Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1946, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.11.1946, Blaðsíða 1
XXXII. árg Miðvikudaginn 27. nóv. 1946 49. tbl. Hornsteinninn íagður. Mynd ]:essi var tekin þegar skólameislari Menntaskólans á Akureyri lagði hornsteininn í hid' nýja heimavislarhús M. A. Shólameistari sést hér vera að hagrœða steininam með aðstoð Stejáns Reykjalín, húsa- smíðarneistara. (Ljósm. E. Sigurgeirssön). Leikfélag Akureyrar: Variö yöur á raálöinpuöiii Eftir René Fauchois Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson Leikfélag Akureyrar hafði á laug- ardagskvöldið frumsýningu á franska leiknum „Varið yður á málning- unni" eftir R. Fauchois. Leikur þessi er í þremur þáttum. Efni hans er að vísu ekki fjölbreytt, en leikurinn er vel byggður og marg ar persónur hans ágætar. Leikurinn er fjörugur og víða hlægilegur, en þó er naumast hægt að segja, að nann sé venjulegur gamanleikur, neldur öllu fremur nöpur ádeila á dómgreindarskort og skilningsleysi °g peningagræðgi, sem á sér lítil takmörk. Aðalpersóna leiksins er franskur sveitalæknir, Gadarin að nafni. Hon- um finnst allmikið til sín koma og telur sig kunna skil á flestum Iilut- Urn. Hann er þó í rauninni ekki fteunskur, en hugsanagangur hans °S dómgreind er orðin eintrjánings- ie8 og sljó. Hefir kona hans, Helo- ise, sem er heimsk og hrokafull átt sinn þátt í að þrengja sjóndeildar- hring hans. Finnst henni mikið til um mennlun og stöðu manns síns og telur þau hjón yfir aðra hafin þar í sveitinni. Eldri dóttirin, Syl- via,, dregur dám af móður sinni. Hún er hreinasti pilsvargur og hroka full, en stærsta þrá hennar er að giftast. Hún hefir öll fjárráð á heim ilinu og eru þær mæðgur frekar til fjárins, enda finnst þeim þær þurfa mikið að berast á. Fellur það því helzt í hlut læknisins að spara, því að tekjur hans eru mjög takmark- aðar. Aðaltilgangur leiksins er að sýna þá miklu erfiðleika, sem listamenn eiga oft við að stríða til þess að öðl- ast yiðurkenningu. Jafnframt er á kálbroslegan hátt sýnt skilnings- leysi andlega snauðs fólks á gildi listaverka. Einnig koma fram brask- Alþingi ararnir, sem hugsa um það eitt að græða á listamönnunum og notfæra sér neyð þeirra á ódrengilegan hátt. Ekki eru tök á að rekja efni leiks- ins frekar, en vikið skal með fám orðum að 'persónum leiksins. Jón Norðjjörð leikur Gadarin lækni. Mun mega fullyrða, að Jóni hafi sjaldan tekizt betur. Er leikur hans léttur og eðlilegur og gerfið gott. Ef til vill gerir hann þó skap- ofsa læknisins heldur mikinn. Hlut- verk hans er í rauninni ekki vand- leiknasta hlutverkið í leiknum, en hiti og þungi leiksins hyílir mest á honum, því að hann er næstum all- an íímann á leiksviðinu. Klæðnaður hans er heldur fínn, því að ælia má, að fatakaup handa lækninum hafi orðið að sitja á hakanum oft og tíð- um. Sigurjóna Jakobsdóttir leikur læknisfrúna. Tekst henni mcistara- lega að ná heimskusvipnum á frúnni, þegar hún er að hlusta á vizku manns síns, en skilur hvorki upp né niður. Hreifingar hennar og svipbrigði eru svo eðlileg, að hún fær áhorfendur til þess að gleyma því, að:þeir séu að horfa á leik. Sigríður Schiöth leikur eldri dótt- urina, Sylviu. Nær hún yfirleitt vel skapofsa þessa vanstillta eftirlætis- barns. Svipbrigði eru þó naumast alltaf nógu mikil og andlitið heldur mikið farðað. Anna Tryggva leikur yngri dóttur- ina, Amalíu. Amalía er alger and- stæða systur sinnar, elskuleg í fram- komu og má ekkert aumt sjá. Ýms atriði í þessu hlutverki eru talsvert vandleikin, svo að vel fari, en Anna kemst klakklaust að heita má yfir alla erfiðleika og leikur hennar er eðlilegur og tilgerðarlaus. Freyja Antonsdóttir leikur Ur- súlu, vinnukonu, sem öll læknisfjöl- skyldan lítur niður á nema Amalía. Hlutverk þetta er töluvert vanda- samt, en Freyju tekst vel að túlka framkomu og sálarlíf þessarar vinnu konu, sem læknishjónin litu á sem tilfinningalausa vinnuvél, en kunni þó ein að meta hinn auðnulitla list- málara, sem