Íslendingur


Íslendingur - 01.10.1947, Page 4

Íslendingur - 01.10.1947, Page 4
4 í SLENDINGUR Miðvikudaginn 1. október 1947 ÞANKABROT FRA LlfiNUM DÖGUM ÚR ANNÁLUM ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðartnaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íslending*. Skrifatofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. PREMTSMIÐJA BJÖRNS JONSSONAR H' F Er Jiað sigurvænlegt? Prófraun hefir nú verið lögð íyrir íslenzku þjóðina í því skyni að reyna hæfni hennar til þess að sjá fótum sínum forráð sem frjáls og fullvalda þjóð. Eigi þjóðin að geta komið efnahagsmálum sínum í sæmilegt horf er óhj ákvæmilegt að leysa dýr- tíðarvandamálið og það fjárinála- öngþveiti, sem fylgir í kjölfar þess. Allar þjóðir heims eiga nú við svip- aða erfiðleika að stríða, en þó er sannleikurinn sá, að fáar þeirra eru betur búnar undir að rnæta þessum erfiðleikum en íslendingar. Þeir hafa bætt meir framleiðsluskilyrði sín en flestar aðrar þjóðir, en vand- inn er aðeins sá að skapa hinum nýju atvinnutækjum starfsskilyrði. Þennan vanda getur íslenzka þjóðin hæglega leyst, ef hún er einhuga og lætur þröngsýn hagsmunasjónarmið stétta og einstaklinga víkja fyrir hags munum heildarinnar. Eigi þjóðin ekki slíkan þroska, er þess engin von, að hún fái lil lengdar staðið ein og óstudd í hinum mikla heimi. Lýðræðisflokkarnir þrír hafa bundist samtökum um að leysa að- steðjandi vandamál þjóðarinnar. — Tveir þessara flokka voru aðilar að nýsköpunarstefnunni, sem nú þegar er tekin að skila þjóðarbúinu mikils- verðum árangri. Þriðji flokkurinn varð utanveltu við þau samtök, sem mynduð voru til þess að vinna að hinni stórvirku eflingu atvinnulífs-' ins á grundvelli nýsköpunarstefnunn ar. Hann hlaut fyrir þá afstöðu þung an áfellisdóm hjá þjóðinni. Nú hefir þessi flokkur gengið t.il stjórnarsam- starfs um áframhaldandi eflingu at- vinnuveganna og lausn þeirra vanda- mála, sem eru því til trafala, að hin efnahagslega nýsköpun nái tilgangi sínum. Allir þjóðhollir íslendingar fögn- uðu þessari hugarfarsbreytingu hjá Framsóknarflokknum, og flestir flokksmenn hans munu hafa vonast til þess, að hann myndi sýna í verki þá miklu ábyrgðartilfinningu, sem flokkurinn hefir svo mjög stært sig af. Því miður hefir þó viðleitnin til þess að hressa upp á hrörmndi fylgi orðið þess valdandi, að blóð flokks- ins og ýmsir forystumenn hafa tekið upp baráttuaðferðir, sem lílt eru til þess fallnar að skapa þann einhug, sem nauðsynlegur er um lausn vanda málanna. Allt frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð, hefir „Tíminn“ ekki Húsnœðismálin. ÞÓTT ÍSLENZKA þjóðin lmfi búið við allsnægtir á undanförnura árum, virðast þó aldrei liafa verið eins mikil vandræði fyrir fólk að fá fullnægt þeirri frumnauð- syn að liafa þak yfir höfuðið. Ekki hefir þetta þó orsakazt af því, að þjóðinni hafi fjölgað svo mjög í landinu í heild, heldur mun ástæðan annars vegar vera óvenju mikill flutningur fólks úr sveitunum í bæ- ina — einkum Reykjavík — og hins veg- ar auknar kröfur fólks um hætt húsa- kynni með vaxandi velmegun. Þessari þörf hefir verið reynt að fullnægja eftir beztu getu, bæði hafa íjölmargir einstakl- ingar reist hús og einnig opinberir aðilar. llefir húsagerð verið feikimikil á síðustu árum, og eftir upplýsingum fjármálaráð- Verra munu nú vera í smíðum á fjórða \iúsund íbúðir í öllu landinu. Þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir, vantar enn allmjög á það, að bætt sé að fullu úr húsnæðisskortinum. Enn eru sums staðar braggahverfi og þess munu ekki fá dæmi enn í dag, að fólk verði að sæta af- arkostum til þess að fá íbúð — ef því þá heppnazt það. linnt árásum á Sj álfstæðisflokkinn og forustumenn hans. Hefir meira kapp verið lagt á að afflytja mál- stað þeirra en gagnrýna ábyrgðar- lausa framkomu stjórnarandstöðunn ar. Hinn svokallaði „vettvangur æskunnar“, sem nokkrir kommún- istavinveittir ungliðar í Framsóknar- flokknum standa að, hefir aðallega verið vettvangur lítt hóflegra árása á