Íslendingur


Íslendingur - 05.02.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.02.1947, Blaðsíða 4
4 MiSvi^agtir 5. íjeþtúéir 1947. ISLENDINGUR Ritatjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgejandi: Útgájufélag Islendings Skrifstofa Gránufélagsgötu 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. ÁlmanM' tryggingarnar Um þetta leyti í fyrra voru lögin um almannatryggingar mjög ofar- lega á baugi. Ollum kom saman um það, að löggjöf þessi væri mjög ínerkileg tilraun til þess að skapa gamalmennum og sjúklingum ör- yggi og létta undir með öðrum þeim, sem við erfiðleika 1 ættu að stríða af ýmsum ástæðum. 1 kosningabarátt- unni í vor var mál þetta einnig all- mikið notað í áróðursskyni, einkurn af kommúnistum, sem ósköpuðust yf- ir því, að tryggingarupphæðirnar hefðu ekkþverið ákveðnar enn hærri. Mál þetta er nú enn komið á dag- skrá, og í rauninni nokkuð á annan veg en í fyrra, því að nú virðist óánægjan með þessa löggjöf vera öllu meira áberandi en lofið um hana. Á- stæðan er sú, að nú er tekið að krefja fólk um iðgjöld til þessara víð- tæku trygginga. Mun flestum þykja þetta þungur fjárhagslegur baggi of- an á öll önpur opinber gjöld, sem eru að sliga almenning. Eru kvart- anir fólks yfir hinum háu iðgjöldum til almannatrygginganna að ýmsu leyti réttmætar, þótt þær hinsvegar afsanni ekki gildi þessarar merku löggjafar. Alþýðuflokkurinn hefir löngum þakkað sér almannatryggingarnar og talið þær hafa verið meginskilyrði flokksins fyrir hlutdeild hans í frá- farandi ríkisstjórn. Er þetta að vissu leyti rétt. Sjálfstæðismenn voru þó á engan hátt andvígir því að skapa sem fullkomnastar almannatrygging- ar, en bentu á þá staðreynd, að ekki mættu þær ganga lengra en svo, að þær ofþyngdu ekki gjaldgetu almenn- ings. Fyrir þessa gætni sína hlaut Sj álfstæðisflokkurinn mikið aðkast, einkum frá kommúnistum, sem vildu óðir og uppvægir hækka aðalfjár- upphæð trygginganna um 12 miljón- ir króna. Þótt Sjálfstæðismönnum hafi tek- izt að koma í veg fyrir fávíslega hækkun á útgjöldum trygginganna, sem hæglega hefðu getað gert þær að einskisverðu pappírsplaggi, þá virðist nú reyndin vera sú, að boginn hafi jafnvel verið spenntur of hátt. Eðlilega þafa svo komið í ljós ýmsir gallar á lögunum, sem auðvelt ætti að vera að lagfæra. Tryggingastofnun ríkisins hefir ný- lega ákveðið iðgjöld einstaklinga til almannatrygginganna fyrir þetta ár. Ö^anííaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Nafnarnir í Fagurey. Kattarþvottur ,,Dags“ „DAGUR“ er stórhneykslaður yfir, að því skyldi hafa verið haldið fram hér í blaðinu, að Framsóknarflokkurinn hafi átt mesta sök á því, að ekki væri fyrir löngu komið stjórnarsamstarf milli lýðræðis- Eru þau allmiklu hærri en menn munu almennt hafa gert sér grein fyrir, þegar lögin voru sett, og eng- in hliðsjón höfð af mtsmunandi efna- hag. Skólafólk er látið greiða fullt iðgjald, en fæst af því mun þó eiga fé aflögu frá námskostnaði. Veruleg- ur galli er það einnig, að 1 ýmsum tilfellum munu öryrkjar vera iðgjalds skyldir. Auk iðgjaldanna verður fólk einn- ig að greiða þetta ár