Íslendingur


Íslendingur - 04.12.1946, Blaðsíða 8

Íslendingur - 04.12.1946, Blaðsíða 8
/ólab/að fslendigs verður aðeins sent föstum kaupendum l)laðsins. Gerist því kaupend- ur þegar í dag. Árgangur- inn kostar aðeins 15 krónur. Miðvikudaginn 4. desember 1946 Athygli skal vakin á því, að „fslendingur“ kemur framvegis út á miðvikudögum. Auglýsing- ar þurfa þvl að vera kornnar í síðasta lagi á liádegi á þriðju- dag. □ Rún.: 59461247 2. Athv. /. 0. O. F. — 1281268% — 9 — 1. MessaS verður á Akureyri kl. 2 á sunnu- daginn. Skemmtifund heldur Sjálfstæðiskvenna- félagið „Vörn” föstud. 6. þ. m. kl. 8.30 í Samkomuhúsi bæjarins (uppi). Mörg skemmtiatriði. Konur fjölmennið. Stjórnin. llúsmœðraskólajélag Akureyrar hefir bazar sunnudaginn 8. des. kl. 2 í Verklýðs- húsinu. Þær konur, sem vilja gefa muni á hazarinn, gjöri svo vel að koma þeim á eftirtalda staði: Munkaþverárstr. 9,Fjólu- göíu ]. Brekkugötu 43. Aðalstræti 80. Akureyringar! Eyfirðingar! — Enn eru þrjár vikur, þar til dregið verður um flug- vél SÍBS. Ef einhverir eru, sem ælluðu að kaupa merki SIBS (þau gilda sém happ- drættismiðar fyrir flugvélina), en höfðu ekki náð þeim í haust, geta þeir fengið þau á skrifstofu Flugfélags Islands hér á Akureyri. Einnig fæst þar blaðið „Berkla- -vörn“. — Dregið verður 23. des. n. k. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Elsa Vestmann, Ak- ureyri, og Hallur Sveinsson, iðnverka- maður, Framnesi, Glerárþorpi. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Eskifjarðarkirkju af séra Þor geir Jónssyni, ungfrú Anna G. Árnadótt- ir (Jónssonar kaupm.) og Sigurður Sigur- steinsson, bifreiðastjóri, Akureyri. Sexlug varð 25. f. m. frú Þórhalla Jóns- dóttir, Gránufélagsgötu 57, Akureyri. Sextugur verður 9. des. Baldvin Bergs- son, skósmiður í,'Hrísey. Hann hefir átt heima í Hrísey um 30 ára skeið og stund- að skósmíði allan þann tíma. Hefir hann þótt sérstaklega vandvirkur við það starf sitt. Nýtur hann trausts og vinsælda hjá öllum þeim, sem hann þekkja. 65 ára verður 5. des. n. k. Oskar Sigur- geirsson, vélsmiður, Strandgötu 11, Akur- eyri. Vel metinn att/rkumaður. Nýlátin er á Sauðárkróki elzta kona þar, Kristrún Guðmundsdóttir, 86 ára að aldri. Mesta sæmdarkona og vinsæl. Eins og sést af grein skólastjóra barna- skólans í blaðinu í dag, verður haldinn framfærslufundur um uppeldismál í kirkju kapellunni, mánud. 9. þ. m. kl. 5 e. h., að tilhlutun barnaskólans. Foreldrar ættu að fjölmenna á fund þenna, því að gagn- kvæmur skilningur og samstarf heimila og skóla er undirstaða góðs uppeldis barn- anna. Frá lögreglunni. Maður sá, sem kom að er Páll Bergsson slasaðist x sl. mánuði, er beðinn að tala við lögregluna. Barnastúkan Samúð minnist 15 ára af- mælis síns næstkomandi sunnudag með hátíðafundi í Skjaldborg, og hefst fundur- inn kl. 1.30 síðdegis stundvíslega. Fund- arefni: Afmælisávarp. -— Inntaka nýrra félaga. — Sögð saga. — Upplestur. — Stutt kvikmynd. •—- Dans. — Félagar eru beðnir að fjölmenna. Nánar auglýst í barnaskólanum. Stúkan „Brynja“ heldur 4und í Skjald- borg n. k. mánudag 9. þ. m., kl. 8.30 e. h. Inntaka nýrra félaga. Upplestur. Kvik- mynd. Bernskufélagar eru beðnir að mæta í Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 1 e. h. Frá starfinu í Zíon. Sunnud. 