Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1948, Síða 3

Íslendingur - 10.03.1948, Síða 3
Miðvikudaginn 10. marz 1948 ÍSLENDINGUR 3 ngur á vi Svar tií Magnúsar í Eyhildarholti. Eftir að Framspknarflokkurinn beið kosningaósifrur sinn vorið 1946 lögðu spekingar fiokksins mikið kapp á að halda því fram, að ósigur- inn stafaði aðeins af skilningsleysi og vanþekkingu almennings, því að Framsóknarflokkuiinn einn hefði rétta stefnu í íslenzkum þjóðmálum. Sungu flokksblöðin í kór raunaljóð yfir því vanþakklæti, sem þjóðin sýndi Framsóknarflokknum. Síðan þetta gerðist hafa Framsóknarmenn sífellt lýst sér sem píslarvottum, og munu jafnvel sumir þeirra vera farn- ir að trúa sjálfir þessum harmalýs- ingum. Grein Magnúsar frænda míns í Eyhildarholti á Tímavettvangi 17. jan. sl., ber glöggt þessi sjúkdóms- einkenni. Þessi ágæti frændi minn hefir valið sér það hlutskipti að að vera andlegt leiðarljós þeirra fáu æskumanna, sem enn hafa ekki yfir- gefið Framsóknarflokkinn. Er illa varið góðum hæfileikum og votta ég honum innilegustu samúð í þessari herleiðingu hans. Vonandi finnur liann einhverja huggun í beirri trú, að þótt „laun heimsins“ séu „van- þakklæti“, eins og hann segir í grein sinni, þá muni hann á einhverju öðru tilverustigi hljóta nokkra umbun fyr ir einlæga tryggð sína við vonlausan málstað. 011 grein M. G. ber það með sér, að hún hafi meir verið skrifuð af vilja en mætti. Vanmáttinn reynir hann þó að hylja undir næsta bros- legu stærilæti yfir þekkingu sinni á öllum gangi þjóðmálanna, svo að ég undrast í rauninni það lítillæli, að hann skuli eyða dýrmætum orðum sínum á mig, lítilmótlegan. Nýt ég ef til vill frændseminnar og ber að þakka það. M. G. kvartar yfir því erfiða við- fangsefni að svara grein minni í 28. tbl. ísL f.á., því að hún hafi verið svo „sundurlaus og tælingsleg“. Virð ist tímalengdin staðfesta rækilega þessa kvörtun frænda míns, því að svar hans birtist ekki fyrr en næst- um hálfu ári seinna. Er það í raun- inni lítt skiljanleg ástundun að nenna að svara „sundurlausri og tætings- legri“ grein eftir allan þann tíma, því að naumast á Framsóknaræskan erfitt með að fá aðgang að Tíman- um til að birta boðskap sinn! Verð ég að telja mér sóma að því, að M. G. skuli hafa haft grein mína svo lengi í huga. Það er mér jafnframt gleðiefni, að hin „tætingslega“ grein mín skuli verða M. C-. efni í finnn dálka svar- grein í „Tímanum“, ekki sízt eftir að M. G. liefir sagt í upphafi grein- arinnar, að hún hafi ekki haggað neitt við fyrri greinum sínuin. Á- stæðan til skrifa M. G. virðist helzt vera sú, að grein mín hafi sýnt slíka ,,fáfræði“, að hann hafi talið sér skylt að leiðrétta hana af þekkingu sinni. Eg ætla ekki að metast um það við M. G., hvor okkar sýni meiri fá- fræði, en ýmislegt í svargrein hans bendir til þess, að jafnvel vitringar „Tímavettvangsins" geti lent á villi- götum í málflutningi sínum. M. G. endurtekur enn þá fárán- legu staðhæfingu sína, að kjarni Sjálfstæðisfl. séu „auðmenn og §pekúlantar“. Jafnframt gefur hann í skyn, að mikið af hinum 25 þús. atkv. flokksins sé keypt. Tæpt ríður frændi minn þarna vað röksemd- anna, enda hætt við, að hann vökni óþyrmilega. Ef það væri rétt, að mikið af íylgi flokksins væri keypt og jafnvel neytt iil að kjósa flokk- inn, ælti bættur efnahagur og vax- andi atvinnusjálfstæði auðvitað að sýna minnkandi fylgi, en samt hefir flokkurinn aldrei fengið fleiri atkv. en við kosningarnar 1946. Aftur á móti gerist það einkennilega, að binn „frjálslyndi og umbótasinnaði miðflokkur“ fer þá fyrst að tapa fylgi ,þegar bændur landsins fara að losna af skuldaklafanum hjá kaupfé- lögunum. Hvernig stendur á þessu, frændi sæll. Varla dettur þó nokkr- urn í hug, að hinn sannleikselskandi og heiðarlegi Frsfl. neyði nokkurn til fylgis við sig!! M. G. hóf fyrir alllöngu síðan merkilegt rilverk á Tímavettvangi. Nefndi hann það „Af söguspjöldum Sj álfstæðisf lokksins“. Mun