Íslendingur


Íslendingur - 02.07.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 02.07.1947, Blaðsíða 6
 6 Miðvikudagur 2. júlí 1947 ÍSLENDINGUR/ Anglýsing um útboð á rikisskuldabréfum. Samkvœmt I. kafla laga um eignakönnun, nr 67 1947, býður ríkissjóður hér með út ríkisskulda- bréf með þeim skilmálum, sem hér fara á eftir. — Heildarupphæð skuldabréfanna- verður ákveðin með forsetaúrskurði síðar. Skuldabréfin eru í 2 stœrðum, 5.000 kr. og 1.000 kr. Vextir af þeim eru 1% á ári og greiðast eftir á gegn afhendingu vaxtamiða 1. ágúst ár hvert meðan lánið stendur, í fyrsta sinn 1. ágúst 1948. Bréfin innleysast á nafnverði samkvœmt útdrœtti á árunum 1948—1972 með 1/25 hluta hvern 1. ágúst þessara ára. / 6.—8. gr. laga um eignakönnun eru sérstök ákvœði um skattfrelsi o. fl., sem fylgir skuldabréf- unum, og fara þœr hér á eftir orðréttar: 6. gr. Ríkisskuldabréf þau, er gefin verða út samkvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi talin með skattskyldum eignum skattþegns í hinu sérstaka framtali, sem í II. kafla laganna greinir. Þau skulu og ásamt vöxtum vera skattfrjáls til 31. des. 1952, en þá skal eigandi þeirra sýna þau skatta- yfirvöldunum til skrásetningar, ef hann vill halda vöxtum af bréfunum, enda verða þau skattskyld frá þeim tima. Ef eigandi sýnir ekki bréfin til skrásetningar á tilskyldum fresti, verða vextir ekki greiddir, en þá haldast skatthlunnindin, er að framan greinir. Verði lagður á sérstakur eignarskattur í eitt skipti, má, þrátt fyrir framanskráð ákvæði, skattleggja þréfin í samræmi við aðrar eignir, pnda sé þá eiganda þeirra heimilt að greiða skatt- inn með hlutfallslegum afslætti af nafnverði bréfanna. 7. gr. Þegar innlausnar er krafizt á útdregnu bréfi, skal sá, er við greiðslu tekur, greina skriflega frá nafni sínu og heimilisfangi svo og því, hver verið hafi eigandi bréfsins, þegar það var dregið út. Stofnun sú, er greiðslu innir af hendi, tilkynnir viðkomandi skattayfirvöldum um greiðslu bréfsins og nafn og heimilisfang eiganda þess. Þegar bréf hefir verið dregið út og greitt, skal sá, er bréfið átti, telja fram í næsta framtali sínu til eignarskatts fé það, er fyrir bréfið kom svo og þá vexti af því, sem safnast'kunna að hafa fyrir, enda telst þá það fé með skattskyldum eignum hans. 8. gr. Ef skattþegn telur, að hann hafi eftir 1. ágúst 1947 varið fé til kaupa á skuldabréfum, sem í þessum kafla getur, skal honum skylt að greina frá því í framtali sínu, hver verið hafi hinn fyrri eignndi bréfanna. Ef það fæst ekki upp’ 'st, skal fé það, er skattþegninn kveðst hafa goldið fyrir hréfin, talið til skattskyldra eigna hans. Nú kemur fram eignarauki hjá skattþegni eftir 1. ágúst, 1947, sem hann telur stafa af sölu ofannefndra ríkisskuldabréfa, og skal hann þá skýra skattayfirvöldunum frá, hver sé kaupandi og hvert söluverð hafi verið. Ef þessi atriði fást ekki upplýst, skal skýrsla hans um söluna eigi tekin til greina, þegar honum er ákveðínn skattur. Útboðið hefst þriðjudaginn 1. júlí 1947 og stendur til 15. ágúst. Verða skuldabréfin til sölu hjá eftirtöldum aðilum í Reykjavík og Hajnarfirði: Búnaðarbanki íslands, Eggert Claessen og Gústaf A. Sveinsson hæstar.lögm., Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson, málafl.skrifstofa, Sveinbjörn Jónsson og Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttarlögm., Kauphöllin, Landsbanki íslands, Lárus Jóhannesson, hæstaréttarlögm., Málaflutningsskrifstofa Lárusar Fjeldsted og Theodórs Líndal, Samband íslenzkra samvinnufélaga, Sjóvátryggingarfélag íslands