Íslendingur


Íslendingur - 10.09.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 10.09.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. september 1947 ÍSLENDINGUR 7 Otan nr beimi L ÞANKÁBROT Framhald af 4. síðu. jiað sem í hugunura bjó fyrirfram), á- nægjan skein á hverju anSliti er út kom og mér er nær að halda að allir hafi farið heim betri menn en þeir komu, a. m. k í svipinn. Slíkan boðskap hefir góð tónlist ávallt að flytja ef áhugamennirnir aöeins vilja veita honunt móttöku." Merkileg fjölskylda. „ÞEGAR EG rölti hbim, að loknum síð- ari hljómleikunum, jtá fór ég að velta fyr- ir mér hversu lærdómsríkt það væri fyrir Akureyringa, einnig á öðru sviði, að fá þetla tækifæri til itS kynnast jtessari fjöl- skyldu. Þarna sáu þeir árangur þess að taka tryggð við tónana, að vísu santfara óvenjulegri hæfni. En liver veit hvar hæfn- ina er að finna, ef hennar er ekki leitað? Þessar kvöldstundir brugðu upp fyrir okkur mynd af heimili, þar sem lónlistin hafði numið land. Og ég vildi spyrja þá, er þessa ntynd sáu, ltver þeirra hefði ekki kosið sér að eiga slíkt heimili. Hvaða eiginmaður eða unnusti mundi ekki meta þá konu enn meir, sem gæti skapað hon- um sh'kar stundir? Hver húsmóðir væri ckki stolt af slíku heimili? Og ltvaða for- eldrar mundu ekki, ef þeir athuguðu mál- ið, leggja áherzlu ó að gera börn s'ín frek- ar sálufélaga og samþegna í ríki tónlistar- innar en t. d. kaffihúsaglaumsins eða kvik- myndanna, þó að þar megi raunar finna heiðarlegar undantekningar? Ef til vill munu t)ú einhverjir spyrja, liver tækifæri æskulýð Akureyrar séu gcfin til slíks uppeldis. En þeim skal ég henda á jiað, að hér hefir nú í tvö ár starf- að tónlistarskóli, sem gefíð hefir þeim, er hann hafa sótt, mjög góðan árangur. Og óhætt er mér að fullyrða, að forráða- rnönnum hans er fullkominn hugur á að honum megi vaxa fiskur um hrygg. En slíkur hugur fárra manna hrekkur skammt, ef allur ahnenningur lætur sig það engu skipta, hvort hann lifir eða deyr, og hirðir ekki urn að notfæra sér það sem hann getur í té látið.“ Eflum tónlistina. „MÉR ER sagt, að hingað til bæjarins hafi, á síðustu árurn, verið keypt „piano“ í tugatali. Eru þau keypt bara til að standa í stofunum til augnayndis? Og er það ekki einnig misheppnað? Er það ekki einmitt hugsandi mönntim, angur en ekki ánægja, að sjá dýr menningartæki standa ónoltið? Það mun heldur ekki mjög sjaldgæf sjón að sjá gamlar fiðjþtr, eríðagripi, sem kannske afi eða amnta, langafi eða lang- amma kunnu með að fara sér og öðrum til ánægju og yndis, hanga strengjalausar og ónotaðar uppi á vegg eða jiti í horni. Er það ekki ntinnisvarði yfir horfinni menn- ingu? \ Akureyringar! Látið nú- kontu þessara góðu gesta, sent- jiið fögnuðuð svo vel, verða ykkur hvöl til þess, að efla tónlist- arskóla ykkar, og þar með menningarbrag bæjarins og ánægju ykkar sjálfra." Fuglalífið í hólmunum. BLAÐINU ER tjáð, að fuglalífið hér inni í hólmunum hafi veriö óvenju fjöl- skrúðugt í sumar. Er jafnframt vert að samvizkusemi í sumar að láta fuglana í friði. Ber að fagna þessu, og er vonandi, að þessi samvizkutilfinning vari áfram. Hólmarnir mega gjarnan vera griðland