Íslendingur


Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 8
EFST Á BAUGI Viðræður stéttaráðíitefnunnar um ráðstafanir gegn dýrtíðinni $lcudiuauí Miðvikudagur 17. september 1947 aa^wafsrtas-r^SÆií'gsr:: „íslendingur" kemur út yikulega, 8 síður, og kostor aðeins 15 krónur órgangurinn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. I. 0. 0. F. — 1299198% — MessaS verður í Akureyrarkirkju kl. 2 n. k. sunnudag. Séra Sigurður Guðmunds- son á Grenjaðarstað prédikar, en séra Ing- ólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði þjónar fyrir aitari. Guðsþjónusta þessi er í sambandi við fund norðlenzkra presta og kennara, sem haldinn er hér á Akureyri. Sajnaðarjundiir verður haldinn í Akur- eyrarkirkju n. k. sunnudag, að lokinni guðsþjónustu. Zíon. Samkoma n. k. sunnudag kl. 8.30. Sextug verður á morgurf' frú Guðrún Iflíðar, kona Sigurðar E. Hlíðar, alþm. Hún er kunn sæmdarkona, enda naut liún mikilla vinsælda hér í bæ, meðan þau lijón hjuggu hér. Munu ntargir senda henni hlýjar kveðjur á þessunt tímamótum ævi hennar. Hjúskapur. Laugard. 6. sept. voru gefin saman í hjónahand á Möðruvöllum í Hörg- árdal af séra Sigurði Stefánssyni, ungfrú Sigríður Pálmadóttir, Hofi, og Lárus Stef ánsson, Stóra-Dunhaga. Hjúskapur. Fyrir sköminu voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Sigríður Rósa Kristjánsdóttir frá Höfða og Ragnar Sigurmundsson, vélstjóri, frá Sandgerði. Hjúskapur. Þann 13. sept. voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigur- geirssyni, ungfrú Sigrún Gunnarsdóttir og Jón Kr. Sigtryggsson, iðnverkamaður. — Heimili þeirra er Gránufélagsgata '43. Hjúskapur. Þann 14. sept. voru gefin sarnan í hjónaband í Akureyrarkirkju af séra Pétri Sigurgeirssyni, ungfrú Elín Jónsdóttir og Flemming Valdemar Hansen, þjónn á Ilótel Norðurland. Heimili þeirra er Hríseyjargata 3. Aheit á Strandarkirkju kr. 50.00 frá N. N. Móttekið á afgr. Islendings og sent áleiðis. Áheit á Akureyrarkirkju kr. 30.00 frá Finnu. Þakkir. —■ A. R. Hlutaveltu heldur Kvenfélagið II1 í f sunnudaginn 21. sept. í Samkomuhúsi hæjarins kl. 4 e. h. Dansleikur kl. 10. Stúkan „Brynja“ er nú að hefja fundi á ný eftir sumarhvíldina. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 22. sept. kl. 8.30. Fyr- irhugað er að skipuleggja sem fyrst vetrar- starfið og leitað verður nýrra ráða til að efla fundarsókn, m. a. með verðlaunaveit- ingu fyrir áhuga í starfi Skorað er á félaga að mæta nú þegar á þessum fyrsta fundi og fylgjast með frá byrjun. Tekið verður á móti nýjum félögtim. Fundurinn endar með skemmtiatriðum. Hjálprœðisherinn á Akureyri. Sunnud. 21. sept. kl. 11 helgunarsamkoma. Kl. 8.30 hjálpræðissamkoma. AUir velkomnir. Héraðsjundur Eyjafjarðarprófastsdæmis- verður haldinn í kirkjukapellunni föstu- daginn 19. þ. m. Hefst fundurinn kl. 1 e.h. Gjajir til Kvenfélagsins Hlíf, Akureyri. Frá ónefndri konu kr. 100.00. Frá N. N kr. 50.00. Frá M. S. kr. 50.00. Úthlutun heimilisvéla Ósæmilegar dylgjur „Alþýðumannsins“ Eins og kunnugt er, auglýsti bæjarstjórn um daginn eftir um sóknum um heimilisvélaleyfi þau, sem bærinij hefir til um- ráða. Auglýsing þessi var þann- ig orðuð, að helzt virðist sem allar verzlanir gætu sótt um þessi leyfi, hvort sem þær verzl- uðu með rafmagnsvörur eða ekki, enda bárust umsóknir til bæjarráðs frá 18 verzlunum. Á fundi bæjarráðs þann 28. ágúst var mál þetta tekið til meðferðar. Kom þar í ljós, að aðeins