Sjálfstæðisflokkinn. Loks rekur „Dagur“ lestina, og birtir það blað nú síðast spaklega staðhæfingu um það, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi alla sök á dýrtíðinni. Aftan í er svo hnýtt sígildum skammaryrðum um Ólaf Thors. Andinn í öllum þessum áróðurs- skrifum Framsóknarblaðanna er sá sami: Öll núverandi vandræði stafa af því, að Framsóknarflokkurinn var ekki í stjórn tvö síðastliðin ár. Hefði ráðum Framsóknarmanna Yerið fylgt, ætti þjóðin nægan gjaldeyri og þyrfti ekki að stríða við dýrtíð. Nú ætlar Framsóknarflokkurinn að bjarga öllu við. ^ Það er nú út af fyrir sig gaman að svona barnalegum fjarstæðum, en nú er ekki rétti tíminn fyrir slíkar Múnchausen-sögur. Dýrtíðin er ekki sök neins eins stjórnmálaflokks í landinu. Orsakir hennar voru ekki nema að sumu leyti viðráðanlegar. Hitt er rétt, að vafalaust hefði verið hægt að sporna nokkuð við henni, ef sundurlyndið hefði ekki ráðið ríkjum á alþingi Og óttinn við kjós- endurna verið ríkari en ábyrgðar- tilfinningin gagnvart þjóðarheild- inni. En á það atriði ættu Fram- sóknarblöðin ekki að minnast, því að það er hættulegt fyrir þann að kasta grjóti, sem býr í glerhúsi. -— Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að sam eina alla flokka til stjórnarsamstarfs haustið 1944. Það er rétt, að Sjálf- stæðisflokkurinn neitaði þá að hefja Vandrœðin þarf að leysa. ÞETTA ER vandamál, sem þarf úr- lausnar — og það sem allra fyrst. Sóma- samlegt húsnæði er fólki ekki síðnr nauð- synlegt en fæði og klæði. Léleg húsakynni eru ekki aðeins heilsuspillandi heldur einn- ig siðspillandi. Það er óviðunandi að fólk þurfi að búa i lélegum herinannaskálum, sem einnig eru hin mesta óprýði. Því fé er líka raunverulega a glæ kastað, sem varið er til þess að klastra í slíka skála. Það bcr því brýna nauðsyn til að lialda á- fram eftir föngum þeim byggingafram- kvæmdum, sem nú eru hafnar eða ern í undirbúningi. Verður að finna einhver ráð til að tryggja það, að þær framkvæmdir þurfi ekki að stöðvast sökum fjárskorts. llitt má hverjum' réttsýnum manni vera ljóst, að ekki er á skömmum tíma liægt að bæta að fullu úr hinni feikimiklu hús- næðisþörf, jafnvel þótt fé væri fyrir hendi, því að skortur á fagmönnum og bygging- arefni hefir jafnan sett þessum fram- kvæindum sín takmörk eins og allir vita, sem fcngizt liafa við húsbyggingar. Framh. á 7. síðu. kauplækkunarherferð, enda hefði verkalýðurinn áreiðanlega ekki sætt sig við það tneðan afurðaverðið var síhækkandi. Það vita allir, sent vilja vita, að stjórnarsamstarf Frantsókn- ar og Sjálfstæðisflokksins um niður- skurð á launum og afurðaverði þá hefði verið vonlaust. Sjálfstæðis- flokkurinn reyndi því að fá samstarf allra aðila um kaup á framleiðslu- tækjum í stórum stíl á grundvelli nýsköpunarstefnunnar með það fyr- ir augum að sannreyna með full- korrlnustu tækni, hvað atvinnuveg- irnir gætu greitt hátt kaup. Verka- lýðurinn hlaut að sætta sig miklu frenrur við nokkra skerðingu á kaupi sínu, eflir að slík tilraun hefði verið gerð. Þetla vildi Framsókn ekki. Nú er sá tími kominn, sem allir vissu, að hlyti að koma, og hann hefði áreiðanlega komið, enda þótt hinir hugvitssömu Framsóknarfor- ingjar hefðu haldið um stjórnvöl- inn. En vegna þess, að sú stefna Framsóknarflokksins að kaupa eng- in framleiðslutæki fyrr en ekki var hægt að fá þau, fékk ekki að ráða, er þjóðin vel undir það búin að mæta erfiðleikunum. Nú þarf aðeins einhug og þegnhollustu til að sigr- ast á þeim. Kommúnistar ætla að nota tækifærið til þess að grafa grunninn undan þjóðskipulaginu og skapa hér þá sömu upplausn og þeir hafa hvarvetna reynt að framkalla, þar sem þeir hafa einhverju ráðið. Nú reynir því á manndóm lýðræðis- aflanna. Þau verða að sameinast gegn hinunt sameiginlega óvini og lcggja innbyrðis ágreining á hilluna meðan unnið er að því að tryggja framtíð hins unga lýðveldis. Samvinna lýð- ræðisflokkanna er eina leiðin að því takmarki. Þar verða allir að leggj- ast á eitt, og þeir, sem reyna að sundra því samstarfi, vinna