Íslendingur


Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. seplember 1947 ÍSLENDINGUR 3 Framsóknarflokkurinn í Ijósi staðreyndanna Verk ttokksins þoia ekki einu sinni „DAOS” I/ósið. í næstsíðasta tölubl. „Dags“ birt- ist bugvekja, sem nefnist „Ljósið, sem varð að myrkri“. Á það að vera svar við grein í ,.ísl.“ í þeirri ísl. grein var dregin upp nokkur mynd af verkum Framsóknarflokks- ins síðustu árin í því ljósi, áem „Dag- ur“ hafði varpað yfir þau með margra mánaða grobbi sínu um af- rek flokksins. Var svo að orði kom- izt, að „Dags“-ljósið fegraði ekki flokkinn. Nú segir „Dagur“ líka að þetla ljós sé slokknað. Mun það ekki fjarri lagi, því að nefnd „Dags“- grein virðist helzt vera skrifuð í myrkri, svo mjög stangast þar full- yrðingar hver á annarrar horn. Blaðið nuddar enn um kosning- arnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Fer það að vera heldur leiðigjarnt um- ræðuefni, því að ekki verður þeirn úrslitum breytt fyrr en um næstu kosningar. En það er þó ekki hægt að stilla sig urn að benda á hina klaufalegu útreikninga blaðsins. -— „Dagur“ fellsl á þá vísbendingu Isl., að rétt sé að leggja kosningatölurn- ar frá 1942 til grundvallar. Þá íékk Gísli Sveinsson 410 atkv. Nú segir ,.Dagur“ kampakátur, að 30 komm- únistar hafi kosið Jón Kjarlansson, og sé því raunverulegt fylgi Sjálf- stæðisflokksins ekki nema 355 atkv. En hvað þá um aumingja Framsókn? Frambjóðandi hennar fékk 427 atkv. 1942, en nú 390. Ef svo er, sem „Dag- ur“ vill vera láta, að fjöldi Sjálf- stæðismanna hafi kosið frambjóð- anda Framsóknar nú, hvað þá um alla fylgisaukningu Framsóknar- flokksins sjálfs? Er þá ekki hans tap enn meira en Sjálfstæðisflokks- ins? „Dagur“ ætti ekki að vera að burðast með útreikninga, sem hann ræður ekki við. Svo má benda „Degi“ á það, að skrif kommúnistablaðanna og fögnuður þeirra yfir falli Jóns Kjartanssonar er öruggasta vitnið um það, hvert atkvæði þeirra hafi lent. Samstarfið við kommúnisfa Það er undarlegt, að jafn greinar- góður maður og Ingimar Eydal skuli setja saman aðra eins endaleysu og þessi „Dags“-grein er. Flann er mjög gramur yfir því, að „Isl.“ skuli ekki hælta að minnast á makk Hermanns við kommúnista. Gefur hann fyrst í skyn, að ummæli „Isl.“ um bónorð Hermanns til kommúnista árin 1942- 44 séu röng, en er svo nokkrum lín- um neðar tekinn að afsaka þessa samninga með þeim röksemdum, að ekki geti þetta talizt ljótt, úr því að Olafur Thors hafi síðar myndað stjórn með kommúnistum. Reynir Eydal svo að afsaka Hermann vin sinn enn frekar með því, að ekki hafi samvinna við kommúnista verið nema hugrenningasynd hjá hönum, en fullframinn verknaður hjá Olafi. Hér er um slæman misskilning að ræða hjá Eydal, því að hugrenn- ingasyndir eru engu betri en full- framinn verknaður, ef það eru utan- aðkomandi aðstæður, en ekki hugar- farsbreyting hjá manninum sjálfum, sem veldur því, að af framkvæmd- um verður ekki'. •— Og allir vita að það stóð ó kommún- istum en ekki Hermanni. Annars er það misskilningur hjá Eydal, að ísl. hafi kallað samvinnu við kommún- isla „stórglæp“. Hér var aðeins á það bent, að ,,Dagur“ skyldi spara stóryrði sín um samstarf við