Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1948, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.03.1948, Blaðsíða 2
2 íSLENDINGUR Miðvikudaginn 10. marz 1948 SÓLVEIG STEINGRÍMSDÓTTIR, Hafnarstræti 49, nerður jarðsungin n. lí. fimmtudag. Jarðarförin hefst með húskvieðju kl. 2 e. h. Gúmmlskðr Nr. 28—39. Skóbúð K.E.A. Gðmml ofan á stígvél. Skóbúð K.E.A. Tilkynnin frá Skömmtuaarskrifsteía ríkisias Að gefnu tilefni vill skömmtunarskrifstofa ríkisins vekja athygli iðnrekenda og verzlana á því, að ó- heimilt er að selja nema samkvæmt einingarkerfinu þær íslenzkar iðnaðarvörur, er um ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 1 1948, og að fenginni skrif- legri heimild skömmtunarstjóra, enda séu slíkar vörur greinilega merktar með orðunum: „íslenzkur iðnaður“. Eftir 5. marz n. k. verða þeir, sem brjóta þessi á- kvæði látnir sæta ábyrgð samkvæmt lögum og reglu- gerð. Reykjavík, 28. febr. 1948. SKÖMMTUNARSKKIFSTOFA RÍKISINS. T Fyrfr” ríæríellt fimmtíu árum hlustaðj^Jfca, hugfanginn á Salóme Halldórsdóttur segja sögur í rökkrinu í innri baðstof- unhi r Geldingaholti í Skaga- firði. Þar sat' ég, lítill sveinn, á kistli og fylgdist af áhuga með frásögn frænku minnar. Prjón- arnir gengu ótt og títt r hönd- um hennar um leið og hún flutti sögur sínar, Það varð aldrei lykkjufall hjá henni, þó að hún sæti þarna í skammdeg- ismyrkrinu. Orðin streymdu af vörum hennar. Henni varð aldrei orðfall, og þó talaði hún hratt. Orðkynngi fataðist henni aldrei. Röddin var há og hressi- leg. Áherzlurnar skýrar og framsögnin öll einkar skilmerki leg. Fór ekkert orð fram hjá þeim, sem hlustuðu heyrnglöð- um eyrum. Víða fór Salóme í sögum sín- um. Hún sagði okkur frá klæð- inu, sem flaug með þann, er steig á það, ef hann kunni töfra orðið. Inn í álfheima sýndi hún okkur. Bæði hóla og steina opn- aði hún með sprota sínum. Þar sáum við huldufólk og dverga og marga dýra gripi. Hún fór með okkur langar leiðir neðan jarðar og inn í gljúfragöng ís- lands elfa. Þar gat að líta trölla- kyn og mennska menn berg- numda. Salóme Halldórsdóttir sagði sögur kvöld eftir kvöld. Hana þraut aldrei efni til frásagnar. Hún bjó yfir frjóu og fjörugu ímyndunarafli, orðaforðinn fjöl- breyttur og öllu, sem hún sagði frá, gaf hún líf og litu. Ævintýri hennar og sögur voru töfrum slungin. Hún var bæði næm og skiln- ingsgóð. Mér er hún fyrir minni, þar sem hún sat á rúminu næst fyr- ir framan hjónahúsið í innri baðstofunni í Geldingaholti með litla drenginn sinn. Hann var aleiga hennar. Hún bar höfuð sitt hátt. Guð gaf henni hug og dug, ráð og dáð. ’ Tíminn leið. Litli drengurinn hennar Salóme óx upp og varð dúgandi drengur, og nú er hann éinn af beztu mönnum síns býggðarlags: Gísli Gottskálks- son í Sólheimagerði. Salóme var fædd í þennan heim 12. febrúar 1867. Voru fófeldrar hennar Halldór á Ipis- hóli og Grófargili Einarsson (í Krössanesi Magnússonar prests í Glaumbæ Magnússonar) og Röhu hans Sigríðar Jónasdóttir f Geldingaholti Einarssonar. Móðir Halldórs var Euphemía Gísladóttir sagnaritara Konráðs sonar, en móðir Einars Magnús- sonar var Sigríður Halldórsdótt i- klausturshaldara Vídalín á Reynistað. En móðir Sigríðar Jónasdóttur var Arnfríður Árnadóttir frá Stóru-Seylu Árnasonar s. st. Jónssonar. — Salóme var góðra manna. Var hún mikils