Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.08.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudaginn 20. ágúst 1947 32. tbl. iraraif velða við Grænland í hít Það er nú sífellt betur að koma í Ijós, hvílíkt happ það var fyrir þjóðina, að fest voru kaup á nýsköpunartogurunum 30. Enn er mestur hluti þeirra að vísu ókominn til landsins, en þeir, sem komnir erú, hafa þeg- ar aflað mikilla verðmæta. Mik- ilvægast er þó það, sem for- göngumenn togarakaupanna bentu á í upphafi, að nú gefst Islendingum tækifæri á að sækja á fjarlæg mið. Nýsköpunartogarar hafa þeg ar farið til veiða norður í Hvíta- haf, allt norður að Bjarnarey, og nú er fyrsti íslenzki togarinn farinn til veiða á Grænlandsmið um. Er það nýsköpunartogarinn „Akurey". Það er ólíklegt, að íslenzka þjóðin geti verið sérstaklega hrifin af stjórnvizku þeirra manna, sem á sínum tíma töldu togarakaupin hið mesta glap- ræði og lét blöð sín birta stór letraðar fyrirsagnir um það, að togarar þessir myndu úreltir, áður en smíði þeirra yrði lokið. NauSsynleg!' aS fá su!ru- v •' sykur. Undanfarin skömmtunarár hefir á hverju sumri verið veittur auka- skammtur af sykri til sultugerðar. Aftur á móti virðast skömmtunar- yfirvöldin nú ekki hafa í hyggju að láta fólki í té neinn sykur í þessu skyni. Ef til vill þykir það líka óeðli legt, úr því tekið er að takmarka sölu á mörgum vörutegundum, en á það má benda, að flestar þær þjóðir, sem við matvælaskömmtun "^búa, reyna að láta í té sykur til sultu- gerðar, enda er það aftur beinn gjaldeyrissparnaður. Hér hefir ver- ið til sölu dýr erlend sulta, en ef fólki væri gefinn kostur á að hag- nýta ber .og rabarbara, mætti að verulegu leyti stöðva innflutning á sultu. Er heldur ekki vansalaust að reyna ekki að nota bláberin betur en gert hefir verið, eins holl og ljúf- feng og þau eru. • Vonandi sj á skömmtunaryf ir- völdin sér fært að taka þetta til at- hugunar, en nú eru að verða síðustu forvöð. Viðskiptanetnd tiikynnir: fvrst sinn Skömmtun á ýmsum vörum Viðiskiptanefnd hefir ákveðið að veita fyrst um sinn engin gjald- eyris- og innflutningsleyfi til vörukaupa. Þá hefir einnig verið á- kveðin skömmtun á kaffi, skófatnaði og byggingarefni og tak- mörkun á sölu benzíns, vefnaðarvöru og búsáhalda. Þýðingarlaust er að senda inn umsóknir um gjaldeyrisleyfi fyrr en tilkynning hefir verið gefin út um það, að leyfisveiting ar hef jist á ný. Er þetta róttæk aðgerð til þess að reyna að lag- færa greiðslujöfnuðinn, en reynt mun verða að leysa inn þær vörur, sem komnar eru. Öll leyfi, sem út voru gefin fyrir 1. ágúst og enn eru í gildi, skuiu afhent til endurnýjunar. Til 1. maí n. k. gildir stofn- auki nr. 11 á núgildandi mat- vælaseðli sem innkaupaheimild fyrir 1 pari af skóm. Þá gildir stofnauki nr. 10 sem innkaupa- heimild fyrir 375 gr. af brenndu og möluðu kaffi, eða 450 gr. af óbrenndu til 1. okt. n.k. Byggingarefni fæst ekki af- hent, nema samkvæmt heinrld frá Fjárhagsráði. Virðist því tiÞ gangslítið það ákvæði í reglu- gerð um störf Fjárhagsráðs, að ekki þurfi leyfi til byggingar í- búðarhúsa, úr því leyfi þarf fyr- VERÐ Á SÍLDARMJÖLI ÁKVEÐIÐ Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefir ákveðið verð síldarmjöls á inn lendum. markaði. Verð á 1. fl. mjöli yerður kr. 82,57 hver 100 kg. Er þetta f.o.b. (frítt um borð) á verk- smiðjuhöfn, sé mjölið greitt og tek- ið úr vörzlu síldarverksmiðjanna fyrir 15. sept. n. k. KVIKNAR í VERZLUN LONDON Um kl. 4.30 í fyrrinótt varð elds vart í Verzl. London á Akureyri. — Slökkvilið og lögregla kom þegar á véttvang og slökku' eldinn. Reykjar- svæla var mikil, og mun reykurinn hafa haldið eldinum niðri. Tókst að slökkva, án þess að nota þyrfti mik- ið vatn, og lílið brann, en vefnaðar- vara öll stórskemmdist af reyk. Kviknað mun hafa út frá raflögn í vegglampa. ir öllu efni. Þá er bannað að af- henda benzín nema á geyma ökutækja. Til þess að reyna að stöðva vörukaupaæðið, hafa loks verið sett fyrirmæli um skrásetningu á kaupum fólks á nauðsynja- vöru margskonar. Má ekki kaupa nema vikuforða. Er það mjög óhagstætt fyrir sveitafólk. Þá hefir verið bannað að tollaf- greiða ýmsar vörutegundir og heildsölum bannað að selja þær, fyrr en nánari ákvæði hafa ver- ið sett. RÚMAR 6 ÞUS. KR. SÖFNUÐUST Á LIST- MUNASÝNINGUNNI Vegna mikillar