Íslendingur


Íslendingur - 05.02.1947, Qupperneq 5

Íslendingur - 05.02.1947, Qupperneq 5
Miðv-ifcutkgur 5. iebrúar -1947. Súmardágihn fyrsta 1921 fcom ég til Húsavíkur., til þess að taka.við sýslumannsémbætti Þingeyjarsýslu, sem mér var veitt í október 1920. Þá hófst nýr þáttur í landhelgis- málunum fyrir mér. Brot gegn lögum 19. júní 1922. Hinn 1. júlí 1922 gengu í gildi lög 19. júní ’22 um rétt til fiskiveiöa í landhelgi, sem þegar veröa þyrnir í augum útlendinga, einkum Norð- manna og Svía og voru að heita má strax gerðar býsna áleitnar og ítrek- aðar tilraunir til þess að fara kring- uin lögin, einkum 3., 4. og 5. gr. í 3. gr. annarri málsgrein segir svo: „Það er og bannað erlendum skipum að verka veiði í landhelgi eða á höfnum inni; enn er bannað öllum öðrum en íslenzkum ríkisborg- urum að flytja veiði sína í landhelgi eða á land, til þess þar að verka hana.“ í 4. gr. er lagt fyrir skipstjóra er- lendra veiðiskipa, sem leita hafnar á íslandi, að gefa sig þegar í stað, eða svo fljótt sem því verður við kornið, fram við viðkomandi lögreglustjóra, hreppstjóra, eða umboðsmenn þeirra, og þá um leið greiða öll lög- boðin skipagjöld, en þau nema oft á- litlegum upphæðum. Til þess að komast hjá þessum lagafyrirmælum, tóku nú „frændur vorir“ upp á því, að laumast inn á afskekktar smáhafnir, svo sem Þor- geirsfjörð, Hvalvatnsfjörð, Fjalla- hiifn, Viðarvík o. fl. og gera þar að afla sínum. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Það var engu líkara en að okkar ágæti varðskipaforingi Jóhann P. Jónsson svo og sýslumaðurinn hefðu hvor sinn sagnarandann urn þessi mál og eitthvert leynilegt samband sín á milli, því hvað eftir annað komst upp urn sökudólgana og þeir voru//óspart látnir greiða bæði sektir og skipagj öld. Um þetta má nánar ltsa í dómsmálabókum Þingeyjar- sýslu frá þeinr árum, en þar er ekki sagt frá þeirri lipurð og hjálpsemi, sem íslenzku varðskipaforingjarnir þráfaldlega sýndu sökudólgunum og má geta þess hér, þótt ekki skuli sag- an öll sögð, að norskt síldveiðiskip, sem kviknað var í á Hvalvatnsfirði haustið 1922, hefði brunnið þar og týnzt með öllu, hefði ekki varðskip- ið Óðinn borið þar að, — þetta fall- ega happadrjúga varðskip, sem illii heilli var selt til Svíþjóðar fyrir smán arlegt verð, — og bæði yfirmenn og undirmenn varðskipsins sýnt frábær- an dugnað og hugrekki, að bæla nið- ur eldinn í skipinu og koma því lítt skemmdu til Akureyrar. í 5. gr. laganna eru fyrirmæli um það, að erlend síldveiðiskip skuli, þegar þau eru í landhelgi, „hafa bát- ana á þilfari á venjulegum stað og vörpur eða nætur innanborðs, þó ekki í bátunum.“ Það er á vitorði allra íslendinga, sem síldveiði stunda við Norðurland á sumrin, að þessi grein var og er þverbrotin, enda beitt „diplomatisk- um“ áhrifum til þess, að draga úr mætti hennar. Vík ég síðar, ef tími leyfir og rúm í blaðinu, að lögunum frá 19. júní 1 S L E.N.D 1 N G U R fúlíus Ha vsteen, sýs/umaður Islands. •• Onnur grein ,,íslendingur“ birtir hér framhald greinar þeirr- ar um landhelgi íslands, eftir Júlíus Havsteen, sýslumann, sem hófst í næstsíðasta blaði. 