8. des. kl. ]0,30 f. h. sunnudagaskóli. Kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Þriðjud. 10. des. verður hátiðarsamkomíT í tilefni af vígsludegi hússins. Efnisskrá: Erindi. Samsöngur. Einsöngur, Upplestur. Kaffi. Aðgangur ó- keypis, en tekið á móti frjáisum gjöfum lil starfsins. Aheit á Elliheimilið í Skjaldarvík. Áheit frá Z Q kr. 50.00. Áheit fiá F. P. Dagverðar eyri kr. 25.00. Áheit frá G. kr. 100.00. Gam alt áheit frá S. S. kr. 25.00. Frá S. E. 200.00. Frá M. A. kr. 25.00. — Kærar þakkir. — Stefán Jónsson. Boröiiúnaður Matskeiðar Desertskeiðar Teskeiðar Matgafflar Borðhnífar, 2 stærðir Ennfremur: Dósahnífar Steikaragafflar Fiskispaðar Súpuskeiðar Búrlinífar Vasahnífar Skæri Verzl. Baldurshagi hl Sími 234 Takið eftir! Nýkomið: Búsáhöld Veggluktir Vegglampar Pergamentskermar og ýmislegt hentugt til jólagjafa. Verzlun Gústavs Jónassonar. Gránufélagsgötu 18. Herranærí0t úr silki og ull. Verzl.Hamborg GUITARSKÓLI fyrir undirspil. Útgefandi: BOYE BOLM, fæst hjá höfundinum. Viðskiptaráð Framh. af 1. síðu. lnnflytjendur hafa veri'ð sektaðir fyrir of háa álagningu vara hér heima og erlendis. Þessir menn verða ekki afsakaðir, en þó er vafasamt, hvort þessir aðilar eru nokkuð sek- ari við þjóðfélagið en ýmsir aðrir, sem hafa haldið sér fast við bókstaf laganna. Þóroddur Guðynundsson benti á það í útvarpsumræðum í fyrra, að ekki hefði sannazt, að hin- ir. kærðu innflytjendur hefðu flutt inn dýrari vöru en aðrir. En verð- / lagningarreglurnar hafa enga hlið- sjón af hagstæðum innkaupum. Inn- flytjandi kaupir hlut á 100 krónur og má leggja á hann 10%. Hann sel- ur þenna hlut á 110 krónur og er talinn góður og heiðarlegur maður. Annar innflytjandi kemst að góðtim kauputn og fær samskonar hlut fjrir 80 krónttr. Honum finnst réttmætt að hann hagnist eilthvað sérstaklega á hinum hagstæðu kaupum, leggur á lilutinn 15% og selur hanrt á 92 krónur. Þessi maður rnyndi verða talinn glæpamaður og fjárplógsmað- ur, þótt hann spari ríkinu gjaldeyri og kaupandanum löluverða fjárupp- hæð. Vafalaust hefir ekki þannig verið ástatt hjá öllum hinum brot- legu innflytjendum, en þannig getur dæmið litið út, og nrega allir sjá, hversu hættulega Irraut lögin eru hér konrin út á. Viðskiptaráð verður þegar í stað að hefjast handa um að breyla verð- lagningu vara á þann veg, að heim- iluð verði ákveðin álagning á hverja vörueiningu í stað prósentuálagning- arinriar. Þjóðfélagið hefir áreiðan- lega tapað stórfé vegna þessarar furðulegu álagningarreglu, en það er betra seint en aldrei að breyta í rétta átt. Sulta, margar teg. Sýróp Súkkat Kökudropar Strásykur Melís Púðursykur Flórsykur SÖLUTURNINN Landleiðin að sunnan lokast FURÐULEGT SINNULEYSI HJA PÓSTSTJÓRNINNI öxnadalsheiði er nú ófær bif- reiðum. og komust áætlunarbif- reiðar að sunnan ekki til Akur- eyrar sl. föstudag. Hefir póst- stjórnin tilkynnt, að meðan heið in sé lokuð, muni áætlunarbif- reiðarnar fara til Sauðárkróks og póstur og farþegarsíðan flutt ir þaðan á bát til Akureyrar. Það er að sjálfsögðu engan hægt um að saka, þótt náttúru- öflunum þóknist að stöðva bif- reiðaferðir til okkar hér nyrðra. Hins vegar er það að kenna sinnuleysi póststjórnarinnar, aö föstudagspósturinn að sunnan kemur ekki hingað til Akureyr- ar fyrr en í dag. Póstbáturinn fór frá