Íslendingur


Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 8
1 ATHUGIÐ! Þeir kaupendur blaðsins, sem enn hafa ekki greitt yfirstand- andi árgang, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst. tcwdinaur Miðvikudagur 5. nóveniber 1947 Herbergi til leigu í Hafnarstræti 97. — Uppl. gefur Vigfús I*. Jónsson, sími 508. / Kristneshælið 20 ára Heilsuhælið í Kristnesi varð 20 ára 1. nóv. sl. Þessa % ' \ .» tvo áratugi hefir hælið unnið ómetanlegt starf í bar- áttunni gegn berklaveikinni. íónas Rafnar hefir verið yfirlæknir hælisins fi á upphafi oo' leyst það vandasama starf af hendi með fáo'ætri kostgæfni og samvizkusemi. Hefir blaðið snúið sér til hans spurt hann unr til- drögin að stofnun hælisins og nokkur atriði úr starfi þess. □ Rún:. 59471157 — Frl. Athv. I. O. O. F. — 129117814. — Síra Friðrik Rajnar hefir beðið' blaðiS að geta þess, að fyrst um sinn gegni liann þeim prestverkum, sem hann getur gert heima hjá sér. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 11 árdegis-.Eldri deild, 7—13 ára í kirkjunni. Yngri deild, 5 og 6 ára í kapellunni. Messað verður í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 síðdegis. Hjúskapur. Þann 1. nóv. voru gefin sam an í hjónaband í Akureyrarkirkju- af séra Pétri Sigurgeirssyni, ungfrú Björg Jóns- dóttir og Jóhann Tómas-Egilsson, póstaf- greiðslumaður. Heimili þeirra er Eiðs- vallagata 24. ÁttrœSur verður 10. þ. m. Sigurjón Sumarliðason, sem um fjölmörg ár var póstur milli Akureyrar og Staðar í Hrúta- firði og er kunnur ferðagarpur og alorku- maður, enda var ekki heiglum hent að stunda vetrarferðalög í þá daga. Sigurjón bjó í 35 ar að Ásláksstöðum í Kræklinga- hlíð og hefir gegnt ýmsum trúnaðarstöð- um, en er nú búsettur á Akureyri. Fimmtugur varð í gær Jakob V. Olsen, máiarameistari. Sjónarhœð. Sunnud. kl. 1 sunnudaga- skóli; Jd. 5 opinber samkoma; þriðjud. kl. 8.30 biblíulestur; laugard. kl. 8.30 æskulýðssamkoma. Hjálprœðisherinn, Akureyri. Föstud. 7 nóv. kl. 8.30 söng- og hljómleikasamkoma, ein- og tvísöngur, upplestur o. fl. Sunnud. kl. 11 helgunarsamkoma. Kl. 2 sunnudaga- skóli. Kl. 8.30 hjálpræðissamkoma, söng- og hljóðfærasláttur. Mánud. kl. 4 heintila- santbandið. Kl. 8.30 æskulýðsfélagið. — Allir velkomnir! Frá starfinu í Zíon, Næstkomandi sunnu- dag kl 10.30 f. h. sunnudagaskóli. Ahnenn samkoma kl. 8.30 síðdegis. Ólafur Ólafs- son talar. Kristniboðsfélagið. Stúlcan Isajold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund næstkomandi mánudag kl. 8.30 í Skjaldborg. Fundarefni: Inntaka nýrra fé- laga. — Skýrslur embættismanna. — Vígsla embættismanna. — Hagnefndaratriði, sem verða nánar auglýst með gluggaauglýs- ingum. Foreldrar! Verið börnum yðar til fyrirmyndar og gangið í Regluna. Nýir félagar ávallt velkomnir. Barnastúkan Samúð heldur fund næst- komandi sunnudag kl. 1.15 í Skjaldborg. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. — Vígsla embættismanna. — Sagt frá síðasta unglingaregluþingi. — A-flokkur skemmt- ir. Fjölmennið. Síðari stojnjundur Æskulýðsfélags Ak ureyrarkirkju var haldinn sl. sttnnudags- kvöld og stóð tæpa tvo tíma. Samþykkt voru lög félagsins, en þau byggjast á fermingarheitinu: „Eg vil leitast við af fremsta megni að hafa frelsarann Jesúm Krist í lífi mínu.