fyrir þessa litlu málleysingja og hverjum manni til vansæmdar að rjúfa þau grið. Skógrcektin. SKOGRÆKTIN er nú komin á þaö stig í landi voru, að reynsla virðisl fengin fyrir því, aö hér muni auðið aö koma upp nytja- skógunt. Llingað til niun fæstum hafa dott- ið í hug, að skógar og trjárækt yrði til annars en prýði hér á landi og hugmyndir hinna bjartsýnustu manna um nytjaskóga taldar hálfgerðar skýjaborgir. Það er ekkert álitamál, að Islendingum beri að leggja hið mesta kapp á ræktun skóganna, úr því að málum er þannig háttað. Væri hægt að koma hér upp nytja- skógum í stórum stíl, myndi það ltafa mik- ið gildi fyrir þjóðarbúskap Islendinga. Fyrsta sporið ætti að vera það að friða og girða öll þau landsvæði, þar sem einhver trjágróður er. Eru slík landsvæði víða á landinu. Hefir komið í ljós, að friðun kjarrsvæðanna fyrir ágangi húfjár hefir ótrúlega skjót áhVif á gróÖurinn. Þess er ekki að vænta, að núlifandi kyn- slóð hafi mikið gagn af íslenzku skógun- um, enda er skógræktin þess eðlis, að hver kynslóð verður að una því, að ltinir ó- bornu uppskeri það, sem hún sáir. Gróðinn er þar ekki fljóttekinn, en hann er varan- legur, ef rétt er að farið. r Ur annálum Framh. af 4. síðu. suður í heimi. Sumarið var gott. Forordning kom urn það, að sýslu- menn skyldu geyrna þjófá þá, ei’ til hengingar hefðu unnið, þar til árið væri liðið og konunglegt svar feng- ið um þá. Síra Einar Torfason á Reynivöllum byrjaði reisu sína suð- ur einn á ferð, drukkinn, fannst dauð ur og limléstur sunnan til í Svína- skarði, mundi ltafa dottið af baki, rotazt og heinbrotnað. Fjöldi þjófa sigldi á Brimarhólm. Haustið vot- í samt, en þó mikið gott. Vetur til ! jóla nær því' hinn bezti. Fjöldi af I þjófum drifinn á Brimarhóhn á þessu ári, svo og nokkrir árlega á undanförnum 6 eða 7 árum, en þó var satnl of margt til af þeim. En af því ótal margt hafði dáið um nokkur ár af förufólki og yfirvöldin sunnan- lands gerðu atfylgi að drífa á burt landhlaupara úr öðrum fjórðungum Ungverjaland: Mjög óróasamt hefir verið í Ung- verjalandi eftir kosningarnar, eink- um hafa orðið hörð átök innan sósí- alistaflokksins. Voru fjölmargir flokksmenn andvígir öllu frekara samstarfi við kommúnista eftir þau stórkostlegu kosningasvik, sem þeir höfðu í frammi við kosningarnar. Ofbeldisaðgerðir konunúnista halda líka áfram. Ungverska öryggislög- reglan (Gestapo Ungverjalands) handtók fyrir nokkrum dögum for- ingja hægri arms ungverska Smá- bændaflokksins. Eina ákæran á hend- ur honum er sú, að hann hafi beitt sér fyrir því, að Smábændaflokkur- inn kærði kosningarnar vegna kosn- ingasvika kommúnista. Noregur: Iiinn „ósýnilegi“ útflutningur Noregs, en það eru tekjur landsins af siglingum, vegur nú upp á móti þriðjunginum af hinum óhagstæða verzlunarjöfnuði Noregs við útlönd. Verzlunarjöfnuðurinn er samt óhag- stæður um 160 milj. kr. á mánuði, en var óhagstæður um 55 milj. kr. á mánuði síðasta árið fyrir slríð. og hérúðum landsins aðkomna, svo- liver skyldi blífa í sinni sveit, þá linaði nú mikið á betlara umgangi, sem óbærilegur var orðinn, jafnvel þó sveitirnar væru ofurhlaðnar af sínum þurfandi, því sumstalðar voru tveir