Íslendingur


Íslendingur - 04.12.1946, Blaðsíða 5

Íslendingur - 04.12.1946, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR 5 Miðvikudaginn 4. desember-1946 - Gætið vei trjanna yfir vetarinn. Frá barnaskófanum. Dm samsta’l heimila og skola. Á meðan trén sofa, eiga menn irnir að vaka og vinna að fegr- un þeirra og heilbrigði Allir þeir, sem trjágróður eiga, ættu að nota dvalartíma gróðursins (veturinn) til að skera upp sár gresja bæði tré og runna, og sprauta með vetrarlyfjum. Þá eru trén í dvala, safinn niðri í rótum, og þvi engin hætta á að trén hafi skaða af, þó að þeim sé skipt meira eða minna á þeim tíma, en aftur að sumrinu ætti alls ekki að særa trén meir en hægt er að komast af með, en þó er skylda að skera nýja skemmd burtu á hvað tíma sem er, svo að hún valdi ekki miklu tjóni. Það á að vera föst regla, að fara yfir trén að vetrinum hér heima eins og í öðrum menning- arlöndum og búa gróðurinn und ir sumarið eins og frekast er unt. Gamall málsháttur segir, að betra sé að gæta fengins fjár en afla annars. Þetta á ekki síð- ur við trjágróðurinn en annað. Trén eru lengi að vaxa, og eftir að þau hafa náð talsverðum þroska, þykir mönnum mikill skaði í missir þeirra. Það er margt sem valdið getur töfum á vexti trjánna og jafnvel dauða. Undanfarin ár hefir bor- ið talsvert á sjúkdómum í trjám hér, og lítur út fyrir að þeir færist í aukana með hagstæðara tíðarfari. Reyniviður er t. d. fremur kvillasamur. Á hann sækja sveppir þeir, sem í almennu tali eru nefndir reyniviðaráta. — Sveppir þessir. sem geta verið 4 að tölu, vinna allir eins, éta börk trjánna í sundur og ef ekk- ert er að gert fara þeir umhverf is tréð og veldur það dauða alls þess, sem fyrir ofan skemmdina er. Smáar greinar drepur sýkin samsumars, en aðalstofn gam- alla trjáa tekur oft nokkur sum- ur fyrir sýkina að vinna bug á að fullu, fer það þó alveg eftir tíð og lífsskilyrði því, sem trén hafa við að búa. Hafi tré nóg að bíta og brenna og nægilegt Ijós og loft, vinnur tréð oft bug á veikinni sjálft, ef ekki er um mörg sár að ræða, og veikin ekki komin á hátt stig. Hitt mun því miður vera algengara, þar sem menn hafast ekkert að, að sýkin vinni bug á trénu fyrr eða síðar. Einn bessara sveppa er algengur á ribsi og heitir Nectria cinnabar- lna. Kemur hann fyrst í dauðar greinar á ribsi og reynivið, og er auðþekktur á gróhýrskum sVeppsins, sem sitja utan á berk lnum, sem rauðar vörtur eða Sem smá hnoð. Þessi gró berast svo með vindi, vatni. fuglum og flugum á næstu grein eða tré, sem lifandi eru, éta sig inn í börkinn og gera talsvert tjón,en þó eru hinir svepparnir mikið skæðari (Nectria galligena og Cytospara og Vallsa), en sumir halda því fram að Vectria cinna barina sé móðir hinna allra. Hinir síðar nefndu sveppir gera mikið tjón á reynivið og fleiri trjátegundum, og lítur út fyrir að skæðastir séu þeir þar sem trén standa þétt eða í skugga. Nectria galligena er sá sveppur- inn, sem ég álít að valdi mestu tjóni hér á Akureyri. Hann kem ur í visna greinastúfa fyrst og étur sig svo inn í tréð umhverf- is stubbana og eru það bæði djúp og slæm sár, og eru þau al- gengust hér á trjám, þó talsvert beri á hinum líka. Það er því nauðsyn, að skilja aldrei eftir stubba við stofn, sem skipt er og bera í sárin á eftir tjöru eða mál. Einnig er gott að fara yfir trén á vorin og klippa allar kalnar greinar þó litlar séu, því ekki þarf nema litla visna grein til að valda dauða stórrar hliðar greinar á einu sumri. Varnir Varnir gegn þessum sveppum er vandaverk og heldur seinlegt. Fyrst og fremst er það skylda að veita trjánum góð lífskjör, því eftir því sem tréð hefir meiri mótstöðukraft, vinnur sýkin síður bug á því. En um lífskjör og umhugsun um tré verður ekki rætt í þessari grein. Þegar sveppirnir eru komnir í tréð og sár komin, er skurðlækn ing það eina sem gildir. Sárin þurfa að skerast hrein 1—2 cm. út fyrir rendur sáranna, svo að örugt sé að vel sé