Íslendingur - 01.10.1947, Síða 3
Miðvikudaginn 1. október 1947
ISLENDINGUll
3
eira helgiha
skemmtanalíf.
Áfyktanir héraÖstundar Skagatjarðar-
prótastsdæmis.
Héraðsfundur Skagafjarðar-
prófastsdæmis var haldinn ao
Glaumbæ sunnudaginn 14, sept.
s. 1. og hófst með guðsþjónustu
í klrkju staðarins kl. 2 síðdegis.
Sóknarpresturinn sr. Gunnar
Gíslason þjónaði fyrir altari, en
sr. Bjartmar Kristjánsson á
Mælifelli prédikaði. í messulok
flutti Jón H. Þorbergsson bóndi
á Laxamýri erindi um safnaðar-
líf.
Síðan sátu fundarmenn og
aðrir kirkjugestir kaffiboð á
heimili prestshjónanna i Glaum
bæ, en eftir það hófst fundurinn
og voru mættir á honum allir
prestar héraðsins, 8, og 7 safn-
aðarfulltrúar.
Opinbert söngmót kirkjokóra.
Prófastur hóf fundinn með á-
varpi til fundarmanna og gaf
síðan skýrslu um hag íslenzku
kirkjunnar á síðasta ári og
Skagafjarðarprófastsdæmis sér
staklega. — Gat prófastur þess,
að upphitun væri nú í öllum
kirkjum héraðsins nema dóm-
kirkjunni á Hólum. Einnig mint
ist hann örðugleika sumra safn-
aða héraðsins með kirkjusöng.
Þá minntist hann komu sr.
Friðriks Friðrikssonar dr. theol.
h'ngað í héraðið, og sendi fund-
urinn séra Friðrik svohljóðandi
símskey ti:
„Héraðsfundarmenn í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi þakka þér
innilega fyrir komuna og óska
þér blessunar Guðs.“
Lagðir voru fram reikningar
Elliheimilissjóðs Skagafjarðar,
og er hann nú að upphæð kr.
35.314.81. Hafa verið gefin út
minningarspjöld til ágóða fyrir
sjóðinn.
Eyþór Stefánsson, formaður
kirkjukórasambands Skagafj.,
skýrði fundinum frá því, að á-
kveðið væri að halda opinbert
söngmót allra kirkjukóra hér-
aðsins í nóvember n.k. og taldi
vel viðeigandi, að þar yrðu flutt
ar stuttar ræður kristilegs efn-
is. Var því boði tek'.ð með þökk-
um og kosnir menn til að undir-
búa þetta með honum.
Aðalmál fundarins var helgi-
hald og skemmtanalíf. Var á
héraðsfundi 1946 kosin milli-
fundanefnd ,,til að íhuga mögu-
ieika og gera tillögur um, hvern
ig unnt væri að efla helgihald
safnaðanna og vernda r'étt
kirkjulífs og kristnihalds, eink-
um með tilliti til skemmtanalífs-
ins.“ 1 nefnd þessa höfðu verið
kosnir sr. Guðbrandur Björns-
son, prófastur, sr. Helgi Kon-
ráðsson, sr. Lárus Arnórsscn,
Jón Sigurðsson, alþm., og Jón
Björnsson skólastjóri. Jón S'g-
urðsson alþm. var framsögu-
maður nefndarinnar og bar
fram tillögur hennar, er síðan
voru ræddar og svo samþykkt-
ar einróma. Voru þær þannig:
Vilja aukið helgihald.
I. Fundurinn lítur svo á, að
helgihald í prófastdæminu sé
stórlega ábótavant, sérstaklega
að því leyti, að kirkjan sé ekki
sótt, vinna sé stunduð á helgi-
dögum þjóðkirkjunnar og óheil-
brigt skemmtanalíf iðkað.
Fyrir því beinir fundurinn
þerri áskorun til allra íbúa pró-
fastsdæmisins, að efla helgihald
sunnudagsins og annarra holgi-
daga kirkjunnar með því:
1) Að friða messudag hvers
safnaðar fyrir öllu, er truflar
kirkjusörig og guðsþjónustu-
hald. — Skv. því vill fundur'nn
beina þeim tilmælum til allra
þeirra, er standa fyrir almenn-
um fundum í héraoinu eða
skemmt'samkomum að hefja
þetta ekki fyrr en kl. 4 síðdegis
þessa daga.
2) Að menn sæki sóknarkirkju
sína eftir f.öngum, og láti hvorki
skemmtanir né v'nnu, sen verð
ur hjá komizt aftra því.
3) Að sóknarnefndir skipu-
leggi, í samráði við sókharprest,
kirkjuferð'r með bifreiðum, þar
sem auðvelda þarf mönnun
kirkjusókn.