aðsóknar að sýn- ingu frú Unnar Olafsdóttur á kirkju- legum listmunum í Akureyrarkirkju, var sýningin framlengd til fimmtu- dagskvölds, en þá lauk henni með aftansöng í Akureyrarkirkju. Séra Pétur Sigurgeirsson flutti^ prédikun og ræddi einkum um blinda fólkið. Söngflokkur kirkjunnar lék undir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar, tónskálds. Sýningin vakti mikla athygli, enda voru munirnir sérstaklega fagrir og vel gerðir. Aðgangur að sýningunni var ó- keypis, en tekið var á móti gjöfum til blindra, og söfnuðust samtals rúm lega 6 þús. kr. Éífii II IflEÍÍÍSÍ í Prjár stúlkur tluttar í sjúkrahús Aðfaranótt sl. sunnudags,*kl. rúmlega 3, varð alvarlegt bif- reiðarslys á veginum frá Akur- eyri til Dalvíkur um 15 km. frá Akureyri. * Rákust þar saman tvær bifreiðar, fólksbifreiðin A-175 og mjólkurbifreið með 10 farþega húsi, A-207. Hálfkassa- bifreiðin var að koma með far- þega áf dansjeik á Reistará, en hin bifreiðin var að koma frá Akureyri. Við áreksturinn meiddust margir farþegar í báðum bif- reiðum. Sigrún Bjarnadóttir, farþegi í A-175 skarst mjög illa á hálsi. Var hún flutt í sjúkra- hús og lá meðvitundarlaus í margar klukkustundir. Bifreið- arstjórinn, Sigtryggur Þorbjarn tirson, skrámaðist nokkuð, en ekki alvarlega. Tvo farþega í aftursæti mun ekki hafa sakað. I A-207 meiddust fjórar stúlk ur allmikið. Ásgerður Jóhanns- dóttir frá Ósi meiddist í baki og var flutt meðvitundarlaus í sjúkrahús. Stúlka úr Hafnar- firði, Jónbjör'g að nafni, hlaut skurð í andlit og var einnig flutt i sjúkrahús. Guðrún Valgarðs- dóttir frá Akureyri og Þóra Stefánsdóttir • frá Fagraskógi hlutu töluverð meiðsl. Mál þetta hefir verið í rann- sókn undanfarna daga, og mun ekki enn að fullu upplýst *um sökina á árekstri þessum. Lög- reglan skýrir blaðinu svo frá, ,að bifreiðarstjórinn á A-207, Stefán Jónsson, hafi verið áber- andi ölvaður, er að var komið, en áfengisáhrif hafi ekki verið sjáanleg á hinum bifreiðarstjór- anum. Blóðrannsókn hefir verið látin fram fara, en ekki enn til- kynnt um úrslit hennar. KOMMtJNISTAR SKÁTUM. ANDVÍGIE Kommúnistar í Frakklandi hafa ráðizt hatrammlega að stjórninni fyrir aðstoð við að halda skátamótið, sem þar steridur nú. Lagði franska stjórnin fram um það bil sex millj. króna t:l að undirbúa tjaldborgarsvæðið qg gera það sem bezt úr garði. Segja kommúnistar, að með skátamóti þessu sé stjórnin að reyna að spilla og draga dug og þor úr frönskum æskulýð. Mjðg lltil sildveiði Síðustu viku hefir svo að segja engin síld veiðst. 1 fyrra- kvöld fékk Kristján frá Akur- eyri um 700 mál við Mánár- eyjar, en annars var mjög lítil síld sjáanleg, og var þó veður sæmilegt þar eystra. Kristján lagði mestan afla sinn í íshús á Akureyri í gær. Á laugardagskvöld sl. var bræðslusíldveiðin samtals 1.212.759 hl.' á móti 1.124.863 um sama leyti í fyrra. Salt síld nam rúml. 42 þús. tn., en 97 þús. í fyrra. Snæfell er hæst Eyjafjarðar- skipa með 8236 mál, en Narfi kemur næst með 7589. Edda frá Hafnarfirði er enn hæsta skip flotans með um 12 þúsund rtiál og Eldborg litlu lægri. í gær höfðu verksmiðjurnar við Eyjafjörð allar lokið bræðslu, og síldarmagn þeirra sem hér segir: Hjalteyri rúm 108 þús. mál (96 þús. í allt fyrrasumar). Dagverðareyri 63.602 mál (53 þús. í allt fyrrasumar). Krossanes 41.773 mál. FRIÐBJÖRN AÐALSTEINSSON LÁTINN. Friðbjörn Aðalsteinsson, skrif- stofustjóri Landssímans, varð bráð- kvaddur á leið til lleykjavíkur í fyrradag. Hafði hann dvalið hér á Akureyri í nokkra daga, ásamt konu sinni, en hann var nýkvæntur. Friðbjórn var 56 ára gamall. Hann er fæddur hér á Akureyri og var hér símritari 1910. Hann hefir síðan gegnt mörgum störfum við Landssímann og varð skrifstofu- stjóri við aðalskrifstofu Landssím- ans í Reykjavík 1934. Hann var einn af reyndustu og jafnframt vinsæl- ustu starfsmönnum Landssímans. Tveii- umsækjendur um skóEasf-jórasróðuna. Tveir menn hafa sótt um skóla- stjórastöðuna við barnaskólann á Akureyri: Hannes J. Magnússon, nú- verandi yfirkennari við skólann, og Helgi Hannesson, kennari frá Isa- firði. Skólanefnd ber að segja um, hvort hún telur umsækjendur hæfa, og hefir öll skólanefndin talið Hann- es hæfan, en tveir Helga. Úrskurður menntamálaráðherra er enn ekki kunnur.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.