tekið fyrir sýkina og síðan borið í sárin koltjara eða olíumál, en ekki má þó bera á börkinn. Þegar búið er að skera sárin er ágætt að sprauta trén með 3—5% blá- steinsvökva að vetrinum til, og er það ágæt vörn gegn öllum þessum sveppum, og vel hægt að verja trén gegn sveppunum með því, og yfir vorið og sum- arið að sprauta með Bardo- vökva (1 kg. kalk, 1 kg. blá- steini í 100 I. vatns). öll sár á að skera á meðan tréð er í dvala en ekki að sumrinu eða þégar safinn er kominn upp í topp trésins, það getur valdið töfum á þroska trésins og jafn- vel dauða. Sýki þessi er smitandi, geng- ur garð úr garði. Þar sem garð- ar liggja saman er nauðsynlegt að ganga í gegnum þá alla svo árangur verði að. T. d. væri full þörf að taka Akureyrarbæ skipulega í gegn, gegn þessari plágu, því annars verður aldrei örugt, því sýkin er svo víða kom in. Munið þvi að klippa allar dauðar greinar af ribsi og reyni- við, og einnig að hreinsa allt rusl burtu úr garðinum að haustinu, það er líka mikil vörn. Á birki, víðir o. fl. sækir rið- sveppurinn. Hann gerir oft mik- ið tjón á litlum plöntum. Bardó- vökvi er ágætt lyf gegn honum, einnig Bardóduft; Sveppurinn, Kerlingarvöndur er algengur á birki, hann er smitandi og verð- ur því að skera þá af og brenna. Skógarlús og birkiormur á- sækja margar tegundir, og ef mikil brögð er að, getur það valdið töfum á vexti og jafnvel dauða. Einu ráðin við útrým- ingu þess er sprautun. Ágætt er að sprauta að vetrinum með Karbokrimp eða Oviside, eyðir það eggjum og lirfum, skófum og mosa af trjánum, en aðeins má nota þessi lyf á meðan trén eru algerlega í dvala að vetrin- um til. Ekki er þó alltaf nóg að sprauta með þessum lyfjum, þó mikil vörn sé í því. Lúsin er fljót að tímgast og geta komið margar kynslóðir á sama sumri. Nikotínsulfat er á- gætt lúsalyf og hverfur lúsin við sprautun af því eins og dögg fyrir sólu, einnig má nota Blý- arsentduft í staðinn fyrir Nikó- tin.. , Notið varnarráðin í tíma, það er seint að vakna þegar tréð er dautt. Gætið þess að hafa nægi- fegt bil á milli triánna, svo hvert tré fái að breiða sína krónu eins og því er eðlilegast, þá fyrst eru trén falleg. Ef trén standa of þétt veldur það nuddi og skemmdum á berki og einnig veitir það sýkingu greiðan að- gang að sinni starfsemi til 'frek- ari eyðileggingar. Grisjun er nauðsynlegur liður í skógrækt- inni og má ekki gleymast, og bezti tíminn er vetrartíminn eins og áður er getið. Þessi grein er skrifuð eftir beiðni bæjarstjóra og nokkra á- hugamanna innan Skógræktar- félags Akureyrar. Ég undirritað ur óska að grein þessi geti orðið sem flestum að liði í framtíð- inni. Sólvöllum 23. nóv. 1946 Finnur Ámason. Auglýseaánr atiiuBií! Auglýsingar, sem birt- ast eiga í jólablaði ,,ís- lendings“, þurfa að vera komnar til afgreiðslu blaðsins í síðasta lagi n. k. laugardag. Jólakveðj- ur þurfa einnig að ber- ast fyrir þann tíma. Oft hefi ég að því vikið undan- farin ár, í mæltu máli og rituðu, hví- lík nauðsyn það væri íslenzku þjóð- aruppeldi, að samhugur og samstarf ríkti milli heimila og skóla, og að hvor aðijinn urn sig yrði sem skiln- ingsbeztur á starf og aðstöðu hins. Þessi nauðsyn liggur í augum uppi, einkum að því er snertir barnaskól- ana. Hjá einhvers konar sambandi er vitanlega ekki hægt að komast, en á miklu veltur að það sé gott sam- band, já svo miklu, að það getur valdið úrslitum um það, lrvaða gagn barn eða ungmenni hefir af skóla- vist sinni. Og þar sem telja má, að nú orðið sé það heimilið og skólinn sem mest skiptir sér af barninu dags- daglega, meðan skóli stendur, má nærri geta lrvers virði það er fyrir þann, sem þessi afskiptaseini lendir á, þ. e. barnið, að þetta komi ekki allt sitt úr Jiverri áttinni, eða stang- ist gjörsamlega. A þetta bæði við um sjálft nárnið, t. d. lestrarnámið, o. fl. og þá ekki síður um hin sið- rænu og trúarlegu efni, margs konar venj ur, reglur, o. fl. Þetta er svo aug- ljóst mál, að ekki á að þurfa