niðursetningar hjá þeim, sem kallaðir voru megandi, og líka ábæt- ir þar til. - »■ ^ Bandaríkin: Eftirspurn eftir kolum frá Banda- ríkjunum fer sívaxandi. Fyrir stríð fluttu Bandaríkin út 1 milj. smátesla af kolum, en áætlaður útflutningur 1947 er 36 milj. smálesta. Eftirspurn in er sámt svo mikil, að margar þjóð- ir óltast að geta ekki fengið þaðan kol þau, sem þær hafa beðið um. ítalir og Norðmenn fá 60 % af kol- um sínum frá Bandaríkjunum, Dan- mörk 57%, Finnland 50% og Sviss og Svíþjóð 25%. Bandaríkin: Þrátt fyrir miljarðalán Bandaríkj- anna, veldur hin æðisgengna eftir- spurn eflir bandarískum vörum því, að gull streymir nú í stríðum straum- um frá ymsum þjóðum til Bandaríkj- anna. Gulleign Bandaríkjanne er ná 21.6 miljarðir dollara, en samtals cr gulleign annarra þjóða 15.3 miljarð- ir dollara. Svíþjóð: Sænski hnefaleikarinn Olle Tand- berg hefir skorað á Joe Louis að berjast við sig í Svíþjóð. Ekki á þett$ þó að vera keppni um heimsrfieist- aratitilinn, og er óvíst, hvort Louis tekur áskoruninni. England: I London hefir að undanförnu ver- ið sýnd kvikmynd, sem heitir „Barns- fæðing“. 1 hvert sinn, sem mynd þessi hefir verið sýnd, hefir hðið yf- ir einhverja af áhorfendunum. Einn þeirra, sem féll í öngvit, var hermað- ur, sem fengið hafði heiðursmerki fyrir hraustlega framgöngu í stríð- inu. 133 ' . a það. Vesalingurinn, þegar hann fær ráð og rænu aft- ur!“ „Já, víst er það. En í bili getum við glaðst yfir því, að þau eru nú bæði í miklu betra skapi. Og ef hún kemur aftur með súpu handa honum, þá láttu hann borða hana, þótt ég sé ekki viðstaddur. Það hefir allt- af góð áhrif að fjörga svolítið sjúkt fólk og konur.“ „Jæja, læknir, en,“ bætti hann við dálítið hnugginn í bragði, „hinum sjúka batnar stundum, og hvernig fer þá með konurnar?“ „Látum hverjum degi nægja sína þjáningu," svar- aði ég. En í hjarta mínu fannst mér, sem örlögin væru tekin að spinna hættulega þræði úr geislum þeim, sem hin fjólubláu augu Maquedu gáfu frá sér En í stuttu máli sagt, þetta voru straumhvörfin í veikindum Orme, og batinn varð skjótur upp frá þessu. Heilinn hafði ekkert skaddast, heldur hafði það aðeins verið hinn mikli hristingur, sem olli hita- sóttinni. Meðan á batanum stóð, kom Maqueda oft, eða ég get nánar tiltekið síðdegis dag hvern. Auðvitað voru heimsóknir hennar mjög formfastar, það er að segja, að í fylgd með henni voru alltaf fleiri en ein af hirð- meyjunum, gagnaðili minn, líflæknirinn, einn eða tveir ritarar og varðliðsforingjar. En þar sem Orme var nú á daginn færður inn í stórt. móttökuherbergi, og hirðfólkið varð að standa í hin- um enda salsins meðan þau ræddust við, voru þetta 1 að öllu leyti persónulegar heimsóknir, ef við undan- skiijum nærveru okkar Kvik. En við vorum heldur ekki alltaf við, síðan sjúklingurinn var úr allri hættu. Liðþjálfinn og ég vorum nú oft úti á hestum og skoð- uðum þá Mur og umhverfi hennar. Menn kunna að spyrja, hvað þau hafi talað um v:ð 134 ' þessa samfundi. Og ég get aðeins svarað því, að eftir því, sem ég heyrði, var aðalumræðuefni þeirra stjórn- málaástandið í Mur og hið sífellda stríð við Fungana. En það hljóta þó fleiri atriði að