Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1948, Blaðsíða 6

Íslendingur - 10.03.1948, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 10. marz 1948 - ÞANKABROT - Framh. af 4. síðu. Róttæk rannsókn í þessum málum er óumflýjanleg, því að gjaldeyririnn er sameign allrar þjóðarinnar. Kaupgjalcl miðað við afurðaverð. KOMMÚNISTAR hér á landi hafa jafnan neitað að hafa nokkra hliðsjón af því við hinar svokölluðu kjarabótakröfur sínar fyrir verka- lýðinn, hvort framleiðslan gæti stað- ið undir kaupgjaldinu eða ekki. Af- leiðingar þessarar stefnu má sjá í tugmiljóna uppbótum til framleið- enda fyrir það, að vörurnar seljast ekki við framleiðsluverði. Þetta veldur svo aftur fjármálaöngþveiti og öryggisleysi fyrir verkalýðinn, sem „vinir“ hans blátt áfram skapa. Kommúnistablöðin segja sjaldan frá kjörum verkamanna í „sæluríkinu“, en fregn í Þjóðviljanum um daginn var þó næsta athyglisverð. Það var frá því skýrt, að verkamenn í Rúss- landi. hefðu fengið nokkra launa- hækkun, og ástæðan var tilgreind sú, að framleiðsluaukning gerði þessa kjarabót mögulega. Kom þar skýrt í ljós, að einmitt kommúnista- ríkið ákvarðaði laun verkalýðsins í samræmi við verðgildi framleiðsl- unnar á hverjum tíma. Hér á íslandi og í öðrum lýðræðisríkjum neita kommúnistar þessari staðreynd af því, að þeir vilja skapa upplausn og öngþveiti. Þeir reyna að tæla verka- lýð lýðræðisríkjanna til þess að grafa sér sína eigin gröf ,hjálpa þeim til að koma á þjóðskipulagi, sem sviptir verkalýðinn öllu frelsi. Danskir stúdentar og Köstlers. ÖLLUM ÍSLENDINGUM er það kunnugt, hversu gersamlega ráðþrota íslenzkir kommúnistar hafa verið við að svara hinum rökföstu og hvössu ádeilum Köstlers á stjórnarfarið í Rússlandi. Nú hefir heldur borizt hvalreki á fjörur kommúnista. „Þjóð viljinn“ segir í mörgum fyrirsögn- um írá því, að danska stúdentafélag- ið hafi skipað nefnd til þess að rann- saka sannleiksgildi frásagna Köstl- ers, og hafi þessi nefnd komizt að raun um það, að meginhluti frásagna hans væri lygi. Ilvernig nefnd þessi þykist þess umkomin að fella dóm um réttmæti upplýsinga Köstlers, upp lýsir Þjóðviljinn ekki. Væri þó næsta fróðlegt að fá að vita, hvaða heim- ildum þessi „Rússlandsfróða“ nefnd hefir haft yfir að ráða, er gerðu henni fært að kveða upp slíkan dóm — ef hann er þá ekki til orðinn á ritstj órnarskrifstofu Þj óðvilj ans!! Ætli líkurnar fyrir öruggri niður- stöðu séu ekki álíka mikiar hjá dönsku nefndinni eins og ef Stúd- entafélagið hér á Akureyri færi að kjósa nefnd til slíkra rannsókna. En það er gott, ef þessi danska nefnd hefir getað fært íslenzkum kommún- islum einhverja huggun í hrelling- um þeirra. Á ósvífnin sér engin takmörk? ÍSLENZKU kommúnistarnir kepp ast við að slá ný met í dýrkun sinni á austræna ofbeldinu, og má rúss- neska stiórnarblaðið „Pravda“ al- varlega gæta sín, að íslenzku komm- únistablöðin ekki skari fram úr því í baráttunni fyrir hagsmunum Rússa. Nýjasta met „Þjóðviljans“ eru harð- ar árásir á hendur Bandaríkjunum fyrir það, að þau skuli hafa í hyggju að stöðva stálútflutninga til Finn- lands, því að einmitt þau stálkaup hafi gert Finnum kleift að standa i skilum við Rússa með stríðsskaða- bætur!! Er hægt að ganga lengra í ósvífninni? Ilins vegar finnst blað- inu ekkert við það að athuga, þótt Rússar heimti svo háar skaðabætur af Finnum íyrir það, að Finnar dirfðust að verjast ágengni Rússa, að meginhlutinn af framleiðslu þeirra fer til greiðslu á þeiiri skaða- bótum. Jafnframl bönnuðu Rússar Finnum að laka þátt í ráðstefnunni um endurreisn