Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1948, Side 7

Íslendingur - 10.03.1948, Side 7
Miðvikudaginn 10. marz 1948 _____jNDINvjujh 7 Þátt-ur af Þorleifi Þórðarsyni. ( Galdra-Leija.) 9 hans lengi eftir honum, en að lokum leiddist þeim biðin, svo að þeir ýttu fram og skildu hann eftir. Um daginn hrepptu þeir hvassvið.u Iiral g, fiskuðu lílið sem ekkert og náðu landi við illair : . r þeir voru lentir, sáu þeir Þorleif korna labbandi 1 i . jó. eg rak liann á undan sér fimm mórauðar tófur; rak i . ;i : r niour í íj 'rún? ’ þeirra, stöðvaði þær þar og gaf sig á v.• \i’s mennina; sarði i:ann, að eigi væri sýnt að hann hafi flað vcvr en þeir, þótt þ.eir liafi skilið sig eftir. Síðan hélt hann áfrc:. rak tófurnar með mestu liægð lieim að Garðs- stöðum og d ; iucr allar. 16. Stefnivargur á Ströndum. Hjá bónda nokkrum norður á Ströndum var einhverju sinni svo mikill dýrbítur, að hann bjóst við að sauðfé sitt mundi eyð- ast innan skamms, ef ekki væri að gert. Hann sendi því suður að Garðsstöðum til Þorleifs og bað hann að koma hið bráðasta norður til sín og leysa sig af þessum vandræðum, því að hann þóttist vita, að sér hefði verið sendur stefnivargur1). Þorleifur brá við skjólt, fór norður og sat hjá bónda í þrjá daga án þess nokkur yrði var við, að hann heíðist neitt að. Bóndi gerðist þá óþolinmóður, kom að rnáli við Þorleif og kvaðst eigi hafa fengið hann til að sitja í aðgerðaleysi hjá sér, „— heldur fékk eg þig hingað af því að eg veit, að þú ert kunnátlumaður og ákvæða- skáld; er þér því sjálfrátt að leysa mig af vandræðum mínum, ef þú vilt.“ Þorleifur bað bónda að taka á stillingunni, „•— því að þetta er það verk,“ sagði hann, „sem kunnugum mun sízt þykja auðvelt, og vita skaltu það, bóndi, að óvinir þínir hafa með göldrum og gerningum sent þér stefnivarg, sem svo er magnaður, að mér virðist eigi þurfa lítið til, ef duga skal.“ „Bregðast krosstré sem önnur tré,“ svaraði bóndi, ,,og sé eg, að þú treystir þér eigi lil að leysa mig af vandræðum, og er máttur þinn víst eigi svo mikill, sem orð er á gert.“ Við þessi orð bónda lét Þorleifur brúnir síga og varð allófrýnn, svo að bóndi og aðrir, sem við voru staddir, urðu skelkaðir. Síðan snaraðist Þor- leifur út, og vissi bóndi eigi, hvað af honum varð. Leið svo langt fram á kvöld, að ekki bólaði á honum. Allt í einu heyrðu þeir, sem inni voru, þunga dynki og dimmar drunur. Herti hóndi upp hugann og gekk út með einum vinnumanna sinna, til þess að forvitnast um þessi læti. Veður var stillt, og óð tungl í skýjum. Þegar þeir komu út á hlaðið, jukust drunurnar að mun, en hvernig sem þeir skyggndust um, urðu þeir einskis varir, er undrum þess- um mætti valda. Þeir gengu út í túnjaðarinn og þá sáu þeir til Þorleifs; gekk hann ýmist aftur á bak eða áfram á hól þar skammt frá og leit öðru hvoru móti tunglinu; heyrðu þeir hann þylja í sífellu einhverjar þulur og kvæði, en engi heyrðu þeir orðaskil. Dynkirnir og drunurnar fóru sívaxandi; þeim fannst jörðin bifast undir fótum sér og það sáu þeir glöggt, að hóllinn, sem Þorleifur stóð á, gekk í bylgjum. Allt í einu sá hann til þeirra og bandaði hendi móti þeim, eins og hann gæfi þeim í skyn, að þeir skyldu hypja sig aftur inn í bæ, enda tóku þeir til fótanna, hlupu heim og skelltu bæjarhurðinni í lás á eftir sér, en þegar þeir komu til baðstofu, voru þeir dauðskelkaðir og náfölir. Þorði enginn að líta út allt kvöldið og nóttina, en fram undir morgun heyrðust dynkir og undirgangur að utan. Þegar farið var að birta morguninn eftir, kom Þorleifur inn og mælti brosandi við bónda: ',Þú varst óþarflega forvitinn í gærkvöld, og lá við, að illt hlytist af, en nú skaltu koma með mér og sjá, hvað til tíðinda hefur orðið í nótt.