Íslendingur


Íslendingur - 21.05.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 21.05.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 21. maí 1947 ÍSLENDINGUR 5 Áætlun NýbyggingaráOs nm stdr- fellda eflingu sjávarút - vegsins. Áætlun ráösins og tiílögur ná tram til ársins 1951. Við útvarpsumræðurnar um frum- varp til laga um fjárhagsráð gaf for- maður Nýbyggingarráðs, Jóhann Þ. Jósefsson, núverandi fjármálaráð- herra, allítarlegt yfirlit yfir starf- semi Nýbyggingarráðs frá því að það tók til starfa skömmu eftir að fyrrverandi ríkisstjórn var mynduð haustið 1944. Gafst landsmönnum þar kostur á að fá nokkra nasasjón af þeim umfangsmiklu og stórhuga framkvæmdum, sem unnið hefir ver- ið að á grundvelli nýsköpunarstefn- unnar. Eitt verkefni Nýbyggingarráðs var að gera heildaráætlun um nauðsyn- legar framkvæmdir í framleiðslu- og atvinnumálum þjóðarinnar. Æski- legast hefði auðvitað verið, að slík áætlun hefði verið gerð þegar í upp- hafi, en svo mikill var áhugi manna um framkvæmdir, að ráðið tók þann kostinn að hefjast handa þegar í stað: Er naumast hægt að ásaka ráð- ið fyrir þá stefnu. Fyrri hluta árs 1946 lauk þó Ný- byggingarráð við allítarlega áætlun og tillögiir um framkvæmdir í sjáv- arútvegi íslendinga. Nær sú áætlun fram til áramóta 1950—’51. Vék fjórmálaráðherra nokkuð að áætlun þessari í útvarpsræðu sinni. Þar sem ætla má, að mörgum sé nokkur for- vitni á að kynnast nánar tillögum Nýbyggingarráðs, enda má þess vafa laust vænta, að núverandi ríkisstjórn liagi framkvæmdum sínum á þessu sviði nokkuð í samræmi við hana, birtir „íslendingur“ hér nokkur at- riði úr áætluninni. Er þó aðeins drepið á nokkur atriði, því að á- ætlunin öll er mikið plagg. Fiskiflotinn 1951. Nýbyggingarráð hefir gert fimm mismunandi áætlanir um eflingu sjávarútvegsins, en leggur þó aðal- áherzlu á eina þeirra og eru eftir- greindar tölur miðaðar við hana. Ekki er kostur ó að rekja röksemdir ráðsins fyrir hverri einstakri tillögu. Aukning fiskiflotans er miðuð við þorsk- og flatfiskafla, er nemur ca. 425—500 þús. tonnum af slægðum fiski með haus, en það er nálægt því það aflamagn, sem ráðið telur að veiða megi á íslenzkum miðum, án þess að ganga á stofninn. Ráðið telur, að árið 1951 þurfi íslendingar að eiga 75 togara, sam- tals 30 þús. rúmlestir, og 720 vél- báta, samlals rúmlega 22 ,þús. rúm- lestir. Þessi floli á að geta veitt ár- lega 428 þús. tonn af þorsk- og flat- fiski og 2.56 milj. síldarmála. Sam- tals er áætlað, að útflutningsverð- niæti þessa afla verði um 650 milj. kr. Er þá miðað við verðlag 1946. Gert er ráð fyrir, að um áramót 1950—51 verði enn starfandi af flota þeim, sem skrásettur var um áramót 1945—46, sem hér segir: 15 togarar, samtals 5 þús. rúmlestir, og 507 vélbátar, samtals rúmlega 10.6 þús. rúmlestir. Þegar óætlunin var gerð (31. maí 1946) taldi ráðið fullvíst að bætast myndi við flotann 122 vélbátar, sam- tals 7090 rúmlestir, og 30 togarar, samtals 15.600 rúmlestir. Vantar þá 30 togara og 83 vélbáta. (Þess má ! geta, að samið hefir verið nú um smíði á fleiri togurum en þeim 30, sem nefndir eru í áætlun ráðsins). Með þeim forsendum, að 4000 rúmlestir báta, auk þeirra, sem þeg- ar eru í smíðum, verði smíðaðir inn- anlands, áætlar ráðið, að öll gjald- eyrisnotkun við flotaaukningu þessa verði rúmar 225 milj. kr. og er þeg- ar búið að ákveða skipakaup fyrir 144 milj. kr. Mannaflaþörf. Ráðið ætlar, að á vetrarvertíð þurfi 2.310 sjómenn á togarana og 2.750 á vélbátana. Þar að auki þarf aðra 2.750 landmenn við vélbátana. Strax á vetrarvertíð 1947 þarf 2.250 mönnum fleira en á vetrarvertíð 1946. Hér er miðað við ísfiskveið- ar, en á saltfiskveiðum vex mann- aflaþörf togaranna urn 400—600 manns. Yfir sumarmánuðina telur róðið, að þurfi 2.310 menn ó togarana, 4.050 menn á báta á síldveiði og 1.040 á báta á þorskveiði. Ráðið bendir á það, að allir út- reikningar þess um mannanotkun á hinum mikla fiskiflota byggist á þeirri