1922 og þeim bögglum tveimur, sem síðar voru látnir fylgja þessu laga- skammrifi. Brot á lögum um bann gegn botn- vörpuveiði og bann gegn dragnóta- veiði í landhelgi. Skal nú sagt frá nýjum kynnum við bæði gamla og nýja óvini á land- helgissvæðinu, en með þeim órðum á ég við Breta, Dani og Færeyinga, eða öllu heldur, hvernig þessar þjóð- ir brutu bæði gildandi lög um bann gegn botnvörpuveiðum og dragnóta- veiðum í landhelgi. Botrívörpuveiðarnar. Meðan ég var sumarlangt á Sigluíirði, löngu áður en ég kom hingað austur til Húsavíkur, sagði mér enskur togara- skipstjóri, að það mætli heita óskrif- að samningsatriði milli enskra tog- araskipstj óra og útgerðarfélaga tog- aranna, að togað skyldi í íslenzkri landhelgi hvenær sem tækifæri gæf- ist, ef helzt væri þar fisk að fá. Eg rengdi hann ekki og mér finnst reynd ar margra ára reynsla staðfesta sann- indi þessara ummæla eða orða hins útlenda skipstjóra. Ekki var ég búinn að vera hér sýslumaður nema rúmt árið, þegar ég fór að fá smjörþefinn af „þeim ensku“ og mér bárust kærur gegn þeim fyrir ólöglegár botnvörpuveið- ar í landhelgi, og þær hafa síðan borizt mér allt frani undir síðustu heimsstyrjöld með hæfilegu milli- bili. Þótt gaman væri, er hvórki staður né stund til þess í þessari ritgjörð, að segja frá átta stunda eltingaleik við enskan „landhelgisbrjót“ hér í Skjálf andaflóa á litlum vélbát, en með úr- valslið, og ekki heldur frá sex daga eltingaleik við annan þrjót í lög- reglurétti Þingeyjarsýslu unz hann j átaði sekt sína, senn reyndar var aug- ljós frá upphafi. Sú reynsla, sem ég fékk af þessum „eltingaleik“, bæði utan réttar og i rétti, sýndi mér það og sannaði, að bugur á harðsvíruðum veiðiþjófum vinnst aðeins með þessu tvennu, sem verður að fylgjast að: Að stækka landhelgina eins og frekast lög leyfa og vanda um leið til varðskipa okk- ar, bæði um skipakost og nýtízku tæki í þeim og á, en mannval gott er til staðar hér heirna, sem treysta má hið bezta til landhelgisvarnanna. Dragnótaveiðarnar. Ekki er þörf á því í þessari ritgjörð, að lýsa drag- nótaveiðinni, þar sem veiðiaðferðin er nú orðin svo kunn og notuð hér heima.’ en ég vil geta þess, að drag- nætur eru með fleiri gerðum. Ein teg- undin er hin svonefndum „kolanót“ (Snurrevoð), önnur kölluð „hlera- nót“ (Skovlevoð) og er hin síðar- nefnda í raun réttri aðeins minnkuð og grímuklædd botnvarpa, stórhættu- leg klakinu eða ungviðinu í sjónum og á hvergi að líðast í landhelgi. Á dragnótaveiði útlendinga hér við land bar lítið fram til ársins 1925. Á því ári munu enskir útgerðar- menn hafa staðið að eða bak við veiðiferðirnar, sem hingað voru farn ar, en Danir frá Esbjærg og Færey- ingar virtust leppa skipin. Sumarið 1925 kom varðskipið „Óðinn“ hingað til Húsavíkur með fjögur útlend dragnótaveiðiskip, sem staðin voru að veiði í Þistilfirði eða öllu heldur Lónafirði. Var rannsókn hafin og skipstjórarnir allir sektað- ir fyrir brot á 6. gr. laga nr. 33, 1922. Skipin, sem vitað var að voru ensk, höfðu bráðabirgða þjóðernis- skírteini dönsk frá ræðismanni Dana í Hull. Umboðsmenn, og að réttu lagi út- gerðarmenn skipanna, voru ensk fé- lög. Meiri hluti skipshafna voru Eng- lendingar, en skipstjórar og veiði- formenn voru danskir eða færeyisk- is og jafnframt taldir eigendur skip- anna. Eitt þessara skipa hafði farið sjö veiðiferðir frá Hull til íslands á tímabilinu maí til 25. ágúst, aflaði ágætlega og seldi með miklum hagn- aði aflann eða