“ Þá gengu þeir út að sauða- húsi þar á túninu, og sá bóndi, að því var vandlega lokað. Fór Þorleifur upp á húsið, bað bónda að koma á eftir sér og líta ofan um vindauga, sem var á mæni hússins. Gerði bóndi það og sá þá að húsið var fullt af tófum, en í miðju húsinu stóð stefni- vargurinn; var hann á stærð við vetrung. Skipaði þá Þorleifur húskörlum bónda að korna og yinna á tófunum, en þeir komu D Stefnivargur var sending í tófulíki og drap fé fyrir mönnum. Söfnuðust tófur að honum og gerðu ásamt lionum hinar verstu búsifjar. Kristján frá Djúpalœk: í ÞAGNARSKÓG Kristján frá Djúpalæk, kom Frá nyrztu ströndum 1943 fór Villtur vegar 1945, gekk inn 1 Þagnarskóg 1948. Hvert leið hans liggur næst, mun enn óráðin gáta og skal ekki leiða getum að því, en nema staðar hjá heiðruðum höfundi í Þagnar- skóg: Þar, sem að þögnin dvelur, þar, sem ei lieyrir glaum, en stormar flýja í felur og falla í ljúfan draum. I gliti grænna skóga, við gróður angan frjóa, lijá djúþum dularstraum. Það er eflaust mjög misjafnt hverju skáldhneigðir menn vilji fórna til þess, að þeim mælist sem bezt í rírnuðu rnáli, eða hve innilega þeir vilja biðja þá, sem ríkið eiga, um styrk til þeirra starfa. Ef til vill eru þeir til, sem ekki þurfa þessa, þeir hafa máske fengið náðargáfuna óbeðið og þykir hún ekki einu sinni þakkar verð. Kristján frá Djúpalæk gerir þessá játning: Sem drengur oft ég hljúgur bað, vorn bróður, Jesú Krist, um andagift og aukið vald, á orðsins miklu list. Eg þráði að gefa hending liljóm og hugsun breyta í óð. Um farveg rímsins, rautt og heitt, / þá rann mitt hjartahlóð. Til þess að menn biðji svona bæna, verður blóð þeirrá’ að vera bæði rautt og heitt. Það fær enginn bæn- heyrslu, sem biður með hjartað og blóðþrýstinginn í normal ástandi. Þeim, sem biðja af vana, finnst þetla ósennilegt. Þeir hafa, ef til vill, aldrei lagt sig svo fram, að þeir hafi verið bænheyrðir. Sá hlaut að skilja málstað minn og meta dreymna sál, sem hafði dýpstu hugsun manns, í heimi gefið mál. Sem djarfast orðsins brandi brá og brýndi viljans hjör, og breytti göngu glataðs manns í glæsta sigurför. • Hann segir ekki frá því, að hann hafi verið bænheyrður, en hann kvartar heldur ekki yfir niðurstöð- unni. Hann spyr: En ber mitt litla kvæði í kvöld, um Krist, þess nokkurn vott? En nú skulutn við líta á önnur kvæði, og þá fyrst það kvæðið, sem bókin dregur sitt heiti af: Eg þekki myrkan þagnarskóg og þar má enginn tala. Eg þrái svo hinn þögla skóg, hinn þétta skóg og svala. Já, húm ’ans seiðir huga minn. Hans hljóða nótt og dökkva. Eg hverf í dulardjúp lians inn. Hans djúpu þögn og rökkva. En hefði ekki farið eins vel á því, að fyrsta lína þessa erindis hefði byrjað þannig: Því húmið seiðir huga ntinn? Kvæðið Súld, er athyglisvert. Skáldið lætur undrun sína uppi, við Drottinn, á þann hátt, að það fær lesandann á sitt mál: Syrtir í lofti, súldin fjöllin hylur, seitlar um strætið aursins blakki flaumur, úfin á svip og reiði-kvik er rán. Drottinn, ég undrast, að þú skyldir mála yfir þá fegurð, sem þú skópst í morgun, svo dökkum litum, lífs og gleði án. Þú, sem með aðeins einunt pensildrætti öllu færð breytt í litaskrúð og hrevfing, sýn oss á ný í sólskinsveröld inn. Drag bláa slikju aftur yfir tinda, engjar og tún og lágan viðarásinn, gef dökkum sævi gttllna bjarmann sinn. Vér lifum stutt og kannski aldrei aftur á þinni fögru jörð, ó, Drottinn minn. Það er gömul trú, að skáldskapur hafi áhrif til ills eða góðs, eftir því á hvora sveifina er lagst. Og hví ætti ekki hin rírnaða bæn skáldsins að ná lilgangi sínum? Hví ætti ekki að vera hægt að kveða súldina á brott og sól- skinið í bæinn, í hvaða skilningi sem er? Lengsta kvæðið er: Hið þögla hús. Þar er hyldjúpur söknuður og ástúð ofin saman: IJlusta ég út í húmið dökka — harmsins raust er innibyrgð, máski hennar mjúka skóhljóð megi rjúfa þessa kyrrð, máski næturblærinn beri boð til mín frá hennar vör. Hvísla ég nafnið hcnnar, hrópa. Húsið nötrar. Engin svör. Inn í veröld húms og hríða hún gat töfrað sól og vor. Yfir döggvuð engi nætur okkar saman lágu spor, yfir sána akurteiga, inn í grænan skógarlund. Rósir