þetta hafa átt að vera nokkurs konar synda registur flokksins, en varð furðu endasleppt, því að aldrei birtist víst nema ein grein. Þar eð ekki mun hætta á því, að „fáfræði“ verði vart hjá M. G. og þá heldur ekki viðleitni til að rangfæra staðreyndir, birtir hann væntanlega lesendum sínum frásögn af stofnun Sj álfstæðisflokks- ins og aðdraganda liennar. Eða taldi M. G. ef til vill ekki heppilegt að skýra frá því atriði af „söguspjöld- unum“? M. G. veit án efa mæta vel, að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki stofn- aður sem nein hagsmunasamtök „auðmanna og braskara“, heldur er liann til orðinn af eðlisbundinni nauðsyn íslenzku þjóðarinnar. Sósí- alisminn og hin tækifærissinnaða braskstefna Framsóknarflokksins var í andstöðu við hugsunarhátt mik ils hluta þjóðarinnar. Þegar íhalds- flokkurinn var stofnaður til þess að leysa þáverandi fjárhagsvandræði í landinu, hlaut hann þegar í upphafi stuðning meiri hluta landsmanna. Fólk úr öllum stéttum fylkti sér um flokkinn og þeirra.á meðal margir menn, sem höfðu orðið fyrir von- brigðum í Framsóknarflokknum. Nafn flokksins var valið með hlið- sjón af nauðsyninni til íhaldssemi í fjármálum ríkisins eins og þá stóðu sakir, en það táknaði á engan hátt stefnu flokksins. Hér i landi var eng- in forréttindastétt auðmanna og að- als eins og víða erlendis. Þjóðin hafði nýfengið fullveldi sitt. íslenzk- ir atvinnuvegir voru að eflast og innlend fyrirtæki að rísa upp. Stefna íhaldsmanna var sú, að gefa táp- miklum einstaklingum í landinu færi á að njóta hæfileika sinna innan hins sjálfstæða þjóðfélags. Flokkn- um var það ljóst, að framtíð þjóðar- innar var undir því komin, að hæfi- leikar hvers og eins til þjóðþrifa- starfa fengju að njóta sín, en hins vegar lögð áherzla á náið samstarf og samhug milli allra stétta. Einmitt á grundvelli þessarar stefnu var nafnið Sjálfstæðisflokkur valið, þeg- ar íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn voru sameinaðir 1929. Um þessa stefnu hefir síðan nærfellt hehningur þjóðarinnar fylkt sér. Sá stuðningur byggist ekki á neinni at- vinnukúgun heldur þeirri staðreynd, að þessi lífsskoðun er í beztu sam- ræmi við íslenzkt þjóðareðli. M. G. víkur að konunúnistum og telur Framsóknarmenn líklegasta til að kveða þá niður. Því miður er sannleikurinn sá, að Framsóknar- menn eiga öllum flokkum fremur sök á eflingu kommúnismans hér á landi. Sú var tíðin, að Framsóknar- menn undu því vel að fá kommún- ista í kennarastöður víðsvegar um land. M. G. er sár yfir því, að Fram- sóknarmönnum hafi sums staðar ver ið bolað frá störfum í tíð fyrrver- andi stiórnar. Sú sorg er auðskilin, því að „framsóknarréttlætið“ í emb- ættaveitingum er landfrægt. Væri næsta fróðlegt, ef M. G. vildi upp- lýsa það, hversu marga andstæðinga sína Framsóknarmenn skipuðu í embætti í stjórnartíð sinni. M. G. víkur að „umbótaáhuga“ Framsóknarflokksins. Hann segir, að Framsókn hafi ekki viljað fallast á nýsköpunarstefnu fyrrverandi stjórnar, af því að Framsóknarmenn séu svo gáfaðir, að þeir vilji byggja liúsin neðan frá, en hinjr flokkarnir hafi viljað byrja ofan frá. Þýðing dæmisögunnar er í stuttu máli sú, að Framsókn vildi byrja á því að lækka kaupgjald og verðlag, áður en nokkur framleiðslutæki yrðu keypt, svo að þau gætu borið sig, þegar þau kæmu til landsins. Hvernig Framsóknarspekingarnir ætluðu sér að reikna út, hvað framleiðslan gæti borið, þegar skip og önnur tæki loks- ins kæmu til landsins eftir mörg ár, hefir aldrei fengizt nein skýring á. Þetta átti að gera, þótt allar afurðir færu þá hækkandi. Afleiðing þessar- ar „gáfulegu“ stefnu hefði orðið sú, að nú ættum við engin ný skip og gætum engin fengið. „Afturhaldið“ í Sjálfstæðisflokknum átti hins veg- ar til þá framsýni að fá Alþýðu- flokkinn og kommúnista til sam- starfs um að verja erlendu innstæð- unum þá þegar til kaupa á góðum framleiðslutækjum, svo að þær ekki yrðu þjóðinni