Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1948, Síða 5

Íslendingur - 10.03.1948, Síða 5
Miðvikudaginn 10. marz 1948 ÍSLENDINGUR i Sextugur lón Siprðsson alþingisma ður Ur kvikmyndaheiminum Einn af merkustu forustumönnum íslenzkra bænda, Jón SigurSsson, al- þingismaður og óðalsbóndi á Reyni- stað í Skagafirði, verður sextugur laugardaginn 13. þ.m. Jón Sigurðsson er fæddui' á Reyni stað 13. marz 1888, og voru foreldr- ar hans merkishjónin Sigurður bóndi Jónsson þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal. Hann varð gagnfræðingur 1903 og búfræðing- ur frá Hólum 1904. Ilann stundaði nám við lýðháskólann í Askov 1906 ■—1907 og var við landbúnaðarnám í Danmörku og Noregi 1907—1908. Forráðamaður var hann fyrir búi föður síns 1908—-1919, en hefir síð- an búið stórbúi á Reynistað. Hinir miklu hæfileikar Jóns og mannkostir ollu því, að hann varð snemma valinn til margvíslegra trún aðarstarfa í sveit sinni. Hann hefir í fjölmörg ár setið í hreppsnefnd, ver- ið hreppstjóri um langt skeið og er það nú. Þá hefir hann einnig lengi verið sáfnaðarfulltrúi og átt sæti í sóknarnefnd og fræðslunefnd. Jón hefir látið sér annt um alll það, er mætti verða til eflingar land- búnaðinum og bætt hag fólksins í sveitunum, og hann hefir jafnan barizt ötullega fyrir öllum framfara- málum Skagafjarðar. Hann átli stærstan þátt í stofnun Búnaðarsam- bands Skagfirðinga og var aðal- hvatamaður að stofnun áveitufélags- ins „Freyr“ og form. þess, þar til hinum mikla skurðgreftri félagsins var lokið. Skagfirzkir bændur vita gerla, að þeim er óhætt að treysta leiðsögn Jóns á Reynistað um bún- aðarmál í héraði, og gildir það jafnt um andstæðinga í sljórnmálum sem samherja. Hann hefir átt sæti í stjórn Búnaðarsamb. Skagafjarðar síðan það var stofnað 1931, og verið bún- aðarjiingsfulltrúi fyrir Skagafjörð allt frá 1932. Þá hefir hann um langt skeið setið í stjórn S.láturfélags Skag firðinga og vetið formaður þess. Á Búnaðarþingi hefir hann verið mjög atorkusamur og látið mörg fram- faramál landbúnaðarins til sín taka, enda hefir hann verið valinn í marg- ar nefndir til að gera tillögur um þau efni. Jón var kosinn á þing árið 1919 og átli þar samfleytt setu til 1931. Hann var aftur þingm. 1933—1934 og síðan frá 1942 og til þessa dags. Hann hefir aldrei tamið sér þann hált að vasast í öllum þeim málum, sem fyrir þingið hafa komið, heldur hefir hann snúið sér af alúð að fram gangi þeirra mála. sem hann taldi mikilvægust, og hefir umhyggjan fyrir hag sveitanna og bættum lífs- skilyrðum fólksins þar jafnan mótað þingstörf hans. Er óhætt að fullyrða það, að sveitirnar eiga ekki eitdæg- ari fulltrúa á þingi en Jón á Reyni- slað. Um afstöðu hans setn annarra til einstakra mála, má auðvitað allt- af deila, en það getur aldrei breylt meginniðurstöðunni. I höndum Jóns er Reynistaður orð in ein glæsilegasta jörð á Islandi. Hann hefir að vísu haft betri skil- yrði til búnaðarumbóta en margir aðrir, en hann hefir líka hagnýtt þau skilyrði til hlýtar. Hann hefir fram- kvæmt stórkostlegar umbætur á bú- jörð sinni jafnhliöa fjölþættum op- inberum störfum, sem oft hafa neytt hann til að vera langdvölum fjarri heimili sínu. Hefir það komið hon- um vel að eiga ágæta og duglega konu, Sigrúnu Páhnadóttur, prests í Hofsós, er hann kvæntist 1913. Síð- ustu árin hefir sonur þeirra hjóna, Sigurður, annast stjórn búsins með mesta myndarskap. En þótt Jón hafi jafnan verið störf um hlaðinn, hefir hann gefið sér tóm til að sinna ýmsum öðrum hugöar- efnum en húskapnum. Sagnfræði og þá fyrst og fremst skagfirzk fræði hafa verið honum mjög hugleikin. Hefir hann safnað miklum fróðleik um það efni, var forgöngumaður. um stofnun Sögufélags Skagfirðinga og hefir átt sæti í sljórn þess frá upp- hafi. Hefir það félag unnið merki- legt starf með útgáfu sinni á Skag- firzkum fræðum. Eg hefi sérstaka ástæðu til þess að minnast Jóns á Reynistað og færa honum heillaóskir á þessum címa- mótum merkrar og afkastamikillar ævi hans — ekki vegna opinberra starfa eða