forsendu, að aðferðirnar við fiskiveiðarnar séu óbreyttar. Hins vegar bendi margt til þess, að nýjar veiðiaðferðir geti valdið verulegum breytingum á þessu sviði. Þótt svo verði, telur ráðið ljóst, að áætlanir þess muni krefjast stórkostlegrar aukningar fiskimanna á skipum yfir 12 rúmlestir. Þörf á vélamötmum og vélstjórum með prófi frá Fiskifélagi íslands muni naumast verða full- nægt, nema með sérstökum ráðstöf- unum fram yfir þær, sem þegar hafa verið gerðar. Þá þurfi að tvö- eða þrefalda tölu vélstjóra með prófi frá Vélstjóraskóla íslands, og nokkur skortur virðist einnig geta orðið á skipstjórum og stýrimönnum með fiskimannapróf. Ráðið telur brýna nauðsyn bera til þess að beina hugum ungra manna meir að sjómennsku en gert hefir ver ið. Nú sé það svo, að stór hluti æsku- lýðsins í höfuðborginni vaxi upp án nokkurrar kynningar af eða þátttöku í atvinnuvegunum. Telur ráðið æski- legt, að komið verði upp, í sam- bandi við hina svokölluðu verknáms- deild gagnfræðaskólanna, sérstakri sjómanna- og fiskimannadeild og notað skólaskip til kennslu í grund- vallaratriðum sjómennsku. í álitsgerðinni segir: „Ef sú aukn- ing útgerðar, sem möguleg er með hinum nýja flota, á að geta átt sér stað, verður þessi viðbót (þ. e. á mannafla) að koma að mestu leyti beint frá öðrum atvinnugreinum, og hlýtur þá fyrst og fremst að vera um sjómenn að ræða, sem flutzt hafa í land á undanförnum árum. Það er sennilegt, að hér sé um allfjölmenn- an hóp að ræða, að á flotanum hafi á stríðsárunum að verulegu leyti orð ið mannaskipti. Þennan hóp verður nú að fá út á sjóinn aftur frá land- vinnunni, og það verður ekki hægt með öðru móti en að sjávarútvegur- inn geti boðið þeim að verulegu leyti betri kjör en aðrar atvinnugreinar.“ Síldveiði. Róðið ætlar, að auka þurfi af- kastagetu síldarverksmiðjanna um 10 þúsund mál á sólarhring, og er þá miðað við aflabrögð eins og 1944, þ. e. a. s. í mjög góðu síldar- ári. Hentugustu skip til síldveiða tel- ur ráðið vélskip, sem geta farið ein með nót, og mega því helzt ekki vera minni en 40 rúmlestir. Mannafla á síldarvertíð 1951 áætlar ráðið 4.050, eða 1.620 mönnum fleira en 1945. Framleiðsluverðmæti síldaraflans er áætlað 185 milj. kr. Hraðfrystihús. Samkvæmt skýrslu fiskimálaneínd- ar voru í byrjun aprílmánaðar 1946 fullfær frystihús, eða frystihús í þann veginn að taka til starfa samtals 71 með 752 smálesta afkastagetu á sól- arhring. Með áðurnefndri aukningu flotans telur ráðið nauðsynlegt, að hraðfrystihúsin geti skilað um 60 þús. tonnum af hraðfrystum flökum ó ári. Myndi því þurfa að auka af- köst frystihúsanna um 60—100%. Síðan áætlunin var gerð, hafa bætzt við frystihús, sem afkasta 120 —130 smálestum á sólarhring, og mörg önnur eru í undirbúningi. Á- ætlaður kostnaður við áðurgreinda afkastaaukningu er 45 milj. kr„ þar af 20—25 milj. kr. í erlendum gjald- eyri. Skortur á vinnuafli er einnig al- varlegt vandamál fyrir frystihúsin. 3000 manns virðist þurfa til vinnu í þau frystihús, sem komin voru upp, er áætlun ráðsins var gerð. Við stækk unina telur ráðið þurfa að bæta við um 2000 manns. Leggur ráðið mikla áherzlu ó nauðsyn þess að skapa meiri tækni í frystihúsunum til þess að spara vinnuaflið, en þó tryggja nægileg afköst. Hafnargerðir. Ráðið leggur mikla áherzlu á nauð syn góðra hafna til þess að hægt verði að starfrækja flotann með góð- um árangri. Ráðið vill láta gera landshafnir í Höfn í Hornafirði og á Rifi á Snæfellsnesi, en leggur hins vegar ekki eins mikla áherzlu á lands- höfn í Njarðvík. Þá telur ráðið sér- staklega nauðsynlegt að hefjast nú þegar handa um nauðsynlegar hafn- arbætur í Bolungarvík, Sauðárkróki, Grindavík, Sandgerði og Þórshöfn. F iskmóttökustöðvar. Ráðið telur nauðsynlegt að koma upp í hinum stærri verstöðvum sér- stökum fiskmóttökustöðvum fyrir vélbáta. Myndi þá fiskurinn fara ó- aðgerður úr bátunum til þessara mót- tökustöðva, en þar sé frá honum gengið á sem allra fullkomnastan hátt og reynt að hagnýta sem bezt allan úrgang, er ella myndi fara forgörð- um. Með þessu móti fengjust bæði hagnýtari vinnubrögð og minni kostnaður. Verbúðir. Að lokum leggur ráðið áherzlu á nauðsyn þess að bæta að miklum mun aðbúnað vermanna og reisa í því skyni fullkomnar verbúðir á öll- um helztu verstöðvum. Vorþing Umdæmisstúku Noröurlands Margar ályktanir geroar ura bindindisraái Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri dagana 11.