Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 27.11.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 27, nóv. 1946 ÍSLENDINGUR Samband unéra Siálfstæðismanna. Kommúnistar berjast tyrir tlokks - einræði Seinustu árin hafa kommún- istar keppst við að telja almenn ingi trú um, að flokkur þeirra væri lýðræðissinnaður óg þeir sjálfir máttarstólpar frelsis og mannréttinda. Þessar fjálglegu ,, vitnanir “ kommúnistaleiðtog- anna í blöðum og á mannafund- um hafa, að vonum, vakið tor- tryggni flestra hugsandi manna. Flokkar kommúnista um heim allan eru i sambandi við útbreiðslumiðstöðina í Moskva. Samskonar fréttaflutningur kommúnistablaðanna hvar sem er og samræmdar breytingar á starfsaðferðum hafa fyrir löngu gert þetta ljóst. Þegar Hitler og Stalin gerðu með sér vináttu samninginn, sem flestum kom á óvart, höfðu kommúnistar ekk- ert við þá siefnubreytingu að athuga. I blöðum þeirra hér á landi kom fram djúpur skilning ur á þörf Ráðstjórnarríkjanna fyrir að innlima helming Pól* lands og öll Eystrasaltsríkin, en það gátu þau gert í skjóli samn- ingsins við Hitler. Árásin á Finn land var sögð bráðnauðsynleg, þar sem finnska stjórnin væri að undirbúa árás á Ráðstjórnar ríkin. Er Bretar hernámu Is- land 1940 töldu kommúnistar landráð að íslenzkir verka- menn ynnu í þjónustu hernáms- liðsins. Fram til þess tíma, er Þjóð- Verjar réðust á Ráðstjórnarrík- in var stefna kommúnista aug- ljós: f jandskapur gegn lýðræðis- ríkjunum. Þeir gáfu í skyn, að stjórnarfyrirkomulag Vestur- veldanna væri hætishóti engu betra en stjórnarfyrirkomulagið í Þýzkalandi, og í einu atriði stæði Þýzkaland tvímælalaust framar, þar sem Hitler hefði sett ýmsar skorður fyrir vexti og viðgangi kapitalismans þar í landi. Eftir árás Þýzkalands á Ráð- Mælsknnáæskelð Fundir eru fyrst. um sinn tvisvar í viku — á miðviku- daga og föstudaga — kl. 8 síðdegis á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Ryelshús- inu. Þeir félagar ,,Varðar“, sem kynnu að vilja sækja þetta hámskeið, en hafa ekki enn gefið sig fram, eru beðnir að tala við skrifstofu flokksins tyrir helgi. stjórnarríkin sumarið 1941 verð ur skyndileg og alger breyting á stefnu kommúnista um allan heim gagnvart lýðræðisrikjun- um. Nú þarf að bjarga hinni miklu þjóð í austri úr heljar- greipum nazismans, og því er nauðsyn að hafa vináttu og hjálp lýðræðisríkjanna. Ráð- stjórnarríkin verða nú, á máli kommúnista, brjóstvörn lýði'æð isins. Eftir styrjaldarlokin hafa kommúnistar haldið uppteknum hætti með að gaspra um ást á lýðræðinu. Reynzla þeirra í styrjöldinni hefir gert þeim ljóst, að hinar langkúguðu og hrjáðu þjóðir Evrópu eru fyrir löngu búnar að fá nóg af einræð inu og öllum þeim ógnum og ó- frelsi, er því fylgir. Og kommún istar hafa einnig gert sér fulla grein fyrir því, að fólkið treyst- ir eingöngu stjórnarfari, sem byggt er á grundvelli lýðræðis- ins til þess að tryggja því, and- lega og efnahagslega, viðunandi framtíð. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í fyrravetur urðu allharð- ar deilur um það í blöðunum, hvort unt væri að kalla stjórn- arfarið í Ráðstjórnarríkjunum „lýðræði“ eins og það hugtak hefir verið skilið. Fyrst í stað héldu kommúnistar því fram af oddi og egg en komust brátt í rokþrot. Til þess að bjarga við málinu tók einn fræðimanna þeirra sér það bessaleyfi, að skýra landsfólkinu frá því í út- varpinu, að gera mætti greinar- mun á tvennskonar ,,lýðræði“ austrænu og vestrænu, sem hann nefndi svo. Til frekari skýringar bætti hann því við, að austræna „lýðræðið" (stjórn- arfarið í Rússlandi) væri öllu fullkomnara en hið vestræna. Þessari merkilegu opinberun tóku kommúnistar tveim hönd- um. Ef bent væri á einhvern mun á stjórnarfarinu á Islandi og í Rússlandi var hér eftir auð- velt að koma með skýringar. Á Islandi væri lýðræðið „vest- rænt“ en í Rússlandi „aust- rænt“. Það er fróðlegt að athuga lít- illega í hverju munurinn á hinu „vestræna" lýðræði okkar og hinu „austræna“ lýðræði komm únista sé fólginn. T. d. má minn ast á réttinn til framboðs í báð- ,um ríkjunum, 1 33. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar segir: „Kjör gengur við kosningar til Alþing- is er hver ríkisborgari, sem kosningarétt á til þeirra. Þeir dómendur, sem ekki hafa um- boðsstörf á hendi. eru þó ekkl kjörgengir." Um kosningarréttarskilyrðin getur í 33. gr. en þar er krafist 21 árs aldurs, þegar kosning fer fram, ríkisborgararéttar, fjár- ræðis og að aðili hafi óflekkað mannorð. 1 141. gr. stjórnarskrár Sovét lýðveldanna segir hverjir hafi rétt til framboðs en það eru: „Deildir Kommúnistaflokksins, verkalýðsfélög, samvinnufélög, æskulýðsfélög og menningarfé- lög,“ það er að segja, rétt til framboðs hafa tiltekin .félög, auk Kommúnistaflokksins 1 126. gr. 1. mgr. eru ákvæði, sem mæla svo fyrir, að í sam- ræmi við hagsmuni alþýðunn- ar, „er öllum þegnum Sovétríkj- anna tryggður réttur til þess að mynda opinber félög: verkalýðs félög, samvinnufélög, æskulýðs- félög, landvarnarfélög, almenn menningarfélög, tækni og vís- indafélög.“ 1 2. mgr. sömu gr. er aftur á móti sett nánari fyrirmæli um þau félög, sem leyfð eru, en þar segir. að Kommúnistaflokkur- inn, „sem er brjóstfylking al- þýðunnar myndi forustuna í öllum samtökum alþýðunnar, jafnt félagslegum og opinber- um.“ M. ö. o. Kommúnistaflokk urinn á að stjórna og ráða starf semi félaganna. Þannig ræður Kommúnistaflokkurinn því hverjir boðnir eru fram í öllum almennum kosningum í landinu. Eins og mönnum mun vera kunnugt er Kommúnistaflokkur inn eini stjórnmálaflokkurinn, sem leyfður er í Sovétríkjunum, á þeirri forsendu, að grundvell- inum sé kippt undan öllum öðr- um flokkum og þess vegna skuli banna þá! Flestum mun einnig vera kunnugt um það, að upptaka í Kommúnistaflokkinn er mjög takmörkuð, svo aðeins mjög lág hundraðstala af þjóðinni eða ca. 1,5% er í honum. ií wum 13 aimi Af þessu eina dæmi, svo ekki séu fleiri tekin, er það augljóst, að stjórnarfarið í Ráðstjórnar ríkjunum er óskylt lýðræði. Ef kommúnistar fengju hér yfirhöndina myndu þeir afnema núverandi stjórnskipulag og koma á austræna stjórnarfar- inu, sem þeir telja mun betra Valdataka kommúnista mun leiða af sér afnám lýðræðisins; en stofnun einræðis. Ályktun síðasta fulltrúaráðsíundar S.U.S. Fundurinn lelur nauðsynlegt, að haldið verði áfrarn að vinna að því af fullum krafti að afla bændum nýrra framleiðslutækja og að koma land- búnaðinum í nýlízku horf, svo að takast megi