búnaðarframkvæmda, heldur vegna persónulegra kynna og vináttu. Frá því ég var smáhnokki, hefir Reynistaður verið annað heim- ili mitt og hjá þeim Jóni og konu hans hefi ég orðiö aðnjólandi um- hyggju og ástúðar, sem aldrei gleym ist. Skapgerð Jóns á ReynistaÖ er heilsteypt og hann er sannur vinur vina sinna. Vinsældir hans heima í héraði stafa ekki af því, að hann er stórbóndi á Reynistaö, heldur af mannkostum hans og hispursleysi, einlægni og ástúðlegri framkomu, sem aldrei gerir neinn mannamun. Jón er einbeittur og lætur ógjarna sinn hlut, en engan hefi ég heyrt draga í efa drengskap hans gagnvart andstæðingum sínum. Skagfirðingar, og raunar þjóðin öll, á margt að þakka Jóni á Reyni- stað. Er ekki að efa, að honurn muni berast margar hlýjar kveðjur á sex- tugsafmælinu. Sjálfur vil ég nota tækifærið og flytja hinum ágæta vini mínum og frænda hjartanlegustu þakkir fyrir ómetanlega vináttu og stuðning á liönum árum og óska honum far- sældar á komandi árum með þeirri von, að hérað okkar og þjóðin öll fái enn um langa hríð að njóta hinna miklu hæfileika hans og starfskrafta. Magnús Jónsson. Gon um Eyjafjarðarbraut. Út af greinum þeirra Magnús ar á Krónustöðum í 4. tbl. Dags og Jónasar Péturssonar í 8. tbl. íslendings þ. á.,langar mig til að benda á nokkur atriði, sem virð ast hafa farið framhjá þessum mönnum, þegar þeir skrifuðu greinar sínar, þótt báðir séu þeir gætnir og skírir menn. Það skal strax tekið fram að þessar athugasemdir mínar eru ekki gerðar til þess að andmæla þeirri þörf að endurbæta Eyja- fjarðarbraut, því að hún hefir vissulega þörf á endurbótum. En það er annað, sem þessir menn virðast ekki hafa athugað í því sambandi og það er, að þrátt fyrir endurbótaþörf þessa vegar, er hann sterkasti og bre'ðasti hliðarvegur hér innan Eyjafjarðar, það er að segja kaflinn frá Akureyri á Melgerð- ismela, sem nefndar greinar fjalla um. Auk þess er flutninga þörf bæði Dalvíkur og Sval- barðsstrandarvegar meiri en Eyjafjarðarbrautar. Það væri því mjög einkennileg ráðstöfun hjá þeim, sem fara með al- mannafé, ef byrjað væri að end- urbæta þann veginn, sem skást- ur er af hliðarvegum héraðsins, áður en aðalleiðin milli Akureyr ar og Reykjavíkur væri orðin sæmileg og áður en aðrir hliðar- vegir hér innan héraðs, sem bæði hafa meiri flutningaþörf og eru mun lakari, væru lag- færðir að verulegu leyti. Hvað viðkemur flugvellinum á Melgerðismelum, virðist mér eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið um hann, að réttara væri að kalla hann lendingar- stað en flugvöll. Þvi að þótt ekki væri farið lengra en miða við sæmilegan völl fyrir þær flugvélar, er til eru í landinu nú, þarf ábyggilega að gera við þennan völl fyrir miljónir króna. Nú er það svo, að ákveð- ið er, að hér skuli vera fyrsta flokks flugvöllur, sem í alla staði er mjög eðlilegt og ætti þvi að vera sjálfsögð krafa allra hér um. slóðir, að staður fyrir slíkan völl yrði tafarlaust val- inn og framkvæmdir hafnar. — Mætti þá kannske svo fara, ef vel tækíst til um staðarval, að hægt væri að koma upp jafngóð um lendingarstað fyrir flugvél- ar nær Akureyri en á Melgerðis melum fyrir það fé, sem verja þyrfti í vallarendurbætur þar á staðnum og vegagerð í sam- bandi við hann. Teldi ég þá bet- ur farið með almannafé heldur en þó farið væri að gera við lendingarstaðinn á Melgerðis- melum fyrir hundruð þúsunda eða miljónir króna, bara til þess að fá frest til að ákveða hinn endanlega stað fyrsta flokks flugvallar hér, sem að því, er mér er sagt, fáum eða engum Erfitt um kvikmyndaútvegun. lslenzku kvikmyndahúsin eiga nú í miklum erfiðleikum að fá kvik- myndir vegna gjaldeyrisskortsins. Er J>aö mjög miður farið, ef ekki reyn- ist auðið að veita almenningi jafn góðar og ódýrar skemmtanir og kvikmyndirnar eru. Verst er þó, ef gjaldeyrisskorturinn veröur þess valdandi, að ekki verði hægt að fá góðu myndirnar, sem greiða j>arf mun hærri leigu fyrir. Kvikmýndastjórar gegn síðu kjólunum. Síða kjólatízkan hefir hlotiö al- varlegt áfall, því að kvikmyndastjór- ar