hafa borið á góma, því að af t'lviljun komst ég að því, að Orme vissi um ýms einkamál Maquedu, sem hann gat ekki hafa feng ið vitneskju um hjá neinum öðrum en henni sjálfr'. Þegar ég eitt sinn hætti á að færa það í tal, ,að ef 'til vill væri ekki hyggilegt fyrir ungan mann í hans aðstöðu að vera í sVo nánum kynnum vð hinn kon- unglega kvendrottnara yfir jafn einangruðum þjóð- flokki og Abatierunum, svaraði hann fjörlega, að það væri engin hætta á ferðum. Auðvitað gæti hún ekki samkvæmt hinum gömlu lögum þeirra gifzt öðrum en einhverjum úr ætt sinni. Og þetta væri staðreynd, sem útilokaði allan misskilning. Eg spurði, hver af hinum mörgu frændum hennar, sem ég hafði séð, væri liinn hamingjusami. „Enginn þeirra,“ hljóðaði svarið. „Það virðist al- mennt talið, að hún sé opinberlega trúlofuð þessum feita frænda sínum, en ég þarf víst ekki að geta þess, að þetta er aðeins formsatriði, sem hún lætur sér lynda til þess að halda hinum frændum sínum í fjar- lægð.“ ,,A-ha,“ svaraði ég. „En gæti ekki verið, að Joshua l?rins skoðaði þetta ekki sem formsatriði?" „Eg veit ekki hvað hann heldur, og mér er alveg sama um það,“ svaraði hann geispandi. „Eg veit bara, að þannig er málunum háttað, og þessi skjaldböku- þorpari hefir ekki meiri líkur til að verða eiginmað- ur Maquedu en þú að eignast keisarainnuna í Kína. En við skulum nú hætta að ræða um þessa hjúskap- arkandídata og snúa okkur að mikilvægari málum. 135 Segðu mér, hefir þú heyrt nokkuð um Higgs og sou þinn?“ „Það er auðveldara fyrir þig en mig að kynnas' ríkisleyndarmálum, Orme,“ sagði ég dálítið biturlega, því að ég var orð'nn gramur yfir því, hvernig kunn- ingsskap hans' og Maquedu var að verða háfttað. -— „Hvað hefir þú heyrt um þá?“ „Ja, ég hefi nú reyndar frétt dálítið. Eg veit ekk> hvaðan Maqueda hefir það, en hún segir, að þe'.r séu báðir heilir á húfi og vel með þá farið. Bara að vinu * okkar Barung haldi ekki heit sitt og láti fórna auir- ingja gamla Higgs innan fjórtán daga. Við verðurn auðvitað einhvern veginn að reyna að koma í ve;; fyrir það, þótt það kosti mig lífið. Þú mátt ekk; halda, að ég hafi aðeins hugsað um sjálfan mig þennr. tíma. Það hefi ég ekki gert. Gallinn er bara sá, að ég hefi ekkl getað fundið nokkuð ráð, sem að gagni mætti koma til þess að frelsa hann.“ „En hvað eigum við þá að taka til bragðs. Orme? Eg vildi eklo' vekja máls á þessu meðan þú varst veik- ur, en þar sem þú ert nú aftur orðinn heill heilsu verðum við að taka einhverja ákvörðun." „Eg veit, ég ve't það,“ svaraði hann alvarlega. — „Og ég get fullvissað þig um, að ég mun heldur gefn mig sjálfan á vald Barung en að láta Higgs deyjn þarna einan og yfirgefinn. Og geti ég ekki frelsað hann, vil ég þjást með honum eða fyrir hann. Hlust- aðu ú á: Hinn daginn verður mikil ráðstefna hjá Maquedu. Þar verðum við að vera viðstaddir, því að henni hefir aðeins verið frestað, þar til ég væri orð- inn nægilega frískur. Á þessari ráðstefnu verður ó- þokkinn Shadrach leiddur fyrir rétt og mun, hygg ég, verða dæmdur til dauða. Einnig verðum við þar hátíðlega að afhenda aítur hring drottningarinnar af

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.