“ Stjórn félagsins skipa: Gunnlaugur Kristinsson, Guðbjörg Páima- dóttir, Sigríður Jónsdóttir, Máni Sigur- jónsson og Hreinn Þormar. Séra Friðrik .1. Rafnar, vígslubiskup, flutti ræðu og hvatti unga fólkið til þess að standa fast saman um félagsskapinn. Loks var sýnd kvikmynd. Félagið er nær eingöngu skipað fermingarbörnum frá sl. vori, en öðru ungu fólki er heimil þátttaka á meðan húsrúm leyfir. Frá Skákjélagi Akureyrar. Aðalfundur Skákfélags Akureyrar var haldinn föstu- daginn þ. 31. okt. Almennur og eindreginn vilji fundarmanna ríkti fyrir því að auka og efla skáklífið í bænunt á vetri kom- andi. Er því skorað á alla, sem unna skák- íþróttinni, jafnt félagsmenn sem ulanfé- lagsmenn, að sameinast um þetta innan vébanda félagsins í vetur. Sérstaklega mun ungum skákáhugamönnum gefast tækifæri til þess að bæta skákkunnáttu sína, þar eð sumir beztu skákmenn félagsins hafa lofað að leiðbeina þeim eftir föngum, t. d. mcð fræðsluskákum, fjölteflum o. fl. - - Skákæfingar verða í vetur jöstudaga kl, 20.30 og sunnudaga kl. 1 e. h. Fundar- staður verður Nýja Bílastöðin, Strandgötu. Innanfélagskeppni hefst næstk. sunnudag j>. 9. nóvember kl. 1 e. h. Keppt verður í meistaraflokki, 1. flokki og öðrum flokki. Þeir, sem ætla að taka þátt í keppninni, tilkynni það einhverjum úr stjórninni í síðasta lagi laugardaginn 8. nóvember. Stjórn félagsins skipa í vetur: Guðbrandur Hlíðar, formaður, Jóhann Snorrason, rit- ari og Haraldur Bogason, gjaldkeri. Aða/fundur Knattspyrnujél, Akureyrar verður haldinn n. k. sunnudag kl. 1.30 e. h. í Gildaskála KEA. Venjuleg aðalfund- arstörf. Félagar fjölmennið. — Stjórnin. Vinnustojusjóði Kristneshælis hafa bor- izt þessar gjafir: Frá Berklavörn, Akur- eyri, ágóði af 2 dansleikjutn, kr. 4052.70, frá Birnu Olafsdóttur, Birnufelli til minn- ingar um Þórunni Olafsdóttur, Birnufelli, kr. 100.00, frá Kristínu Árnadóttur, Eiðs- vallagötu 7, Ak., kr. 100.00, áheit frá göntl- um sjúklingi kr. 50.00. Beztu þakkir. — Jóiias Rafnar. Skjaldborgarbíó sýnir um þessar inund- ii kvikmyndina Tunglskinssónatan. Er mynd þessi byggð utan um píanóleik liins heimskunna tónsnillings Paderewski, sem leikur í inyndinni ýms þekkt tónverk, þar á meðal Tunglskinssónötuna eftir Beet- hoven. Efni myndarinnar er ekki stórbrot- ið, en fágælt er að heyra jafn snilldarlega tónlist í kvikmynd. Nýir kandidatar. Nýlega ltafa þrír slú- dentar að norðan lokið kandidatsprófi við lláskóla Islands. Sverrir Pálsson og Her- mann Pálsson luku kandidatsprófi í nor- ræntim fræðum, báðir nteð 1. eink., og Jóhannes Elíasson lauk kandidatsprófi í lögfræði, einnig með I. eink. Almennar samkamur eru haldnar í Verzl- unarmannahúsinu, Gránuféalgsg. 9, niðri, hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. og hvern fimmtudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Fíladelfía. Aheit á kvenfélagið Hlíf frá ónefndum kr. 300.00. Kærar þakkir. Stjórnin. Barnuslúkurnar „Sakleysið“ og Bernsk- an halda fund í Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 10 f. h. Fundarefni: Venjuleg fundar- störf. — Kosning og innsetning embættis- Heilsuhælið var reist á árununi 1926—27 og vígt þann 1. nóv. 1927. Mörgum árum áður var tekið að ræða um nauðsyn þess að koma upp heilsuhæli fyrir berklasjúklinga hér nyrðra. Árið 1918 hófu kvenfélög í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu