Íslendingur


Íslendingur - 10.09.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 10.09.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 10.' september 1947 Einar Ólafsson, Lækjarhvammi. Pétur Jónsson, Egilsstöðum. V arast j órn: Sigurður Snorrason, Gilsbakka. Gestur Andrésson, Hálsi. Jón Jónsson, Hofi. Sveinn Einarsson, Reyni. Helgi Jónsson. Bændur Framn. af 5. síðu. af framleiðslu ársins 1946 og skor- ar á stjórn stéttarsambandsins að qjhalda þessu máli sem fastast fram. 7. Fundurinn mótmælir því harð- lega, að fluttar séu inn erlendar land- búnaðarvörur, nema skortur sé á samskonar vörum í landinu, og vítir það sérstaklega, hve sölu á íslenzku smjöri hefir verið stórspillt á undan- förnum árum með óheppilegri ráð- slöfun stjórnvaldanna. 8. Fundurinn átelur það ósam- ræmi, sem fram kemur í gerðum al- þingis að tryggja lágmarksverð á fiski, en fella jafnframt tillögu um, að útfluttar lan^búnaðarvörur njóti sömu kjara. Búreikningar. í tilefni af nauðsyn þess, vegna verðskráningar á landbúnaðarvör- um, að ávallt séu fyrir hendi nægi- lega margir búreikningar víðsvegar af landinu, þá beinir fundurinn því til stjórnar stéttarsambandsins að hlutast til um það við búreikninga- skrifstofu ríkisins og húnaðarsam- böndin, að ekki færri en 2—3 menn . í hverri sýslu haldi búreikninga og séu valdir til þess ábyggilegir menn við venjuleg búskaparskilyrði. Enn- fremur telur fundurinn eðlilegt, að bú þau, sem ríkið rekur, sendi bú- reikningaskrifstofu ríkisins glögga reikninga yfir kostnað sinn og af- komu. Stjórnarkosning. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Sverrir Gíslason, Hvammi. Jón Sigurðsson, Reynistað. » Sigurjón Sigurðsson, Raftholti. í framleiðsluráð kom fram einn listi með nöfnum stjórnar sambands- íns og varastjórn til vara. Var því stjórnin sjálfkjörin í framleiðsluráð. Þakkir tii Guðmundar á Hofi. Halldór Sigurðsson og Gísli Brynj- ólfsson báru frain svohljóðandi til- lögu: „Aðalfundur stéttarsambands bænda, haldinn á Akur'eyri dagana 3.-4. september 1947, vottar Guð- mundi Þorbjarnarsyni á Stóra-Hofi þakklæti sitt fyrir ágætt starf í fé- lagsmálum bænda undanfama ára- lugi og nú síðast með því átaki, er hratt af stað stofnun stéttarsambands ins.“ Guðmundur ávarpaði fundinn og óskaði sambandinu heilla. Fjórskipti. Sigurður Snorrason, Bjarni Bjarna son og Halldór Kristjánsson báru fram svohljóðandi íillögu: „Þar sem viss héruð hafa ákveðið niðurskurð á sauðfé siifti án þess að hafa til þess sainþykki sauðfjársjúk- dómanefndar og viðkomandi stjórn- valda, og þar sem upplýst er, að slík framkvæmd hlýtur að lækka að veru- legu leyti verð á kindakjöti til bænda, þá beinir fundurinn þeirri áskorun til bændastéttarinnar, að slíkt verði ekki látið koma iyrir aftur.“ Skógræktin Frnmh. af 5. síðu. Skógachögg utan við friðskóga. Ketill Indriðason, bóndi á Ytra- fjalli, bar fram svohljóðandi íillögu, er samþykkt var með samhljóða at- kvæðum: Aðalfundur Skógræktarfélags ls- lands 1947, mælist til þess, að ríkis- stjórnin láti þegar í stað banna sl-cóg- arhögg í ófriðuðum skógum. Heiðursmerki. Hákcm Bjarnason og Einar'E. Sæ- miyidsson, skógarvörður, báru fram svohjjóðandi tillögu: Aðalfundur Skógræktarfélags Is- iands 1947, felur stjórn félagsins að láta gera snotnr heiðursmerki úr i silíri eða gulli, sem úthluta ipá til þeirra, er skara frarn úr í skógrækt að dómi stjórnar og aðalfundar, og verði reglur um úthlutun heiðurs- merkja þessara lagðar fyrir næsla aðalfund. Tillaga þessi var samþykkt með 20 alkvæðum gegn 4. Úfvegun girðingarefnis. Daníel Kristjánsson, skógarvörður að Beigalda, flutti svohljóðandi íil- lögu, er samþykkt var með samhlj. atkvæðum: Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands 1947, skorar á stjórn félagsins að hlutast til um útvegun á