iðgjöld til sj úkrasamlaga, þar sem þau eru starf- andi. Þá leggja lögin veruleg útgjöld á alla þá, sem hafa fólk í þjónustu sinni, jafnvel þótt ekki séu nema vinnukonur eða vinnumenn. Verður að greiða allstóra fjárupphæð ár- lega sem slysatryggingariðgjöld fyrir þetta starfsfólk. * Lögin hafa í för með sér útgjöld fyrir sveitir og bæjarfélög. Munu út- svör í sumum sveitum jafnvel tvö- faldast vegna útgjalda til almanna- trygginganna. Það eru ekki tök á að rekja þetta mál nánar hér, en óneitanlega virð- ist margt benda til þess, að vafasamt sé, hvort þjóðin geti á venjulegum tímum staðið undir þessum risa- vöxnu útgjöldum. Það er að sjálfsögðu almennings sjálfs að segja til um það, hvort hann telur hér hafa verið stigið of stórt spor í áttina til fullkomins fé- lagslegs öryggis eða ekki, því að það eru auðvitað borgararnir sjálfir, sem verða að standa straum af þeim kostn aði, sem tryggingakerfið hefir í för með sér. Hinsvegar skyldi folk þó varast að fordæma tryggingalögin of snemma, því að kostir þeirra eru vissulega margir. Mikilvægast er að geta tryggt fólki, að það þurfi ekki að kvíða skorti á elliárunum eða þegar sjúkdómar svipta það vinnu- þreki. í sambandi við tryggingar verður þó einnig ætíð að gæta þess, að þær hafa sín takmörk, sem ekki má fara yfir. Það má ekki gera fólki lífið svo öruggt, að það freistist til þess að draga að sér hendur og beita ekki starfsorku sinni. Naumast er þó hætta á því, að svo langt sé komið hjá okkur. Það er rétt að láta reynslu þessa árs skera úr um það, hvort fært sé að leggja þessar auknu útgjalda- byrðar í framtíðinni á herðar al- menningi í landinu eða ekki. Ánægju legt væri þó, ef vér þyrftum ekki að rýra þá styrki, sem gömlum og sjúk- um eru ætlaðir í lögum þessum, en vér verðum að sjálfsögðu hér sem annars staðar að sníða oss stakk eftir vexti, og geti einstaklingar eða sveit- arfélög ekki greitt þessi iðgjöld verð- ur ekki hjá því komizt að lækka þau. flokkanna þriggja. Mótmæli „Dags“ eru þó fremur fram sett af vilja en mætti, því að ekkert er hrakið af því, sem bent var á í grein „Islendings" um samningatilraun- ir flokkanna að undanförnu. Það er stað- reynd, að Framsóknarflokkurinn var ger- samlega stefnulaus í flugvallarmálinu — einu hinu mikilvægasta utanríkismáli, sem Alþingi hefir haft til meðferðar. Síðari reynsla hefir staðfest, að afstaða Her- manns Jónassonar og hans fylgismanna í því máli átti að opna þeim leiðina yfir til kommúnista. Það er jafnframt staðreynd, sem tilgangslaust er fyrir „Dag“ að reyna að bera á móti, að meðan tólf manna nefndin sat á rökstólum, stóð Framsókn í samningum við kommúnista og jafnaðár- menn um myndun svokallaðrar vinstri stjórnar. Staðfestir þetta hetur en öll skrif Framsqknarbiaðanna, að það voru Fram- sóknarmenn en ekki Olafur Thors, sem gengu óheilir til verks í störfum tólf manna nefndarinnar. „Dagur“ birtir skrá yfir fundarhöld í tólf manna nefndinni í desember. Sam- kvæmt þeirri upptalningu ltafa 13 fundir verið ákveðnir í þeim mánuði. Blaðið seg- ir flokkana hafa átt að boða fundi til skiptis. Framsókn boðar þó aðeins einn