eyðslueyrir í innbyrð is sundrung milli flokkanna. Þetta veldur því, að þjóðin á nú m. a. ný- tízku togara, sem allar þjóðir öfunda okkur af, og. gera okkur þess um- komna að byggja hús okkar efna- hagslega sjálfstæðis á sæmilega traustum grunni. Hefði stefnu „um- bótaflokksins“ verið fylgt, gætum við hvorki byggt hús okkar að ofan eða neðan, því að við ættum þá engan nýjan efnivið í hina efnahags- legu þj óðfélagsbyggingu. Eg nenni ekki að elta ólar við ein- stök atriði greinar M. G. Þar er ekk- ert hrakið af því, sem ég benti á í grein þeirri, sem hann þykist vera að svara. Það er ekki ég heldur hann, sem reikar „villigötur van- þekkingarinnar“. íslenzk æska er nú sífellt greinilegar að velja á milli þeirra stefna, sem við boðum. Þröng sýni og afturhald Framsóknarflokks- ins veldur því, að æskan yfirgefur hann nú hópum saman, og þeir fáu, sem eftir eru, halda því lítt á lofti, að þeir séu Framsóknarmenn. M. G. talar af fyrirlitningu um Jónas Jóns- son, stofnanda og föður Framsókn- arflokksins. Hér verður ekki borið í bætifláka fyrir J. J„ en þessi for- i dæming M. G. á höfundi flokksins I sýnir bezt það eymdarástand, sem I þar er ríkjandi. Það mun einstakt í stjórnmálasögu allra landa, að flokk- ur blátt áfram „drepi af sér“ alla | formenn sína. Tryggvi Þórhallsson hrökklaðist úr flokknum og var rægður úf kjördæmi sínu á hinn lúalegasta hátt. Aðalhöfundur flokks ins og formaður, Jónas Jónsson, er hrakinn út í yztu myrkur af öðrum valdagráðugum mönnum og öllum ráðum beitt til að fella hann frá þingsetu. Og nú bendir margt til þess, að röðin sé að korna að Hermanni Jónassyni, manninum, sem felldi Tryggva Þórhallsson. Það er ekki að undra, þótt gáfuðum Framsóknar- manni yrði að orði fyrir skömmu: „Ekki græðir Framsókn núna“. Naumast er hægt að hugsa sér gleggra dæmi um „sundurlausan og tælingslegan“ flokk. svo að notuð séu orð M. G. Það er sannarlega KVÖLDVAKA „VABÐAR1- „Vörður“, félag ungrn, Sjálfstæðismaiuia á Akuneyr liialdur fimmtu kvöldvöku sína á þessum vetri að Hótel Norðurlandi n. k. föstudag, 12. þ. m. Bagskrá Iiefir enn ekki verið endanlega ákveð- in, en mun v'erða augiýst : götuauglýsingum. — Væntir stjórnin þiess, að féíagar fjöi- meniii og neyni umfram allt að koma stundvíslega vegna liins takmarkaða tíma, sem samkoman má vera. UNGKOMMÚNISTAR • BIÐJAST VÆGÐAR Þorsteinn Jónatansson er nú aftur tekinn að láta ljós sitt skína í „Verkam.“ Er nú kapp- inn heldur óburðugur, því að öll síðasta „æskulýðssíða“ hans er samfelld harmatala yfir því, hvað Morgunblaðið 'sé vont við kommúnista. Virðist hann telja það hina mestu óhæfu, að Morg- unblaðið skuli einkum beita sér eegn kommúnistum. Flestum mun þykja þetta viðhorf Þor- steins harla kynlegt. Hann ætti að fara nærri um það, að höfuð- andstæðingar Sjálfstæðismanna eru einmitt kommúnistar, og auk þess eru þeir nú eini stjórn- arandstöðuflokkurinn. Þá hefir ofbeldi og yfirgangur kommún- ista verið slíkur að undanförnu, að þeir geta naumast ætlazt til þess, að andstæðingar þeirra leggi blessun sína nauðungar- laust yfir þær aðgerðir. En í niðurlagi greinar Þor- steins gægist fram vonin um það, að austrænir stjórnhættir kunni að verða innleiddir hér á Islandi innan skamms og Mbl. kúgað til hlýðni við hið rauða einræði. Þorsteinn segir: „Sú stund kann að koma áður en langir tímar líða, að hann (Moggi) verði einnig að afneita þeirri staðhæfingu sinni, að kommar séu vondir menn, glæpamenn, djöflar." ekki að undra, þótt æskan forðist Framsóknarflokkinn. Þeirri vantrú æskunnar verður ekki útrýmt, hversu margar greinar, sem M. G. ritar í Tímann. Eg vona aðeins að sá tími komi, að hann rati á rétta slóð út af þeim villigötum, sem hann nú geng- ur, og taki höndum saman við aðra frjálslynda, sjálfstæða æsku, sem trúir á gildi einstaklingsfrelsisins í anda þeirra hugsjóna, sem Sjálfstæð isstefnan boðar. h^agnús Jónsson.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.