er þó, að cillhvert öryggi virSist hafa sprungiS á ritstjórnarskrif- stofu „Dags“, því aS í skyndi var ákveðiS, aS „Dagur“ skyldi . koma út samdægurs „Islendingi“. Var tilkynnt í næstsíSasta blaSi „lslendings“, að' blaSið kæmi hér eftir út á miðvikudögum. Var ástæðan til breytingarinnar sú,að ógerlegt hafSi reynzt aS koma blaðinu til nærliggjandi héraða fyrir helgi. Var því afráðið að velja mið- vikudaginn, af því að „Dagur“ hafði fimmtudaginn, og fleslir nninu þeirrar skoðunar, að óheppilegt sé, að tvö bæjar- blöðin komi út samdægurs. En af einhverj- um ástæðum virðist hið virSulega Fram- sóknarmálgagn hafa talið sér misboðið, því að rokið var upp til handa og fóta og tilkynnt með miklum móði í útvarpinu, að „Dagur“ kæmi nú einnig út á mið- vikudaga. Vannst ekki einu sinni tími til að tilkynna þessa breytingu fyrir fram í blaðinu. ÞaS gerir „tslendingi" að sjálfsögðu ekkert til, hvort „Dagur“ kemur út sam- dægurs, 'á undan eða eftir, en þetta óðagot er dálítið broslegt og virðist óneitanlega benda lil þess, að einhver „brestur" hafi orðið í licrbúðum Dagsmanna, þótt liann verði auðvitað ekki kallaður „héraðs- brestur". „Ordrur“ Verkamannsins AUMINGJA kommúnistarnir eru heldur uppstökkir núna, enda er það að vonum, því að hlýjan frá „stjörnunni í austri" getur nú ekki lengur yfirunnið þann sí- vaxandi kulda, sem til þeirra streymir frá því íslenzka alþýðufólki, sem undanfarið hefir lagt trú á glamur kommúnista, en er nú tekið að eygja hið sanna innræti kommúnistaforsprakkanna gegnum blekk- ingamoldviðrið. Starfsbróðir minn við „Vérkamanninn" á ekki nægilega hrakleg orð til þess að lýsa málfhitningi mínum, og verður ekki betur skilið en hann telji „íslending" und ir minni ritstjórn vera „ógeðslegastan" allra íslenzkra blaSa, eins og hann kemst að orði með sinni alkunnu hógværð og smekkvísi. Telur ritstjórinn allar þessar meinsemdir stafa af því, hversu oft ég fari í „sumarfrí" til Reykjavíkur, því að ég fái þá jafnaðarlega „ordrur" um aS verja þau mál, sem séu svo „hæpin eða ógeðs- leg“, að jafnvel Morgunblaðið og Vísir treysti sér ekki til að verja. Mér þykir þaS auðvilaS leitt, ef „Verka- maðurinn" er tekinn að óttast það, að „ís- lendingur“ hafi í hyggju að reyna að hrinda „Verkamanninum“ úr þeim sessi að vera orðljótastur allra blaða í þessunt bæ. Get ég fullvissað minn ágæta starfs- bróðir um það, að „íslendingur“ hefir ekkert slíkt I hyggju, enda litlar líkur til þess að hann yrði sigurvegari í þeirri samkeppni. fellt vofandi yfir höfði sér — eða veita ákveðnum flokki nægilegt bol- magn til þess að geta stjórnað land- inu á eigin ábyrgð. vanþóknun um „ordrur". Félagi Rósberg getur sofið rólega þess vegna, að ritstjóri „Islendings" er ekki að sækja neinar „ordrur“, þótt hann kunni aS skreppa til Reykjavíkur, því að stefna SjálfstæSis- flokksins er ekki svo hreytileg frá degi til dags, að sífellt þurfi að fá leiðbeiningar um hana. Ilinsvegar er ekki ólíklegt, að ritstjóra „Verkamannsins" yrði æði tíð- förult til höfuðborgarinnar, eí liann ætti að fara suður í hvert sinn, sem flokkur hans skiplir um stefnu. Skal það sagt honum til hróss, að hann virðist furðu fimur að halda sér á línunni. Annars ætli ritstjóri „Verkamannsins“ að tala sem minnst um ordrur, því að lians flokkur er eini stjórnmálaflokkurinn á ís- landi, sem bannar félögum sínum að hafa aðrar skoðanir á málunum en þær, sem flokkurinn samþykkir. Er vissast #fyrir hann að halda sér vel við ordrurnar frá foringjunum, svo að hann verði ekki kærð- ur fyrir húsbændunum í í Moskva og þurfi opinberlega að biðja fyrirgefningar á mis- gjörðum sfnum eins og sumir kunnir kommúnistar urSu að gera fyrir nokkr- um árum. „0 aldarflokkur“ föðurlandsvina TVO dæmi nefnir „Verkamaðurinn" um ( „ógeoslegan" málflutning „íslendings", og telur liinn ágæti ritstjóri, að þar hall- ist ekki á „klaufaskapurinn og illgirnin". Sennilega hefði verið heppilegra fyrir hið línulrúaða kommúnislamálgagn að velja einhver önnur dæmi en skrif-„ís- lendings" um misnotkun kommúnista á útvarpinu, ef það hefir ætlaS að sanna „ógeðslegan" málflutning blaðsins. Það er staðreynd, að Brynjólfur kommúnista- ráðherra fyrirskipaði auglýsingaskrifstofu útvarpsins með ráðherrabréfi að brjóta útvarpslögin. Það er staðreynd, að útvarp- ið var notað lil þess að hvetja menn til uppreisnarverkfalls gegn rfkisvaldinu. Þetta veit öll þjóðin, og því verða æ há- værari kröfurnar um það, að erindrekum erlendrar einræðisstefnu verði ckki leng- ur þoluð yfirstjórn útvarpsins. • „VerkamaSurinn“ hneykslast mjög á því, að „íslendingur“ hafi krafizt þess, að grískir föðurlandsvinir væru kallaðir „Ó- aldaflokkur". Enda þótt „íslendingur“ geti vel sætt sig við þessa nafngift á grískum kommúnistum, þá er samt alrangt hjá „Verkamanninuin“, að „lslendingur“ hafi krafizt þess af fréttamönnum útvarpsins, að þeir fylgdu þeirri venju. Ilér í blaðinu var aðeins á það bent sem eitt dæmi um hin kommúnisjtisku viðhorf fréttamanna útvarpsins, að þegar brezka útvarpið nol- aði um þessa menn orð, sem þýddi „upp- reisnarmenn", þá þýddu fréltamennirnir það sem „lýðveldissinna". Þegar útvarpið segir, að fréttirnar séu frá London, á það líka að reyna að fara rétt með þær. Annars hefði það átt öllu betur við, ef „Verkamaðurinn" hefði sett gæsalappirn- ar utan um orðið föðurlandsvina heldur en óaldarflokkur, því að föðurlandsástin er víst ósköp svipuð hjá grísku komipún- istunum og þeim íslenzku. Auglýsið í Islendingi Framh, fangarnir látnir vera iðjulausir. Hvorki eru til áhöld til að vinna með >né efni til að vinna úr. Klæðnaður fanganna er hrak- legur, og margir næstum naktir, og sést þá, hversu líkami þeirra er hlaðinn kaunurn og kýlum. Undir bert loft koma fangarnir aldrei, annað hvort af því, að fangagarður er enginn eða þá, að fangavörður notar hann handa sjálfum sér. í sumum fangelsum eru salerni engin, en hræðilega viðbjóðsleg, þar sem þau eru. í hverju fangelsi hefir fangavörður drykkjukrá. Sá, senr hefir peninga, getur keypt það, sem hann vill, en við afar- háu verði. Jafnhliða hungri og sárustu eymd fer fram drykkju- skvaldur langt fram á nætur, og á helgum undir guðsþjónustunni Idandast saman drykkjuvísur og sálmasöngur. Skuldafangar hafa hjá sér konur^sínar og börn og einnig vændiskonur, og þetta fólk er stundum fleira en fang- arnir. Auk sakamanna eru í fangelsunum hafðir fábjánar og vitskertir menn til skemmtunar föngum og