frekari rökstuðning fyrir því að það sé nauð synlegt að efla þetta samstarf svo sem unnt er. En með livaða ráðum á það að gerast? Kemur þar þrennt til greina, fyrst og fremst; Heimsóknir og við- töl, blöð og ritlingar, fundir og fyrir lestrar. Það er mjög affarasælt að kennar- ar komi í heimilin við og við og for- eldrar í skólann til viðtals þá er þeir geta. En þetla er tafsamt, þar sem fjölmennt er, og raunar illframkvæm anlegt, og ekki einhlítt. Þó hafa kenn arar hér mjög oft farið í slíkar heimsóknir og fara enn, þegar þeir koma því við, enda telja þeir sig hafa jafnan af því nokkurt gagn eða rnikið. Hitt er aftur á móti ekki al- mennt, að foreldrar heimsæki skól- ann, nema þá við skólasetningu og skólaslit. Þó koma þar allmargir á starfstímanum, en helzt í ákveðnum erindum. Og náttúrlega gæti það valdið truflun í daglegu starfi skól- ans að slíkar heimsóknir yrðu í stór- urn stíl, að mjög margir kæmu í einu. Og þótt á slíku sé nú lítil hætta. þá er þó auðsætt, áð í slíku fjöl- menni, sem hér er, yrðu þessar heimsóknir að skipuleggjast, og er það að nokkru leyti gert með aug- lýstum viðtalstíma skólastjórans. í sl. 15 ár höfum við sent mikið af fjölrituðu eða prentuðu efni inn í heimilin um þessi mál, og gefum nú út hið eina tímarit um uppeldis- og skólamál, sem til er í landinu (fyrir utan málgagn kennarastétlarinnar) Heimili og skóla. Ósagt skal látið hvaða gagn hefir að þessu orðið, en víst ætti það þó að vera betra en ekki. Og það er ástæða til að hvetja foreldra til að kaupa tímaritið, sem ég nefndi. Það flytur marga þarf- lega grein um þessi viðkvæmu og merkilegu mál. Og árgangurinn kost ar ekki meira en 2—3 vindlinga- pakkar, eða aðeins 10 krónur. Samfundir foreldra og kennara, eða svonefndir foreldrafundir, geta verið með ýmsu sniði, en markmið þeirra er að sjálfsögðu bæði fræðsla og kynning. Undanfarin ár höfum við hér haldið fjölmarga slíka fundi, ýmist sameiginlega með foreldrum er áttu börn í þessum eða hinum ár- ganginum, eða í sérstökum deildum. Og nú í vetur höfum við nýlega lok- ið fjórum slíkum fundum með for- eldrum, er áttu börn í 1. og 2. bekk, því að þar er þörfin mest fyrir við- kynningu og gagnkvæman skilning. Fyrirkomulag þessara funda hefir jafnan verið það, að fyrst hafa ver- ið flutt stutt fræðsluerindi, þá um- ræður, og síðast hafa svo foreldrar liaft tal af þeim kennara, er kenndi barni þess eða börnurn. Eg hygg að þessir fundir hafi unnið rnikið gagn, þótt það verði eigi mælt eður vegið. Og það er trú mín að á hernámsárunum hafi þeir unnið meira gagn en menn alinennt grunar eða veittu eftirtekt. Segja má að móðurmálskennslan sé eitt höfuðviðfangsefni barnaskól- anna, og þá fyrst og fremst lestrar- námið. Því að þótt allmörg börn komi dável læs í skólann, er þó all- ur fjöldinn lítt eða ekki læs. Verður þá að kenna mörgum í hóp og er þá notuð hin svokallaða hljómkennslu- aðferð, því að gömlu stöfunaraðferð ina er ekki hægt að nota, er kenna á mörgum í einu. En þar sem menn eru nú fremur ókunnir þessari að- ferð, en hinsvegar áríðandi að for- eldrar hafi nokkurn skilning á þeirri starfsaðferð m. a. vegna æfinga barnsins heima), er mjög áríðandi að þeir kynnist grundvallaratriðum hennar. Fyrir því vill barnaskólinn bjóða foreldrum til fræðslufundar um þessi efni, sem haldinn verður í kirkjukapellunni mánudaginn 9. des. n. k. kl. 5 e. h. Á þessurn fundi mun Egill Þor- láksson kennari flytja stutt erindi um uppeldismál, og Jón Þorsteinsson kennari síðan útskýra hlj ómkennslu- aðferðina, en hann er nú einn hinn lærðasti kennari í þeirri grein. Eg vil sérstaklega ráða þeim for- eldrum, sem ungu börnin eiga í skól- anum, að nota sér þetta, og ekki síð- ur foreldrum þeirra barna, er koma eiga í skólann í vor. Annars eru vitanlega allir foreldrar velkomnir meðan húsrúrn leyfir. En þess er óskað að menn mæti stundvíslega. Snorri Sigjússon.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.