Evrópu. Dugnaður finnsku þjóðarinnar var samt svo mikill, að hún var að rétta við, en það geta „vinir“ hennar, sem ís- lenzku kommúnistarnir kalla svo, ekki þolað, og hafa því borið fram kröfu um hernaðarbandalag, sem sennilega tekst að knýja Finna með ógnunum til að fallast á. Allt hití takmarkalausa og fyrirlitlega ofbeldi Rússa gegn finnsku þjóðinni lofa og prísa íslenzku kommúnistarnir. Svo mjög hefir einræðisandinn frá Volgu bökkum gegnsýrt þá. Jónas vill her. JÓNASI JÓNSSYNI hugkvæmist margt frumlegt. Nú hefir hann lagt til á alþingi, að stofnaður verði hé.r á landi bæði landher og sjóher. Á sj óherinn fyrst og fremst að haf;. það hlutverk með höndum að verju íslenzka landhelgi fyrir ágangi út- lendinga. Bætt landhelgisgæzla ei’ tvímælalaust hin mesta nauðsyn fyr- ir þjóðina og ber því að gefa gaunl hverri tillögu, sem að því miðai, Landherinn á að heita „þjóðvarnar liðið“ og vera skipað tvö þúsunc’ sjálfboðaliðum. Á lið það að verr, ólaunað, en jafnan vera við því bú- ið að vernda lög og rétt í landinu gegn óróaseggjum og byltingalýð. Bendir Jónas á ýms dæmi þess, hversu ríkisvaldið hefir verið ger- samlega máttvana gegn slíkum árás- um og telur þjóðina ekki vera þesa umkomna að vera sjálfstæð þjóð, ef hún ekki getur haldið uppi lögum og rétti í landinu og verndað lögleg stjórnvöld þess. -—- Hér skal enginn dómur lagður á þessa hugmynd Jón- asar Jónssonar, en það er óneitan- lega nokkurt íhugunarefni, hversu berskjaldað og máttlaust ríkisvaldiíf hefir verið oft og tíðum. Öryggi borgaranna í landinu krefst þess, að á hverjum tíma sé til í landinu sterlc lögregla, skipuð þjóðhollum mönn- um, er sé þess megnuð að halda uppi reglu í landinu. Reynslan sannar ó- tvírætt þá nauðsyn. RÓSTUSAMT Á RITVELLINUM Allmiklir úfar hafa nú risið milli ritstjóra Dags og Alþýðumannsins. Hefir Haukur Snorrason, ritstjóri Dags, stefnt ritstjóra Alþýðumanns- ins, Braga Sigurjónssyni fyrir meið- yrði, og Bragi hefir síðan gagn- stefnt Hauk. Ummæli þau, sem Hauk- ur stefnir út af, mun vera að finna í grein í Alþm., sem nefnist „Baby- dúkka KEA tístir“. Er þar svo að orði komizt um ritstjóra Dags, að hann hafi „hangið á KEA síðan hann hafði orku í kjálkum til að halda utan um spena, liefir látið það byggja yfir sig, útvega sér bíl og sumarbústað, láta sér í té sérstaka skrifstofu“ o. s. frv. Bragi mun hins UR ANNALUM Framhald, af 4. níðu. ganga milli bols og höfuðs. — Batnaði síðan þessari stúlku, þó veikleg væri, 'en varð ekki göm- ul. Þessa tiltekju lögðu óvinir Hólamanna þeim til lýta, líka svo herra Guðbrandi, sem Þor- keli sjálfum, sem gamall verald arinnar háttur er. HERBERGI óskast sem næst miðbænum. Uppl. gefur Jón Guðanunds- son, sími 146. Stórt og bjart sSrilstolBhsrberBi á bezta stað í bænum til leigu nú þegar. — A. v. á. ~FiðÍa " % stærð fyrir ungling er til sölu nú þegar. Geir Þormar. Renault sendiferðabíll til sölu. — A. v. á. vegar telja Hauk hafa gefið í skyn, að liann ritaði Alþm. í vinnutíma sínurn og vanrækt þannig störf sín. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA „Frændi, ég spurði aðeins hvort þetta væri viljt þinn. Það er allt og sumt.“ „Þá svara ég því, að það er alls ekki minn vilji nc; vilji hinna tíu manna eða Abati-þjóðarinnar í heild Nei, við munum berjast við Fungana og tortíma þeim. Og við munum höggva skurðgoðið þeirra meo dýrshausinn niður í steinhellur og reisa úr þeim bænahús okkar og steinleggja götur okkar. Heyrio þið það Funga-villimenn?