ránfenginn, en það er réttnefni á veiði sem þessari. Strax og menn hér heima fóru að kynnast dragnótaveiðinni, þótti hún viðsjárverð sökum þess sérstaklega, að hún fer aðallega fram inni í fjörð- Veiði með „Skovlevoð“ talin brot á lögutn 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi. Ekki leið á löngu þar til fyrrnefndi gallinn kom áþreifanlega í ljós ,og því til sönnunar vil ég leyfa mér að bírta almenningi dóm, sem um þetta atriði var kveðinn upp í lögreglurétti Þingeyjarsýslu 4. okt. 1930 og vakti þá talsverða eftirtekt og skaut a.m.k. dönskum og færeyiskum dragnóta veiðimönnum hér við land nokkurn skelk í bringu. Forsendur dómsins eru svohljóðandi: „Mál það, sem hér liggur fyrir er höfðað af valdstjórn arinnar hálfu gegn kærðum Samúel Miðfjörð, skipstjóra á m.k. „Grím- ur“ frá Frankisvog í Færeyjum og til heimilis í Frankisvog fyrir land- helgisbrot samkvæmt kæru skipherr- ans á varðskipinu „Ægir“ dags. 29. sept. þ. á. og eru hin nánari tildrög málsins þannig: Þann 28. sept. þ. á. kl. 9.35 síðdegis kom varðskipið „Ægir“ að kærða, þar sem hann var að veiðum í landhelgi á Viðarvík samkvæmt staðarákvörðun 0,6 sjó- mílur frá landi. — Var hann með vörpu sína í eftirdragi og skip kærða á ferð þegar varðskipið kom að því. — Var farið um borð í skip kærða og veiðarfæri hans athuguð og þau talin með samskonar útbúnaði og aðrar botnvörpur (Trawl) og var talsverður koli á þilfari skipsins.. — Skipstjóra var bent á, að þessi veiði- tæki hans yrði að telja jafn ólögleg sem togaravörpur. Var kærða gefin skipun um að halda til Húsavíkur svo mál hans yrði rannsakað þar, og kom hann þangað 29. sept. þ. á. laust fyrir hádegi og varðskipið um sama leyti. — Kærði hefir viðstöðulaust í réttin- um játað kæru varðskipsins rétta að öllu öðru leyti en því, að hann hafi urn og flóum, á grunnu vatni, tekur veiðibjörgina frá almenningi á svæð- ekki veitt með ólöglegum veiðarfær- um þeim, sem hún er stunduð, en um‘ einkum og sér í lagi er hún um leið stórhættuleg klakinu eða ungviðinu á grunnsævinu, sem lendir á henni svo hundruðum og þúsundum skipt- ir og drepst meira og minna í með- ferðinni þótt heita eigi, að öllu sé sleppt á sjóinn aftur, Á árunum 1926—1928 urðu radd- irnar um skaðsemi dragnótaveiðinn- ar svo háværar úr öllum fjórðung- um landsins, að rétt þótti að setja lög, sem bönnuðu dragnótaveiðar í landhelgi og var það gert með lög- um dags. 7. maí 1928. Því miður voru tveir miklir gallar á þessari löggjöf. I fyrsta lagi var lögskýringin á veiðitækinu dragnót beinlínis röng í lögunum og svo rúm, að undir hana mátti smeygja alls konar veiðitækjum, sem dregnar eru með botni, en allflestar nætur eru þannig gerðar og notaðar. í öðru lagi var þessi veiði leyfð í landhelgi þrjá mánuði ársins. Heldur hann fram, að veiðitæki það, sem hann noti sé svon. „Skovle- voð“ og liljóti að teljast til dragnóta og sé því leyfð við strendur íslands á tímabilinu frá 1. sept. til 1. des. ár hvert samkv. lögum nr. 55, 7. maí 1928 um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi. Til þess nánar að ganga úr skugga um það, hvernig veiðitæki kærða voru og hvað beri réttilega að telja þau, útnefndi rétturinn strax þann 29. sept. þ. á. 2 óvilhalla, kunnuga og hæfa menn og gerðu þeir hæði þann 30. sept. og 