4) Að starfandi sé við hverja
kirkju meðhjálpari, örganleik-
ari og söngflokkur, og mæt:
þessir aðilar, ef ekki hamla for-
föll. — Safnaðarmenn hafi ætíð
með sér sálmabækur og fylgist
með söngnum.
II. Fundurinn bein'.r þeirri á-
skorun til þeirra aðila, sem
standa fyrir skemmtisamkom-
um, að þeir geri ráðstafan'r til
að samkomurnar hafi einhvern
menningar-tilgang. I því sam-
bandi vill fundur'nn benda á
sönglist, upplestur, stutt erindi,
góðar kvikmyndir og stutta sjón
leiki.
Þá vill fundurinn benda á
hópferðir til faguira staða, sem
liolla og heilbrigða skemmtun.
III. Fundurinn skorar á þá
að'.la, sem skv. lögreglusam-
þykkt Skagafjarðarsýslu ber
réttur til að leyfa skemmtisain-
komur, en það eru: bæjarfóget-
inn á Sauðárkróki og lirepp-
stjórarnir í Skagafjarðarsýslu,
að framfylgja stranglega ákvæð
um lögreglusamþykktarinnar á-
hrærandi opinberar skemmti-
samkomur, svo sem:
1) Að leyfis sé ávalt aflað til
samkomuhalds,
2) Að tryggt sé af hálfu leyf-
ishafa lögboðið eftirlit með
hverri samkornu.
3) Fundurinn æskir, þess, að
í hverri auglýsingu um almenna
skemmtisamkomu sé tekið frarn
að ölvun sé bönnuð á samkcm-
unni.
4) Um tímatakmörk skemmti
samkomu hverrar vill fundur-
inn beina þeirri áskorun til
framangreindra embættis-
manna, að þeir veiti ekki leyfi
til opinberra skemmtana á að-
í'aranóttum sunnudaga lengur
en til kl. 1, er megi þó fram-
lengja til kl. 2 eftir miðnætti,
en aðra daga aðeins til kl. 12 i
iágnætti. Þetta gildir yfir sumar
mánuðina, en yfir vetrarmán-
uðina megi skemmtanalíf
standa einni klukkustund leng-
ur.
Sérreglur um sæluvikuna.
Fundurinn beinir þe'rri áskor
un til sýslunefndar Skagafjarð-
arsýslu og bæjarstjórnar Sauð-
árkróks að setja inn í lögreglu-
samþykktir sýslunnar og fcæjar-
ins það ákvæði, að leyfa opin-
berar skemmtisamkomur aldrei
lengur en til kl. 2 aðfaranótt
sunnudaga, en til ld. 12 aðrar
nætur. — Um vetrarrnánuðina
megi þó veita leyfi einni stund
lengur. — Þetta ákvæði sé sett
til samræmis milli einstakra
hreppa sýslunnar og milli sýsl-
unnar og bæjarins. Þó sé hér-
aðsfagnaður Skagfirðinga hald-
inn á Sauðárkróki („Sæluvik-
an“) undanþeginn þessu ákvæði
enda sé ákvæðum lögreglusam-
þykktanna um eftirlit þar
stranglega fylgt.
/
1 dymbilviku séu engar
skemmtanir leyfðar.
Fundinum lauk svo með því,
að prófastur flutti stutta ræðu
og bæn og sungið var „Son Guðs
ertu með sanni“. Síðan var aft-
ur gengið heim á prestssetrið og
þar þegnar góðgerðir.
□
Héraðsfundiir Eyjafjarðar-
prófastódærnss vsll afnema
prestskosivngar.
Mælir með að gera Akureyri að tvímennings-
prestakalli.
Fyrri föstudag vdr hér-
rðsfundur Eyjafjarðarprófasts-
dæmis haldinn í kapellu Akur-
eyrarkirkju.
Prófastur, séra Friðrik J,
Rafnar, vígslubiskup, stjórnaði
fundi, en séra Pétur Sigurge'.rs-
son var fundarritari. I fundar-
byrjun var sunginn sálmur og
lék Björgvin Guðmundsson, tó:i-
skáld, undir.
Prófastur bauð fundarmenn
velkomna og flutti síðan yfirl'.t
um kirkjulega atburði s. 1. árs,
einkum varðandi Eyjafjarðar-
prófastdæmið.
Prófastur gat þess, að nýr
prestur hefði nú verið kjörinn i
Grímsey, séra Róbert Jack, en
séra Ingólfur Þorvaldsson í
Ölafsfirði hefr þjónað Grímscy
í 10 ár.
Þá drap prófastur nokkuö á
kirkjulega löggjöf frá síðasta
alþingi.
Samþykktar voru beiðnir frá
nokkrum sóknum um hækkun
kirkjugjalda.