ein verzlun, Electro Co.. gat nú þegar afgreitt þvottavél- ar. Virtist því ekki um annaö að ræða en úthluta þeirri verzl- un þvottavélaleyfunum eða láta fólk ella bíða um ófyrirsjáanleg an tíma eftir vélum þessum. — Varð sú niðurstaða eftir nokk- urt þjark að samþykkt var að fela bæjarstjóra að framselja Electro Co leyfi fyrir 15 vélum og auk þess 15 leyfi til rafvirkj- anna Samúels Kristbjarnarson- ar, Snorra og Viktors og Lúthers Jóhannssonar, enda leggi þeir fram skilríki fyrir því, að þeir geti útvegað vélarn- ar nú þegar. Geti einhver þess- ara manna ekki útvegað vélarn- ar, skiptast leyfi hans milli hinna, sem næst þeim hlutföll- um, er að framan greinir. Alþm. er með ósmekklegar SÍS FYRIRHUGAR MIKLA STÆKKUN Á VERKSMIÐJUM SÍNUM Á AKUREYRI Forstjóri Sambands ísl. samvinnu- félaga hefir óskað eftir því við bæj- arstjórn Akureyrar, að SIS fái 10 þús. fermetra viðbót við lóðir sínar á Gleráreyrum. Gerði forstjórinn ráð fyrir því, að nú yrði byrjað að reisa þar verksmiðjuhús, sem yrði allt að 4000 fermetrar að stærð, en helm- ingur þeirrar byggingar verður á lóðum, sem verksmiðjan á nú. Þá óskaði forstjórinn eftir því, að veg- ur sá, sem nú liggur i vestur sunnan við skinnaverksmiðjulóðina, verði lagður niður sem almenn umferðar- gata á lóðarspildu verksmiðjunnar, svo að verksmiðjan fái samfellda lóð suður að aðalumferðagötunni í bæn- um. Bæjarstjórn hefir samþykkt beiðni forstjórans um lóðarviðbótina. Þá hefir bæjarstjórn einnig fallizt á til-- mælin um breytingu vegarins, ef tiltækilegt reyndist að leggja veginn austan við lóðartakmörk verksmiðj- unnar. dylgjur í garð Indriða Helgason ar, Jóns Sólnes og Þorsteins M. Jónssonar í sambandi við þessar leyfisveitingar. Gefur blaðið í skyn með sinni venjulegu smekk vísi, að einungis persónuleg sjónarmið hafi ráðið afgreiðslu málsins, en hirðir ekki um að minnast á það meginatriði, er réði áðurgreindum leyfisveit- ingum, að Electro Co var eini aðilinn, sem hafði nú þegar ráð á. þessum vélum, þótt gjaldeyris vandræðin hafi hindrað það enn( að hægt væri að afgreiða þær. Fyrir væntanlega kaup- endur vélanna er það að sjálf- sögðu aðalatriði, að vélarnar komi sem fyrst, en ekki hver af- greiðir þær. SKÓLASUJÓRASKIPTI VIÐ BARNASKÖLANN Á fundi skólanefndar barna- skólans þann 2. sept. sl. afhenti fráfarandi skólastjóri, Snorri Sigfússon, skólann og þakkaði samstarfið á liðnum árum. — Brynleifur Tobíasson og formað ur skólanefndar þökkuðu Snorra ötullega og trúlega unn- in störf í þágu skólans og ósk- uðu hinum nýja skólastjóra, Hannesi J. Magnússyni, he'lla í starfi sínu. Nýi skólastjórinn skýrði frá því, að kennara vantaði að skól- anum í sinn stað. Var samþykkt að fela skólastjóra að æskja þess við fræðslumálastjóra, að auglýst verði eftir kennara. Sendisvein vantar frá 1. okt. n. k'. VERZL. ESJA. Húseignin Hafnarstræti 3 er til sölu. Laus til íbúðar 1. okt. — Jón Sveinsson. í. R.-INGAR KEPPA Á AKUREYRI Næstkomatuli föstudagskvöld eru væntanlegar hingaS 10 stúlkur og 10 karlar úr íþróttafélagi Reykja- víkur, auk fararstjóra. — Er þetta handknattleikslið, sem mun keppa við Akureyrarfólögin n. k. laugar- dag og sunnudag. Karlaflokkurinn keppir bæSi viS Þór og KA, en kven- flokkurinn sennilega aSeins við slúlk- ur úr Þór. DRENGUR VERÐUR FYRIE BIFREIÐ. Það slys varð syðst í Brekku- götu sl. fimmtudagskvöld, að 11 ára drengur, Árni Aðalsteins- son. Norðurgötu 1, varð fyrir bifreið og