illt verk. Vetur í góðu meðallagi fyrir og eftir jól í Múlasýslu, en harð ari norðanlands, svo að þar féllu bæði hestar og fé, svo sem sumarið fyrir var lítill heyskap ur og vorið hart. Selveiði í með- allagi norðanlands. Þetta ár flutt fúið mjöl til landsins. Fóru þjófar í Akureyrarkaup manns búð og stálu þaðan upp á 600 ríkisdali. Þeir höfðu sagað stykki úr einum þilveggnum, hvar þeir inn fóru og settu svo í stykkið aftur að skilnaði, en hverjir þenna stórþjófnað fram- ið hefði, varð aldrei fullkomlega uppvíst. (Banks lávarður kom hlngað á þessu sumri með ýmsum herramönnum). Þessr herrar ferðuðust til Heklufjalls og skoðuðu nákvæmlega. Þeir skoo uðu og með sama hverinn Geys- ir og nefndu þar eftir tvo ís- lenzka hvolpa, er þeir fengu hér, Geysir og Heklu. Amtmað- ur herra Ólafur sendi þeirra vegna eftr bókum norður að Hólum. Líka var leitað eftir hans forlagi að naturlier (nátt- úrugripum) í Tindastólsfjalli, og auk þess lét amtmaðurinn uppskrifa og útvega þau helztu manuscripta (handrit) af öllum íslenzkum söfnum til að þéna herra Banks með. Þetta sumar kom til landsins studiosus Ólafur Ólafsson meö prentsmiðju. Hafði hann feng- Dómarinn: „Og þér ætlið að telja mér trú um, að maðurinn yðar, sem er örkumla aumingi, hafi getað bar- ið yður?“ Konan: „Hann var hvorki örkumla né aumingi, þcgar okkttr lcnti sam- an.“ lnga kemur þjótandi og rýkur upp um hálsinn á unnustanum og kyssir hann. — Oj, Karl, en hvað þú ert skeggj- aður. — Elsku góða, ég var alveg ný- rakaður, þegar við áttum að hittast hérna. — Jæja, dóttir þín er þá í Ame- ríku? — Já, hún hefir nú átt þar heima í fimm ár, en hún kemur heim á hverju sumri, blessunin sú arna. — Og hefir hún þá manninn sinn með sér? — Já, ég held nú það. Og það hafa alltaf verið myndarlegir og fallegir menn. —- Hvers vegna giftir þú þig ekki? — Æ, blessuð dýrin mín bæta mér fyllilega upp eiginmann. Hund- urinn urrar og fitjar upp á trýnið á :ð leyfi kóngs til að þrykkja verðslegar bækur, en skyldi svara til dómkirkjunnar í Skál- holti að þriggja ára fresti 100 ríksdölum árlega. Með honum kom inn bókþrykkjarasveinn Eiríkur Guðmundsson Hoff. — Þeir settu sína í Kaupinhafn til- efnuðu stofu niður í Hrappsey í Breiðafirði. Sama sumar kom til landsins studiosus Jón Arnórsson, er áð- ur hafði verið handskrifari stift- amtmanns Thodals, og með honum tveir aðrir, er upp á konungs tilkostnað brenna skyldu salt úr sjó, hvar með byrjað var í Reykjafirði í Isa- fjarðarsýslu. Þá komu enn hinir þriðju menn inn, er veiða skyldu lax í Hvítá í Borgarfirði. Ekki varð þeirra ferð fésöm, keyptu ein- asta nokkrar tunnur af laxi og sendu út. En áður voru hingað innkomnir nokkrir norskir fiski menn, er íslenzkum kenna skyldu að byggja báta og fiska með netjum og annars vegar, allt eftir norskum máta, hvað þó ei vildi verða gagnsamara. Þetta ár höfðu herrar stift- amtmaður og amtmaður fengið sér eina duggu til fisklrís undir landinu, og stýrði henni norsk- ur skipherra, að nafni Pouls. Var mælt að þetta fiskirí myndi ei hafa svarað tilkostnaðinum, þar ei fékkst, að aflinn mætt.: Framh. á 7. síðu. morgnana, páfagaujkurinn blótar og ragnar, og kötturinn kemur ekki heim fyrr en seint á nóttunni. — Manuna, hefir guð skapað alla — Já. — Heíir hann skapað Jón frænda líka? - Já. — Þá hefir hann svei mér rekið upp skellihlátur, þegar hann var bú- inn. — Hefirðu sagt Andrési, að ég sé bölvaður asni? — Nei, hann vissi það áður. Skoti nokkur hélt, að bezta ráðið lil þess að spara sanian peninga fyr- ir sumarleyfið væri að lála eitt penny í aurabaukinn í hverl skipti, sem hann kyssli konuna sína. Þetta gerði hann reglulega, þar til leyfið kom. Þá oprtaði hann baukinn og út ultu — ekki aðeins pennypeningar — heldur líka shillingar og enn stærri peningar. Ilann varð alveg forviða og bað konu sína um skýr- ingu á þessu. Jú, Jack, sagði hún. — ÞaS eru nú til allrar hamingju ekki allir eins nízkir eirts og Jtú. GAMÁN OG ALVARA ~

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.