1. okt. þ. á. ná- kvæma lýsingu á veiðitækjum kærða og telja vörpuna, sem útbúin er með hlerum og keflum mjög líka frönsk- um togaraútbúnaði og verði því ekki nefnd annað en botnvarpa („Trawl). Fiskifélag íslands hefir og sömu- leiðis látið sömu skoðun uppi á veiði- tækjum kærða, eftir að orðrétt lýs- ing skoðunarmannanna á þeim hefir verið lögð fyrir það í símskeyti til umsagnar. Eins og mál þetta liggur fyrir virð- ist sök kærða einungis velta á því, hvort veiðitæki hans verði talið drag nót samkv. lögum no. 55, 7. maí 1928 eða botnvarpa eða veiðitæki alveg hliðstætt botnvörpu, en þá koma til greina lög nr. þ, 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveið- um í landhelgi. -— Að vísu er 2. máls- grein 1. gr. laga nr. 55, 7. maí 1928 mjög svo óljós í lýsingu sinni á því, hvaða nætur skuli teljast dragnætur, þar sem hún segir aðeins, að til þeirra teljist nætur „er til botns taka og eru dregnar með botni þegar veitt er,“ en þar sem hún telur meðal þeirra kolanót (Snurrevod) og í 2. gr. sömu laga eru taldar ádráttanæt- ur meðal dragnóta, verður að líta svo á, að löggjöfin hafi með drag- nótum átt við nætur þær, sem þannig eru notaðar, að þær séu fluttar (lagð- ar, rónar) út frá þeim stað — skipi eða landi — sem veitt er frá og dr^gnar þangað aftur meðan á veið- inni stendur, en ekki hafðar á eftir- dragi eins og botnvarpa eða botn- skafa og a. m. k. hafi löggjöfin aldrei ætlast til, að til dragnóta teldust næt- ur með hleraútbúnaði eins og veiði- tæki kærða, sem gerir það hliðstætt botnvörpu eða að botnvörpu til veiða á grunnu vatni, þó á hana vanti I „Bobbings“, sem sérstaklega hafa þýðingu á talsverðu dýpi. -— Það verður því ekki hægt að fall- ast á, að veiðitæki kærða, er hann nefnir „Skovlevoð“ falli undir 2. málsgr. 1. gr. laga nr. 55, 7. maí 1928 um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, heldur verður að telja þetta veiðitæki, sem útbúið er með hlerum, sem hver um sig er 24 kg. og keflum, og sem haft er í eftirdragi á eftir skipinu, þegar veitt er í botn- vörpu samkv. íslenzkum lögum og verður því að líta svo á, að kærði hafi gerzt sekur um ólöglegar botn- vörpuveiðar í ísl. landhelgi og sé því brotlegur gegn 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpu- veiðum — Samkvæmt þessum forsendum var kærði dæmdur samkv. ákvæðum laga nr. 5, 18. maí 1920, en með tilliti til þess, að nægilega upplýst þótti, að kærði hafði ekki talið þessa veiði ólöglega og ekki áður gerzt brotleg- ur gegn landhelgislöggjöfinni ís- lenzku, var hann látinn sæta lægstu sekt, en hún var þá, miðuð við gull- gengi, kr. 12500,00 og auk þess upp- tæk veiðarfæri og afli. Dæmi þau, sem ég að framan hefi dregið út í dagsljósið, eru fram sett til þess að sýna og sanna það, sem reyndar alþjóð veit, að jafnvel á okkar smækkuðu landhelgi hafa út- lendar þjóðir níðzt miskunnarlaust og mun ágangur þeirra ekki verða meiri þó stækkuð verði landhelgin, ef við höfum kjark og bolmagn til þess, að gera varðskip okkar út svo sem sjálfstæðri menningarþjóð er samboðið og setja þau skip undir stjórn þeirra manna bæði á sjó og landi, sem vit hafa og þekkingu á landhelgismálunum og þor til þess að halda fram réttinum, jafnvel þótt við stórveldi sé að glíma.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.