Íslendingur


Íslendingur - 05.08.1948, Blaðsíða 7

Íslendingur - 05.08.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 5. ágúst 1948 íSLEN DINGUR 7 Islenzkir galdramenn 26 eftir af Skottu nú, nema ef telja mætti það, sem fiskimenn segja, að ekki megi sofna frá fiskibátum í skerinu, þó að þeir séu bundnir á floti, nema einhver sé eftir í þeim, því að annars losni þeir og reki frá og verði þá skipverjar ráðþrota. En aðrir eigna það Hrólfi, sem skerið ber nafn af. — Líklegust er þó þeirra geta, sem kenna þetta öfugstreymi við skerið og brimsúg, sem oft á sér þar stað, en festifjara er engin við það, svo að bátar verði þar upp settir. 21. Rœningjaskipið'. Á efstu árum Þorvalds kom óvenjulega stórt skip inn á Eyja- fjörð, vestanvert við Hrísey, með svörtum eða bikuðum seglum. Héldu menn þetta vera ræningja frá Algiér, og voru allir mjög hræddir við þá í þá daga, síðan þeir rændu Vestmannaeyjar 1627. Var báti skotið út af skipinu og gekk á hann fjöldi manns. Stefndu þeir til vesturstrandarinnar undir Sauðanes. Þorvaldur ganrli var þá orðinn blindur og hafði litla fótaferð. Sögðu menn honum til og báðu hann góðra ráða, en hann skreiddist út og bað að leiða sig ofan á sjávarbakkann, þar sem víkingarnir ætluðu að lenda. Þar settist hann niður og bað að snúa sér rétt á móti skipsbátnum; voru þá víkingarnir komnir svo nærri landi, að þeir voru komnir að þriðju báru. Þá hóf Þorvaldur kvæði sín, og er hér vísa tilfærð, sú fyrsta: Sunnan og vestan sendi vind sjálfur heilagur andi, svo strjúki þessi strauma hind strax frá voru landi. Brast þá jafnskjótt á veðúr mikið sunnan og vestan, og gekk svo lengi, að víkingar streittust öllum árum að komast á land, en gátu aldrei skriðið lengra en á þriðju báru. Þá herti veðrið svo mjög, að stórskipið liélzt ekki lengur við. Lét þá báturinn síga undan frá landi og náði með naumindum skipinu. Herrna munn- mælin, að skipin hafi sokkið í mynni Eyjafjarðar með allri áhöfn, og er það sagt til sanninda, að á átjándu öld liafi komið upp á línum fiskimanna fúnir kaðalstúfar og annað þvílíkt, sem væri úr skipsreiða, nálægt þeim stað, þar sem skipið hvarf. — Aðrir segja, að eldur hafi kviknað í skipinu, rokið ógurlega mikið úr því, en að lokum sézt bregða upp loga miklum rétt áður en það hvarf með öllu. 22. Síðustu ár Þorvalds. Sagt er, og líklega með sannindum, að Þorvaldur gamli á Sauðanesi hafi orðið blindur og verið það í nokkur ár, og gamall varð hann, svo sem hann kveður í Æviraun: Sjötugur Ijóðin saradi, sín fannst ævin löng.- Og í niðurlagi Æviraunar segir hann: Má nú skáldmál skorta, skil eg ei fyrir Jiað laun, út af augnasorta ekki skrifast baun; vísan illa orta ýfir harmakaun. Skal svo kvæðið korta kallast Æviraun. Sumir halda, að með augnasorta eigi hann við fjölkynngi sína, en vilji ekki meira um tala. Hann dó 1680, eins og fyrr segir. Heimildir: Jón Þorkelsson: Þjóðsögur og munnmæli, bls. 388—414. Blanda II., bls. 353—372. Páll E. Ólason: Menn og menntir IV., bls. 767—772. Vinsaraieg tilmæii Það eru vinsamleg tilmæli mín, að menn fari ekki í berjamót í skógargirðingunni á Vöglum á Þelamörk. Mikill nýgræðingur er að vaxa upp, og honum er hætta búin af traðki og umferð. Akureyri, 31. júli 1948. HÁKON BJARNASON, skógræktarstjóri. ~ ÞANKABROT - Framh. af 4. síðu. Oddeyri. Við Hafnarstræti og Strandgötu, — aðalverzlunargötur bæjarins, blöstu við auga vegfarand ans tugir nakinna fánastanga. M. a á verzlunarhúsi langstærsta verzlun arfyrirtækis bæjarins, sem hefir tugi verzlunarmanna í þjónustu sinni Og enda þótt Verzlunarmannafélag Akureyrar sé ekki svo háttvíst að efna til einhverra hátíðahalda eða hópferða þenna dag, þá rnætti ekki minna vera en stjórn þess hvetti a. m. k. meðlimi félagsins til að heiðra hátíðardag sinn með því að draga fána að hún. Það hefir ekki staðið á þeim að heiðra hátíðisdaga