koinrn- únista, þar sem vitanlegt væri, að Framsóknarforingjarnir hefðu bæði fyrr og síðar reynt öll ráð til þess að fá þá í stjórn með sér. Þá er það mjög undarlegt, ef Eydal fylgist ekki betur með athöfnum flokkins en svo, að hann viti ekki, að samkomulag var orðið um það í vetur milli Her- manns og kommúnista, að Hermann yrði forsætisráðherra í rauðri ríkis- stjórn. Er næsta ólíklegl, að Her- mann hafi verið svo hlálegur að skrökva að Eydal um þetta efni. Kjartan Olafsson kom ekki til sög- unnar fyrr en úti var unr Hermann. Framsókn og dýrtíðin ÞÁ KEMUR að afreksþættinum í grein Eydals, og má þar segja, að hann verði bágbornari með hverri nýrri útgáfu. Er ekki að furða, þótt Eydal telji skynsamlegast að láta ekki of mikla birtu falla á Framsókn gömlu, því að hún er sannarlega ekki falleg, þegar birta staðreyndanna fellur á hana og verk hennar, og und- an þeirri birtu kemst hún ekki. Það skal sagt Eydal lil lofs, að ekki er nú eins mikill keimur Jóns sterka af sögum hans um afrek Framsókn- arflokksins og áður var. Nú segir hann, að Framsókn hafi raunar ekk- ert getað gert, því að allir hafi verið ó móti henni. Ekki er það nú beisin skýring á aðgerðarleysi flokksins undanfarin ár, því að engin tillaga liefir frá honum komið á alþingi síðan liaustið 1941 — og aldrei nein raunhæf tillaga til úrlausnar á dýr- tíðinni. Ekki hefði þeim þó verið bannað að bera fram i þinginu frum- varp um þetta efni. Eydal segir, að ísl. hlakki yfir því, að ríkisstjórnin bafi engin úrræði í dýrtíðarmólun- um. Eydal getur verið alveg óhrædd- ur um það, að ísl. hlakkar ekki eins og Framsóknarmenn á upphafsdög- um nýsköpunarinnar yfir því, ef erf- iðleikar mæta þjóðinni. Isl. sagði það eitt, að fróðlegt væri nú að sjá hin „hugvitssömu" ráð Framsóknar- manna, því að nú hefðu þeir að minnsta kosti tækifæri til þess að korna þeirn að. Ríkisstjórnin er ekki sama og Framsóknarmenn, enda væri þjóðin þó illa komin. Eydal þvælir enn um „stöðvunar- frumvarp“ Eysteins haustið 1941 og vitnar nú í Mbl. því til sönnunar, að Sjálfstæðismenn hafi verið dæma- laust hrifnir af því. Auðvitað eru unnnæli Mbl. rangtúlkuð. Þar er ált við, að sú hugsun, sem felist í frum- varpinu, þ. e. stöðvun dýrtíðarinn- ar, sé sameiginlegt áhugamál allrar stjórnarinnar, en á hitt var alltaf bent, að frumvarp Eysteins væri eng- an veginn líklegt til þess að ná þeim tilgangi. Reynslan hefir síðan kveð- ið sinn óvéfengjanlega dóm um það, hversu fóránlegt þetta frumvarp var. Eftirspurnin eftir vinnuafli var þá svo mikil, að engin leið var að halda kaupinu niðri, enda neyddist ríkis- stjórnin meira að segja síðar sjálf til þess að brjóta gerðardómslögin til þess að fá verkamenn til að afgreiða skip. Eina leiðin var því frjálst sam- komulag við verklýðssamtökin eins og Sjálfstæðismenn bentu á, en ár- angur þeirrar viðleitni eyðilagði Páll Zóphóníasson með mikilli hækkun á mjólk, tveimur mánuðum eftir að Eysteinn bafði lagt fram frumvarp um bann gegn allri hækkun á land- búnaðarvörum. Hefði frumvarp Ey- steins verið samþykkt, hefði því af- leiðingin orðið sú, að vérkalýðssam- tökin befðu sprengt kaup upp úr öllu valdi, en bændur hefðu orðið að sætta sig