h.f., Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirði, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Útvegsbanki íslands h.f. JJtan Reykjavíkur verða skuldabréfin til sölu hjá útibúum bankanna á ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eskijirði, Vestmannaeyjum og Selfossi, og enn fremur hjá sparisjóðunum á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Þingayri, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðár- króki, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík, Kópaskeri,Norðfirði, Vík í Mýrdal og Keflavík. Bréfin seljast á nafnverði gegn greiðslu í peningum, opinberum verðbréfum og skuldabréj- um með veði i fasteign, sem til þess eru metin gild af Landsbankanum. Opinber verðbréf, sem bera minnst 4% vexti, takast á nafnverði, en séu vextir af þeim þar undir, eru þau tekin á tilsvarandi lægra gengi. Skuldabréf með veði í fasteign er því aðeins hœgt að nota til greiðslu ríkisskuldabréfa, að þáu hafi verið þinglesin fyrir 1. júlí 1946, og að þau séu fulltryggð að dómi Landsbankans. Veðskulda- bréf, sem uppfylla þessi skilyrði og bera minnst 5% vexti, eru tekin á nafnverði, en séu vextirnir lægri, lækkar gengið tilsvarandi eftir mati Landsbankans á hverju einstöku bréfi. — Þeir, sem óska að greiða ríkisskuldabréf að einhverju eða öllu leyti með veðskuldabréfum, afhenda hin síðar nefndu einhverjum ofangreindra umboðsmanna gegn móttökukvittun, og gildir hún sem greiðsla upp í kaupverð ríkis- skuldabréfa, þegar Landsbankinn hefir úrskurðað, hvort veðskuldabréfin skuli tekin gild, og ákveðið verðmæti þeirra, ef þau bera lægri vexti en 5%. Kaupin á ríkisskuldabréfum geta, þegar svo stendur á, ekki farið fram fyrr en umboðsmanni hefir borizt úrskurður Landsbankans um þetta hvort tveggja. Þeir, sem hyggjast greiða ríkisskuldabréf með veðskuldabréfi, skulu láta fylgja því nýlt veð- bókarvottorð um viðkomandi fasteign. Verða veðskuldabréf ekki tekin til úrskurðar, nema þessu skil- yrði sé fullnægt. Athygli er vakin á því, að kaupendur ríkisskuldabréfa verða að haga greiðslu þeirra þann- ig, að ekki þurfi að gefa til baka af verði verðbréfa eða veðskuldabréfa, sem þeir greiða ríkisskulda- bréf með. Ríkisskuldabréfin seljast án þess að reiknaðir séu dagvextir af þeim. Umboðsmennirnir við lánsútboðið gefa nánari upplýsingar um allt því viðkomandi. Reykjavík, 27. júní 1947. F. h. RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS LANDSBANKI ÍSLANDS. Hafnarstræti 98 i I { Sími 271 1 i HÚTEL AKUREYRI 1 er löngu þekkt um iand allt | Björi og mmgóð herbergl Heltur matur allan daginn m Frímerki og pósíkort Upplýsingar um íerðir og fargjöld á landi, á sjó og í loíti Fljót og lipur afgreiðsla Norðurlandamálin og enska föluð Virðingarfyllst, E0 Frederikseu. I 1 y I g | 1 p i 1 i I i 1 g 1 1 1 s | 1 I | 1 s Tilkynning frá Skattstofu Akureyrar Eftirtaldar skrár liggja frammi í skattstofunni | | Hafnarstræti 85 30. júní til 10. júlí n. k. að báð- | um dögum meðtöldum frá kl. 1.30 til 3.30 og | 4.30 til 7. i 1 1. Skrá yfir tekju- og eignaskatt, tekju- | skattauka og stríðsgróðaskatt. 2. Skrá yfir iðgjöld til Tryggingastofn- unar ríkisins. 3. Skrá yfir iðgjöld atvinnurekenda. 4. Skrá yfir þá, er rétt hafa til niður- greiðslu á kjöti. Kærum út af skrám þessum skal skilað í skatt- | stofu Akureyrar fyrir 11. júlí n. k. ella verða þær | ekki teknar til greina. i 1 . | | Akureyri, 28. júní 1947 | 11 | I SKATTSTJÓRINN Á AKUREYRI | I ... Í Kristinn Guðmundsson. 1 X - Auglýsið í „íslendingi“ - £H><H><H>)><H><H><H><H|H>)>)><H>)><H><H><H><HÍ<H><H|H><H>!><H><H><H><H><H><H>-0ÍHÍÍH

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.