girðing- arefni til héraðsskógræklarfélaga, með sem hagkvæmustum kjörum, enda skulu héraðsskógræktarfélögin hafa pantað efni til girðinganna fyr- ir vissan tíma, eftir nánari fyrirmæl- um Skógræktarfélags Íslands. Astrid Lind: Mary Lou í langferð Bókaúlgáfan Norðri. Bókaútgáfan Norðri hefir fengið einkarétt til útgáfu bóka sænsku skáldkonunnar Astrid Lind, og hefir áður komið út á vegum Norðra skáldsaga hennar Margrét Smiðsdótt- ir, sem náð hefir miklum vinsældum hér á landi. Skáldkohan Astrid Lind las íslenzku á háskólaárum sínum og hefir miklar mætur á íslenzkum bók- menntum. Mary Lau í langferð segir frá ungri og röskri 17 ára stúlku, sem fær að fara í heimsókn til systur sinnar í Egyptalandi. Gerist-megin- liluti sögunnar á skipsfjöl, og lendir Lou þar í hinum furðuleguslu ævin- týrum. Hún verður herbergisfélagi undrafagurrar slúlku, sem hrífur hugi allra skipsmanna og farþega, en Lou kemsl brátt að því, að þar er flagð undir fögru skinni. Hún verður þó aðstoðarlaust að njósna um hina fögru Helenu, því að enginn fæst til að trúa neinu illu um hana. Að lok- Stjórnarkosning. Úr stjórn félagsins óttu að ganga þeir Hermann Jónasson, 'alþm., og Haukur Jörundsson, kennari. Voru þeir báðir endurkosnir. Auk þeirra eru í stjórn félagsins þeir Valtýr Stefánsson, ritstjóri, Einar Sæmunds- son, skógræktarvörður á Vöglum, og H. j. Hólmjárn, ríki$ráðunautur. Saga þessi er skemmtilega skrifuð og frásögnin lipur. Gunnar Guð- mundsson hefir íslenzkað söguna, og er þýðingin yfirleitt góð. Frágangur bókarinnar er mjög smekklegur. Elinborg Lárusdóttir: Gömui blöð Bákaútgáfan NorSri. -Frú Elinborg Lárusdóttir er fyrir löngu orðin þjóðinni kunn fyrir rit- verk sín, enda eru nú tolf ár síðan fyrsta bók hennar, Sögur, kom út. Mesta ritverk hennar er sagnabálkur- inn Förumenn. Gömul blöð eru tólf. smásögur og er þar bæði að finna kímni og al- vöru. Einkar aðlaðandi og bugljúf- ur blær er á öllum þessum sögum, og víða bera þær vott um ríka og innilega samúð með smælingjunum og öllum þeim, sem bágt eiga í líf- ipu. Bókin hefst á gamansanui sögu, er nefnist Sprakan lians Olafs Júsúa, og endar á útakanlegri lýsingu á sál- arstríði konu, sem haldið var að hefði banað barni sínu'og var því forsmáð af öllum, ervá heilagri jóla- nótt bjargar hún litlu barni, sem síð- an bjargar henni frá fordæmingunni og hennar éigin sektarmeðvitund. Það er ekkert oflof um þessar smá- sögur frú Elinborgar, þótt 'sagt se, að þær verðskuldi að vera lesnar. Góður frágangur er á bók þess- ari eins og öðrum bókum Norðra. Prentverk Odds Björnssonar hefir annazt prentunina. Bókaútgáfan Norðri ev nú ein mikilvirkasta bókaútgáfa hér á landi og má yfirleitt segja, að bækur henn- ar séu vel valdar. Að útliti eru bæk- urnar smekklegar og er það meira en sagt verður um ýrnsar bækur, sem gefnar eru út á landi voru. ■ HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA fá honum lykilinn, og yppti um leið öxlum. Eg geri ráð fyrir, að hann hafi síðan gefið skýrslu um þetta á æðri stöðum. Að lokum komum við Orme í rúmið. Hann kvartaði um óþolandi kvalir í höfðinu og vildi ekkert borða, nema örlítið af mjólk og vatni. En þegar ég hafði gengið úr skugga um, að hann væri að öðru leyti ekki alvarlega meiddur, gaf ég honum sterkt svefn- meðal. Okkur til mikils hugarléttis verkaði það innan tuttugu mínútna. Hann féll í fasta svefn og vaknaði ekki fyrr en eftir margar klukkustundir. Tvisvar um náttina og snemma morguninn eftir sendi Maqueda boðbera til þess að spyrjast fyrir um líðan hans. Og þar sem hún ekki var ánægð með þær frétt- ir, sem hún fékk, kom hún sjálf klukkan tíu um „ morguninn í fylgd með hirðmeyjum og gömluro manni með sítt skegg, sem ég strax sá, að myndi vera einkalæknir hennar. „Má ég fá að sjá hann,“ spurði hún kvíðafull. Eg leyfði