við óbreytt verðlag á af- urðum sínum, því að þeir hefðu ekki getað farið bak við lögin. Ollum heilvita mönnum mun líka nú vera orðið ljóst, hversu óskynsamlegt þetta svokallaða „stöðvunarfrum- varp“ var á þeim tíma, þótt það gæti verið gott nú i höfuðatriðum, því að nú eru allt aðrar aðstæður. „Afrek" Framsóknar- flokksins ÞAÐ ER harla fróðlegt að líta yfir stjórnmálasögu síðustu 7 ára og sjá, hversu haldgóðar fullyrðingar Framsóknarblaðanna um afrek og þj óðhollustu F ramsóknarflokksins eru. Við þá athugun mun flestum verða það skiljanlegt, að þjóðin finni ekki ástæðu lil þess að verð- launa þenna flokk við kosningar. Það er í fyrsta lagi eftirtektarvert, að „stöðvunarjrumvarp“ Eysteins er eina ajrekið, sem Framsóknarmenn sjáljir gela jrá skýrt á þessu tíma- bili. Verður aj f)ví einu sœniilega Ijóst, hversu þarfur flokkurinn hefir verið þessi árin. Gerðardómslögin sveik hinn „á- byrgi“ Framsóknarflokkur, af því að skapa átti meira réttlæti í skiptingu þingsæta milli flokka. Þar var áhug- inn á dýrtíðarmálinu látinn víkja fyrir flokkshagsmunum. Jafnvel í helgasta máli þjóðarinn- ar, sjálfstæðismálinu, skirrðist flokk- urinn ekki við að sýna ivískinung lil þess að reyna að ná sér niðri á Sj álfstæðisflokkn um. Við tilraunir Sjálfstæðisflokksins til þess að mynda samstjórn allra flokka haustið 1944 til þess að tryggja samstarf um lausn vanda- mála eftirstríðsáranna, skarst Fram- sókn úr leik. Framsókn snerist öndverð gegn ný- sköpunarstefnunni. Hún taldi glap- ræði að nota gjaldeyrissjóðinn til kaupa á nýtízku framleiðslutækjum. Jón Árnason vildi lána gjaldeyris- sjóðinn, og svo átti þjóðin að lifa á vöxtunum. Ef ,,stefna“ Framsóknar hefði sigrað, hefðu engin ný læki verið keypt. Nýsköpunin var kölluð „nýju fötin keisarans" af formanni flokksins. Framsóknarblöðin réðust hatramlega á ríkisstjórnina, er hún 1 sýndi þá miklu forsjálni að festa kaup á 30 togurum í Englandi. Þá átti „Tíminn“ ekki nógu sterk orð til þess að lýsa fjárglæfrum Ólafs Thors og Péturs Magnússonar;. Nú keppast „Tíminn“ og „Dagur“ við að dásama hina nýju iogara, eftir að þeir eru teknir að færa þjóðinni miljónatekjur, og eru þó aðeins fáir þeirra komnir. Nú þykjast Fram- sóknarmenn meiri nýsköpunarvinir en allir aðrir og vonast iil að myrkr- ið og gleymskan geymi fyrri stór- yrði þeirra. En þjóðin er minnugri en þeir halda, og hún mun launa þeim að verðleikum. 1' lugvallarsamningurinn við Banda ríkin var eitt viðkvæmasta utanríkis- mál þjóðarinnar. Þar skiptist hinn „ábyrgi“ Framsóknarflokkur svo ná- kvæmlega til helminga, að engu máli skipti, þótt þingmenn hans hefðu ekki látið sjá sig í þinginu — og miklu sæmra fyrir þá sjálfa. Þannig er í stuttu máli „afreks- saga“ þessa flokks, séð í ljósi stað- reyndanna. Foringjar lians og blöð hafa gasprað og sýnt algert ábyrgð- arleysi, meðan Sjálfstæðismenn og aðrir þjóðhollir íslendingar reyndu að fá samtök um að bjarga því, sem bjargað varð, og þrátt fyrir skannn- sýni þjóðarinnar hefir tekizt að búa svo í haginn fyrir hana, að hún hefir aldrei verið betur búin undir efna- hagslega lífsbaráttu sína en einmitt nú, þótt margvíslegir erfiðleikar leyni um stundarsakir á manndóm hennar og þjóðfélagsþroska. Og þau vandamál verða áreiðanlega aldrei leyst, ef þjóðin sýnir ekki almennt meiri þegnskap en Framsóknarflokk- urinn liefir gert á liðnum árum. að því að stæra sig af verkum sínum og Framsóknarmenn. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ætíð gert sér ljósa hættuna af sívaxandi dýrtíð, en hann hefir hagað sér eftir aðstæðunum eins og þær voru, en ekki reynt að grípa til aðgerða, sem aðeins gerðu illt verra. Hann hafði aldrei trú á lög- þvingun meðan augljósl var, að lög- in voru óframkvæmanleg. Hann reyndi þó að framkvæma gerðar- dómslögin, þar til höfundar þeirra, Framsóknarmenn, snerust sjálfir gegn þeim. Sjálfstæðisflokkurinn hefir allt frá árinu 1938, þegar Fram- sókn bað um aðstoð hans, aldrei reynt að skjóta sér undan stjórnar- ábyrgð, þótt vænlegra hafi stundum verið til fylgis að vera utan við sljórn ina. Fyrir einbeilta forustu lians var sjálfstæðismálið leyst. Uridir forustu hans var nýsköpunarsljórnin mynd- uð haustið 1944 með þeirri stórhuga stefnu að hagnýta erlendar innstæð- ur þjóðarinnar til kaupa á fram- leiðslutækjum, er tryggt gætu efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og komið í veg fyrir böl atvinnuleysis- ins. Nú er upplýst, að milli 70 og 80% af gjaldeyrissjóði þjóðarinnar hafi farið til nýsköpunarfram- kvæmda, sem líklegar eru íil að færa þjóðinni varanlegar gjaldeyristekj- ur, ef rétt er að farið. Loks liafði Sjálfstæðisflokkurinn forustu um það að leysa flugvallarmálið á sóma- samlegan hátt og tryggja brottför alls erlends hers, jafnhliða því að gera greiða þeirri þjóð, sem fyrst varð til þess að viðurkenna íslenzka lýðveld- ið. — SamsHllt átök nú SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN mun áfram vinna í sama anda og áð- ur. Hann mun áfram beita sér fyrir sem víðtækustu samstarfi allra stétta til lausnar á vandamálum þjóðfé- lagsins. Hann vill iryggja það, að hið merka umbótastarf, sem hafið var undir forustu hans í fyrrverandi stjórn, renni ekki út i sandinn, og í því skyni hefir liann valið tvo af öt- ulustu foringjum sínuin í núverandi stjórn. Hann telur enga ástæðu iil svartsýni og kveinstafa, ef af ein- lægni er gengið að lausn vandamál- anna. Vonandi hlaupast Framsókn- armenn þar ekki undan merkjum eins og svo oft áður, ef þeir ielja það pólilískan ávinning. Síendurtekin níðskrif Fi^unsóknarblaðanna um formann Sjálfstæðisflokksins og stefnu lians, sem þeir þó sjálfir hafa neyðst til að ganga til stjórnarsam- starfs um, og undirróðursstarfsemi form. Framsóknarflokksins, jafnvel gegn ráðherrum flokks síns í núver- andi ríkisstj., gefa því miður ekki góðar vonir um heilindi þess flokks í stjórnarsamstarfinu. En vonandi fer þar betur en áhorfist og kann þá að vera, að „Dagur“ geti lirósað Fram- Afstaða Sjólfstæðis- flokksins S'iIÁLFSTÆDISFLOKKURINN þarf áreiðanlega ekki að bera kinn- roða fyrir gerðir sínar síðustu árin, þótt ekki hafi hann gert eins mikið sókn fyrir einhver raunveruleg rek. af- VIL KAUPA leyfi fyrir amerískri vörubif- reið. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir helgi, merkt: „Vörubifreið“.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.