fjár- söfnun í þessu skyni og söfnuðust þá um 70 þús. kr. Síðan lá málið niðri um hríð, en áhugi um framkvæmdir var þó alltaf vakandi. Árið 1924 komst svo lokaskriður á málið. Fékkst því þá framgengt á alþingi, að ríkið legði fram helming bygg- ingarkostnaðar gegn framlagi ann- ars staðar frá. Var þá enn hafin stór- felld fjársöfnun hér nyrðra og söfn- uðust um 250 þús. kr. Sýnir það vel þann mikla áhuga, sem hér ríkti um að koma þessu mannúðarmáli í framkvæmd. Gáfu suntir stórgjafir, t. d. gaf Magnús Sigurðsson á Grund 20 þús. kr. og auk þess gáfu börn hans allmikið fé. Jósep Helgason á Espihóli og kona hans gáfu heila jörð. Sérstakt félag var stofnað um fjársöfnun þessa. Enginn ágreining- ur var um að reisa hælið i Kristnesi, en því réði laugahitinn. Miklar f'ramkvæmdir. Hælið var í fyrstu ætlað 50 sjúkl- ingum, en aðsókn var svo mikil að strax fyrsta árið urðu sjúklingar 65. Hælislæknir bjó fyrsl í hælinu sjálfu, en árið 1931 brann þakhæðin. Var þá reistur sérstakur læknisbústaður og við endurbyggingu þakhæðar jóksl húsrýmið og hafa verið teknir mest 78 sjúklingar í einu. Nokkru síðar var reist hús fyrir aðstoðar- lækni og ráðsmann og annað fyrir starfsfólk. Lítil vinnuskilyrði hafa hingað til verið fyrir sjúklinga hælisins, en nú er verið að reisa vinnustofur og þvottahús, og eru þær fratnkvæmdir langt konmar. Fyrir um það bil 10 árum tóku að berast gjafir í vinnu- slofusjóð sjúklinga, og er hann nú yfir 30 þús. kr. Því fé verður varið til áhaldakaupa í vinnustofurnar, en þær verða starfræktar á vegum S. í. B. S. ínanna. — Söngleikur með undirleik. -— Ujiplestrar. A-flokkur skemmtir. Mikið hefir verið fegrað kririgum bælið. Byrjað var fyrir 12 áruin að gróðurselja trjáplöntur og hafa um 2 þús. plöntur verið gróðursetlar I ringum, hælið og í brekkunni fyrir ofan það. Eiríkur Brynjólfsson hefir alltaf verið ráðsmaður hælisins nema tvö ár. Richard Kristmundjjson hefir verið aðstoðarlæknir í tíu ár. Berklaveiki í rénum. Síðan hælið tók til starfa, hafa samtals innritazt í það á 15. hundrað sjúklinga, og hefir mikill meiri hlúti þeirra fengið þar bata. Vegna starfs berklahælanna og betri varna gegn smiti hefir dauðatala úr berklum lækkað mjög mikið. Fvrir 15 árum dóu um 21 af hverjum 10 þús. lands- manna úr berklum, en nú aðeins 7 af hverjutn 10 þús. Enn er samt því miður langt í land, að berklarnir séu yfirunnir, en með ötulli baráttu mun það án efa heppnast Sjdmenn! Höfum fengið OLÍUBOBNA JAKKA og SKÁLM A II — Ath. Ekki skammtað — I VÖRUH3ÚSIÐ h.f Barna- regnkápur olíubornar, einuig KEGNHATTAK. — Ath. Ekki skammtað. — VÖRUHÚSIÐ h.f. Innilegar ])ákkir fyrir auðsýnda samuð og vinarhug við andlát og jarðarför KÖGNU INGIBJAKGAK ÞOKSTEINSDÓTTUR. Vandamenn. Tilboð óskast um byggingu á 130 tonna skipi til landhelgisgrdu ög björgunarstarfsemi. — Uppdrættir og smíðalýsing fæst á skrifstofu vorri gegn 300 kr. skilatryggingu. / Skipaútgerð ríkisíns Keykjavík Orðsendin i TIL VIÐSKIPTA VINA MINNA Vegna hinna sífelldu fyrirspurna um útvegun á FIÐURHELDU LÉREFTI, get ég upplýst, að mér hefir boðist gott og ódýrt léreft frá Bret- landi, en vegna gjaldeyrisskorts hefir Viðskipta- nefnd synjað mér um innflutning á nefndri vöru- tegund. Með vinsaml. kveðju PÁLL SIGURGEIRSSON.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.