— 12. maí sl. A þinginu mættu 31 full- trúi, 11 frá Siglufirði og 20 frá Ak- ureyri. I umdæminu eru starfandi 5 undirstúkur með samlals 769 félög- um og 15 barnastúkur með samtals 1608 ungtemplurum. Á árinu hafði Umdæmisstúkan gengist fýrir Bind- indismannamóti í Skagafirði, reglu- boðun um Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, lokun áfengis- verzlunarinnar í Siglufirði um tíma sl. sumar o. fl. Milli þingfunda á sunnudaginn sálu fulltrúar æskulýðsfund í bæn- um, hlýddu messu í Akureyrarkirkju og horfðu á kvikm'yndina „Glötuð helgi“ í boði Skjaldborgarbíós. Tvö sl. ár hefir framkvæmdanefnd umdæmisstúkunnar verið á Siglu- firði, en var nú flutt til Akureyrar. Umdæmistemplar hefir verið Jóhann Þorvaldsson, og stjórnaði hann þing- inu. í framkvæmdanefnd voru kosnir: Umdæmistemplar Eiríkur Sigurðs- son. Umdæmiskanslari Hannes J. Magnússon. Umd. varatemplar Jónina Stein- þórsdóttir. Umd. ritari Jónas Jónsson. Umd. gjaldkeri Ólafur Daníelsson. Umd. gæzlum. ungtempl. Bjarni Halldórsson. Umd. gæzlum. löggjafarstarfs St. Ág. Kristj ónsson. Umd. fræðslustjóri Snorri Sigfús- son. Umd. skrásetjari Ingibjörg Aust- fjörð. Umd. kapelón Ólafía Hjaltalín. Fyrrver. umd. templar Jóhann Þorvaldsson. Mælt var með Brynleifi Tobiassyni sem umboðsmanni stórlemplars. Kjörnir fulltrúar á stórstúkuþing- ið: Jóhann Þorvajdsson og Þóra Franklín. Á þinginu voru samþýkktar ýmiss- ar tillögur um reglumál og áfengis- varnir. Ilelztar voru þessar: 1. „Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 haldið á Akureyri, ítrekar fyrri samþykktir til hlutaðeigandi aðilja: a) Að lögin um héraðabönn verði látiri koma til framkvæmda þegar á þessu ári. b) Að áfengisútsölum á Norður- landi verði lokað um síldarvertíð- ina. Og til vara: Að sama heimild verði veitt til lokunar útsölunnar á Siglufirði og sl. sumar. c) Að aukið verði eftirlit með sölu og leynisölu áfengis og einnig áfengisnautn í sambandi við sam- komuhöld, og lögreglunni á hverjum stað gefnar fyrirskipanir urn að vera á verði gegn hvers konar brotum á áfengislöggj öf inni. 2. „Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 mótmælir eindregið frumvarpi, sem fram hefir komið á Alþingi, um heimild veitingahúsa til áfengissölu, og skorar jafnframt á Alþingi og rík isstjórn að afnema sérleyfi það, sem Hótel Borg þegar hefir.“ 3. „Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 skorar á þingmenn, bæjarfull- trúa og aðra trúnaðarmenn ríkis, bæja og sveitarfélaga að útiloka með öllu vínveitingar í samsætum og veizlum, sem haldnar eru á þeirra vegum, og jafnframt verði engum leyfð kaup á áfengi við lægra verði en venj ulegu útsöluverði. 4. Þrátt fyrir framangreindar til- lögur, sein aðeins miða til úrbóta í áfengismálunuin um stundarsakir, leggur umdæmisþingið ríka áherzlu á, að unnið verði að framkvæmd til- lögu síðasta stórstúkuþings um al- gert innflutnings-, sölu og veitinga- bailn á áfengum drykkjum hér á landi. 5. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 samþykkir að skora á ríkisstjórn- ina, að skipa nefnd í samráði við Stórstúku íslands, er rannsaki og gefi skýrslu um, hve víðtæk séu í þjóðfélaginu hin skaðvænu áhrif á- fengissölunnar og áfengisnautnar- innar, bæði um allt öryggi manna og siðgæði, réttarfar og hag þjóðarinn- ar yfirleitt. 6. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita ríflegan fjárstyrk til húsbygg- ingar vegna Góðtemplarareglunnar í Reykj avík. ★

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.