metin meðal ætt- ingja sinna og annarra góðra manna. Þegar ég sá þessa frænku mína í síðasta sinn, í skjóli son- ar og tengdadóttur, ömmu margra efnilegra barna, fannst mér draumur hennar um soninn hafa rætzt aðdáanlega. Salóme átti við þunga sjúk- dómsraun að stríða. síðustu fjóra mánuði ævinnar, en eng- inn sá henni bregða. Svo rann upp dagurinn og stundin, sem enginn veit fyrir. Hún steig á klæðið 24. janúar s. 1., og mér er nær að halda, að hún hafi kunnað flestum betur orðið, sem fékk það til að fljúga með hana til ódáins-landsins. Salóme Halldórsdóttir var jörðuð að Miklabæ í Blönduhlíð 9. febrúar s. I. við fjölmenni. B. T. Þiogmaflnaoelod íaiið ai heita sér lyrir framgangi tiilagaa kverzlflflarstaianna. Nokkur tregða virðist á því að fá hrundið í framkvæmd þeim breytingum á skipan inn- flutningsmálanna, sem fulltrúa- ráðstefna verzlunarstaðanna vestan-, norðan- og austanlands, samþykkti á dögunum. 1 lok þeirrar ráðstefnu var valin full- trúanefnd til þess að fylgjast með gangi málanna. Átti hún tal við Fjárhgsráð og Viðskipta- nefnd, en eftir hálfan mánuð hafði hún enn ekki fengið nein ákveðin svör frá þessum aðil- PíÝJA-BÍÓ Sýnir í kvöld: GRÓÐUR I GJÓSTI (A tree Grows in Brooklyn) Áhrifamikil stórmynd frá 20th Century-Fox, byggð á samnefdri sölumetbók eftir Betty Smith. Leikstjóri: Elia Kazan Aðalhlutverkin leika: Dorothy McGuire James Dunn Joan Blondett Llyd Nolan Peggy Ann Garner. Sk jaldborgarbí ó EINN Á FLÓTTA „ (Odd Man Out) Afar spennandi ensk lög- reglumynd eftir skáldsögu F. L. Greens. James Mason — Robert Newton — Kathteien Ryan. Bönnuð yngri en 16 ára. um. Þann 24. febrúar ritaði nefndin síðan Fjárhagsráði svo- hljóðandi bréf: „Þar eð fulltrúanefnd sú, frá verzlunarstöðunum vestan, norðan og austanlands, sem hér hefir setið undanfarinn hálfan mánuð, hefir enn ekki fengið nein ákveðin svör við málaleit- unum sínum hjá háttvirtu Fjár- hagsráði og Viðskiptanefnd, vill hún hér með tjá yður að sam- eiginlegur fundur fulltrúanna hefir í gær samþykkt á fundi sínum að fela alþingismönnun- um Jóni Pálmasyni, Skúla Guð- mundssyni, Steingrími Stein- þórssyni, Jóni Sigurðssyni, Birni Kristjánssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Lúðvík Jósefssyni og Hannibal Valdemarssyni að halda áfram störfum fulltrú- anna og ganga eftir fullnaðar- svörum hjá innflutningsyfir- völdunum samkv. tillögum þeim, er samþykktar vorjr á fundi vorum þann 18. þ. m., og yður hafa verið sendar.“ TIL SÖLU JAKKAFÖT, SMOKINGFÖT (lítið númer), og FERMINGARFATNAÐUR Saumastofa Valtýs Aðalsteinssonar. Nýkoinnar va idaðar Plastic kípr Verzlun L 0 N D O N Jörfi til sðln Jörðin Ytra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi er laus til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Tún 28 dagsláttur nýræktir, útan túns 26 dagsl., er þetta véltækt, svo eru nokkrar dagsláttur meira en hálfunnar, búið er að ræsa fram engjar og má segja að ræktunarskilyrði séu óþrjót- andi, þjóðbrautin liggur meðfram túninu. Til Akureýrar 26 km. Einnig geta fylgt vélar og bústofn, ef um semst. — Frestur til 30 apríl. —Hugi Kristinsson, Hafnarstræti 79 Akureyri gefur upplýsingar um jörðina og undirritaður seljandi. Ytra-Dalsgerði 10. marz 1948. Gestur Jónmundur Kristinsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.