“, og með stuðningi þjóna sinna tveggja haltraði hann til þeirra og hvæsti fram • an í þá Sendiboðarnir mældu hann rólega með augunum frá hvirfli til ilja. „Víst heyrum við það og hlustum á það með ánægju,“ svaraði talsmaður þeirra, „þvi að oss Fungunum þykir ánægjulegast að skera úr deilum vorum með sverði í stað samninga. En við þig, Joshua, segjum við þetta: Flýttu þér að deyja, áðu.r en við hertökum Mur, því að hengingarólin ev ekki eina aftökuaðferðin, sem vér þekkjum.“ Hinir þrír sendiboðar kvöddu hátíðlega, fyrst af- komanda konunganna og síðan okkur. Að því loknu snéru þeir við til að ganga út. „Drepið þá,“ öskraði Joshua. „Þeir hafa ógnað mér og móðgað mig, sjálfan prinsinn!“ En enginn lyfti hendi gegn mönhurn þessum, sem rólegir gengu út úr höllinni, þar sem fylgdarlið þeirra beið með hesta þeirra. 114 FJÓRTÁNDI KAFLI VIÐSKIPjII fakao og shadrach Eftir að sendiherrarnir voru farnir, varð fyrst ó- þægileg þögn. Jafnvel hinir léttúðugu Abatierar fundu, að þetta var örlagarík stund fyrir þá. En allt í einu tóku fulltrúarnir í ráðinu að tala hver í kapp við annan, þar til skrautlega klæddur maður, sem ég taldi vera prest, gekk fram úr hópnum og rödd hans yfirgnæfði hina. Hann var mjög æstur og reiður. Þessir heiðingjar hafa skapað Mur-búum öll þessi vandræði, sagði hann. Þeir hefðu í margar kynslóðir lifað friðsam- legu og virðulegu lífi, þótt Fungarnir hefðu ógnað þeim, allt þai; til heiðingjarnir komu. En nú hefðu þeir stungið Fungana eins og geitungsfluga stingur uxa, svo að þær væru nú orðnir alveg óðir og vildu gera út af við Abatierana. Hann vildi því leggja til, að heiöingjarnir yrðu þegar í stað reknir frá Mur. En þá sá ég Joshua hvísla einhverju að einum mannanna, sem þegar í stað kallaði: „Nei, nei, gerum það ekki, því að þá fara þeir til vinar síns Barung, sem er villimaður eins og þeir. Og þegar hann hefir fengið að vita leyndarmál okk- ar mun hann auðvitað beita þeim gegn okkur. Það verður því að drepa þá þegar í stað!“ Um leið dró hann sverð sitt úr slíðrum og sveiflaði því herskár á svip. Kvik gekk nú fram, miðaði á hann skammbyssu og sagði: 115 „Legðu sverðið frá þér, annars færðu aldrei að heyra endir þessarar sögu.“ Hann hlýddi samstundis. En nú tók Maqueda til máls, róleg að sjá, en ég sá þó, að hún skalf af geðshræringu: „Þessir menn eru gestir vorir, og þeir eru hingað komnir til þess að vinna fýrir oss. Ætlið þið að myrða gesti vora? Að hvaða gagni kæmi það? Það er aðeins eitt, sem getur bjargað oss: Að vér eyði- leggjum skurðgoð Funganna. Þá fyrst yfirgefa þeir bæ sinn Harmac. Og hvernig ætti hinn nýi spádómur að geta orðið að raunveruleika, að skurðgoð þeirra muni sofa á Mur-sléttunum, áður en uppskerutíminn er á enda? Hvað þufum vér að óttast ógnir, sem ekki er hægt að framkvæma? En getið þið eyðilagt fals- guðinn Harmac, eða þorið þið að berjast við Fung- ana? Þið vitið, að það getum vér ekki, ella hefðum vér ekki þurft að senda eftir þessum Vesturlanda- mönnum. Og haldið þið, að það myndi veita Barung nokkra fullnægju, þótt þið myrðið þá? Nei, ég get sagt ykkur það, að þótt hann sé óvinur vor, þá er hann hugrakkur og réttlátur maður, og þetta myndi gera hann tífalt heiftúðugri í vorn garð og hefnd hans enn grimmilegri. Eg ætla einnig að tilkynna ykkur það, að þið getið þá fundið aðra Wöldu Nagöstu til þess að stjórna ykkur.“ „Það er ekki hægt,“ sagði einhver. „Þú ert síðasta konan með hreint blóð úr þinni ætt.“ „Veljið þá konu með blandað blóð í æðum. Eða veljið konung, eins og þegar Gyðingar völdu Sál. Því að ef þið myrðið gesti mína, þá dey ég af smán.“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.