ann- arra stétta á þann hátt, t. d. 1. maí og Sjómannadaginn. Slíkt þykir ekki nema sjálfsögð kurteisi. En þess er varla að vænta, að einstak- lingar annarra stétta dragi upp fána á degi verzlunarstéttarinnar, þegar liún gerir það ekki sjálf (ekki einu sinni á húsi Verzlunarmannafélags- ins!). Og ekki væri fráleitt, að Ak- ureyrarbær sýndi verzlunarstéttinni þann sómavott, þeirri stétt, sem svo mikinn þátt hefir átt og á enn í vexti og þróun bæjarins. Slíkt tómlæti sem þarna átti sér stað, má ekki koma oftar fyrir. Með þökk fyrir birtinguna. J. Ó. P. S k u m mtunars tjó ri hefir nú auglýst að skömmtunar- seðlar fyrir vefnaðarvöru frá síð- asta skömmtunartímabili skuli enn gilda til næstu mánaðamóta. Æski- legt hefði verið, að auglýsing þessi hefði verið birt lítið eitt fyrr, vegna þess að mönnum er yfirleitt á móti skapi að láta seðlana verða ónýta, og grípa því ýmsir til þeirra óyndis- úrræða að kaupa heldur út á þá vörur, sem þeir hafa ekki þörf fyrir, ef þeir fá ekki þær vörur, sem þeir þurfa að nota, og er þetta meðfram gert af ótta við það, að menn geti ekki fengið þessar vörur síðar, er þeir kynnu að þurfa þeirra með. Er þetta mjög óheppilegt, þar sem fólk vcldur með þessu aukinni vöruþurrð að nauðsynjalausu og auk þess er hætt við, að á þennan hátt fari nokkur verðmæti í súginn. Er þess að vænta, að skömmtunarstjóri taki þetta til vinsamlegrar athugunar, ef svipaðar aðstæður kynni síðar að bera að höndum. FLUGFÉLAG ÍSLANDS VILL GERA UPPFYLLINGU OG FLUGSKÝLI SUNNAN STRANDGÖTU Flugfélag íslands hefir sótl um leyfi til þess að gera uppfyllingu sunnan Strandgötu, vestan olíustöðv- ar Shell og B.P. Uppfylling þessi á að vera uin 80 m. löng og ná nægi- lega langt í sjó fram til þess að hægt sé að byggja þar flugskýli. — Bæjarstjórn hefir samþykkt að veita leyfi til þess að gera þarna uppfyll- ingu, að nefndar t fengnu leyfi Skipulags- Brunabótafélags íslands vegna vátryggingariðgjalds. Hins vildi bæjarstjórnin ekki að ákveða ,að leyfa að byggja þarna flugskýli. vegar svo stöddu JSágnœtti í (Ejrímsey. Ejtir Matrup A. Arnason. Þegar mcetir dagur degi dýrðlegt er í norðurvegi. Geislasindur loga d legi líkt og brdðið silfur og gull. Ndttúran er af fegurð full. Þó er í huga þrd og tregi. Norðurfjöllin flekkuð sköflum farðast rauðu d þili og göflum; purpuri og pell d köflum prýða draumland fritt og milt. Undir er hafsbrún grœn og gyllt. ILeikur og svið af œðri öflum. Bleiku og gulu bdrur falda, j bldtt og grænt í hvolfi alda; tvinnar þræði þúsundfalda þaral.ónið milt og stillt; litaskrúðið er töfra-tryllt. Hafið er spegill himintjalda. Það er hægt að þrauka og líða þrautanætur vetrartíða, fangbrögð storma, forað hríða, fyrir þessi stundargrið. Vornóttin öllu færir frið. Himinn og sær ein broshýr bliða. Þó ég væri d hirnni hæstum heimsins mundi ég sakna næstum, er hann leiftrar litum glæstum land og mar og himininn. Himneskur er heimurinn, þegar Jiann fagnar friði stærstum. Grímsey í júní 1948. Auglýsing nr. 25 1948 irá skðniintunarstjúra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskipta- nefndin ákveðið, að vefnaðarvörureitirnir í skömmtunarbók nr. 1, sem bera númerin 51—150 og um ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 6/1948 og nr. 18/1948 skuli ha’da gildi sínu til 1. september n. k. Jafnframt hefir viðskiptanefndin ákveðið, að vefnaðarvörureitimir á' núgildandi skömmtunarseðli, sem bera númerin 151—200 (báðir meðtaldir) skuli ekki taka gildi 1. ágúst n. k. eins og ákveðið hafði verið með auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 18 1948, og verður síðar ákveðið með auglýsingu, hvenær þeir seðlar öðl- ast gildi. Öheimilt er því að afhenda nokkrar vör- .ur gegn vefnaðarvöruseð’unum, sem bera númer- in 151—200. Reykjavík, 30. júlí 1948.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.