að lækka framleiðslukostn- að landbúnaðarafurða, til þess að bændur beri sem mest úr býtum, og [rjóðin þurfi sem minnst að kaupa inn í landið af þeim vörum, sem fram- leiðanlegar eru í landinu sjálfu. Fundurinn telur æskilegt, að stuðlað sé að því, af hálfu þings og stjórn- ar, að ávait sé reynt að fremsta megni að afla afurðum iandbúnaðarins nægilegra og öruggra markaða, bæði á innlendum og erlendum vettvangi er tryggi bændum það verð, sem sanngjarnt og nauðsynlegt getur talist á hverjum tíma, rniðað við framleiðslukostnað og aðrar aðstæður. Fundurinn álítur það þjóðarnauðsyn, að flótti fólks úr sveitum lands- ins stöðvist, en er þess fullviss, að sá flótti verður ekki stöðvaður, nema haígt verði að búa sveilafólkinu sambærileg kjör við aðrar stéttir þjóð- félagsins. Fundurinn álítur, að nauðsynlegt sé að hið opinbera styrki félög og félagasamtök æskunnar í sveitum landsins til að koma sér upp félags- heimilum til afnota fyrir starfsemi sína. Funduririn vill sérstaklega benda á nauðsyn þess að bæta þarf húsa kvnni þeirra, er í sveitum búa, og leggja þarf áherzlu á, að rafmagn kom ist inn á sem flest sveitaheimili. Einnig telur fundurinn nauðsynlegt, að samgöngur verði sem greiðastar, svo að bændur eigi hægara með að koma framleiðsluvörum sínum frá sér, og eigi auðveldara með alla að drætti til búsins. Fundurinn telur að greiða beri fyrir myndun sveitaþorpa, þar sem skil yrði eru fyrir hendi til sköpunar þéttbýlis. Fundurinn fagnar þeirn skilningi, sem núverandi ríkisstjórn hefir haft á hagsmunamálum sveitanna, sem komið hefir t. d. fram í útvegun nýrra framleiðslutækja, eflingu raforkuframkvæmda og áætlunum um nýjar rafmagnsveitur, með setningu raforkulaganna, lögum um mjög hagkvæm lán til ræktunar- og byggingaframkvæmda í sveitum, og ekki sízt í því að veita bændum sjálfum aukin yfirráð um sölu og verðlagningu afurða sinna. Fundurinn telur, að skapandi máttur einstaklinga og athafnafrelsi verði það afl, sem fyrst og fremst muni byggja upp sveitir þessa lands og fordæmir alla viðleitni, sem gerð kynni að verða af hálfu hins opinbera í þjóðnýtingar-átt. Fundurinn tehu', að stefna beri að því, að allar jarðir komist í sjálfs- ábúð, óg fagnar því, að hin illræmda 17. gr. jarðræktarlaganna var úr gildi numin á sl. liausti, fyrir forgöngu Sj álfstæðismanna. Bryniölíur": vitnar gegn kommúnistnm. Kommúnistar hafa undan- farið talið það hinn svívirði- legasta rógburð, að flokkur þeirra lyti erlendri stjórn. — Hefir þeim að sjálfsögðu ekki þótt vænlegt að viðurkenna slíkt, síðan þeir hófu ;,sjálf- stæðisbaráttu“ sína. Til allrar óhamingju fyrir kommúnista er hægt að leiða sjálfan formann flokks þeirra. „félaga“ Brynjólf Bjarnason, sem vitni gegn þeim í þessu máli. Á 7. þingi Alþjóðasam- bands kommúnista flutti Brynjólfur langa ræðu, sem kommúnistar hér heima dáð- ust mjög að. 1 lok þeirrar ræðu komst hann svo að orði: „Að vísu erum við lítill flokkur, en við erum einn hluti hins mikla byltingar- flokks heiins, seni á slíka menn að foringjum eins og Stalín og Dimitroff. Er það raunverulega svo, að „félagi“ Brynjólfur sé bú- inn að afneita forustu og leið sögn „félaga" Stalíns

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.