gestum. Fangarnir umgangast hver annan tálmunar- Huggun sorgmæddar ekkju. Hún missti manninn sinn við járnbrautarslys í Vesturheimi, og járnbrautarfélagið greiddr henni 10.000 dollara í skaðabæt ur. Hún lét sér það nægja í bráðina. Nokkru seinna frétti hún, að maður hefði misst fótinn við sama slysið og fengið 20.000 Tóm heyhlaða EFTIR Alþingiskosningarnar í vor höíðu margir Framsóknarmenn orð á því, að sennilega hefði veriS heppilegra, aS færri blöð hefðu verið gefin út af „Tím- anum“ fyrir kosningarnar, svo mjög blöskr aði jafnvel Framsóknarmönnum sjálfum málflutningur blaðsins. Fyrir skömmu gaf fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins Jónas Jónsson „Tím- anum“ þann vitnisburð, að hann „væri eins og heyhlaða eftir harðan vetur“. MeS svipuSu áframhaldi mun heldur naumast .1 íða á löngu, þar til Hermann hefir með stuðningi blaða sinna ctið svo upp fylgi Framsóknarflokksins, að svipuð samlíking geti átt við hann. Um þá tilraun Framsóknarmanna að gera Tímann að dagblaði, segir Jónas í síðasta Ófeigi sínum, að eftir kosningarn- ar hafi Vigfús Guðmundsson gestgjafi auglýst, að hann liefði „óvenjumikið af góðum umbúðapappír" til sölu. laust og setja sér sjálfir lög og reglur, enda líður stundum ár, án þess að fangahússtjórinn sýni sig þar. Karl- og kvenfangar lifa í saurlifnaði og unglingar 12— 14 ára að aldri nema þar alla glæpsamlega leyndardóma og alast upp til að verða afbrota- menn. Óloftið í fangelsunum er svo megnt, að við litla dvöl þar verða klæði manna gagntekin af megnasta ódaun. Bólusóttir og aðrar sóttir strádrepa fangana. Fangahússtjórarnir eru oftast nær menn af lakasta tagi, enda illa launaðir eða ólaunaðir, og þeim þá ætlað að hafa atvinnu af því, sem þeir geta náð af föng unum með vínsölu eða á annan hátt. Beita þeir því harðræði og pínslum við fangana til þess að þeir láti fé af hendi og kaupi sig undan slíkri meðferð. Þessi lýsing átti að vísu sér- staklega við ensku hegningar- húsin, en Howard lýsti því sjálf- ur, að hún ætti og í öllum megin- atriðum við ástandið í fangels- um annarra landa, nema einu, Hollandi. Þar reyndust fangels- in fyrirmynd. dollara fyrir. Henni þótti kyn- legt, að mannsfóturinn skyldi vera virtur fyrir 20.000 dollara, en líf mannsins hennar ekki meira en 10.000 dollara. Fór hún því til járnbra/tarformanns ins í illu skapi og ásakaði hann fyrir það ranglæti, að hann skyldi meta mannslífið helmingi minna en mannsfót. Hann svaraði þessu blíðlega og sagðist skyldi sannfæra hana um að virðingin væri í alla staði rétt. ,.Fótinn getur mann- auminginn aldrei fengið aftur, hann verður að ganga við hækj- ur alla sína æfi. Aftur á móti eruð þér, frú mín góð, ung og fríð, og getið fengið yður hve- nær sem er mann aftur, ef til vill betri en hinn var. Þegar þér nú auk fríðleikans eigið 10.000 dollara, þá er ég sannfærður um, að ungu mennirnir berjast um yður.“ Fagur roði kom fram í kinn- um ekkjunnar. Hún hneigði sig brosandi og fór burtu þegjandi, fullkomlega sannfærð um rétt- læti járnbrautarformannsins. Jómjrúin: Hvað haldið þér að ég sé gömul? Prófessorinn: Eg er ekki f°r11' fræðingur. Framhald. yaman og aívara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.