Sauðárkróki um svipað leyti á föstudag og bifreiðarnar lögðu af stað norður í algera tvísýnu. Hefði því verið sjáll'- sagt að senda póstinn með bátn um. Htett er við, að sitt af hverju hefði verið sagt, ef einstakling- ur hefði haft póstferðirnar, en ríkisfyrirtæki getur auðvitað leyft sér hvað sem er. Gagnfræðakennsla á Sauðárkróki. í VETUR er starfandi á Sauðár- króki skóli í tveimur deildum, sem samsvarar 1. og 2. bekk gagnfræða- skóla. Eru nemendur yfir 50, þar af 27 í yngri deild. í eldri deildinni er einnig iðnfræðsla, og er því deild- inni skipt. Skólastjóri er séra Helgi Konráðs- son, og er hann og séra Björn Björns son aðalkennarar við skólann. Aðrir kennarar eru þeir Jón Björnsson, Þorvaldur Guðmundsson, Magnús Bjarnason, Ingólfur Nikódemusson og Guðjón Ingimundarson. Héraðsskólinn í Varmahlíð starf- ar ekki í vetur, en barnaskóli hrepps- ins hefir aðsetur í skólahúsinu. Eru í undirbúningi ýsmar framkvæmdir í Varmahlíð. Hamarstíg. — Sími 530. TILKYNNING Sökum annríkis fyrir hátíðamar verður aðeins hægt að afgreiða þau föt fyrir jól, sem lögð verða inn fyr- ir 12. þ. m. EFNALAUGIN SKÍRNIR. is Mk „Fyrir karlmenn" kemur í bókabúðir I dag. Bókaútgáfan Syrpa H b/aðamaður við Morgunblaðið andaðist í Reykja- vík sl. sunnudag. Er talið, að mænu- veiki hafi orðið banamein hans. Jens var maður á bezta aldri, að- eins 36 ára gamall. Hann var fædd- ur árið 1910 á Spákonufelli á Skaga- strönd, sonur hjónanna Benedikts Magnússonar og Jensínu Jensdóttur. Hann tók stúdentspróf 1931, lauk prófi í forspjallsvísindum 1933, hætU þá nárni í bili, en hóf síðan náni i guðfræði við háskólann og lauk kandídatsprófi árið 1942. Var han'.i síðan um skeið settur prestur • Hvammi í Laxárdal, en varð síðan blaðamaður við Morgunblaðið <>g hefir gegnt því starfi síðan. Jens Benediktsson var prýðilega greindur og ritfær. Mun hann vvt- mælalaust hafa verið einn snj allart i og afkastainesti blaðamaður lands- ins. Verður vandfyllt skarð það, sera fráfall hans myndar í sveit íslenzkra blaðamanna. Enginn, sem unnið hef- ir með Jens Benediktssyni, hefh getað annað en hrifist með af dugn- aði hans og áhuga. Síðan hann koni að Morgunblaðinu, hefir hann alltaf verið maðurinn, sem leitað hefir ver- ið til, þegar verulega þurfti að hafa hraðann á — og hann hefir aldrei brugðizt. Hann fylgdi dyggilega þvl kjörorði blaðamannsins að vera ætíð viðbúinn. Það er ekki aðeins Morgunblaðið og íslenzka blaðamannastéttin, eeríl má sakna Jens Benediktssonar. 1' þróttamennirnir hafa jafnan átt hauk í horni, þar sem hann var. Hef11 hann ritað óteljandi greinar um lS' lenzk íþróttamál. Hann hafði einmg góða rithöfundahæfileika og hafa komið út eftir hann nokkrar sma' sögur. Jens heitinn átti marga vini, enda var hann ljúfur og elskulegur í við' móti. Öllum vinum hans hlýtur að vera harmur í huga, er hann 6V'° skyndilega er kvaddur burtu í bló»ia lífsins. Starfskrafta hans var þarf hjá þjóð, sem á alltof fáa snjalla blaðamenn, en miskunnarlaus dauð- inn spyr ekki að slíku. Jens var kvæntur Guðríði Guð- mundsdóttur frá Seyðisfirði. Þökk sér þér, kæri vinur, fyrir a' nægjulega viðkynningu í sameig111' legu starfi. Magnús jónssoti. ÞAKPAPPI væntanlegur með Súðinn* Verzl. Eyjaf jörður l1^'

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.