fund. I flest skiptin urðu fundaföll, og kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að sá vondi maður Ólafur Thors hafi átt þar mesta sök. Þessi niðurstaða er þó allein- kennileg, því að Sjálfstæðisflokkurinn átti aðeins að boða tvo af þessum þrettán fundurn. Mætti því alveg eins draga þá á- lyktun af þessu, að fundaföll hafi orðið vegna samningamakks Hermanns við kommúnista. , Afbrýðissemi „DAGUR" telur það „sjúka afbrýðis- semi eða taugaveiklun“ að minnast á það, þótt formaður Framsóknarflokksins eigi tal við kommúnista. Þetta er mesti mis- skilningur. Það verður víst áreiðanlega enginn afbrýðissamur, þótt formaður Framsóknarflokksins makki við kommún- ista. Hitt er sennilegra, að það geti valdið taugaveiklun einhverra og þá fyrst og fremst Framsóknarmanna sjálfra. Er að minnsta kosti ekki ólíklegt, að minn góði starfsbróðir, ritstjóri „Dags“, hefði átt fullerfitt með að kyngja öllum þeim sví- virðingum, sem hann hefir látið blað sitt flytja um Sjálfstæðismenn fyrir samstarf þeirra við kommúnista. Sjálfstæðismönn- um er þetta makk Framsóknar við komm- únista sízt óljúft því að það staðfestir öll þeirra ummæli um það, að stefna Fram- sóknarflokksins er sú ein að haga seglum eftir vindi þannig, að þeir geti jafrmn haft sem mest völd. Er ejtki að undra, þótt rit- stjóri „Dags“ hafi áhyggjur stórar útaf þessari stefnu — eða öllu heldur stefnu- Jeysi — flokks síns, þvi að ekki virðist nú annað sýnna en hann sé enn einu sinni að klofna. Óhróðurinn um Ólaf Thors ÞAÐ er einn leiðbnlegur veikleiki, sem ritstjóri „Dags“ hefir, og það er að smjatta á öllum óhróðri og svívirðingum um Ólaf Thors. Birtir blaðið nú margar tilvitnanir í „Þjóðviljann um Ólaf Thors, og telur Franih. á 7. síöu. Framh. bar hana óðum inn að röstinni. En er þangað kom, var svo mikil ferð á spönginni sem siglt væri í hraðbyri, og loks fór að kvarnast utan úr henni það, sem frauðkenndast var, einkum er hún rakst á aðra jaka, en það var alltaf öðru hvoru, því að ísrek var mikið, enda var ísinn eigi þykkri en svo, að hann var aðeins tvíhöggur. í miðjum strengnum hringsnerist hún hvað eftir annað. Gekk svo nokkra hríð. Þá sáu þeir stóran út- sels-brimil koma upp skammt frá spönginni, og frýndist í þá og hunda tvo, er fylgdu þeim. Selurinn veitti þeim eftirför langa leið, lengur miklu en títt er að selir fylgi skipum. Fór þeim loks að standa stuggur af hon- um og „ekki verða um sel“, með því' að veður tók að þykkna og leið að rökkri. Nær viku sjávar fyrir innan Akur- eyjar klofnar röstin í tvennt um eyði- ey litla og heldur lága, er heitir Fag- urey og liggur undir Innri-Fagradal, hálfa viku sjávar undan landi. Að þessari ey bar jakann og rakst þar á mjóan tanga á henni utanverðri, en brast í sundur jafnskjótt sem hann kom við land, og fylgdi sinn hlutinn hvorri rastarkvíslinni inn með eynni, innan um annan íshroða, er hvergi sá út fyrir. Þeir félagar voru viðbún- ir að stökkva á land, á fjörumóðinn, jafnskjótt sem jakann bæri að, og tókst það í því bili, er hann klofnaði. Hundur Stefáns Eggertssonar, er Svipur hét, gulur að lit og mjög