Ályktanir:
1. Séra Stefán Sævarr lagöi
fram ályktun Vallasóknar
umaðskora á Mrkjustjórnina
að koma því til leiðar, að vísi
tasíulaunum prófasta yrði
létt af ldrkjum, en sá kostn-
aður framvegis gre'ddur úr
ríkissjóði. Fundurinn lýsti
•2.
sig hlynntan þessari ályktun.
Svohljóðandi ályktun var
samþykkt um frumv. Sig.
Bjarnasonar og Gylfa Gísla-
sonar um prestskosningar:
„Héraðsfundur Eyjafjarðar-
prófastsdæmis, haldinn á
Akureyri 19. sept. 1947,
rnælir með því, að frv. það,
er lá fyrir síðasta alþingi urn
afnám prestakosninga veröi
samþykkt óbreytt í öllum að
alatriðum eins og það er
borið fram af flutningsmönn
um.“
Séra Ingólfur Þorvaldsson
bar fram svohlj. tillögu:
„Héraðsfundur Eyjafjarðar-
prófastsdæmis 19. septemb.
1947 telur æskilegt að yf'.r-
stjórn kirkjumálanna á Is-
landi vinni að því að árlega
verði á fjárlögum veitt nokk
ur upphæð til kristilegrar
æskulýðsstarfsemi meðal
safnaða landsins.“
Prófastur cg Steingrim'ur
Jónsson, fv. bæjarfógeíi
minntust á það áhugamál
safnaða Akureyrarpresta-
kalls að fá þangað tvo
presta, þar eð preststörf þar
yrðu að teljast ofvaxinn e'n-
um manni. Svohlj. till. var
samþ.
„Pléraðsfundur Eyjafjarðar-
prófastdæmis mælir ein-
dregið með væntanlegri um-
sókn Akureyrarprestakalls
um að gera það að tvímenn-
ingsprestakalli.“
I fundarslitaræðu sinni ræddi
prófastur nokkuð um safnaöa-
og kirkjulíf almennt og minnt-
izt sérstaklega á þýðingu kristi-
legrar starfsemi meðal æskulýðs
ins.
Að fundi loknum flutti séra
Pétur Sigurgeirsson stutt erind'.
um reynslu sína í sambandi við
unglingastarfsemi í þágu kirkj-
u.nnar og gildi kvikmynda við
þá starfsemi. Sýndi hann kvik-
mynd frá Vesturheimi í nýrri
rýningarvél, sem Kvenfélag Ak-
ureyrarkirkju hefir gefið kirkj-
unni.
Fundarmenn sátu að lokum
kaffiboð hjá prófastshjónunum.
Fundinn sátu 3 prestar auk
prófasts og 10 safnaðarfulltrú-
ar. Einnig Kristján Sigurðsson,
sóknarnefndaroddviti, Akureyri
og Björgvin Guðmundsson, tón-
skáld.
VÖÍIUSKSPTAJÖFNUÐUR
HÁGSTÆÐUR
I ÁGÚST
Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst-
mánuSi var hagstæður um 19.4 milj.
kr. Er þetta í fyrsta sinn síðan í
júlímánuði 1945, sem vöruskipta-
jöfnuður hefir verið hagstæður.
Fyrstu átta mánuði ársins hefir
vöruskiptajöfnuðurinn verið óhag-
stæður um 148 milj. kr. Fluttar hafa
verið inn vörur fyrir 303.8 milj. kr.,
en út vörur fyrir 156 milj. kr.
Hinn hagstæði verzlunarjöfnuður
í ágústmánuði er fyrst og fremst því
að þakka, að þá var flutt út síldar-
lýsi og ýmsar síldarafurðir fyrir
rúmar 30 milj. kr.
VSS'TALA BYGGSNGAR-
KOSTNAÐAR.
Samkvæmt útreikningi Hagstof-
unnar er vísitala byggingarkostnað-
ar í kaupstöðum og kauptúnum nú
433 stig og 521 stig í sveitum, mið-
að við árið 1939.
Mikið hey brennur að
Naustum.
Síðastliðinn föstudag kvikn-
aði í töðuheyl á Naustum,
skammt fyrir sunnan og ofan
Akureyri. Slökkvilið Akureyrar
kom þegar á vettvang, en mjög
erfitt var um slökkvistarf, þvi
að ekkert vatn var í nánd og
varð að flytja það að á bifrcið-
um. Hey:ð var áfast við hlöðu
og fjós. Brann allt lausaheyið,
þak á fjósi og hlöðu, og heyið
í hlöðunni ónýttist. íbúðarhús,
sém þarna var áfast við og ann-
að fjós, tókst að verja. Þarna
brann og ónýttist af reyk og
vatni um 300 hestar af heyi. Er
þetta því tilfinnanlegt tjón. —
Jón Guðmundsson á Naustum
átti eignir þessar.