það með því skilyrði, að þau færu mjög hljóðlega. Eg fylgdi þeim síðan inn í hálfdimmt her- bergið, þar sem Kvik stóð eins og myndastytta við gaflinn á rúminu og heilsaði þegjandi. Hún starði á hið sóttheita andlit Olivers og sá, hvernig gasið frá sprengingúnni hafði skilið eftir merki á enni hans. Og meðan hún starði á hann, sá ég, að hin fögru augu hennar fylltust af tárum. Síðan snéri hún sér snögglega við og gekk út úr sjúkraherberginu. Fyrir utan dyrnar benti hún fylgdarliði sínu skipandi að yfirgefa okkur og spurði mig með hvíslandi röddu: „Getur hann lifað?“ „Eg veit það ekki,“ svaraði ég, því ég taldi bezt, að hún feng-i að vita hið réttá. Ef það er aðeins heila- hristingur, ofþreyta og hitasótt, hugsa ég að hann 131 geti yfirunnið það, en ef höfuðkúpan hefir brotnað, þá —“ „Bjargaðu honum,“ sagði hún lágt. „Eg skal gefa þér allt, ég — nei, fyrirgefðu mér, hvað þýðir að freista þín með slíku, þú sem ert vinur hans! En bjargaðu honum, bjargaðu honum!“ Eg mun gera aljt, sem í mínu valdi stendur, göfuga kona. En árangrinum ræður annar en ég,“ svaraði ég. Þrír sólarhringar liðu á þenna hátt, þrír kvíðafullir sólarhringar. Þótt ég ekki hefði orð á því við neinn, var ég nánast sagt hræddur um, að höfuðkúpan hefði skaddazt, og að hann myndi aeyja, eða að minnsta kosti lamast. Kvik var á annarri skoðun, því að hann hafið sé svipað koma fyrir tvo hermenn LBúastríð- inu, þegar sprengjur sprupgu rétt við þá. Báðir náðu sér aftur, en annar þeirra missti raunar vitið. En það var Maqueda, sem gaf mér fyrstu vonina. Það var þriðja kvöldið. Hún kom og sat hjá Orme litla stund, en fylgdarlið hennar stóð álengdar. Þegar hún hvarf frá sjúkrabeðnum, var yfirbragð hennar allt annað, og hún var með ánægjusvip, sem kom mér til að spyrja, hvað hefði komið fyrir. „0,'hann mun lifa,“ svaraði hún. Eg spurði, hvaða ástæðu hún hefði til að halda það. Hún roðnaði og sagði: „Allt í einu leit hann upp og spurði mig á minni tungu, hvernig augun í mér væru lit. Eg svaraði, að það færi eftir því, hvernig ljósið félli á þaú.“ „Alls ekki,“ svaraði hann. „Þau eru alltaf fjólu- blá, hvort sem gluggatjöldin eru fyrir eða ekki. Adams læknir, segðu mér, hvernig er þessi litur f jólu- blátt?“ 132 „Þenna lit hefir lítið blóm, sem springur ú.t snemma á vorin hjá okkur. Ó, Maqueda, það er mjög fagurt og ilmar dásamlega, og það er dimmblátt eins og augu þin.“ „Erþettasatt,læknir?“svaraði hún. „Nú,égþekki ekki þetta blóm, en það skiptir engu máli. Vinur þinri mun lifa og fá fullt ráð og rænu aftur. Deyjandí maður er ekki að hugsa um, hvernig konuaugu séu lit, og vit- skertur maður myndi heldur ekki greina rétta lit- inn.“ „Þykir þér vænt um þetta, þú afkomandi kon- unga,“ spurði ég. „Auðvitað,“ svaraði hún, „úr því að þið hafið sagt, að hann sé sá eini ykkar, sem kunni að nota sprengi- efnin, sem þið höfðuð meðferðis. Og því er það svo mikilvægt fyrir mig, að hann deyi ekki.“ „Eg skil,“ svaraði ég. „Látum okkur þá biðja þess, að hann fái að lis'a. Enjiað eru margir hlutir, sem kveikja eld, ó, Maqueda. Og ég er ekki viss um, að vinur minn ráði við einn þessara hluta, sem vill svo til að hefir fjólubláan bjarma. Og þó hygg ég, að þetta sé það hættulegasta viðureignar í þessu. landi.“ Maqueda mældi mig kuldalega frá hvirfli til ilja. Allt í einu hló hún á þann hægláta hátt, sem var svo sérkennilegur fyrir hana. Og án þess að segja eitt, orð, benti hún fylgdarkonum sínum að koma og gekk út. „Konan er kyndug vera,“ sagði Kvik, sem hafði fylgzt með þessu samtali. „Borðaði höfuðsmaðurinn súpuna, sem hún sendi honum,“ spurði ég. „Hvern einasta dropa, læknir, og síðan vildi hann kyssa á hendina á henni. Hann er alveg ringlaður ennþá, aumingja maðurinn. En ég sá, að honum tókst

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.