fylgi- spakur, stökk upp á eftir þeim, en hinn rakkinn hrataði ofan af ísklungr inu og fórst í straumnum. Þeir félagar þóttust nú hafa fjöri forðað og lofuðu guð fyrir lífgjöf- ina, en nestislausir voru þeir og held- Eftir að Wilson var kjörinn forseti Bandaríkjanna, hafði hann engan frið fyrir fólki, sem var að sækja um allskonar stöður hjá ríkinu. Dag nokkurn kom einn af þessum ágengu embættaumsækjendum og sagði: „Herra Wilson, aðstoðarvararæðis- maður andaðist fyrir skömmu síðan. Haldið þér ekki, að ég gæti komið í hans stað?“ „Eg hefi alls ekkert á móti því,“ svaraði Wilson, „ef þér getið komizt að samkomulagi við grafarann.“ ★ Eftirfarandi kímnisögur eru úr bókinni Skaftfellslcar þjóðsögur og sagnir eftir Guðmund Jónsson frá Hoffelli: Karl einn var hræddur um, að hann myndi missa son sinn, sem var veikur og bar sig illa. Sagðist hann næstum heldur vilja missa vænsta ur illa búnir, enda þegar mjög tví- sýnt, að þeim yrði bjargað úr ey þessari, þótt svo heppilega vildi til, að þeirra yrði vart á einhvern hátt, vegna ísreks þar um slóðir, sem oft hamlar skipaferðum að vetrinum svo vikum skiptir. Þó gerðu þeir sér von um, að skjótt mundi úr greiðast fyr- ir sér, ef veður breyttist og gengi til landsuðuráttar, því að vel mátti heyra köll þeirra á land til bæjanna í Fagradal, en síður miklu til Akur- eyja, þótt þeim yrði það seint að liði, og mun síðar frá skýrt, hversu því vék við. En hvort sem þeir ættu langa dvöl eða skamma á eynni, reið þeim á framar öllu öðru að koma sér upp einhverju skýli, til að hlífa sér fyrir næturkulda og illviðrum. Harðfenni og klaki var um alla eyna, og var því einkis annars kostur til skýlisgerðar en ísjaka. Þeir viðuðu að jökunum, þar sem skemmst var til, völdu sér hússtæði, þar sem steinn stóð upp úr klakanum, til þess að þurfa ekki að sitja á beru hjarninu, reikuðu jak- ana til með broddstöfum sínum og hlóðu úr þeim veggi, þöktu yfir með ís og höfðu þunnan ísjaka í hurðar stað. Höfðu þeir lokið starfi þessu að mestu áður en fulldimmt var orð- ið. Ekki var skýlið stærra en svo, að þeir gátu aðeins setið á steininum inni réttum beinum. Þar tóku þeir á sig náðir. En illt var legurúmið og óhægt. Þeir urðu að sofa sitjandi og halla sér hvor upp að öðrum, með klakavegginn að baki. Svipur lá á fótum húsbónda síns, og varð það honum að góðu liði síðar til að verja hann kali. Frostlítið var að vísu, en útræna hæg, og blés inn á þá gegn- um kofaveggina óþéttaða og framan sauðinn sinn en drenginn. ★ Prestur endaði eitt sinn prédikun þannig: „Vér höngum eins og skeifa neðan á horuðum húðarklár. Ó, guð, tak þinn himneska naglbít og drag oss undan þessari vondu veröldinni. ★ Prestur spurði dreng, hvort hann vissi, hver hefði skapað hann. Dreng- ur kvað nei við. Móðir hans var nær- stödd og sagði: „Það er ekki von, að hann Jón litli viti það, því að ekki veit ég það.“ j ★ Prestur spurði stúlku, sem honum fannst í meira lagi skartbúin, hvort hún hefði séð kú með slör um háls- inn. Hún kvað ner við, en sagðist hafa séð naut í hempu. Framh. Qaman og aivara*

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.