anga, rek ég sporin, rifja upp hverja liðna stund. Ung við gengum ör af vonum undir dagsins skyldukvöð. Hún með smáum höndum lyfti ltverri byrði, stolt og glöð. •Enn er sem í hug mér hljómi horfna tímans vængjablak, bjartir söngvar, hlýir hlátrar, hennar létta fótatak. „Finni maður engan yl, þá er hann úr skrítnum steini". Svo kvað skáldið forðum .... Að lokum skal bent á þessi kvæði: Vagn draumsins, Mona Lisa, Barn, Eg kem, og að síðustu: Ari. Þar bregður fyrir keim af Oskar Wilde, en ekki verður það talið höfundi til saka. Þar er þetta erindi: Hvað hjálpar snilld og menntun manns Iive mikil, sem hún er, að frelsa það, þó drýgi ’ann dáð, sem dauðinn ætlar sér? Að mættumst við var hending hrein. Og hending eins er það, að gistir þú, en ekki ég, vorn allra hinzta stað. 1 F. H. Berg. Myndarlegt blað. Blaðið Akranes, sem Ólafur Björns son, gefur út, er með myndarlegustu og vönduðustu blöðum, sem nú eru gefin út hér á landi. Mun þessari út- gáfu naumast hafa verið gefinn sá gaumur er skyldi. Akranes er mánaðarblað. Flytur það margvíslegan fróðleik, bæði gamlan og nýjan, en er ópólitískt. Fyllir blaðið að nokkru leyti það skarð, sem varð, þegar Óðinn liætti að koma út, því að það flytur jafn- an æviágrip og frásagnir um störf ýmissa þjóðkunnra manna, sem ekki er að finna eins greinargott í öðrum blöðum. Þá flytur blaðið einnig ýms- an sögulegan fróðleik, bæði frá Akra nesi og öðrum stöðum á landinu, og myndskreyttar frásagnir af helztu tíðindum innanlands. Efni hlaðsins er að vísu sérstaklega tengt Akra- nesi, en þar er þó mjög margt að finna, sem alla landsmenn varðar. Utlit blaðsins og frágangur allur er mjög vandað og minnir blaðið einna helzt á hið þekkta ameríska viku- blað „Life“, þótt sú líking hljóti ætíð að vera ófullkomin vegna erfiðra að- stæðna hér á landi til útgáfu slíks hlaðs. Kelvin Lindemann: Græna tréð. Bókaútgáfan Norðri. Þetta er mikil söguleg skáldsaga, um 500 bls. að stærð. Er hún að nokkru leyti nýlendusaga Danmerk- ur, samhliða sögu heillar ættar á ár- unum 1755—1783. Er sagan bæði skemmtileg og lærdómsrík. Kristofer Isert., kaupmaður á Gamlatorgi í Kaupmannahöfn, sér með liarm í huga, hvernig auðugt og voldugt Austur-Asíufélagið danska rekur rányrkju í dönskum nýlend- um í hitabeltinu. Hann er sannfærð- ur um, að því aðeins geti danska ríkið notið nýlenda þessara til lang- frama, að það stuðli þar að ræktun og menningu. Hann sendir son sinn með freigátur til Austur-Indía í þeim tilgangi að reyna að ná í nelliku- og muskathnetutré frá Hollendingum og flytja þau til dönsku Guineu, því að ef það tækist, væri einokun Hollend- inga á kryddi rofin í einum svip. Er sú för allævintýraleg. Annar þáttur bókarinnar segir frá því, þegar tengdadóttir Iserts sendir son sinn til landnáms á eyjum í Ben- galflóa og baráttum landnemanna við margs konar hættur. Þessi son- ur hennar verður að láta undan síga, en hún reynir að telja yngsta son sinn á að hefja landnám í Afríkunýlend- um Dana. Sá sonur hennar hafði hrifizt af frelsishugsjónum nýrrar aldar og gengur í ' berhögg við drauma ættar sinnar um danskt ný- lenduríki. Samt valda örlögin því, að hann efnir til landnáms í Afríku. Ástæðan til þess er sú, að honum virðist, að með því móti geti hann unnið mest gagn þeirri miklu hug- sjón. sem allur heimurinn nú viður- kennir, að Danir hafi fyrstir hrund- ið í framkvæmd: Afnám þrælasöl- unnar vestur um haf. Lesandinn fær að sjá landskjálfta á Kryddeyjum, vopnaviðskipti Dana og Svertingja í Afríku, bardaga danskra fiskimanna við franskt her- skip og margt annað sögulegt. Er hókin öll hin læsilegasta. Brynj ólf ur Sveinsson, mennta- skólakennari, hefir þýtt söguna, en hún er prentuð í Kaupmannahöfn. Er bæði þýðingin og allur frágang- ur ágætur. Allir eitt Danslisikur að Hótel Norð- urland sunnudaginn 14. þ. m. Hefst kl. 9 síðdegis. — Hljómsveit Óskars Ósbergs leikur.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.