dó af skorti, en allir vildu nú eiga myndir eftir. Gerfi hennar er gott, en hún talar stund- um heldur lágt. Baldur Hólmgeirsson lék í þetta sinn Bouquet, listmálara, í stað Guð- mundar Gunnarssonar. Lék hann lag lega, þegar þess er gætt, að hann kom inn sem varamaður í þetta hlut- Framh. á 8. síðu. aö gegna frum- skyldu sinni. Meðan annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar er að stöðvast, logar allt í pólitískum erjum á Alþingi. ENN hefir Alþingi ekki tekizt að mynda ríkisstjórn og alger ó- vissa ríkjandi um framtíðina. Alþingi hlýtur að glata öllu trausti þjóðarinnar, ef það getur ekki brátt myndað ríkisstjórn. Þjóðin hlýtur að kref jast þess, að Alþingi láti ekki lengur gagnslausar pólitískar erjur tefla öryggi þjóðarinnar í hættu. SÖNGSKEMMTUN íí „GEYSIS KARLAKÓRINN „Geysir" efndi á sunnudaginn var tíl söngskemmtun ar í Nýja Bíó á Akureyri. Er nú orð- ið alllangt síðan Akureyringar hafa heyrt til „Geysis", enda fjölmenntu þeir í Nýja Bíó, og var húsið þétt skipað. Sænski söngkennarinn Gösta Myr- gart stjórnaði kórnum í þetta sinn. Hefir hann undanfarið þjálfað kór- inn og einsöngvara hans. Söngskráin var með nokkuð sér- stökum hætti, því að meginhluti henn ar voru einsöngslög, án aðstoðar kórsins. Einsöngvarar voru þeir Hreinn Pálsson, Guðmundur Gunn- arsson, Jóhann Guðmundsson, Skjöldur Hlíðar og Gösta Myrgart. Voru lögin bæði eftir íslenzka og er- lenda höfunda. Kórinn söng þrjú sænsk þjóðlög, Pílagrímskórinn úr Tannhauser eftir Wagner og Islands lag eftir Björg- vin Guðmundsson. Söng Hreinn Pálsson einsöng í því lagi. Söngur kórsins bar þess vott, að hann var vel þj álfaður og leysti hann viðfangsefni sín af hendi með mestu prýði. Hefði hann gjarnan mátt tví- taka Pílagrímskórinn. Einsöngvararnir sungu mjög lag- lega. Vegna heildarsvipsins á söng- skemmtuninni hefði þó verið æski- legra, að kórinn hefði aðstoðað ein- söngvarana meira. Myrgart var færður blómvöndur og bæði honum, kórnum og einsöngv urunum var vel fagnað af áheyrend- um. Mun kórinn heldur naumast hafa valdið nokkrum manni vonbrigð- um. Mega Akureyringar vera stolt- ir af „Geysi" sínum. Undirleik önnuðust Gösta Myr- gart, Þórgunnur Ingimundardóttir og Arni Ingimundarson. Tólf manna nefndin svokallaða hefir enn ekki komizt að neinu sam- komulagi um grundvöll til stjórnar- samstarfs fjögurra flokka, eftir því, sem bezt verður vitað. Hagfræðinga- nefndin hefir skilað áliti sínu, en vafasamt er, að hve miklu leyti stjórnarstefna verði á því byggð, því að þeir munu hver um sig hafa samið sérstaka hluta álitsgerðarinn- ar, og því mun álitið í heild ekki sýna nema að nokkru leyti samræmd ar skoðánir þeirra á lausn vanda- málanna. Hvað sem þessu líður, er ekki með nokkru móti hægt að slá því lengur á frest að mynda ríkisstjórn, sem hefir bæði getu og vilja til þess að snúa sér með atorku að skjótri lausn þeirra vandamála, sem bíða úrlausn- ar. Geigvænlega horfir nú með fram- tíð sjávarútvegsins, ef ekki tekst að lækka framleiðslukostnað sjávaraf- urða og tryggja hagkvæmt verð fyr- ir þær á erlendum markaði. Mest- allur fiskiflotinn liggur nú í höfn, og útgerðarmenn telja litlar líkur til, að hægt verði að gera skipin út á næstu vertíð, ef ekki rætist úr. ÞaS er fyrst og fremst skylda Al- þingis aS gera nauSsynlegar ráSstaf- anir til þess aS flotinn geti fariS til veiSa. Hver dagurinn, sem líSur, án raunhæfra aSgerSa í þessu vanda- máli, veldur sjómönnum, útgerSar- mönnum og þjóSfélaginu í heild stórtjóni. Það er réttlætiskrafa þjóðarinn- ar, að það mikla umbótastarf, sem hafið var undir forustu fráfarandi ríkisstj órnar verði ekki gert að engu vegna innbyrðis sundrungar og sam- takaleysis á Alþingi. Þjóðin krefst sterkrar ríkisstjórnar, sem á grund- velli Iýðræðis og einstaklingsfrelsis vinni að enn meiri félagslegum um- bótum og reyni áfram að skapa svo blómlegt atvinnulíf, að allir Iands- menn geti haft viðunandi atvinnu. l^

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.