í Hollywood hafa neitaö að láta stjörnurnar sýna sig í slíkuin kjól- um í kvikmyndunum. Eru ýms tízku- ; hús í New York }>egar orðin í vand- ræðum með að selja síðu kjólana, og margir tízkusérfræðingar spá því, að J>eir verði ekki langlífir. Munu fáir gráta það. Tarzan nýtur kvenhylli. Johnny Weissmuller, sem kunnur er úr Tarzanmyndunum, virðist njóta mikillar kvenhylli. Iiann er nú að skilja við J>riðju konu sína, en móðir 22 ára gamallar Kaliforníu- stúlku hefir skýrt frá J>ví opinber- lega, að hann muni ganga að eiga dóttur hennar undir eins og hann hefir fengið skilnað. Lana gafst upp. Lana Turner neitaði fyrir nokkru að leika daðurskonuna Milady de Winter í kvikmynd, sem verið er að gera af hinni frægu sögu „Skytturn- ar“ eftir Dumas. Forstjórar M-G-M . kvikmyndafélagsins urðu henni mjög j gramir fyrir þetta hátterni, enda sögðu þeir hana hafa fengið 25 þús. dollara fyrirframgreiÖslu. Var hún útilokuð frá kvikmyndunum í hálf- an mánuð, en lét þá undan. Sœmilegar tekjur. Kvikmyndafélögin í Hollywood hafa nýlega gert yfirlit yfir hagnað af einstökum kvikmyndum, greiðsl- ur til helztu leikaranna og tekjur hefir dottið í hug að ákveðinn yrði þar framfrá Eg vil í þessu sambandi benda á, að suður frá Dagverð- areyri liggur stórt melasvæði fGlæsibæjarmelar), sem frá mínum bæjardyrum séð, væri þess vert að athuga. Melasvæði þetta liggur rétt við þjóðveginn og fáa metra frá bryggjunum á Dagverðareyri. Væri því mjög gott að komast þaðan til Akur eyrar, hvort heldur væri á landi eða sjó. Hitt er svo ekki mitt að dæma um, hvort svæði þetta er hæft til að byggja á þvi flugvöll annara orsaka vegna, til þess skortir mig þekkingu. Akureyri, 29. febrúar. Karl Friðriksson. kvikmyndafélaganna á árinu 1947. 75 myndir hafa fært félögunum 2 rnilj. dollara tekjur eða þar yfir. Þar er hæst á lista „Beztu ár ævi okkar“ (Goldvin-RKO) með 11.5 milj. doll- ara. Tekjuhæst af leikurunum er Jenni- fer Jones með 10.750.00 dollara (fyr- ir eina mynd), þá koma Gregory Peck nreð 8 milj. dollara (tvær mynd ir), Linda Darnell 8 milj. dollara (ein mynd), Gary Cooper 7.500.000 dollara (ein mynd), Teresa Wright 7.200.000 dollara (tvær myndir), Dana Andrews 6.875.000 dollara (tvær myndir), William Powell 6.250.000 dollara (ein mynd), Irene Dunn 6.250.000 dollara (ein mynd), Bing Crosby 6.100.000 dollara (ein mynd) og Larry Parks 5.250.000 doll ara (tvær myndir). Tekjuhæstu kvikmyndafélögin voru (miðað við áðurnefndar 75 kvikmyndir): M-G-M með 50.900,- 000 dollara fyrir 15 myndir, Para- mount með 48.050.000 dollara fyrir 13 myndir, RKO með 39.050.000 fyrir 10 myndir, Warner með 38,- 800.000 dollara fyrir 14 myndir og 20th Century-Fox með 35.750.000 dollara fyrir 10 myndir. Hollywood tapar. Oll stærstu kvikmyndafélögin í Hollywood hafa verið rekin með tapi síðan ■ Bretar lögðu 75% skalt á bandarískar kvikmyndir. Eru kvik- myndafélögin þegar tekin að segja upp ýmsum leikurum og öðru starfs- liði sínu og lækka laun ýmissa starfs- mánna. Stúlkubarnið Ditte. Nýja Bíó hefir að undanförnu sýnt danska kvikmynd, Stúlkubarnið Ditte, eftir sögu Martin Andersen Nexö, Ditte Manneskebarn. Fjallar hún urn æskuár slúlkubarnsins Ditte, sem elst upp við mikla fátækt og skort og verður að þola margvísleg- ar andlegar og líkandegar þjáning- ar. Er mynd þessi bæði ágætlega leikin og áhrifarík og ein af fáum góðum myndum, sem hingað koma. SÍLDARVERKSMIÐJ- URNAR HÆTTA AÐ TAKA Á MÓTI SÍLD Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglu firði eru nú hættar að veita síld mót- töku, en verksmiöjurnar hafa nú starfað samleitt næstum fjóra mán- uði. Telur verksmiðjustjórnin og f ramkvæmdastj órar verksmiðj anna, að hreinsun verksmiöjanna og lag- færing undir sumarvertíðina muni taka svo langan tíma, að ekki sé hættandi á að taka á móti meiri síld. Áætlað er, að taka muni næstum þrjár vikur að bræða þá síld, sem nú er í þróm verksmiðjanna. Veiði mun enn vera nokkur í Hval firÖi, en þó tnun minni en áður.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.