lærbrotnaði. Slys þetta varð með þeim hætti, að drengurinn hljóp út á götuna rétt framan við bifreiðina A- 180, sem kom sunnan Brekku- götu. Bifreið, sem stóð við gang- stéttarbrúnina, skyggði á, svo að bifreiðarstjórinn mun ekki hafa séð drenginn fyrr en of seint. VERKAMANNAFÉLAGIÐ TEKUR UPP TILLÖGU „ÍSLENDINGS“ I síðasta blaði Isl. var þeim tilmælurn beint til bæjarstjórn- ar,.að hún skipaði nefnd til rann sóknar á atvinnuhorfum hér í bænum í vetur til þess að korn- ast að raun um, hvort gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til atvinnuaukningar. Stjórn Verkamannafélags Ak ureyrarkaupstaðar hefir nú tek ið upp þessa tillögu blaðsins og beðið bæjarstjórn að skipa nefnd „til að rannsaka atvinnu- horfur verkamanna og gera til- iögur um úrbætur af hálfu bæj- arins í því sambandi.“ — HAUSTVERÐ Á KINDAKJÖTI i ÁKVEÐIÐ. í Framleiðsluráð landbúnaðar- ■ ins hefir ákveðið, gð smásölu- verð á dilkakjöti verði í haust kr. 13.35. I öðrum verðflokki er verðið kr. 10.80 og 3. fl. kr. 9,00 pr. kg. AOal safnaOarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Akureyrarkirkju að lokinni messu sunnudaginn 21. septembér n. k. — Dagskrá: 1. Lagðir fram reikningpr kirkjunnar. 2, Rætt um framtíðarþjónustu prestakalls- ins. 3. Önnur mál. Sóknamefndin. Davíð /ónsson hreppstjóri á Grund varð 75 ára þann 12. þ. m. Hann er fæddur á Litla- Hamri í öngulstaðahreppi, son- ur merkishjónanna, Rósu Páls- dóttur og Jóns Davíðssonar. — Innan tvítugsaldurs stundaði Davíð nám í Möðruvallaskóla, en 1895 kvæntist hann Sigur- línu Jónsdóttur frá Stóra- Hamr.i, og byrjuðu þau sama ár búskap á Kroppi í Hrafnagilc- hreppi. Það leið eigi á löngu, að þessi ungu hjón vektu eftirtekt á sér. Heimilið var glaðvært og gest- risninni viðbrugðið, enda voru bæði hjónin þeim kostum bú/n, sem afla virðingar og vinsælda. Húsfreyjan var annáluð mynd- ar- og dugnaðarkona og bónd- inn óvenju hæfur til forustu. Árið 1904, er Davíð var 32 ára gamall, var hann skipaður hreppstjóri í Hrafnagilshreppi og hefir gegnt því starfi síðan. Auk þess' hafa hlaðizt á hann fjölmörg önnur störf, sem bæði hafa verið vandasöm og tíma- frek. Skömmu eftir aldamótin var hann skipaður aðstoðarmað ur Myklestads hins norska við útrýmingu fjárkláðans hér á landi, hann hefir lengi átt sæti í hreppsnefnd, sáttanefnd og stjórn Búnaðarfélagsins og ver- ið formaður fasteignamatsnefnd ar. Sýslunefndarmaður hefir hann verið frá 1928. Davíð vann allra manna bezt að undirbún- ingi og stofnun húsmæðraskól- ans á Laugalandi og hefir haft með höndum formennsku í skólanefndinni fram á þennan dag. Davíð hefir leyst öll störf sín svo vel af hendi, að hans mun lengi verða minnst þeirra vegna En þegar Davíð á Kroppi er nefndur, þá er það glæsi- mennska hans, glaðværð og mannkostir, sem fyrst og fremst koma fram í huga þeirra, sem hann þekkja. Konu sína missti hann fyrir liðugum tveimur árum. Hann er nú hættur búskap og seztur að á Grund í skjóli frú Margrétar Sigurðardóttur og Ragnars son- ar síns. Þeir, sem þekkja Grund arheimilið, vita, að þar fer vel um Davíð. Líkamlega heilsan er nokkuð tekin að bila, sem vonlegt er eftir áratuga erfið störf, en andlega fjörið er hið sama. Vinir Davíðs á Kroppi þakka honum P.ðin ár og óska þess að mega njóta samvista hans sem lengst, og um leið, að Eyjafirði megi auðnast að eignast sem flesta hans líka. J. G. R.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.